Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979.
9
„Þetta er látlaust strið,” segir Klemenz Tryggvason hagstofustjóri.
Hagstofa íslands:
Smáir og stórir teppabútar á mjög hagstœðu
verði.
BÚTASALA
Okkar árlega bútasala er nú ífullum gangi.
Ath.: Við sjáum einnig um fóldun á því sem
keypt er, allt eftir óskum yðar.
Skoðið teppaúrvalið í leiðinni, nú eru teppin
á lœgra verði vegna tollabreytinga um ára-
mótin. Við bjóðum teppi
frá kr. 3.400 pr. mz til kr. 14.950 pr. m2.
Úrvalið af stökum teppum og mottum er
hvergi betra: Indverskar, kínverskar, pers-
neskar, belgískar, tékkneskar, spœnskar og
danskar.
JÚN
LOFTSSON HF.
TEPPADEILD
SÍMI28603.
húsiö
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 — Simi 15105
Skóverzlun Póstsendum Kirkjustræti 8
Þorðar Péturssonar við Austurvon — simi 14181
Hér er Ingimar Jónasson stjórnandi þjóðskrár meö upplýsingar um okkur öll á
þremur spólum. Högni Ísleifsson bregður upp fyrstu reiknivél landsins, frá stofn-
un Hagstofunnar 1914.
Eina ráðuneytið
sem sparar
Þangað sækja útigangsmenn þjóðfé-
lagsins inn i kuldanum, leggjast til
svefns í göngum, enda hefur bækistöð
þeirra lengstum verið Arnarhóll,
hinum megin götunnar. Þarna er það
ráðuneyti sem ekki er eins og hin.
Undir ákveðinni stjórn hagstofustjóra
eru starfsmenn til dæmis ekki á flakki
út um heim til að eltast við aragrúa af
alþjóðlegum fundum sem Islendingum
er boðið til. Starfsmenn Hagstofunnar
halda sig bara heima í hlaðvarpanum.
„Það eru látlausir fundir af þessu
tagi,” sagði Klemenz Tryggvason hag-
stofustjóri í gær, þegar þlaðamönnum
var kynnt Hagstofan. „Við höfum
hvorki mannskap né fé til að sinna
þessu.” Hagstofustjóri kemur þó á
-fund hagstofustjóra á Norðurlönd-
um, en aðeins þriðja hvert ár. Hann
benti á, að jafnvel þótt erlendar stofn-
anir byðu ókeypis að senda fulltrúa á
einhverja fundi, mundi kostnaðurinn
felast i missi þess manns úr vinnu á
Hagstofunni.
Starfslið er jafnmargt og var fyrir
áratug, þótt mörg verkefni hafi bætzt
við.
Hagstofan hefur stöðu ráðuneytis.
Hún leggur áherzlu á að vera hlutlaus
stofnun. Ráðherrar skipta sér ekki af
mannaráðningum þar eins og i öðrum
ráðuneytum, þar sem ráðuneytisstjór-
ar eru iðulega háðir duttlungum ráð-
herra og neyddir til að taka menn til
starfa, sem ekki eiga þar heima.
Hagstofan var stofnuð 1914. Þá
varð hún fyrst stofnana hér til að
flytja litla reiknivél inn í landið. Úr
þeirri vél er nú sprottinn mikill véla-
kostur. Þar geta menn komizt í upplýs-
ingar um alla landsmenn, þjóðskrá, á
þremur spólum fyrir tölvu.
Hagstofan safnar gífurlegu magni
upplýsinga. Á síðasta ári voru vélgöt-
uð 280 þúsund spjöld um innflutning,
11 þúsund um útflutning, 28 þúsund
aðflutningsskýrslur, 15—20 þúsund
prestaskýrslur, 30 þúsund breytingar á
nemendaskrá svo að eitthvað sé nefnt.
Þar voru 60 þúsund færslur vegna
þjóðskrár.
Innflutningur er vandlega færður.
Þarna eru allar innflutningsskýrslur
síðasta árs komnar í átján doðranta.
Hagstofustjóri lýsti því, sem hann
kallaði „látlaust stríð” við almenning I
landinu út af aðseturstilkynningum.
baráttu um gögn við sýslumenn,
presta, sveitarfélög, „slag" við alla
skóla landsins og siðan i haust hefur
staðið „slagur” við á sjöunda hundrað
iðnfyrirtæki um upplýsingar.
Hagstofan er til húsa í Alþýðuhús-
inu við Hverfisgötu á þrem hæðum, í
plássi, sem upphaflega var gert til
hótelhalds.
HH