Dagblaðið - 10.02.1979, Side 4

Dagblaðið - 10.02.1979, Side 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR 1979. DB á ne ytendamarkaði Hvað kostar að lifa í Svíþjóð? Nú eru lesendur farnir að senda inn upplýsingaseðlana fyrir janúarmánuð. Sífellt berast okkur seðlar frá fleiri stöðum. Nú er kominn einn alla leið frá Svíþjóð! — Hann getur að vísu ekki farið í meðaltalsútreikninginn. Þetta er desemberseðill frá fjögurra manna fjölskyldu í Helsingborg. Útgjöld þeirrar fjölskyldu reyndust 1030 sænskar kr., eða (samkv. gengi gærdagsins) 77.250 kr. isl. sem gerir 19.315 kr. á mann! Meðaltalskostnaður fjögurra manna fjölskyldu á tslandi í desember- mánuði reyndist vera 28.48-8 kr. sem er talsvert miklu hærra en sænska meöaltalið. Bendir þannig allt til aö kostnaður I mat- og hreinlætisvörum sé talsvert miklu hærri á íslandi en i — Upplýsingaseðlar berast langt að Svíþjóð, sem reyndar flestir vissu fyrir- fram. Hins vegar má vera að ýmis annar kostnaður, svo sem eins og við leigu- húsnæði, rafmagn og hita sé hagstæö- ari hér á landi en í Svíþjóð. Þó getur nú verið að þetta sé að snúast okkur í óhag með ýmiss konar nýjum álögum sem fundnar hafa verið upp nýlega og nýjum verðhækkunum á húsaupphit- un og rafmagni. Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til þess að fylgjast með í hvað fjármun- um heimilisins er varið, er það einmitt nú. Hvetjum við þvi sem flesta að halda búreikningstölum sínum saman og fylla út upplýsingaseðla og senda okk- ur. A.Bj. POTTRETTUR ÚR SVÍNAKJÖTI Uppskrift dagsins I dag er frá vinn- ingshafanum okkar í heimilisbókhald- inu, Erlu Sigurgeirsdóttur, en hún er mikill áhugamaður um góðan mat. Segir hún þetta vera hinn mesta há- tiðarétt sem henti vel sem veizlu- matur. Uppskriftin er fyrir fjóra. 750 g svinakjöt (framp.) 250 g sveppir 50 g smjörl. salt og paprikukrydd 1 dlvatn 1 /2 kg dös heilir tómatar i safa 3 dl rjómi lítil dós af snittubaunum e.t.v. hvcitijafningur Kjötið er skorið í bita og brúnað i smjörlíkinu. Sveppirnir hreinsaðir og skornir í bita og látnir i pottinn og látnir krauma smástund eða þar til þeir eru orðnir mjúkir. Kryddið. vatnið og safinn af tómötunum er látið út i pottinn og soðið við vægan hita í um þaðbil 45 mín. Þá eru tómatarnir og rjóminn látinn út í pottinn og hugsanlega kryddað meir. Ef sósan er ekki nógu þykk verður að hræra hveitijafning út í. Loks eru snittubaunirnar látnar í pottinn, en notið ekki soðið af þeim. — Rétturinn er borinn fram með soðnum hrísgrjónum. — Mjög gott er að raspa ost yfir hrísgrjónin, það gefur skemmtilegt bragð sem fer mjög vel með réttinum. Verð: Hráefnið í þennan rétt kostar mjög nálægt 3000 kr. eða um 750 kr. á mann. hUömfeær HVERFISGÖTU 108 Nú er rétti tíminn að endurnýja hljómtækin og hljóðfærin. Setjirðu þau i UMBOÐSSÖLU í HLJÓMBÆ er salan örugg. Ávallt er mikil eftirspurn eftir öllum tegundum hljómtækja og hljóðfæra. Littu iiin i Hljómbæ, það borgar sig. Hljómbær ávallt i fararbroddi. S. 24610 HÚTEL AKUREYRI hefur opnað eftir endurbæt- ur. Munið okkar lága verð. Herbergi frá kr. 3.825 pr. nótt, hópafsláttur. Verið i? velkomin. Hótel Akureyri Simi 96-22525. A.Bj. Upplýsingaseöill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Kostnaóur í jan. mánuói 1978 Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. m vuox Fjöldi heimilisfólks Greinargóður leiðar vísir með Toyota prjónavélum „Þessi bók er búin að kosta okkur mörg grá hár, en við erum mjög ánægðir yfir að hún skuli nú loks vera komin út,” sagði Sigtryggur Helgason, en hann ásamt Jóhanni Jóhannssyni rekur Toyota varahlutaumboðið í Ármúla. Þar eru m.a. seldar bæði prjóna- og saumavélar. Bókin sem Sigtryggur ræðir um er kennslubók á Toyota-prjónavélar á islenzku. Bókin er 65 bls., með mjög greinilegum skýringarmyndum og texta þannig að auðvelt ætti að vera að fara eftir henni. Auk bókarinnar fylgja tvö námskeið þegar prjónavél er keypt. „Prjónavélarnar eru framleiddar í Japan. Prentaður leiðarvísir á ensku fylgir öllum vélunum. En það gefur augaleið að það er ekki nógu hentugt fyrir íslenzka viðskiptavini og því var ráðizt i að láta þýða leiðarvísinn,” sagði Sigtryggur. Fyrstu Toyota-prjónavélarnar komu til landsins í ágúst 1977, en síðan hafa verið seldar hátt í 200 vélar. Þær eru ekki til hjá umboðinu eins og stendur en þær kosta um 230 þúsund kr. Með saumavélunum fylgir einnig leiðarvísir á íslenzku. Islenzkir neytendur geta svo sannarlega glaðzt yfir þessari nýju leiðbeiningarbók um prjónavélina. A.Bj. -t-jí-í,r

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.