Dagblaðið - 08.03.1979, Page 2

Dagblaðið - 08.03.1979, Page 2
DAGBLADID. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979. „Gerum stórátak, virkium stórt” Það var mjög gaman að lesa um framtíðarmúsík orkumála: i,,Mynsturáætlun um Austurlands- virkjun,” sem i mínum eyrum hljómaði sem falleg SYMFÓNÍA, í stað afturkreistingssöngsins um virkjun einhverrar músarmigu á Austurlandi, Bessastaðarár, sem mér skilst að iðnaöarráðherra láti sig dreyma um að verði næsta spor í virkjun fyrir Austurland. Það mátti svo sem búast við slíkri hugmynd frá iðnaðarráðherranum sem, eins og félagar hans í Alþýðubandalaginu, eru á móti stórum virkjunum, vilja heldur einhverjar HÓMÓ-PATÍUVIRKJ- ANIR, rétt til þess að fullnægja orkuþörf líðandi stundar. Það gefur augaleið að þegar ráðizt er í stórar virkjanir verður að vera trygging fyrir því að hægt sé að selja raforkuna en til þess þarf að koma orkufrekur iðnaður, svokölluð STÓRIÐJA. Við erum búnir, íslendingar, að gera mörg axarsköft í orkumálum okkar og skulu þau ekki talin úpp hér. Við skulum læra af reynslunni en hlusta ekki á úrtölumennina sem vilja ekki fyrir sitt litla líf að velmegun komist á hér á landi fyrir tUstilli STÓRIÐJU því um leið eru þeir búnir aö tapa tökum á því fólki sem glaptist til þess að hlusta á fagurgala þeirra um bætt lífs- þægindi. Ég las mér tii mikiilar ánægju I Dagblaðinu þ. 28. þ.m. grein eftir Harald Jóhannesson hagfræðing: STRAUMHVÖRF í KÍNA. I grein þessari eru tvær tílvitnanir í kinverska ritstjómargrein en þar segir svo: Það er engin þversögn að flytja inn háþróaða tækni í stórum stil og halda fast við þá meginreglu ,,að viðhalda sjálfstæði og að halda frumkvæði i eigin höndum og treysta áeigin atorku.” Kina hefur verið býsna lokað land undanfarið en nú virðist sem verið sé að snúa blaðinu við. Þetta eru Japanir búnir að gera fyrir löngu og slíkt gera allar skynsamar þjóðir. Okkur lætur býsna vel að flytja út hráefni sem aðrir aðilar erlendir fleyta svo hagnaðinn af. Við þurfum að hefja framleiðslu á ELDSNEYTI fyrst en það þolir enga bið lengur. En við verðum ekki fljótir til kann svo að fara að við verðum aö taka þarfasta þjóninn aftur i okkar þjónustu og ferðast á tveimur jafn- fljótum um landið okkar. Gerum stórt átak, virkjum stórt en hættum þessum HÓMÓPATA- VIRKJUNUM sem sumir virðast hafa komið auga á sem bráðabirgða- lausn, hvorteðer. Mér datt þetta (svona) i hug. SIGGI flug 7877—8083. Framkvæmdir við Sigölduvirkjun. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Sími 15105 Auglýsing Þetta taka borg og ríki í skatta af íbúðinni þinni Prúðu leikararnir eru mjög vinsælir Bréfritari vill að sjónvarpið verði geli orðið til að bæta dagskrána. hjú stórum hópi sjónvarpsáhorfenda. aðeins þrisvar i viku og telur að það VILL SJONVARPIÐ ÞRISVAR í VIKU Einar I. Magnússon skrifar: Anna Bjarnason blaðamaður sagði skoðun sína á sjónvarpi hér i DB ekki alls fyrir löngu. Setti hún þar fram frábæra tillögu um dagskrá sjónvarpsins á þá leið að hafa sjónvarp aðeins þrjú kvöld í viku um helgar og þá með úrvalsdag- skrá og lengri sýningartími, bæði fyrir börn og fullorðna. Ég vil styðja þessa tillögu Önnu og vildi óska að þess háttar breyting kæmist á. Þó er sjálfsagt að hafa fréttirnar á sama tíma öll kvöld. Sjónvarpið er mikill tímaþjófur og andfélagslegt hvað viðkemur samskiptum fólks og oft er setið yfir innihaldslitlu efni allt kvöldið. Því væri óskandi að þessi breyting yrði að veruleika og með henni efldist samvera og félagslíf fjölskyldna og vina. Látið þvi til ykkar heyra, gott fólk, sem viljið styðja hugsjón önnu því hún gæti komið mörgu góðu til leiðar. Lumenition YFIR 5000 BÍLAR 1. Íbúðíblokk: Fasteignamat húss ’79 12.913.000 og lóðar 1.726.000. 