Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.03.1979, Qupperneq 13

Dagblaðið - 08.03.1979, Qupperneq 13
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAOUR 8. MARZ 1979. 13 íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Mikil spcnnaer nú i 1. deild Islandsmólsins i biaki. Þrjú efstu liðin, Þróttur, Laugdælir ogStúdentareiga enn möguleika á sigri. Myndin til hliðar var tekin, þegar UMFL sigraði ÍS 3—1. Haraldur Geir Hlöðversson, UMFL, á lofti, nr. 6, og félagi hans Hreinn Þorkelsson fylgist með. Hinum megin við netlð eru Haukur Valtýsson, nr. 14, Sigfús Haraldsson, Jean Pierre, nr. 7, og i baksýn Kjartan Páll Einarsson. DB-mynd Hörður. MALMÖ HEFUR MÖGULEIKA —tapaði aðeins 2-1 — Austria vann Dynamo Dresden 3-1 Wisla Krakow, Pnllandi, sem stefnir að þvi að verða fyrst austur-evrópskra KANARIEYJAR liða til að sigra i Evropubikarnum, lenti í erfiðleikum á hcimavelli í gær gegn Malmö FF frá Svíþjóð. Sigruðu þó 2—1 en síðari leikurinn í Malmö verður erfiður Pólverjunum. Keppni i Evrópumótunum þremur hófst með leik Kölnar og Glasgow Rangers á þriðjudag — en ellefu leikir voru svo í gær. Leikmenn Wisla — eins og Köln — þurftu að taka á öllu sínu á heimavelli gegn Malmö og það var þaggað niður í áhorfendum á 13. mín. þegar Svíarnir náðu óvænt forustunni. Tommy Hansson skoraði. Adam Nawalka, pólska landsliðsmanninum, sem aðeins er 21 árs, tókst að jafna á 27 mín. — en það var ekki fyrr en fimm mínútum fyrir leikslok að Wisla skor- aði sigurmarkið. Kazimierz Kmiecik skoraði. Austurrísku meisturunum, Austria Wien, gekk betur gegn Dynamo Dresd- en í Evrópubikarnum í Vínarborg — sigraði 3—1 og skoraði tvö siðustu mörkin á þriggja mínútna kafla í leiks- lok. Dynamo náði snemma forustu, þegar Weber skoraði á 9. mínútu.- Schachner tókst að jafna fyrir Austria á 20. mín. og staðan var 1 — 1 þar til þrjár mín. voru eftir. Þá skoraði Zach annað mark Austria og á lokamínút- unni skoraði Schachner þriðja markið. feb. - 9.,- 16.,- 30. mars - 6.,- 20.,- 27. aprll - 18. maí-13. juní - 4.,- 25. júlí-15. ágúst - 5.,- 26. sept. Hótel og íbúðir I sórflokki. Þjónustuskrifstofur meö íslensku starfsfólki. Skoðið nýja Kanarieyjabæklinginn, sem þú færð á skrifstofum Sunnu. vann stórsigur á Grasshoppers Ziírich 4-1 í Nottingham í gær í Evrópubikarnum Englandsmeistarar Nottingham For- est eru svo gott sem komnir I undanúr- slit Evrópubikarsins í knattspyrnu — keppni meistaraliða. í gær sigraði For- est svissneska liðið Grasshoppers Ziirích 4—1 í Nottingham og engar líkur eru á að Grasshoppers vinni þann mun upp eftir hálfan mánuð í Ziirich. Úrslitin voru þó ekki eins auðveld fyrir Englandsmeistarana og tölurnar gefa til kynna. Forest skoraði tvívegis á þremur síðustu mínútum leiksins. Grasshoppers, sem sló Real Madrid út úr keppninni í umferðinni á undan, byrjaði vel í Nottingham í gær. Claudio Sulser tókst að sleppa úr gæzlu Larry Lloyd á tiundu mínútu — komst í færi og Peter Shilton átti ekki nokkra möguleika að verja skot hans. Tíunda mark hans í Evrópukepnninni á fiessu leiktímabili. Dauðaþögn varð meðal 31.949 áhorfenda á vellinum — en það stóð ekki lengi. Þeir stóðu vel að baki sínum mönnum og á 20. mín. tókst Garry Birtles að jafna eftir góðan undirbúning Tony Woodcock. Wood- cock lék í stað Trevor Francis, sem ekki má leika með Forest í Evrópukeppn- Góður sigur Aston Villa Aston Villa vann góðan sigur á Bolton í 1. deild á Englandi. 