Dagblaðið - 30.03.1979, Side 10

Dagblaðið - 30.03.1979, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. MMBIAÐIÐ Srfálst, úháð dagblað Utgsfandi: DagblaöM hf. Framkvaamdastjóri: Svainn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. FréttastjórE Jón Birglr Pétursson. Rltstjómarfultrúl: Haukur Halgason. Skrtfstofustjóri rftstjómar Jóhannas RsykdaL íþróttir HaNur Slmonarson. Aöstoöarfréttastjórar AtU Stslnarsson og Ómar Valdi- marsson. Msnnlngarmáfc Aöalstalnn Ingólfsson. Handrtt Asgrtmur Péisson. Blaöamsnn: Anna Bjamáson, Ásgsir Tómasson, Bragl Slgurösson, Dóra Stafénsdóttir, Gtesur Sigurös- son, Gunnlaugur A. Jónssotr, HaMur Halsson, Hslgl Pétursson, Jórtas Haraldsson, Ólafur Gslrsson, Ólsfur Jónsson. Hönnun: GuÖjón H. Páisson. Ljósmyndir Áml Pád Jóhannsson, Bjamlsifur Bjamlsifsson, Höröur Vlhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son,Svsinn Þormóösson. ____ Skrifstofustjóri: óiafur EyJóHsson. Gjaldksri: Þráinn ÞorisHsson. Sökistjóri: Ingvar Svsinsson. Drsífing- arstjóri: Már E.M. Haádórsson. Rltstjóm Slðumúla 12. Afgrsiðsia, áskriftadsild, auglýsingar og skrffstofur ÞvsrhoM 11. Aðalsimi blaöslns sr 27022 (10 Inuri. Áskrift 3000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 150 kr. slntaklö. Sstning og umbrot Dfgblaöiö hf. Siöumóla 12. Mynda- og plötugsrö: Hilmir hf. Sföumúla 12. Prsntun: Arvakur hf. SksHunni 10. r Skammgóður vermir Samkomulag stjórnarflokkanna um efnahagsfrumvarpið, sem aðeins vantaði punktinn aftan við i gær, er rökrétt niðurstaða. Háðulegt hefði verið, ef ríkisstjórnin hefði sprungið á uppgerð. * Þótt hart væri deilt, var enginn alvöru ágreiningur milli flokkanna. Aðeins þurfti hver um sig að fá andlitslyftingu. Nú telja menn, að ríkisstjórnin muni lafa eitthvað enn. Alþýðuflokksmenn segja um samningsgrundvöll- inn, sem fyrir liggur, að þeir hafi knúið Alþýðubanda- lagsmenn til að falla frá meginkröfum sínum og sætta sig við breytingar, sem aðeins auki verðbólguna um ein tvö prósent. Alþýðubandalagið hafi fallizt á, að mögu- leikum sé haldið opnum til að gera verðlagslöggjöfina eitthvað frjálsari. Alþýðubandalagsmenn hafi einnig fallizt á aukna bindiskyldu í Seðlabankanum. Alþýðubandalagsmenn þykjast líka hafa náð þeim árangri, sem þeir hafi stefnt að. Breytingar verði gerðar á verðbótakafla efnahagsfrumvarpsins og kaupránið af láglaunafólki verði eitthvað minna en fólst í fyrri útgáfum frumvarpsins. Þannig virðist því markmiði hafa verið náð, að báðir hinir stríðandi aðilar hafi fengið snuð upp í sig og þykist geta vel við unað. í samkomulagsgrundvellinum var gert ráð fyrir, að kjaraskerðingin yrði tveimur prósentum minni hjá fólki rheð undir 200 þúsund króna dagvinnukaupi á mánuði en hjá hinum betur launuðu. Þessu markmiði átti að ná, með því að viðskiptakjaravísitalan tæki ekki gildi fyrir hina lægstlaunuðu fyrr en 1. desember. í desember á þessi visitala að gilda fyrir alla. Þótt samkomulagsgrundvöllurinn sé rökréttur fyrir stjórnarflokkana og uppfylli ýmis nauðsynleg skilyrði í stöðunni, má ekki fara fram hjá neinum, að efnahags- frumvarp forsætisráðherra hefur að miklu leyti eyði- lagzt í meðförum frá upphaflegri útgáfu þess. Frum- varpið var í fyrstu útgáfu harla gott frumvarp miðað við aðstæður. í annarri lotu var því breytt til málamiðl- unar við Alþýðubandalagið, og komu þá í það mörg göt. Frumvarpið varð eftir það harla þokukennt í meginatriðum, og mestu veldur um árangur af því, hvernig hinar ýmsu heimildir verða notaðar. Frum- varpið sjálft markar engin tímamót. í frumvarpinu felast ótal uppsprettur nýrra deilna milli stjórnarflokkanna, sem