Dagblaðið - 30.03.1979, Qupperneq 5

Dagblaðið - 30.03.1979, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. Yé—mSiSS—— HEIMILISLÆKNIR SVARAR Aukaverkanir tetracycline 7087—9166 skrifar: Hvaða aukaverkanir hafa tetra- cycline og achromycin? Mér hefur verið útvegað tetracycl- ine við bólum sem ég fæ alltaf öðru hvoru í andlitið. Bólurnar hverfa eftir ca vikukúr en gjósa upp aftur eftir smátíma. Er mér óhætt að taka nokkra kúra Lyfið tetracýklin fæst hér undir ýmsum nöfnum, eitt þeirra er achromycin (R); þannig eiga þessi nöfn við sama lyfið. Náskyld eru t.d. klórtetracýklín (aureomycin (R)), oxítetracýklín (terramycin (R)) og demetýlklórtetracýklín (ledermycin (R)). Ofnæmi gegn þessum lyfjum er ekki algengt, en getur komið fram á ýmsan hátt; útbrot ýmiss konar, and- þyngsli, augnsviði, tungukvillar ýmiss konar, sjaldnar hiti. Langal- gengustu aukaverkanir eru frá melt- ingarfærum. Þar má nefna verki fyrir bringspölum og í kvið, ógleði, einnig niðurgang, sem getur orðið mjög svæsinn þannig að ávallt þarf að hafa samband við lækni komi þetta ein- kenni fram meðan á tetracýklínmeð- ferð stendur. Sjaldséðari aukaverk- anir eru t.d. breytingar á hvítum blóðkornum, lifrarskemmdir og sól- aróþol, þ.e. roði og útbrot af völdum sólskins (sést aðallega við leder- mycingjöf). Þýðingarmesta hliðar- verkun er brúnlitun vaxandi tanna sem orsakar að ekki má gefa ófrisk- um konum þessi lyf og ekki börnum fram til 6 ára aldurs. Þér er þvi óhætt að taka allmarga „kúra” á ári, svo fremi sem þú (ef þú ert kvenkyns) ekki verður ófrisk á meðan þúert i miðjum ,,kúr”. áári? Krónísk botnlanga- bólga er ekki til JJ spyr: Ég heyrði nýlega talað um króniska botnlangabólgu. Er eitt- hvað slíkt til og ef svo er, hvernig lýsir það sér þá? Nei, þessi sjúkdómsgreining er nú ekki talin eiga rétt á sér. Nafnið gefur til kynna stöðuga, hæga bólgu, sem þá myndi valda stöðugum verkjum i neðanverðum kvið hægra megin. Reynslan sýnir að slíkir verkir stafa sjaldnast frá botnlanga en þurfa engu að síður að takast til náinnar athug- unar. Hins vegar eru líklega til endur- teknar bráðar botnlangabólgur, sem oft eru ranglega nefndar „krónisk- ar”. Munurinn er sá að hér er um að ræða verkjaköst ásamt með öðrum einkennum bráðrar botnlangabólgu, oftast þó vægari, en á milli er þol- andinn einkennalaus, oft mánuðum saman. Sterk svitalykt Húsmóðir spyr: Dóttir mín, 9 ára gömul, svitnar svo undir höndunum og af henni er mjög sterk svitalykt. Er þetta eðlilegt hjá svo ungri stúlku? Ef ekki, hvað er þá til ráða? Vonandi hefurðu fengið svar við þessu í ágætri grein snyrtisérfræð- inga hér í blaðinu fyrir hálfum mán- uði, þar sem einmitt var fjallað um svitalykt. Eins og fram kemur þar er lyktin fyrst og fremst af völdum sýklagróðurs i svitaholunum og fátt til ráða annað en hreinlæti og tíð Gerum ekki einfalt dæmi flókið. Með IB-lánum er komið til móts við þarfir flestra. Innborganir eru frá3 mánuðum og upp í 4 ár. Hægt er að semja um framlengingar og hækkanir. Há- marksupphæð breýtist jafnan með tilliti til verðbólgunnar. ( IB-láni felst því raunhæf og hagkvæm lausn. Dæmi um nokkravallsosti afmörgum sem bjóöast. BanMþeiim sem hyggja aö framtíóirini Iðnaðarbankinn AöalbanM og útíbú SPARNAÐAR- TÍMABIL DÆMIUM MANAÐARLEGA INNÐORGUN SPARNAÐUR 1 LOK TÍMABILS IÐNAÐARBANKINN LÁNARÞÉR RÁÐSTÖFUNAR- FÉMEÐVÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL 20.000 60.000 60.000 120.800 20.829 rz 40.000 120.000 120.000 241.600 41.657 O , mán. 75.000 225.000 225.000 453.375 78.107 man. 12 40.000 480.000 480.000 1.002.100 45.549 ip 60.000 720.000 720.000 1.502.900 68.324 man. 75.000 900.000 900.000 1.879.125 85.405 man. 36 20.000 720.000 720.000 1.654.535 28.509 50.000 1.800.000 1.800.000 4.140.337 71.273 OO, mari. 75.000 2.700.000 2.700.000 6.211.005 106.909 man.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.