Dagblaðið - 30.03.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979.
Kampala höfuðborg Uganda sé tóm
þvæla. Hvaða ástæðu gætu þeir haft
til slíkra yfirlýsinga á móti sannleik-
anum?
Alveg síðan hermenn Uganda
réðust inn í Tansaníu við lok siðasta
árs og lögðu undir sig landsvæði við
Viktoríuvatnið hefur Nyerere forseti
undirbúið gagnaðgerðir. Honum
tókst aftur á móti ekki að fá þann
stuðning meðal annarra Afríkuleið-
toga á fundi einingarsamtaka álf-
unnar, sem haldinn var í nóvember
síðastliðnum. Nyerere vildi að sam-
þykkt yrbi yfirlýsing þar sem innrás
herliðs Idi Amins yröi fordæmd. Það
gekkekki fram.
Nyerere getur engan veginn verið
viss um að aðrir Afríkuleiðtogar fall-
ist á rétt hans til að gera innrás í
Uganda. Einkum gætu þeir brugðist
illa við ef innrásin leiddi til þess að
Idi Amin hrökklaðist frá völdum.
Nyerere hefur því einbeitt sér að
því að þjálfa hópa landflótta
Ugandamanna, sem safnazt hafa
fyrir í Tansaníu siðan Idi Amin
komst til valda í Uganda fyrir átta
árum. Telur hann góðar líkur á að
fremur verði hægt að réttlæta það að
Amin hrökklaðist frá völdum fyrir
tilverknað sinna eigin landa.
Ekki hefur þó gengið þrautalaust
að koma upp útlagahemum. Flótta-
mönnunum mun svo fariö að sam-
staða er vægast sagt Htil meðal þeirra
og vilja þeir að sögn helzt hver fara í
sina áttina og um foringja geta þeir
víst sízt af öllu komiö sér saman um.
Meira að segja MUton Obote fyrmm
K
Július Nyerere forseti Tansaníu er
ekld ánægður með hve lítinn stuðn-
ing hann hefur fengið frá öðrum
Afrikuleiðtogum við að hirta Idi
Amin.
1»
Væntanlega mun Idi Amin brátt
halda á brott frá Uganda og þá að
líKindum til Libýu þar sem konur
hans og böm dveljast í skjóli
Gaddafi leiðtoga Líbýu.
forseti Uganda, sem verið hefur
gestur Nyerere forseta Tansaniu
síðan Idi Amin steypti honum úr stóli
getur lítið að gert. Þó Amin sé
hataður af mörgum útlögunum þá er
málum þannig háttað að Obote er
ekki síður óvinsæU meðal margra i
sérfræðingum ber saman
Nýveriö tókst þó Uganda flótta-
mönnum í Tansaníu að vinna
nokkurn stjórnmálasigur eða ná
merku samkomulagi. Gerðist þetta á
fundi í norðurhluta Tansaníu en þar
var komizt að sáttum um skipan
ellefu manna ráðs, sem fara skal með
völd i Uganda í tvö ár að valdaferli
Idi Amins loknum. Á síðan að halda
frjálsar kosningar til aö ákveöa hver
fara eigi með völdin eftir það.
Mjög mikilvægt er fyrir Nyerere
Tansaníuforseta að þannig líti út að
þaðhafiverið Ugandamenn en ekki
Tansaniuhermenn, sem fyrstir fari
inn i höfuðborg Uganda, Kampala.
Það er sú skýring, sem margir hafa
þótzt geta séð í algjörri neitun þeirra
um að herlið þeirra og skriðdrekar
séu komnir alla leið að Kampala og
hafi veginn þaðan til flugvallarins í
Entebbe á valdi sínu. Ef þeir eru
komnir þangað í raun þá eru skrið-
drekabyssurnar sem Tansaníuher
ræður yfir svo öflugar að hægt er að
hefja öfluga sprengjuhríð inn yfir
Kampalaborg. Að sögn eru þetta
sovézkarbyssur, 122 mm.