3—0 í Birmingham og komst við sigurinn upp í áttunda sæti. Þá gerðu Norwich og Wolverhampton jafntefli í Norwich i 1. deild. Ekkert mark skorað. Önnur úrslit í gær á Englandi urðu þessi. 2. deild Sunderland-Wrexham 1—0 3. deild Chester-Lincoln 5—T Chesterfield-Shrewsbury 2—1 Oxford-Southend 0—0 4. deild Bradford-Aldershot 0—2 Hereford-Hartlepool 1—0 inni fyrr en í úrslitaleiknum — ef For- est nær svo langt. Eftir markið — Reuter segir að það hafi verið skorað á 31. mín. BBC 20. mínútu — sótti Forrest mjög en vörn Grasshoppers var þétt fyrir. Staðan í hálfleik 1 — 1 en á 47. mín. var dæmd vítaspyrna á svissneska liðið. John ro- bertson skoraði örugglega. Bylgjur sókna Forest buldu á svissnesku vörn- inni en í skyndisókn munaði þó sára- litlu að Grasshoppers jafnaði. Peter Shilton varði snilldarlega frá hinum hættulega Sulser á 76. mínútu. Minúturnar tifuðu áfram og hvorki rak né gekk hjá Forest. Áhorfendur voru farnir að tinast af vellinum í Nottingham, þegar svarti bakvörður- inn Viv Anderson náði knettinum. Lék upp kantinn og gaf fyrir. Birtles náði fyrirgjöfmni og renndi knettinum til Archie Gemmill, skozka landsliðsfyrir- liðans, og hann skoraði af öryggi. Þá voru þrjár mínútur til leiksloka. Leik- tímainn leið en nokkrar tafir höfðu orðið vegna meiðsla. Nottingham For- est fékk hornspyrnu og stóri Larry Lloyd kom upp í vítateiginni. Þrumu- skalli hans næstum reif netmöskvana í marki Grasshoppers. 4—1 og mikil ánægja á City Ground. Áhorfendur höfðu ekki miklu að fagna framan af en þess meira í lokin. Eftir þessi úrslit ætti Nottingham Forest að hafa alla möguleika á að komast i undanúrslit Evrópukeppninn- ar — og líklegt að önnur lið þar verði Glasgow Rangers, Wisla Krakow og Austria, Vínarborg. Forest stendur bezt að vígi allra þessara liða. Rangers tapaði með eins marks mun í Köln — Wisla vann Malmö 2—1 heima og Austria hefur tveggja marka forskot á Dynamo Dresden. En það getur allt skeð í knattspyrnu og því til litils að vera meðspádóma fyrirfram. í fyrstu umferð Evrópubikarsins sigraði Nottingham Forest Evrópu- meistarana Liverpool og hefur síðan verið talið sigurstranglegasta liðið i keppninni. Ungi miðherjinn Gary Birtl- es átti mjög góðan leik í gær — skoraði fyrsta mark Forest og það var 21. mark hansáleiktímabilinu. Gert Miiller til USA Einn frægasti knattspyrnumaður Vestur-Þýzkalands — markakóngurinn mikli, Gerd Múller, hefur gert samning við bandaríska knattspyrnufélagið Fort I.auderdale Strikers á Florida. Múller byrjar að leika með liðinu í vor og samningur hans gildir í tvö og hálft ár. Ekki var getið hvað hann fær í sinn hlut — en það eru áreiðanlega miklir peningar. Gerd Múller er mesti marka- skorari sem um getur í þýzkri knatt- spyru. Hann hefur um langt árabil leikið með Bayern Múnchen — og var fastamaður í vestur-þýzka landsliðinu. Hefur þó ekki leikið með því siðan Vestur-Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 1974. Meðal kunnra leikmanna hjá Fort Lauderdale má nefna Gordon Banks, fyrrum landsliðsmarkvörð