við munum heyra meira um á næstu mánuðum. Hvað verður til dæmis úr heimildarákvæði um raunvexti? Verður staðið við ýmsar aðgerðir gegn verðbólgu, sem frumvarpið segir, að „stefnt skuli að” og þar fram eftir götunum? Senni- legra er, að efndirnar verði í mörgum greinum sízt betri en efndir voru á verðbólguaðgerðum, sem voru boðaðar í greinargerð með efnahagsfrumvarpi síðast- liðinn nóvember. Frumvarpið hafði því verið skemmt, áður en stjórn- arflokkarnir hófu síðustu lotu átaka sinna um það. Það skemmist ekkert meira en orðið var við þær breyt- ingar, sem samkomulagsgrundvöllurinn nú felur í sér. Samningar stjórnarflokkanna munu ekki tryggja friðsemd í ríkisstjórninni. Götóttu frumvarpi verður komið í höfn, en við það fæst skammgóður vermir. t Uganda: Nyerere ákveður að veita Idi Amin banahöggið —þó telur hann tryggara f ormsins vegna að herlið flóttamanna frá Uganda verði fyrst inn í höfuðborgina Kampala Styrjöld Afríkuríkjanna Tansaníu og Uganda þykir furðuleg að mörgu leyti og meðal annars vegna þess að stríðsaðilum ber ekki saman um framgang stríðsins. Ekki er það þó í sjálfu sé óvenjulegt heldur að hvor um sig vill telja stríðsárangur and- stæðingsins betri en hann sjálfur vill viðurkenna. Þannig hefur Ugandaút- varpið ítrekað tilkynnt að skrið- drekar Tansaniustjórnar væru komnir á milli Kampala höfuðborgar landsins og Entebbeflugvallar. Hafa jafnvel borizt fregnir af því að sjálfur Idi Amin þjóðarleiðtogi væri á land- svæði sem skriðdrekarnir beini þungri skothríð að. Síðan hafa tals- menn Tansaníustjórnar borið þessar fregnir til baka og sagt að því færi fjarri að her þeirra væri kominn nokkurs staðar nærri Kampala eða Entebbe. Báðir stríðsaðilar geta haft sínar ástæður fyrir að vilja gera minna úr stríðsgæfu sinni en skyldi. Idi Amin er þekktur fyrir leikbrögð eins og þau að láta sig hverfa og skapa eftirvænt- ingu um verustað sinn. Síðan birtist Amin aftur brosandi og kátur yfir því að hafa nú enn einu sinni getað leikið á alla. Þess vegna þykir alveg eins lík- legt að hann vilji koma þeirri sögu af stað að hann sé ásamt hermönnum sinum í nær vonlausri aðstöðu og skriðdrekar Tansaníuhers alveg á hælum hans. Síðan gæti hann átt til að koma skyndilega úr felum og segja miklar frægðarsögur af sér og hvernig hann braust úr prísundinni og jafnvel yfirbugaði áhafnir skrið- drekanna. Herforingjar Tansaníuhers sem sitja í höfuðstað landsins Dar-es- Salaam hafa lýst því yfir að frásagnir af því að her þeirra sé kominn að Það er kaldhæðni örlaganna, að það er ekki sizt aðild okkar að Norður-Atlantshafsbandalaginu, sem gerir svonefndum herstöðvaand- stæðingum kleift að mótmæla aðild okkar að bandalaginu. íslendingar eru nefnilega svo lánssamir, auk annarra aðildarþjóða NATO, að vera í hópi örfárra þjóða i heiminum, sem njóta þeirra mannréttinda, og lýðfrelsis að geta haft í frammi opinber mótmæli, án þess að eiga yfir höfði sér frelsissviptingu í einni eða annarri mynd. Slík mótmæli yrðu til að mynda ekki leyfð í Sovét- rikjunum eða nokkru öðru kommúnistaríki í heiminum. Mótmæli gegn hernaðarstefnu í Sovétríkjunum þýddi einfaldlega, að' viðkomandi yrðu sendir á næsta geðveikrahæli. í öðrum heimshlutum eru mannréttindin til að mótmæla yfirleitt fótum troðin. Þau yrðu ekki liðin í einvaldsríkjum Afríku eða Asíu néí Suður-Ameríku. Hagfræðikenningar hafa hrunið Ég hefi fallist á að skrifa nokkrar greinar um ýmsa þætti þjóðmála. Tekið skal fram til þess að forðast allan misskilning, að ég tel mig engan alvitran sérfræðing. En alla tíð hef ég reynt að hafa skoðanir á málum og verið gjarnan óhræddur að láta þær í ljósi. Af