Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979.
19
Heldur Dizzy Gillespie
hljómleika nér á landi?
Jazzvakning hefurgóöar vonir um að fá hann iheimsókn um miöjan næsta mánuð
Jazzvakning vinnur að því þessa
dagana að fá til landsins heimsfræg-
an hljóðfæraleikara, sjálfan Dizzy
Gillespie. Fari svo að hann komi,
verða haldnir einir hljómleikar með
kappanum og hljómsveit hans i Há-
skólabíói um miðjan febrúar.
„Það hefur verið draumur okkar
hjá Jazzvakningu, allt frá því er
félagið var stofnað, að fá Dizzy
Gillespie hingað til lands og halda
með honum hljómleika,” sagi Jóna-
tan Garðarsson í samtali við Dag-
blaðið. „Það er mikið átak fyrir
okkur að fá hann í heimsókn, sér-
staklega af því að hann er dýr
skemmtikraftur. En við erum
tilbúnir að reyna að láta þennan
gamla draum rætast.”
Til marks um það, hve dýrt er að
halda hljómleika með Dizzy
Gillespie þarf aðgöngumiðaverðið að
þeim að vera 5.500 krónur. Verði
selt í hvert sæti í Háskólabiói, —
tæplega eitt þúsund miðar, fær Jazz-
vakning í sinn hlut aðeins um
hundrað þúsund krónur. Sú upphæð
er aðeins smábrot upp i þá vinnu,
sem Jazzvakningarmenn verða að
inna af hendi til að standa undir
slíku fyrirtæki.
„Við erurn nokkuð bjartsýnir um
að geta fyllt Háskólabíó — ef af
heimsókn Gillespies verður. —
Hann er eitt af þremur stærstu nöfn-
unum í jazzheiminum frá upphafi, i
hóp með Louis heitnum Armstrong
og Miles Davis,” sagði Jónatan
Garðarsson. „Á trompett hafa hann
og Armstrong verið hvað atkvæða-
mestir allra og eiga mestan þátt i að
útvíkka möguleika þess hljóðfæris.”
Jónatan Garðarsson var að lokum
inntur eftir þvi, hve miklir möguleik-
Þokkabótarplatan
verðurfyrstá
markaðinn í ár
— þegarfrá ertalin reykingaplatan
Fyrsta hljómplatan, sem kemur á
markaðinn i ár, er plata Þokkabótar,
/ veruleik. — Þá er reyndar frátalin
áróðursplata Samstarfsnefndar um
reykingavarnir, sem út kom á þriðju-
daginn. Útgáfudagur / veruleik
hefur verið ákveðinn 10. febrúar
næstkomandi.
Eins og frá var skýrt á poppsíðu
Dagblaðsins fyrir nokkrum mán-
uðum, var áformað að gefa Þokka-
bótarplötuna út fyrir jól. Frá því var
þó horfið vegna tímaskorts. Að sögn
Björns Valdimarssonar útgáfustjóra
hjá Fálkanum barst fyrsta sending
plötunnar ekki til landsins fyrr en
19. desember síðastliðinn. Því var
ákveðið að biða með útgáfu hennar
fram yfir janúarútsölur.
Platan / veruleik var tekin upp í
Hljóðrita í Hafnarfirði á siðasta
hausti. Hún hefur að geyma tón-
smíðar þeirra Halldórs Gunnars-
sonar og lngólfs Steinssonar. Þriðji
Þokkabótarmaðurinn, sem stendur
að gerð plötunnar er Lárus
Grimsson.
Áformað er að Þokkabót leiki á
nokkrum tónlistarkvöldum eftir að /
veruleik kemur út. önnur hljómsveit,
Eik, kemur einnig fram, og leikur
jafnframt með Þokkabót. Eikin
hefur nú verið endurreist á ný eftir
árs hlé. Hana skipa að mestu leyti
sömu menn og er hljómsveitin var
lögð niður. Nýr trommuleikari,
Sigurður Karlsson, hefur þó bætzt í
hópinn. Hann leysir af hólmi Ásgeir
Óskarsson Þursaflokkstrommara.
