Dagblaðið - 08.03.1979, Síða 24
DRENGIR BRUTU VEGG
BIRGÐAGEYMSLU ÁTVR
—voru að bera út vínbirgðir í næsta húsi við
lögreglustöðina er vegfarandi gerði viðvart
Lögreglumaður lýsir með vasaljósi inn um 12 cm þykkan vegginn, sem strákarnir brutu gat á og báru sfðan vlnið út um.
Tveir 14 og 15 ára piltar brutust, i
orðsins fyllstu merkingu, inn í
birgðageymslu ÁTVR á Ártúnshöfða
í gærkvöldi. Höfðu þeir áður brotizt í
tvo vinnuskúra og stolið þar verk-
færum, sleggju, hamri, vasaljósi
o.fl. og með verkfærin að vopni
lögðu þeir að vesturvegg birgða-
geymslunnar.
Á vegginn rifu þeir gat fyrst á as-
bestklæðninguna en lögðu síðan til
atlögu við 12 cm þykkan járnbentan
steinvegg hússins. Á hann brutu þeir
gat svo inn varð komizt. Hófu þeir
síðan að bera út áfengi, aðallega
tindavodka og kokkteil.
Vegafandi gerði lögreglunni aðvart
en lögreglustöð er í næsta húsi við
birgðageymslu ÁTVR. Þar hafði eng-
inn heyrt sleggjuhögg og var það
skýrt með því að samtímis og inn-
brotið var framið var veghefill að
ryðja svæðið. Einn lögreglumaður
var á vakt i Árbæ, hinir tveir í eftir-
litsferð.
Kallað var á liðsauka jafnframt því
sem farið var til atlögu við drengina.
Annar þeirra lagði þegar á flótta en
náðist á Vesturlandsvegi. Hinn gerði
sig líklegan að leggja til atlögu við
lögregluna með flösku, en til átaka
kom ekki.
Samkvæmt lögregluskýrslum
höfðu strákarnir borið út 12 flöskur
tindavodka og 21 af kokkteil. Flösk-
ur fundust í snjóskafli við húsið og
eiga kannski eftir að finnast fleiri.
Lengi var haldið að þriðji strákur-
inn værí inni í húsinu og mikið leitað,
en enginn fannst. Málið er í rannsókn
hjáRLR. -ASt.
m ■ -........... ►
Með sleggjur og harnra að vopni brutu
piltarnir tveir gat á vegginn. Lögreglu-
maður fyrir utan i hríðarkófinu i gær-
kvöld með hluta af ránsfengnum.
DB-myndir Sv. Þorm.
„ Allir kratar
gegn
þingrofi”
„Það er mitt mat að allir kratar
muni greiða atkvæði gegn þing-
rofstillögu sjálfstæðismanna,”
sagði Finnur Torfi Stefánsson
alþingismaður (A) í morgun.
,,Ég held að í rauninni vilji
enginn stjórnmálaflokkanna
þingrof.”
Tillaga sjálfstæðismanna yrði
þá kolfelld við atkvæðagreiðslu á
þinginu í dag. Umræður um hana
stóðu fram á nótt en atkvæða-
greiðslu var frestað.
-HH.
Haldafastvið
kærurnar
Rannsókn nauðgunarmálsins
frá í fyrrinótt er fram haldið.
.Stúlkurnar tvær sem kærðu sama
imanninn fyrir nauðgun halda fast
við kærur sínar. Maðurinn ber
við minnisleysi sakir ölvunar.
Hann situr inni án úrskurðar um
varðhald, því hann var á skilorði
fyrir afplánun annars dóms.
-ASt.
I
I
FLOKALUNDUR BOÐINN UPP
í gær var haldið uppboð á sumarhót-
elinu Flókalundi, sem staðsett er utar-
lega á Barðaströnd, norðanvert við
Breiðafjörð og er í eigu Gests h.f., sem
Barðstrendingafélagið er aðalhluthafi
i.
Hæst bauð Ferðamálasjóður í eign-
ina, 25 milljónir króna, en uppboðið
var haldið að hans kröfu. Krafðist
sjóðurinn útlagningar sem ófullnægður
veðhafi, sem þýðir að sjóðurinn á
hærri kröfur i staðinn en 25 milljónir.
Einn aðili á Vestfjörðum bauð einnig,
en mun lægra.
Fulltrúar Gests h.f. fóru fram á ann-
að og síðasta uppboð, sem haldið
verður innan tíðar, eða eftir svo sem
hálfan mánuð, að sögn Jóhannesar
Árnasonar, sýslumanns á Patreksfirði,
í fyrrakvöld.
Hótelið er m.a. byggt upp fyrir lán
úr Ferðamálasjóði, er fengust á árun-
um '72 og ’73 og eru þau lán bundin
vísitölu og erlendu gengi, svo vísast eru
þau nú mun hærri en þau voru í upp-
hafi, þrátt fyrir afborganir.
Sumarhótelið í Flókalundi er vel í
sveit sett og i augum margra Vestfirð-
inga er staðurinn nokkurskonar Þing-
vellir, eins og íbúar SV-lands líta á þá.
Alþýðusamband Vestfjarða er einnig
að byggja upp orlofsheimili í næsta ná-
grenni og eru þau m.a. hugsuð út með
tilliti til þeirrar þjónustu, sem fáanleg
er í Flókalundi 3 mánuði ársins.