reynslu er mér samt ljóst að ekki fellur öllum slíkt vel í geð en glaður og hress í anda geng ég til verksins. Það vandamál sem tröllriðið hefur öllu efnahagslífi okkar hin síðari ár er verðbólga, já með sanni má segja óðaverðbólga og geigvænlegar afleið- ingar hennar. Hér er ekki um alís- lenskt fyrirbæri að ræða, því að flest vestræn ríki eru að glíma við svipuð vandamál. Sá mikli mismunur er samt á að hjá þeim flestum eru 5— 15% árlegar verðbreytingar, en hér um 50%, og eru vandamátin þeim mun erfiðari viðureignar. Allir eru sammála um að olíuhækkanir frá ’73 séu sá draugur sem er aðalvaldur þessarar þróunar. Rétt er að vekja at- hygli á þeirri staðreynd að í viðureign þjóðanna við að mæta olíuhækkun- um og afleiðingum þeirra hefur komið í ljós að grundvallarkenningar í hagfræði hafa hrunið. Segja má að skoðanir breska hagfræðingsins J.M. Keynes um, hvernig eigi að bregðast við slíkum vanda með samræmdum aðgerðum í atvinnu-, vaxta- og pen- Kjallarinn Alfreð Þorsteinsson Þessi einfalda staðreynd er í rauninni svo sterk röksemd fyrir aðild okkar fslendinga að NATO, að ingamálum hafi ekki reynst nægjan- legar til þess að mæta margvíslegum óséðum vandamálum. Flestir hag- fræðingar á sviði ríkisfjármála eru á einu máli um að áður viður- kenndar leiðir í þessum efnum duga ekki lengur einar til þess að koma efnahagslífi viðkomandi landa á rétt- an kjöl að nýju. Þannig hefur hækkun á aðeins einni vörutegund valdið alþjóðlegri ringulreið, sem ekki er til lykta leidd, þótt 6 ár séu liðin. í löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi er nú SigurðurHelgason hún ein ætti að nægja til að kveða niður óraunsæjar óánægjuraddir, sem virðast enga grein gera sér fyrir hvaða áhættu Islendingar tækju með því að hætta þátttöku sinni í banda- laginu. Friður ekki orðinn til af sjálfu sér Hinu er ekki að leyna, að hið langa friðartímabil, sem við höfum' búið við, og fyrst og fremst má rekja til starfsemi NATO, hefur gert menn værukærari í varnarmálum. Því miður er því oft þannig farið, að ýmislegt, sem áunnizt hefur fyrir stöðugt og þrotlaust starf, er talið svo sjálfsagt, að það tilheyri nánast náttúrulögmáli. Friður í okkar heimshluta í 30 ár er þó ekki orðinn til af sjálfu sér og því síður er hann sjálfsagður hlutur.Þess vegna mega menn ekki sofna á verðinum. Allir hlekkir Atlantshafskeðjunnar verða mikið atvinnuleysi, sem óþekkt var áður. Eðlilega hefur þessi reynsla fært öllum sanninn fyrir því að þrátt fyrir aukin vísindi, öra tækni og margvíslegar leiðir stendur efnahags- líf þjóðanna á brauðfótum, ef þeim mæta óvænt óhöpp, sem hér skal ekki nánar rakið. Víxlhækkun verð- lags og kaupgjalds Það ráð til varnar gegn verðbólgu- þróuninni sem allar þjóðir hafa gripið til er að forðast víxlhækkanir launa og verðlags. Sú óumdeilanlega staðreynd liggur fyrir, að þar sem verðlag er ‘ óstöðugt og hækkandi verður hagvöxtur lítill eða enginn. Á þessari þróun hagnast þó einhverjir, en þá helst þeir sem skulda og hafa lagt féð í fasteignir eða í verðmæti sem hækka í hlutfalli við verðþróun- ina. En þrátt fyrir að flestir viður- kenna ofangreint sjónarmið er óum- deilanleg reynsla flestra að þar sem verðbólga ríkir er því samfara mikill órói á vinnumarkaðnum. Stéttir og hópar berjast innbyrðis um aukinn hlut af þjóðartekjunum, sem hafa oftast ekkert aukist. Tortryggni manna á milli vex, virðing á gagn- kvæmum rétti þverr og almenn laus- ung vex á fjölmörgum sviðum. Segja má, að um tvær meginleiðir hafi hér verið að ræða til þess að vinna gegn þessari þróun. I fyrsta

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.