Dagblaðið - 30.03.1979, Side 4

Dagblaðið - 30.03.1979, Side 4
Mikill verðmismunur á algengu kaffibrauði: „EKKINÓG AÐ EIN- BLÍNA Á VERÐIД... Vínarbrauð og tebolla (A) frá Nýja kökuhúsinu, (B) frá Björnsbakarii og (C) frá Bakarameistaranum. DB-mynd RTHS. „Við reynum bara að hafa vörurn- ar góðar og það kostar sitt hér á ís- landi,” sagði Birgir Jónsson bakara- meistari í Nýja kökuhúsinu, en Neyt- endasíðunni hafði verið bent á að þar væru miklir prísar og háir á algengu kaffibrauði eins og vínarbrauði og te- bollum. Fórum við á stúfana og litum inn í Nýja kökuhúsið, Björnsbakarí þar skammt frá og i Bakarameistarann í Suðurveri. Þetta var því engin tæm- andi könnun, langt fráþví. I ljós kom að vínarbrauð með glassúri kostar 110 krónur í Nýja kökuhúsinu og tebollan 145 krónur. Hjá Bakarameistaranum í Suðurveri voru þessar vörur á sama verði hvort tveggja, 110 krónur fyrir vínarbrauð og sama fyrir tebollu. í Björnsbakaríi var verðið hins vcgar mun lægra, eða 85 krónur fyrir tebolluna og 70 krónur fyrir vínarbrauðið. , .Þessar vörur eru ekki háðar verð- lagseftirliti og við bakarar verðum því sífellt að fylgjast með því að við séum ekki að selja undir kostnaðar- verði því verðbreytingar á hráefnis- verði verða hér nánast daglega,” sagði Birgir ennfremur. „Við treystum okkur ekki til þess að fara neðar með verðið og viðskiptavinirn- ir láta ekki á sér standa,” sagði Birgir. Sigþór Sigurjónsson hjá Bakara- meistaranum í Suðurveri tók mjög í sama streng og Birgir og varaði menn við því að einblína einungis á verð vörunnar, það væri svo margt sem spilaði inn í, t.d. eggin og annað í hráefninu, sem væri ákaflega mis- munandi milli bakara. „Ég held að það sé nýkomin hækkun hjá þeim hinum,” sagði Helgi Friðriksson hjá Björnsbakaríi. „Ég var einmitt að setjast niður og reikna út verðið hjá mér og sé ekki betur en að ég verði að hækka verðið, ég er orðinn undir kostnaði. Það er auðvitað mál okkar sjálfra hvort við getum selt á þessu verði, en það er nú á kökunum sem við tökum inn kostn- aðinn, allir hljóta að sjá að bakarar græða ekki á því að selja brauð undir verðlagseftirliti, t.d. 500g formbrauð á 147 krónur!” “IMYJASTA TÆKNI IPÍPULAGNINGUM Snitt stokkurinn og viðhald Fyrir hús, skip, gröðurhús og allar aðrar pípulagnir,. Auðvelt í flutningum, aðeins 16 kg, í handtösku SÖLUSkÁLINN ARNBERGI 800 SELFOSS — P.O. BOX 60 SiMAR 1685 - 1888 SKYNDUMYNDIR Vandaðar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölskyldu- Ijösmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SÍMI 12644 Dagblaðið óskar eftir að fá til starfa tónlistar- gagnrýnanda sem gæti sinnt tónlistarviðburðum á Reykjavíkur- svæðinu. Góð kjör. Nánari uppl. hjá Aðalsteini Ingólfssyni í síma 27022. IMtmiABIB CHOUFLEUR A LA DUBARRY 1 meðalstórt blómkálshöfuð 2 dl lítillcga saltað vatn OSTSÓSA: 20 g smjör 1 msk. hveiti 2 dl mjólk salt og pipar 1/4 dl rjómi 1 tsk. smjör ca 1/2 dl af rifnum osti. og hrærið vel saman. Hellið heitri mjólkinni út í og hrærið vel til þess að sósan fari ekki í kekki. Látið hana sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur og kryddið með salti og pipar. Þeytið rjómann og setjið hann og 1 tsk. af smjöri út i. Hrærið ostinn út í, en gætið þess að sósan sjóði ekki aftur. Blómkálið: Sjóðið vatn og salt í potti, með þéttu loki, látið blómkálshausinn í og sjóðið í 15—20 mín. eftir því hve blómkálshausinn er stór. Hann á að verða MEYR; en ekki mauksoðinn. Takið hann úr pottinum (vatnið á nánast allt að vera gufað upp) og setjið hann í smurt eldfast fat. Ostsósan: Sjóðið mjólkina. Bræðið smjörið í þykkbotna potti, helliö hveitinu út í Hellið sósunni yfir blómkálshöf- uðið og gratinerið í ofni við 225°C í fimm mínútur, þar til rétturinn verður gullinn, en ekki brúnn. Uppskrift dagsins — Byggingaþjónusta Alhliða neytendaþjónusta 1 1 NÝBYGGINGAR BREYTINGAR 0G VIÐGERÐIR Jpplýsingar í síma 71730 daglega BFVIUIQ U/C Byggingafélag IL. T llllffl m/ r Smiðjuvegi 18, Kóp. Frægarkonurog frægir réttir III: Blómkál Dubarry greifynju Anna Becy Lanson var dóttir mat- reiðslumeistara og kunni fyrir sér í eldhúsinu, en kunni þó lítil skil á sér- stökum eða konunglegum kræsing- um. Það lærði hún hins vegar þegar Lúðvik 15. Frakkakonungur fór að sýna henni áhuga. Seinna kom hann hlutunum þannig fyrir að hún hlaut aðalstign, — með því að gifta hana du Barry greifa þegar hann var sjálfur orðinn þreyttur á henni. Lúðvík 15., með viðumefnið „le bien aimé” — hinn heittelskaði, var mikill sælkeri og frístundakokkur. Þegar honum var þungt í skapi eða þegar hann leitaði á náðir ástmeyja sinna, eldaði hann jafnan matinn! Sú ástkvenna hans sem hvað mest lét til sín taka var þó án efa Madame Pompadour. En Madame Dubarry lét ekki sitt eftir liggja í sögu Frakk- lands. Hún var aðeins sextán ára, að- stoðarstúlka í eldhúsi konungshallar innar, þegár Lúðvík kom auga á hana og gerði hana að ástmey sinni. Hún hafði sem slík töluverð áhrif á stjórn- málaþróun í Frakklandi og öll til ills. Þegar Lúðvík varð þreyttur á henni sá hann svo um að hún var gefin du Barry greifa og eftir það var hún nefnd Anna Dubarry greifynja. Það var á þessum árum i Frakk- landi að menn komu auga á blóm- káliö. Og blómkál á þann hátt sem Madame Dubarry matreiddi það er léttur og skemmtilegur réttur, sem bæði má borða einan sér eða sem meðlæti með bæði kjöti og fisk- réttum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.