Englands. Spænsku knattspyrnumennirnir, sem fóru í verkfall um síðustu helgi, verða sviptir 10% af fastakaupi sínu — eftir þvi, sem tilkynnt var frá aðalstöðvum spænsku félaganna í gær. Verkfallið hafði það í för með sér að 39 leikjum i 1. og 2. deild var frestað. Þó þessi til- kynning hafi komið í gær er þó ekki talið víst að félögin muni láta jafnt yfir alla leikmenn sína ganga. Talið að er- lendu stjörnurnar eins og Kempes, Krankl, Neeskens og Bonhof muni njóta forréttinda hjá félögum sínum — Barcelona og Valencia. Ray Kennedy, enski landsliðsmaðurinn hjá Liverpool, með Evrópubikarinn. Síðustu tvö árín hefur Liverpool sigrað i keppni meistaraliða — Graeme Souness til hægri og stjórí Liverpool, Bob Paisley, neðst á myndinni. Badmintontímar hjá Leikni Badmintontímar hjá Leikni eru á lausu. Fjölskyldutímar, kvcnnatímar og unglingatímar fram til vors. Upplýsingar veitir Magnús Sigtryggs- son, formaður handknattleiksdeildar Leiknis í síma 71335. Manch. City fór illa að ráði sínu á Maine Road — Duisburg vann athyglisverðasta sigurinn í UEFA-keppninni. Sigraði Honved í Budapest Leikmenn Man. City fóru illa að ráði sinu, þegar þeir léku við Borussia Mön- chengladbach á Maine Road í UEFA- bikarnum í gærkvöld. Þrátt fyrir nær látlausa sókn Manchester-liðsins nær allan leikinn náði það aðeins jafntefli 1—1. Mike Channon skoraði fyrir City á 29. mín. og staðan var 1—0 í hálfleik. Belgía vann Holland 2-1 Belgía sigraði Holland 2—1 í 3. riðli forkeppni knattspyrnunnar fyrir ólympíulcikana í Moskvu. Leikurinn var háður í Roosendaal í Hollandi og þótti heldur slakur. Vinstri útherji Belgíu Hoste, sem leikur með Tonger- en, skoraði fyrsta mark leiksins á 13. min. Holland jafnaði á 25. mín. þegar Mark Hakkens skoraði að löngu færi. í siðari hálfleiknum skorti Hollendinga greinilega úthald eftir 11 vikna hlé í Hollandi — og átta minútum fyrir leikslok tryggði Hoste sigur Belgíu. I síðari hálfleiknum tókst Lienen að jafna fyrir Borussia, til mikilla von- brigða fyrir 39.005 áhorfendur. Leikmenn City geta sjálfum sér um kennt að ná ekki góðum sigri — eink- um þó Asa Hartford. Hann fékk tæki- færin. Eitt sinn komst hann frír í gegn — markið galopið en á einhvern furðu- legan hátt tókst honum að spyrna knettirium í stöng og þaðan hrökk knötturinn út á völlinn aftur. Dagar Manch. City eru sennilega taldir í þess- ari keppni. Það verður erfitt að halda Borussia í Mönchengladbach. í um- ferðinni á undan sigraði Man. City Standard Liege. MSV Duisburg náði beztum árangri í UEFA-keppninni í gær. Tókst að sigra Honved 3—2 í Budapest. í síðustu um- ferð sigraði Honved hið sterka hol- lenzka lið Ajax, Amsterdam, en leik- menn Duisburg gáfu ekki eftir í gær. Staðan i hálfleik var 1 — I. Varga skor- aði fyrir Honved en Worm fyrir Duis- burg. Worm skoraði aftur en Wimper jafnaði úr vítaspyrnu. Það virtist stefna í jafntefii en fimm mínútum fyrir leiks- lok tókst Seliger að tryggja sigur þýzka liðsins með góðu marki. Áhorfendur 25 þúsund. í sömu keppni léku Rauða stjarnan og West Bromwich Albion í Belgrad í Júgóslavíu. Rauða stjarnan sigraði með marki Dusan Savic en það var ein- mitt mark hans, sem sló Arsenal út úr keppninni í umferðinni á undan. WBA ætti þó að hafa alla möguleika að kom- ast í undanúrslit. Fjórði leikurinn í UEFA-keppninni var í Berlín. Þar gerðu Hertha, Vestur- Þýzkalandi, og Dukla Prag jafntefli 1 — 1. Dukla, sem fyrr í keppninni sló Everton út, náði forustu með marki Pelc á 44. mín. Nússing jafnaði á 51. mín. og þar við sat. Áhorfendur 25 þúsund. Firmakeppni UMFK Ungmennafélag Keflavíkur gengst fyrir firma- keppni í innanhússknattspyrnu dagana 17. og 18. marz næstkomandi. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir þriðjudaginn 13. marz í síma 2062 — milli kl. 13—15 á daginn. Þetta er í fyrsta sinn, sem UMFK gengst fyrir firmakeppni sem þessari. Islandsmet íbaksundi — Hugi Harðarson, Selfossi, synti 200 metra baksund á 2:18.4 mfn. Bætti íslandsmet sitt um tvær sekúndur Sundmóti Ægis lauk í Sundhöllinni í gærkvöld. Hugi Harðarson Selfossi setti nýtt íslandsmet i 200 m baksundi. Synti á 2:18.4 mín. Tvö unglingamet voru sett. Þóranna Héðinsdóttir, Ægi, synti 400 m fjórsund á 5:38.4 mín. og Eðvald Þ. Eðvaldsson, ÍBK, 400 m skriðsund karla á 5:10.0 mín. Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi, sigraði i fjórsundinu á 5:32.1 mín. og Bjarni Björnsson. Ægi, í 400 m skrið- sundinu á 4:16.5 mín. Hann var 2.5 sek. frá íslands- meti sínu. Brynjólfur Björnsson, Ármanni, varð annar á 4:22.5 min. og Hugi Harðarson, Selfossi, þriðjiá 4:25.0 mín. Helztu úrslit í kcppninni urðu þessi 200 m bringu- sund kvenna. 1. Sonja Hreiðarsdóttir 2:50.0 mín. 2. Margrét Sigurðardóttir, UBK, 2:59.2 mín. og 3. Elín Unnarsdóttir, Ægi, 3:01.5 mín. 200 m bringusund karla 1. Ingólfur Gissurarson, ÍA, 2:38.4 mín. 2. Sigmar Björnsson, ÍBK, 2:41.0 mín. 3. Ari Haraldsson, KR, 2:45.5 mín. 100 m skriðsund kvenna. Margrét Sigurðardóttir, UBK, 1:05.2 mín. 2. Ólöf Sigurðardóttir, Selfoss, 1:06.7 mín. 3. Lilja Vilhjálmsdóttir, Ægi, 1:09.0 mín. 100 m flugsund karla. Ingi Þór Jónsson, ÍA, 1:03.9 min. 2. Bjarni Björnsson. Ægi, 1:04.3 min. 3. Brynjólfur Björnsson, Á, 1:04.5 mín. 50 m bringusund meyja. 1. Guðrún Ágústsdóttir, Ægi, 41.4 mín. 2. Jón B. Jónsdóttir, Æ. 45.6 mín. 50 m flugsund sveina. Ólafur Einarsson, Ægi, 36.3 sek. Guðmundur Gunnarsson, Ægi, 39.5 sek. 200 m baksund kvenna. 1. Sonja Hrciðarsdóttir 2:39.2 mín. 2. Þóranna Héðinsdóttir 2:41.7 mín. 3. Anna Jónsdóttir, Ægi, 2:48.6 mín. 200 m baksund karla 1. Hugi Harðarson, Selfoss, 2:18.4 mín. íslandsmet. Fyrra metið átti hann sjálfur, 2:20.3 mín. sett í fyrra. 2. Bjarni Björnsson 2:24.4 mín. 3. Ingi Þór Jónsson, ÍA, 2:26.2 mín. Sveitir Ægis sigruðu í 4 x 100 m fjórsundi kvenna og 4 x 100 m skriðsundi karla. Sþróttir KR-sigur í 2. deild KR treysti forustu sína í 2. deild i íslandsmótinu i handknattleik karla, þegar liðið sigraði Stjörnuna 18—17 í Laugardalshöll í gærkvöld. Kristinn Inga- son skoraði sigurmark KR á lokamínútu leiksíns. í hálfleik hafði Stjarnan-náð þriggja marka forskoti 11—8 en missti það niður i síðari hálflcik. Björn Pétursson var markhæstur KR-inga með fimm mörk. Símon Unndórsson skoraði fjögur. Hjá Stjörnunni voru Hörður Hilmarsson og Magnús Teitsson markhæstir með fjögur mörk hvor. KR hefur nú 18 stig í 2. deild eftir 13 leiki. Þór Akureyri er í öðru sæti með 15 stig eftir 11 leiki og Ármann hefur 14 stig eftir 12 leiki. BEVEREN