Dagblaðið - 30.03.1979, Qupperneq 7

Dagblaðið - 30.03.1979, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. Hljómsveitin kom okkur á óvart —sögðu söngvaramir Piero Visconti og Radmila Bakocevic Þau voru hress í gærmorgun, sópransöngkonan Radmila Bakocevic frá Júgóslavíu og tenórinn Piero Visconti frá Ítalíu, er DB hitti þau að máli í kaffihléi. Þau höfðu sungið sig inn í hjörtu hljómsveitarmanna og annarra viðstaddra þá um morguninn. Frú Bakocevic er settleg og ber sig vel, en Visconti er mesti æringi og leikur á alls oddi. En á bak við glensið er stálvilji og glæsileg rödd. DB spyr hvar í heimi sé best að syngja, en bæði eru þau miklir heimsborgarar. „Covent Garden í Englandi”, segir Visconti, „Óperunni í Vín”, segir Bakocevic. Þau deila um stund um ágæti þessara hljómleikahúsa en sættast svo á að þessi tvö séu bæði góð auk hljómleika- hallanna í Flórens og Tríeste. DB þorir ekki nefna Háskólabíó , en spyr þess í stað um skoðun þeirra á hljómsveitinni. „Hreint ágæt,” segja þau, hjartanlega sammála. „Hún er lítil, en nær mikilli fyllingu í leik svo hún virðist mun stærri. Hljómurinn er einnig góður, „þurr” og hreinlegur. Strengirnir eru yndislegir. Hún kom okkur óvart. Svo er hljómsveitar- stjórinn, Jacquillat, mikill forkur. „Forte, forte” segir Visconti og baðar út höndunum. Þetta er í fyrsta sinn sem þau koma hingað til lands en áður hafa þau sungið saman víða um heim. Eins og stendur er Bakocevic á samningi í Belgrad en Visconti er laus- tengdur Scala óperunni í Milanó. Hvað finnst þeim um veðrið? „Kalt, kalt,” segir Visconti og hryllir sig eins og í morðsenunni í Macbeth. „Þetta ergott veður,” segir Bakocevic, „þurrt og kalt — það er upplagt fyrir röddina.” „Hún er komin af háfjallabændum í Júgóslavíu”, segir Visconti og hlær mikinn. „Hvaða vitleysa,” segir Bakocevic og snýr upp á sig. En sam- mála eru þau um að tónleikarnir muni heppnast vel. -A.I. Tónlist AÐALSTEINN INGÖLFSSON Staðið á öndinni Stund milli stríða — Piero Visconti og Radmila Bakocevic yfir kaffi í hléinu. í þessari miklu óperuvertíð er um að gera fyrir áhrifamenn að ganga á lagið, fá meiri óperu — gera alla landsmenn beinlínis tryllta í óperu. Ein leiðin er að efna til óperutónleika með góðum erlendum söngvurum þar sem áheyrendur geta lygnt aftur augunum og ímyndað sér að þeir séu staddir í Scala óperunni. Þótt það sé kannski vafasöm iðja til lengdar að vera sífellt að búta óperur niður i tvær eða þrjár vinsælar aríur, þá er fátt sem vekur eins mikla lyst á góðum söng og slíkur flutningur—á ariu Gildu Caro nome, Celeste Aida úr Aidu, Una furtiva lagrima úr Ást- ardrykknum eftir Donizetti og fleiri uppáhaldsaríum. Þetta hefur verið prófað hér með góðum árangri, — síðast i fyrra með góðum söngvurum frá Þýskalandi. Uppleið og niðurleið Það var vel til fundið af sinfón- íunni að hamra járnið einmitt nú og bæta slikura tónleikum inn á efnis- skrána og fá til landsins túlkendur italskrar óperu. Við höfum verið mis- jafnlega heppin með erlenda söngv- ara og fengið annaðhvort stór nöfn á niðurleið í röddinni eða unga söngv- ara á misgreiðri uppleið. En nú, eins og fyrir slysni og öllum til undrunar, rekur á fjörur okkar söngvara á borð við sópraninn Radmilu Bakocevic og tenórinn Piero Visconti, lítt þekkt að því er ég best veit en á hátindi í list sinni. Til dæmis má geta þess að Vis- conti fer héðan beint til Þýzkalands til að leysa af sjálfan „Rólega Sunnu- dag”, Placido Domingo, i hlutverki Rhadamesar í Aida. Bendir það til þess að hér sé enginn veifiskati á ferð- inni. Radmila Bakocevic er sem stendur við óperuna í Belgrad en þarf engan frekari vitnisburð um hæfi- leika sína, því bæði sungu eins og englar á tónleikunum í Háskólabíói í gærkvöldi. Elfd og þanin hljómsveit Efnisskráin var samansett af klass- ískri óperutónlist: Verdi, Bellini og Puccini og var henni laglega skipt í sólóaríur, dúetta og forleiki. Fyrst skal þess getið að franski hljómsveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat virðist hafa virkað eins og vítamínsprauta á hljómsveitina, því við dvöl hans virðist hún öll hafa eflst og þanist út að hljómi og sú ástríða og dramatík sem kom fram i forleikj- unum var aldeilis stórfengleg. Ekki var undirleikurinn síðri og alls staðar gætt hárnákvæms jafnvægis milli radda og hljóðfæra. Helst var það í Celeste Aida að smæð sveitarinnar sagði til sín í þvi að henni tókst ekki að bakka Visconti nægilega