1978: Fasteignagjöld kr. 67.963 Tekjuskattur (40%) af eigin húsaleigu að frádreginni fyrningu — 37.335 Samtals kr. 105.298 1979: Fasteignagjöld kr. 108.714 Tekjuskattur (40%) af eigin húsaleigu að frádreginni fyrningu — 76.123 Samtals kr. 184.837 í lækkun milli ára kr. 79.539 eða 75,54%. Nokkrir Sjálfstæðismenn Á 3 árum hafa selzt yfir 5000 LUMENITION kveikjur á íslandi. Þetta væri óhugsandi, nema ánægðir kaupendur hefðu mælt með ágæti búnaðarins. Hefur þú kynnt þér kosti LUMENITION platínulausu kveikjunnar? HABERG hf iSkelfunni 3e *Simí 3 33*45 LwmeTiition VERÐHÆKKUN Á NÆSTU SENDINGU Meðan nýkomnar birgðir endast getum við boðið LUMENITION á kr. 32.000, Verð búnaðarins hefur verið stöðugt erlendis i tæp 3 ár, en því miður hafa framleiðendur nú tilkynnt verðhækkun, útsöluverð búnaðarins hér sem hækka mun um 8 þús. krónur, miðað við núverandi gengi. ájHBBtt «8 *sm HABERG hi ISkeifunni 3e-Símí 3'33'45 Utideild í tilefni af ákvörðun meirihluta borgarstjómar að leggja Útideildina niður urðu þessar vísur til. Útideiid á allan heiður skilið, er að brúa gamla smánar bilið, kynsióða, sem kalla á ólík mál og koma stundum þjóðinni í bál. Virðist mér nú sem landinn líði skort, sem leikur sér við alls kyns dufl og sport, en gleymir hag og giidi þessa lands, að græða sár í huga náungans. Hér þarf lag og lempni í hverjum rann, að laða ávallt fram hinn besta mann. Grjóti hörðu í gull þá verður breytt, hvar göfugt hjarta undir slærsvo heitt. Sigurður Guðmundsson. Vika gegn vímugjöfum Hilmar Jónsson skrifar: Alþjóðlegt barnaár er gengið í garð. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt stjómir aðildarríkja sinna til að vinna að bættum högum unglinga. Þess er óskað að fullorðnir sýni börnum meiri velvild og skilning. Af þessu tilefni hafa ýmsir islenzkir fjöl- miðlar snúið sér til yngstu borgar- anna I þjóðfélaginu og spurt þá hvað þeim finnist helst ábótavant. í svörum þeirra hefur komið fram að áfengisvandamálið og þá aðallega drykkjuskapur foreldra virðist hjá flestum það vandamál sem þau telja brýnast að breytt verði til batnaðar. Spurningin er: hvað vilja foreldrar leggja á sig í þessum efnum? Vilja þeir gefa börnum sínum fordæmi? Eða kjósa þeir að fordæma unglinga sem sækja Hallærisplanið á sama tíma og þeir koma sjálfir heim til sín út úr drukknir úr einhverju brenni- vínshofi ellegar partíi hjá kunningj- um? Krabbameinsfélagið hefur háð mjög árangursríka herferð gegn reykingum. En gegn áfengi, sem flestum vísindamönnum ber saman um að sé miklu hættulegra en tóbak, bólar ekki á neinum aðgerðum. Þessa þögn „um hættulegasta óvin mann- kyns” vill stjóm Unglingareglunnar rjúfa. Unglingareglan hefur borið fram tillögu í barnaársnefnd um her- ferð gegn áfengisvandamálinu sem nái hámarki í viku gegn vímugjöfum dagana 22.—28. október nk. Heitir Unglingareglan á alla góða menn og konur til fulltingis við góðan mál- stað. Hugmynd okkar er að skapa al- menningsálit gegn neyslu áfengis og annarra vímugjafa. Við munum ekki fara fram á að Áfengissölu ríkisins verði lokað þessa viku. Hins vegar munum við leitast við að vekja athygli á áfengisbölinu með hlut- laus'um upplýsingum. Hér verða þvi á ferðinni þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem svo margir telja knýjandi en valdhafarnir hafa ekici viljað styrkja. Unglingareglan státar ekki af fjár- magni frá opinberum aðilum. Hún leggur í þessa baráttu vegna þess að málstaðurinn er góður og þörfin brýn á þjóðarvakningu. Innan skamms mun verða birt áskorun til þjóðar- innar frá þjóðþekktum mönnum um þátttöku i áðurgreindri viku gegn vimugjöfum. Þessar undirskriftir munu sýna að þjóðin er að vakna og barnaárið verður ár baráttu gegn áfengisbölinu á íslandi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.