Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979.
8
TIMEX
HEIMSFRÆGU ÚRIN - 60 GERÐIR
1 ÁRS ÁBYRGÐ. PANTIÐ í
SÍMA 50590 EÐA BRÉFLEGA
Kr.tUM. Kf.Uli.. Kr.1l.7K. Kr.tUK Kr.lUK Kr.lUK Kr. 1i«M Kr.ttiK Kr.tUK
«r.l. «r.L Nr.3. Nr.C Nr.S. Nr.L ».7. Mr.«_ Nr.l
Kr.tt.7K. Kr. I.7K-
Kr. 17JK-
Nr.1l Nr.1t. Nr.11 Nr.11 N*** #MKi
Nr.tC Nr.ti.
PÓSTSENDUM
|P If A| MAGNÚSGUÐLAUGSSON
Uíl'V r\Lm STRANDGÖTU 19 - HAFNARFIRÐI
Lausar stöður
Fyrirhugað er að ráða í 3 — 5 kennarastöður við
Menntaskólann á Egilsstöðum frá byrjun næsta skóla-
árs og eru þær hér með auglýstar lausar til umsóknar.
Helstu kennslugreinar sem um er að ræða eru íslenska,
erlend mál, stærðfræði, eðlis- og efnafræði, saga og sam-
félagsfræði, líffræði, uppeldis- og sálarfræði og íþróttir.
Æskilegt er að umsækjandi geti kennt fleiri greinar en
eina. Hugsanlegt er að hluta kennsluskyldu yrði full-
nægt við framhaldsdeild Alþýðuskólans á Eiðum.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir með upplýsingum um námsferil og störf
skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, Reykjavík fyrir 25. mai n.k. Umsóknareyðublöð fást
í ráðuneytinu.
22. mars1979
Menntnmáluráðuneytið,
NÝ SENDING KOMIN!
VERÐ
460.000.- kr.
Nokkrum vogum
óráðstafað
PLASTPOKAR 111_.i__ PLASTPOKAR
O 82655 lPl2lðStOS lll QEEjffP o 82655
PLASTPOKAVERKSMIÐJA ODDS SIGURÐSSONAR GRENSÁSVEGI 7 REYKJAVÍK
BYGGINGAPLAST • PLASTPRENTUN • MERKIMIOAR OG VÉLAR
TRIXPLAST HEIMILSPOKAR 50STK. ÁrÚLLU
Uganda:
Idi Amin flúinn og
Kampala að falla
— hermenn á f lótta ásamt óbreyttum borgurum
„Við getum tekið höfuðborgina
Kampala og Entebbe-flugvöU þegar
okkur þóknast,” sagði talsmaður ný-
stofnaðrar frelsishreyfingar Uganda í
gærkvöldi er hann ræddi við frétta-
menn í Dar-es-Salam, höfuðborg
Tansaníu. Sagði hann að herinn vildi
aöeins gefa óbreyttum borgurum og
útlendingum færi á að komast óhultir
á brott.
Fregnir frá Nairobi í Kenya herma
að Idi Amin þjóðarleiðtogi sé flúinn
frá Kampala en fréttir þaðan greina
frá að mikilli skothríð sé haldið uppi
á borgina frá stöðvum innrásar-
manna. Eru það að sögn sveitir
flóttamanna frá Uganda en ljóst er
að þeir njóta öflugs stuðnings hers
Tansaníu, sem jafnvel ber hita og
þunga bardaganna.
öngþveiti er nú í höfuðborginni
Kampala, að þvi er fregnir herma.
Þúsundir borgarbúa flykkjast nú
eftir vegum landsins til að leita sér
öruggs hælis.
Idi Amin er sagður hafa haldið
áleiðis til norðurhluta landsins ásamt
herliði sem er honum hUöhoUt og
einnig liðsveitum frá Líbýu, sem
Gaddaffi, vinur hans þar og þjóðar-
leiðtogi, sendi honum til aðstoðar.
í Uganda útvarpinu var haft eftir
Amin að hann væri þakklátur þeim
hersveitum, sem enn berðust eins og
menn en væru ekki algjörir hugleys-
ingjar. Slíkir hermenn ættu að halda
áfram að verja heimUi sín fyrir óvin-
unum í anda hetjunnar.
Fregnir hafa borizt af því að mikill
fjöldi hermanna Ugandahers hafi
fieygt frá sér vopnum sínum og af-
klæðzt einkennisbúningum og slegizt
i för með óbreyttum flóttamönnum.
Dagar hans I valdastóli virðast vera taldir. Idi Amin hefur verið þekktur fyrir grimmd og miskunnarleysi. Hvort annar
honum likur kemur f staðinn eða hvort gæfa Uganda mun rfsa með næstu valdhöfum veit enginn.
Fijieyjar:
Fellibylur grand-
ar f immtíu manns
Fimmtíu manns hafa farizt eöa er
saknað á Fijieyjum í Kyrrahafi
norður af Nýja-Sjálandi og vestur af
Ástralíu. Samkvæmt heimildum
opinberra aðila á eyjunum geröist
þetta er fellibylur fór yfir eyjarnar á
þriðjudaginn var. Mest mun mann-
tjónið hafa orðið á eynni Ono. Þar
fórust aðallega konur og börn sem
leitað höfðu skjóls í kirkju, sem síðan
lagðist saman undan ofurþunga
stormsins. Þar fórst í það minnsta
tuttugu og einn. Á eynni Kadavu fór-
ust átta.
Óttazt er að togari frá Suður-
Kóreu með tuttugu manns innan-
borðs hafi einnig farizt í óveðrinu.
Neyðarkall frá honum heyrðist
aðfaranótt þriðjudagsins en leitar-
skip og flugvélar hafa ekki fundið
skipið.
Viti Levu, sem er stærsta eyjan i
Fijieyjaklasanum og aðalferöa-
mannastaðurinn, virðist hafa sloppið
við mesta ofsa stormsins. Ekki
verður að fullu vitað um manntjón
og eigna fyrr en embættismenn hafa
farið til allra byggðra eyja.