Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979.
„Við stefnum hiklaust að rekstri
sumarhótelsins að Flókalundi næsa
sumar, hvort sem hótelið verður leigt
Þaðvantar
auglýsingakassa
á Eskifirði
Bæjarstjórn Eskifjarðar boðaði til
almenns fundar um fjárhagsáætlun
bæjarins i ár og var fundurinn í Valhöll
4. marz.
Á fundinn mættu um 30 manns og
gerðu margir fyrirspurnir um fjárhags-
áætlunina. Allir fengu greið svör hjá
Ásgeiri bæjarstjóra og bæjarfulltrúum,
sem allir voru mættir.
Er þetta í fyrsta sinn sem boðað er
til almenns fundar um fjárhagsáætlun
Eskifjarðar. Er það framtak
lýðræðislegt og vonandi verður fram-
hald á.
En hinni ungu bæjarstjórn má
benda á að nauðsynlegt er að koma
upp auglýsingakössum í miðbænum.
Það er óþolandi að aðeins sé auglýst
innan um álnavöruna í „Pöntó” og á
litlum miðá í búðardyrum. Fólk tekur
ekki eftir slíku eins og oft hefur komið i
ljós. Margir eru leiðir yfir að hafa ekki
af fundinum vitað og þar hefði verið
fjölmenni eins og í kirkjunni rétt áður,
því aldrei þessu vant átti fólk fri frá
loðnu og útskipun.
-Regína/ASt.
eða selt,” sagði Heimir Hannesson,
formaður Ferðamálasjóðs, í viðtali við
DB eftir að uppboð fór fram á eigninni
í fyrradag og allt sýnist stefna í að
sjóðurinn eignist hótelið.
Sjóðurinn tók á sinum tima einnig
veð í Bjarkarlundi vegna skuldar
félagsins í heild, en Heimir sagði að
sjóðsstjórnin hafi gefið það loforð, er
dró að uppboði Flókalundar, að eigi
skyldi gengið að Bjarkarlundi í sömu
andránni.
Eftir að síðasta uppboð á Flóka-,
lundi hefur farið fram, 20. þ.m. verður
væntanlega farið að ræða um þau mál.
Með þessu tók sjóðurinn visst tillit til
átthagafélagsins, sem byggði
Bjarkarlund upp.
Sagði Heimir að sjóðsstjórn hafi
ekki verið ljúft að taka ákvörðun um
uppboð, en lögum samkvæmt bæri
sjóðnum að líta á þetta frá bankalegu
sjónarmiði og hafi hann ekki séð sér
færtað frekari tilslakanir.
í fljótu bragði sýndist Heimi enginn
kaupandi vera í sjónmáli. Er hann var
spurður hvort sjóðurinn leigði ef til vill
Gesti hf. hótelið, taldi hann það
ólíklegt og hefði fyrirtækið ekki nefnt
neitt slíkt. Hins vegar sagði hann
sjóðinn vera fúsan til samstarfs við
einhverja heimamenn, er áhuga hefðu.
-GS.
Ekki nema sáralítið brot af þeim fíkniefnum sem eru i umferð nást af yfirvöldum
— eins og þessi taska, sem í voru þrjú kíló af kókaini, tvö af heróini, eitt af hráu
ópíum og nokkur hundruð grömm af hassi. Andvirðið á götumörkuðum er
geigvænlegt — allt að þvi „stjarnfræðilegar” tölur.
Formaður Ferðamálasjóðs um örlög Flókalundar:
STEFNUM HIKLAUST AÐ
REKSTRIÁFRAM
— æskilegt að leigja heimamönnum
Er samband milli
Mexíkóferðar 2ja
íslendinganna og
kókaínsins?
Yfirheyrslurnar yfir íslendingun-
um sjö sem í varðhaldi sitja í Kaup-
mannahöfn beinast fyrst og fremst að
því að fá vitneskju um hvaðan þau
fíkniefni eru fengin sem fundust í
fórum þeirra og á hótelinu er þeir
bjuggu á.
Yfirheyrslur fara fram á hverjum
degi og ötullega og hratt virðist
gengið fram í málinu af lögreglunnar
hálfu.
Eftir þvi sem DB hefur frétt mun
Sigríður Brynja Pétursdóttir, eigin-
kona Sigurðar Þórs, hafa sagt við
yfirheyrslurnar að tengdaforeldrar
hennar (foreldrar Sigurðar) séu vön
að dvelja vetrarmánuðina í Mexíkó.
Þeim Sigurði og Sigríði var svo boðið
þangað og komu úr Mexíkóferðinni
síðast í janúar. Rannsókn beinist að
því að kanna hvort samband sé á
milli Mexíkófarar þeirra og
fíkniefnanna sem fundust.
DB minnir á að enginn íslending-
anna hefur enn játað nokkuð af á-
sökunum um sölu og dreifingu
fíkniefna. En að þeim er þjarmað
með yfirheyrslum og lögreglan vill fá
skýringar á ýmsu.
-ASt./H. Pétursson, Khöfn.
(Jr skeiðum af þessu tagi taka
menn gjarnan kókain i nefið. Það
er algengasta aðferðin við neyzlu
efnisins, en einnig er hægt að
sprauta því í neytandann.