HÉLTIÖFNU GEGNINTER í MÍLANÓ — Ipswich sigraði Barcelona 2-1 í Evrópukeppni bikarhafa Beveren, sem er í efsta sæti í 1. deild- inni í Belgíu, náði mjög athyglisverðum árangri í Evrópukeppni bikarhafa í Miiano í gær. Tókst að ná jafntefii gegn hinum frægu leikmönnum Inter Milano — og það þrátt fyrir gífurleg hróp 53 þúsund áhorfenda. Beveren lék sterkan varnarleik og belgíski landsliðs- markvörðurinn Jean-Maríe Pfaff var frábær í marki Beveren, sem nú hefur alla möguleika að komast i undanúrslit keppninnar. Útlitið er ekki eins gott hjá Ipswich Town, ensku bikarmeisturunum, í sömu keppni. Ipswich tókst aðeins að sigra Barcelona 2—1 í Ipswich i gær og það nægir varla til, þegar liðin leika að nýju í Barcelona eftir tæpan hálfan mánuð. Leikurinn var harður og grófur — áhorfendur 28 þúsund. Á 51. mín. tókst Eric Gates að skora fyrsta mark leiksins eftir góðan undirbúning fyrir- liða Ipswich, Mick Mills, sem Iék upp kantinn og gaf fyrir. Aðeins þremur mín. síðari jafnaði Esaban Vigo fyrir Barcelona — en Austurríkismaðurinn Hans Krankl átti alveg það mark. Á 61. mín. tókst Ipswich að skora aftur — Eric Gates — og fleiri urðu ekki mörkin í leiknum. Það munaði miklu hjá Ipswich, að Paul Mariner lék ekki — er í leikbanni — og heldur ekki Kevin Béattie. í fyrra léku Ipswich og Barcelona í UEFA-keppninni. Ipswich vann þá 3— 0 heima — en tapaði svo með sama mun í Barcelona. Spánska liðið komst svo áfram eftir vítaspyrnukeppni. Svissneska liðið Servette Genf hefur góða möguleika að komast í undan- úrslit í Evrópukeppni bikarhafa. Það náði jafntefli i gær í Dusseldorf, Vestur-Þýzkalandi. Ekkert mark var skorað og áhorfendur aðeins 9000. Servette lék sterkan varnarleik — en þó fékk Dússeldorf góð tækifæri til að skora. Húbert Schmitz komst frír í gegn í fyrri hálfleik en spyrnti yfir — og sama leik lék varamaðurinn Rudi Bommer í þeim síðari. Mestu mistökin voru þóá 83 min. Dússeldorf fékk víta- spyrnu en Gerd Zimmermann spyrnti knettinum hátt yfir þverslána. i fjórða leiknum í þessari keppni tókst Magdeburg, Austur-Þýzkalandi, að sigra Banik Ostrava, Tékkó- slóvakíu, 2—1 í Magdeburg. Austur- þýzki landsliðsmaðurinn Joakim Streich skoraði bæði mörk Magdeburg en Antalik mark Banik. Streich skoraði fyrra mark sitt eftir fjórar mínútur og hið síðara á 20. min. úr vitaspyrnu. 2— 0 og í örvæntingu skipti tékkneska liðið um markvörð. Macek kom í stað Schumaker, sem hafði virkað mjög taugaóstyrkur. Þetta Vieppnaðist. Banik fékk ekki á sig fleiri mörk — og var reyndar óheppið að ná ekki jafn- tefli eftir að Antalik hafði skorað snemma í síðari hálfleik. Dundee Utd. í ef sta sæti Dundee Utd. skauzt upp í efsta sæti í úrvalsdeildinni á Skotlandi í gær, þegar liðið vann stórsigur á neðsta liðinu Motherwell. Sigraði 4—0 í Motherwcll. Staða efstu liða er nú þannig. DundeeUtd. 22 9 7 6 30—20 25 St. Mirren 22 10 5 7 27—21 25 Aberdeen 23 7 10 6 35—24 24 Rangers 21 8 8 5 27—21 24 en Celtic, sem aðeins er i áttunda sæti af tíu liðum, hefur (apað fæstum stigum. Hefur 21 stig eftir 19 leiki — tapað 17 stigum, en Rangers hefur tapað 18 stigum. St. Mirren og Dundee Utd. 19 stigum. undanúrslitin Forest stef nir í

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.