25 milljónir eru aðeins brot þess, sem
nú mundi kosta að byggja upp slíkan
stað. að söan kunnugra. -GS.
—Sjá einnig á bls. 8.
íhlaupaverkamenn á Neskaupstað telja Sfldarvinnsluna hf. hafa hlunnfarið sig um langt skeið:
Útskipun loðnumjöls
Mií i/||A — 2skipumvísaðfráogekkert
BaU ^lUUwUU unniðfyrrensamningarnást
íhlaupaverkamenn á Neskaupstað
(Norðflrði) hafa nú stöðvað útflutn-
ing loðnumjöls og snúið tveim
skipum frá, því síðara i gærmorgun.
Tvö skip hafa verið afgreidd með
semingi og sérsamningum síldar-
vinnslunnar við verkamennina síðan
á laugardag, að uppúr sauð.
Fóru þá verkamenn í lest (þarererf-
iðasta vinnan) að bera laun sin
saman við fastráðna starfsbræður
sína á Reyðarfirði og Seyðisfirði.
Niðurstaðan var að miðað við fjölda
manna í gengi og aðrar aðstæður
voru þeir verulega undirborgaðir
miðað við hina.
Krafa lestarmanna er 22% launa-
hækkun og er hún studd af bryggju-
mönnum, sem álita rétt að þeir hafi
meiri laun, enda vinni þeir mun erfið-
ari vinnu.
Þau 2 skip, sem afgreidd hafa
verið, sluppu fyrir horn þar sem
Síldarvinnslan greiddi í öðru tilvikinu
17% álag til lestarmanna, en í hinu
12%.
Að sögn verkamanns, er ávallt
skírskotað til samninga frá 1974 en
þeir finnast ekki i fórum Sildarvinnsl-
unnar, þótt fyrirtækið vUji greiða
eftir þeim.
Þá eru verkamenn óhressir yfir að
lesta hvaða skip sem er, með tilliti til
öryggis um borð. Með skömmu milli-
biU hefur það skeð að ónýtur vír
hefur slitnað og annars vegar bóma
brotnað með þeim afleiðingum að
bretti hafa hrunið ofan í lest. í
báðum tilvikunum hefur vUjað svo
vel til að enginn varð undir.
Staða málsins var sú, seint í gær-
kvöldi, að kæmi skip í dag, yrði því
vísað frá unz botn fæst í málið þar
sem verkamenn telja Síldarvinnsluna
hafa hlunnfarið sig i launum um
langt skeið.
-GS.
frjálst, úháð dngblnð
FIMMTUDAGUR 8. MARZ1979.
Farþega-
rýmiö
fylltist
afreyk
— skömmu eftir flugtak
FÍ-vélará
Keflavíkurflugvelli
Skömmu eftir flúgtak Flugleiðavélar
á leið til Kaupmannahafnar frá Kefla-
vikurflugveUi í gærmorgun, gaus
skyndilega upp mikill reykur í vélinni.
Mikil snjókoma var á vellinum þegar
vélin fór af stað. Reyknum fylgdi megn
óþefur og komst talsvert rót á farþega
vegna þessa. „Sannast sagna var fólk
dauðhrætt,” sagði einn blaðamanna
DB, sem var i flugvélinni. „Konur ráku
upp skræki og karlar glottu eins og þeir
væru hetjur. Flugfreyjurnar gengu um
brosandi og tilkynntu að ekkert væri
að. Flugstjórinn tilkynnti síðan í gegn-
um hátalarakerfið, að snjór hefði farið
í loftinntökin í farþegarýmið og press-
urnar brætt úr sér,” sagði DB-maður-
inn.
Þetta olli um klukkustundar töf í
Glasgow, þar sem vélin millilenti á leið-
inni til Kaupmannahafnar, en reykur-
inn hvarf fljótlega úr farþegarýminu.
_______________-ÓV/HP.
Skákmótið íMiinchen:
Friðrik og
Guðmundur
töpuðu
báðir í gær
Það gekk illa hjá islenzku skák-
mönnunum á alþjóðlega skákmótinu í
Múnchen í gær. Friðrik tapaði fyrir
Þjóðverjanum Pfleger og Guðmundur
tapaði fyrir Austurríkismanninum
Robatsch. Nokkur sárabót var að efsti
maður mótsins, fyrrum heimsmeistari
Boris Spassky tapaði fyrir einum af
hinum minni spámönnum mótsins,
Þjóðverjanum Lieb. Spassky heldur þó
enn forystunni i mótinu með 6 vinninga
úr 9 skákum. Næstur kemur Anderson
með 5 1/2 vinning, þá Húbner með 5
og þeir Friðrik og Pachman með 4 1/2
vinning. Guðmundur sem er með
neðstu mönnum á þessu sterka skák-
móti hefur hlotið 2 1/2 vinning.
-GAJ-
Nöf n piltanna
sem fórust
Piltarnir, sem fórust í snjóflóðinu í
Esju í fyrradag, hétu Stefán Baldurs-
son, Tómararhaga 22, og Sveinbjörn
Beck, Brávallagötu 18. Báðir voru
nemendur í Menntaskólanum í
Reykjavík.