Kókaínverð
mismunandi
íDanmörku
í sambandi við þær fréttir,
sem komið hafa fram í íslenzkum
fjölmiðlum af einingarverði
kókaíns er rétt að fram komi að
verðið er ýmsu háð. Talið er að
grammið af hreinu kókairi gangi
i Danmörku á 1200 kr danskar.
En ef kaupándi kýs fremur heild-
sölu, þ.e. kaupi hann 30 grömm á
einu bretti, þá er talið að eining-
arverð grammsins sé 500 kr.
danskar. Það fer því eftir því
hvernig selt er, hver ágóði selj-
andans verður.
HP, Kaupmannahöfn.
Líka veð í Bjarkarlundi fyrir 40 milljóna skuld Flókalundar:
Upphaflegu skuldirnar
sjöfaldaðar
segir stjórnarformaður um
gengistryggð lán Ferðamálasjóðs
„Það lætur nærri að upphafleg
skuld við Ferðamálasjóð hafi
sjöfaldazt vegna gengistryggingar og
nú nemur gjaldfallin skuld vegna
Flókalundar liðlega 40 milljónum með
vöxtum. Á þáeftir að framreikna eftir'-
stöðvar til núgildis af þeim 9 milljónum
sem sjóðurinn lánaði okkur á árunum
’68 til ’73,” sagði Vikar Davíðsson,
stjórnarformaður Gests hf., sem rekur
sumarhótelin Flókalund og Bjarkar-
lund.
Þá gat hann þess að sjóðurinn hefði
líka tekið veð í Bjarkarlundi vegna lána
til Flókalunds, þannig að óljóst sé
hvort gengið verði að þeim stað lika.
Sagði hann rekstur þessara staða
aldrei hafa verið hugsaður sem
gróðavegur, heldur byggður upp af
áhugamennsku: „hverju naglafari í
Bjarkarlundi fylgir svitadropi
áhugamanns.
Það má reka þetta með að róa á
grásleppumið,” sagði Vikar um
rekstrargrundvöllinn, og átti þar við að
slíkur rekstur gæti ekki gengið öðruvísi
en róið væri með löndum, hann stæði
ekki undir afborgunum af lánum.
Ekki kunni Vikar að svo stöddu að
greina frá neinum ráðum til að koma í
veg fyrir að Flókalundur yrði endan-
lega seldur á uppboði, en allar hugs-
anlegar leiðir verða kannaðar á
næstunni. Aðaleigandi - Gests hf. er
Barðstrendingafélagið. -GS.
fslendingamir sjö
hafa ennjfá ekkert játað
— Franklin og Sigurður Þór biínir að hafa
bflaleigubfl saman á leigu fallt að ári
Hótelið Fimm svanir hefur verið
heimkynni Guðrúnar Ragnarsdóttur,
Franklíns Steiners, Margrétar Ágústs-
dóttur, Sigurðar Þórs Sigurðssonar og
konu hans Sigríðar Brynju Pétursdótt-
ur í allan vetur. Þangað kom svo
Róbert Glad er hann losnaði úr þýzku
fangelsi.
Þeir Franklín Steiner og Sigurður
Þór Sigurðsson hafa í allt að einu ári
haft á leigu bílaleigubí! sem þeir eru
báðir skráðir fyrir.
Hótelið Fimm svanir virðist hafa
verið einhver miðstöð íslendinga.
Meðan lögreglan var þar við húsrann-
sókn.er handtakan fór fram, komu
tveir íslendingar í heimsókn i hótelið.
Lögreglan tók þá báða tali, en þeim var
síðan sleppt. Lögreglan telur að þeir
hafi báðir þá þegar haldið til Sviþjóð-
ar. Er lögreglan nú að vinna að hver
tengsl þeirra séu við málið.
ASt./H. Pétursson, Khöfn.
Lögreglan tortryggin vegna fyrri af brota Róberts Glad og Sigurðar Þórs
Sigurðssonar ífíkniefnamálum
Enginn íslendinganna sjö, sem
handtekinn var í Kaupmannahöfn i
sambandi við kókaínmálið á dögunum,
hefur enn játað nokkurri sakargift.
Málið er því enn á sama eða svipuðu
stigi og þegar handtakan fór fram fyrir
helgina.
Ljóst er að Róbert Glad, Guðrún
Ragnarsdóttir kona hans og Sigurður
Þór Sigurðsson, virðast standa í versta
hluta málsins, enda voru þau þrjú úr-'
skurðuð í 27 daga varðhald. Hin þrjú,
Franklin Steiner, Valtýr Þórðarson og
Sigriður Brynja Pétursdóttir, kona
Sigurðar Þórs, munu sennilega öll
sleppa úr varðhaldi í dag, fimmtudag.
Það eru einkum fyrri tengsl og af-
brot á sviði fíkniefnamála sem skapa
hina slæmu stöðu Róberts, Guðrúnar
og Sigurðar Þórs í málinu. Róbert var í
fyrrahaust dæmdur fyrir fikniefna-
smygl í Þýzkalandi og hlaut ársfang-
elsisdóm fyrir. Honum hefur verið
sleppt fyrir góða hegðun. Sigurður Þór
Sigurðsson var viðriðinn stórmál á
fíkniefnasviði í Danmörku á sl. ári og
er að auki núna nýlega kominn frá
Mexikó. Það veldur mikilli tortryggni
af hálfu lögreglunnar.
ASt/H. Pétursson í Khöfn.
Bjuggu íallan vetur
á hótel Fimm svanir