kröftug- lega upp. í þeirri ariu var söngvarinn einnig helst til andstuttur fyrir minn smekk. En hvergi annars staðar bar skugga á. Miklir listamenn Dramatískt samspil söngvaranna í dúetlunum var eins og best gerist og einsöngvar þeirra báru vott um hvorutveggja, fágun og ástríðufulla innlifun. Ég held að sjaldan hafi hér sungið manneskja með raddstyrk Radmilu Bakocevic og voru tannfyll- ingar manna í öftustu röðum farnar að glamra, en söngkona ofbauð hvergi verkunum í túlkun sinni. Að lokum sungu þau aríur úr loka- atriði La Bohéme og svifu þau undur- blítt í gegnum þær viðkvæmu ástar- játningar. Ég man ekki eftir að hafa séð íslenska áheyrendur tryllast fyrr á klassískum tónleikum en í lokin stóð allur salurinn upp, hrópaði og klapp- aði. Aftur sungu þau dúettinn fagra O soave fanciulla og gerðu enn betur, ef hægt var og fjöldinn stóð á öndinni. Hér voru miklir listamenn á ferðinni. Létt vín \ stúdenta- kjallaranum „Jú. Þaðerrétt. Við fengum vínveit- ingaleyfi 14. marz síðastliðinn og er það eingöngu bundið við létt vín, en það var raunar það sem við sóttum um,” sagði Skúli Thoroddsen, fram- kváemdastjóri Félagsstofnunar stúd- enta, í samtali við Dagblaðið. „Við höfum ekkert verið að flíka þessu ennþá vegna þess að við erum að flikka upp á stúdentakjallarann. Heimildin verður ekki nýtt til fullnustu af okkar hálfu. Við ætíum bara að hafa vín hér á boðstólum seinni part vikunn- ar með tilliti til að þetta er inni á Gamla Garði. Við reiknum með að hafa þetta á fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöldum og ætlum að reyna að fá músíkanta og trúbadora til að koma hér fram. Þetta mun standa fram á sumar þar til hótelreksturinn tekur við. Við fengum vínveitingaleyfið bæði fyrir kjallarann og mötuneytið, og strax eftir páska ætlum við að hafa matsalinn opinn á föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöldum og bjóða þar upp á pizza og grillrétti milli kl. 18 og 21.30 og létta músík. Ef vel tekst til reiknum við með að halda þessu áfram áriðumkring,” sagði Skúli að lokum. -GAJ- Hef ur nokkur séð rauða Cortinu? Sl. þriðjudagskvöld var bifreiöinni dyra. Þeir sem kynnu að hafa séö bif- A-5989 stolið af bilastæði við Hótel reiðina eftir fyrrgreindan tíma eru KEA á Akureyri. Bifreiðin er af Cort- beðnir að gera lögreglunni á Akureyri ina gerð árgerð 1970, rauð að lit, 4ra viðvart. -ASt. Bflamál ráðherranna: „Óendanleg ósvífni” sagði Vilmundur Gylfason um innanhússreglur ráðherranna „Hvaða óendanlega ósvífni er þetta, að þykjast vera að kynna þjóðinni umbótalöggjöf af þessu tagi, glenna sig framan í þjóðina og þykjast vera móralskir meistarar en koma svo bak- dyramegin og samþykkja annars konar reglugerð, sem bætir persónuleg kjör og er hálfu ósvífnari heldur en gamla fyrirkomulagið?” Þetta sagði Vilmundur Gylfason (A) um ráðherr- ana og bílakaup þeirra á þingfundi í fyrradag. Vilmundur sagði, að hástemmdar yfirlýsingar hefðu komið í dagblöðun- um, þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, um, að siðspillt forréttindi eins og við kaup ráðherra á bílum yrðu afnumin. 1 framhaldi af þessu hefði verið kynnt frumvarp, sem gerir ráð fyrir, að ráðherrar njóti ekki slíkra fríðinda. En komið hafi fram blað frá ríkisstjórninni, þegar málið var til umræðu í nefnd, sem stendur á „sam- þykkt” og sýni einhverjar innanhúss- reglur í ríkisstjórninni. Þar segi, að rikið semji við ráðherra um afnot einkabifreiða þeirra, greiði allan rekstr- arkostnað samkvæmt reikningum og auk þess fyrningar, tíu prósent á ári. Ennfremur segir: „Ráðherra, sem kaupir bifreið, á kost á láni úr ríkis- sjóði allt að 3 milljónum króna með eðlilegum viðskiptakjörum.” „Hvenær varð ríkissjóður lánastofn- un?” spyr Vflmundur og segir, að helzt ætti á dönsku að kalla ríkissjóð „Privatbanken,” einkabanka ráðherra. „Þetta er allt sukkið, sent á að vera eitur i okkar beinum og sem við a.m.k. i mínum flokki vorum kosnir til að afnema,” segir Vilmundur. Hann kvaðst hafa haldið, að kratarnir þrír i ríkisstjórninni, auk Svavars Gestssonar og Hjörleifs Guttormssonar mundu aldrei hafa samþykkt sb'kar reglur, þótt framsóknarráðherrarnir „fjórir” (Ragnar Arnalds meðtalinn) gerðu það. Vonandi séu þetta mistök, sem stafi af því, að sumir ráðherranna hafi ekki verið með fullri meðvitund. Frumvarpið, sem rætt var, fjallar um afnám á tollfríðindum ráðherra við bílakaup. -HH.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.