Það var hljómplötudeild Fákans
sem, líkt og nú, gaf út fyrstu hljóm-
plötu ársins í fyrra. Hún kom þóekki
á markaðinn fyrr en i marz. Hljóm-
plötuútgáfan fer því nokkru fyrr af
stað nú en siðast, þó að illa ári.
- ÁT
Rolling Stones taka
upp á Bahamaeyjum
Næsta plata er væntanlegí febrúar
Rolling Stones hafa bókað sér
tveggja vikna tíma í hljóðveri í
Nassau á Bahamaeyjum, síðar i þess-
um mánuði. Það kemur nokkuð á
óvart, því að hljómsveitin á hljóðrit-
uð lög fyrirliggjandi á einar þrjár
breiðskífur. Þau voru tekin upp í
Paris I fyrra um leið og lögin á plöt-
unni Som Girls voru hljóðrituð.
Lögin sem tekin verða upp á
Bahamaeyjum eru að sjálfsögðu öll
eftir Mick Jagger og Keith Richards.
Þau eru samin á síðustu vikum og
mánuðum.
Reiknað er með því að næsta plata
Rolling Stones verði gefin út i næsta
mánuði. Einhvern tíma láku þær
upplýsingar út vestanhafs að nafn
hennar ætti að verða Certain
Women. Þá herma fréttir jafnframt
að Steinarnir séu að undirbúa hljóm-
leikaferð til Ástralíu og Nýja
Sjálands í vetur. I sumar hyggst
hljómsveitin síðan vísitera fornar
slóðir í Evrópu,
England.
OrMELODY MAKER
arnir á komu Dizzy Gillespie til
landsins væru. Hann svaraði:
„Ef ég ætti að nefna einhverja
prósentutölu, þá myndi ég segja að
möguleikarnir væru ... ja, 85 pró-
sent.”
- ÁT
Dizzy Gillespie.
FÁLKINN Í FARARBRODDI
«IOW
ÍffiEBr.'T
□ Barry Manillow —
Greatest Hits
Barry Manillow var á síðasta ári söluhæsti söngv-
ari í Bandaríkjunum og skaut t.d. Billy Joel og
Andy Gibb aftur fyrir sig. Nú getum við boðið
tvær plötur með öllum hans vinsælustu lögum á
aðcins kr. 7.800.
□ Olivia Newton-John
— TotallyHot
Þessi nýja plata Oliviu hefur fengið einstakar við-
tökur og er nú ofarlega á vinsældalistum víða um
heim. Þetta kemur engum á óvart þar sem þessi
plata er jafnvel enn hressilegri en lögin henng
Grease.
Fft
JíSsjó
V2Tt#-
********
tiM
Klippið út og sendið
Nýjar plötur: Vinsælar plötur:
□ Toto — Toto Earth Wind & Fire — Best of
D Rod Stewart — Blondcs have more fun □ Dr. Hook — Pleasurc & Pain
1 Neil Diamond — You don’t bring me Kate Bush — Lionheart
flowers Billy Joel — 52nd Street
f Erick Clapton — Backless C: Meat Loaf — Bat out of hell
□ Doobie Brothers — Minute bv minute [ IJethroTull — Live
□ Jim Morrison — American Prayer □ Boh Marley — Babylon by bus Vmsir — Don’t walk, boogie
Klassískar rokkplötur: íslenzkar plötur:
[ Quicksilver Messanger Service Þursailokkurinn — Hinn ísl. þursaflokkur
Beatles — Sgt. Peppers Lonely Hearts Bessi o.fl. — Ævintýralandið
Club Band Ýmsir—Beztu lög 6. áratugsins
[ ! Kinks — Lola versus Powerman Vmsir— Einsöngspcrlur
□ Pink Floyd — Dark Side of the Moon Gunnar Þórðarson
□ Jackson Browne — Running un Empty Björgvin Halldórsson — Ég svng fvrir þig
□ Roger McGuinn — Cardiff Rose : Spilverk þjóðanna — ísland
VERZUD
(Nafn)
ÞARSEM
URVALIÐ rp /LfCOT (Heimilisfang)
£71 /r/CO # (Póstn. KaupstJsýsla)
W~ A M l/lliai m m m mm mm m*. mm. mm. m
FÁLKINN í FARARBRODDI - FÁLKINN í FARARBRODDI