Þetta viija Tansaníumenn aftur á
móti ekki gera. Slikt væri samkvæmt
þeirra áætlunum hlutverk hers
útlaganna frá Uganda. Kunnugir
segja þó að sá her geti þó ekki verið
skipaður nema nokkrum hundruðum
manna. Herstyrkur Tansaníu í
Uganda mun aftur á móti vera um
það bil fjögur þúsund manns.
Flestum hernaðar- og stjórnmála-
sérfræðingum ber saman um að dagar
ldi Amins sem leiðtoga Uganda séu
brátt taldir. Aðeins sé tímaspursmál
hve lengi honum takist að hanga við
völd. Þgar Kampala er fallin verður
Amin að flýja. Talið er líklegast að
hann hverfl þá til vinar síns Gaddafi
þjóðarleiðtoga í Libýu. Konur hans
og börn munu vera opinberir gestir
hans um þessar mundir.
NATO tryggir herstöðvaandstæðingum
Mannréttindi til mótmæla
að vera í lagi, hlekkur íslands, þó að
smár sé, ekki síður en aðrir.
Hlutleysisstefna
hefur reynzt illa
Andstæðingar þess, að ísland sé
aðili að NATO, hafa ekki til þessa
getað bent á neinar aðrar raunhæfari
vamir fyrir landið. íslendingar sem
og Danir og Norðmenn og ýmsar aðr-
ar Vestur-Evrópuþjóðir hafa slæma
reynslu af hlutleysisstefnu, sem
virðist helzta lausnarorð herstöðva-
andstæðinga. Slík stefna væri far-
miði út í óvissuna frá þeim trygga
friði, sem við búum nú við.
Staðreyndin er sú, að þótt næstum
öll ríki hafi eigin varnir, þykir þeim
öruggara að treysta þær með varnar-
samningum við vinveitt ríki, sem
ekki þarf að tortryggja um löngun til
landsyfirráða. Það segir sig því sjálft,
að ríkjum, sem engar varnir hafa, er
enn brýnni þörf að tengjast varnar-
bandalögum. Á það hefur einnig
verið bent, að auk hreinna öryggis-
og varnarsjónarmiða, ráði land-
fræðileg, stjórnmálaleg, söguleg,
menningarleg, efnahagsleg og
viðskiptaleg rök því, hvar ríki skipa
sér í flokk hjá varnarbandalögum.
öll framangreind rök mæla með
aðild íslands að Norður-Atlants-
hafsbandalaginu. í því eru elztu og
helztu lýðræðisríki heims, en þeim
rikjum fer því miður fækkandi í
heiminum, sem búa við lýðræðis-
fyrirkomulag.
Lýðræðissinnar
haldi vöku sinni
Erfitt er að trúa því, að á íslandi
fyrirfinnist fólk sem vilji annað stjóm-
fyrirkomulag en lýðræði. Fyrir ná-
kvæmlega 30 árum gerðist það þó, að
æstur múgur, minnihlutahópur, réðst
að löglega kjörnu Alþingi og gerði sig
líklegan til að hindra störf þingsins.
Þau spor hræða, og ættu að vera lýð-
ræðissinnum sérstök hvatning nú til
að standa vörð um aðild fslands að
Norður-Atlantshafsbandalaginu.
Vonandi kemur sá dagur einhvern
tíma, að öll varnarbandalög verði
óþörf og hér þurfi ekki að dveljast
erlent varnarlið. En meðan her-
stöðvaandstæðingar fá ekki að starfa
í Sovétrikjunum og fylgiríkjum
þeirra, sýnist einsýnt að íslendingar,
sem og aðrar Norður-Atlantshafs-
þjóðir, verði að vera vel á verði og
slaka í engu á varnarmætti sínum.
Við íslendingar vitum hvað við
höfum, en ekki hvað við tekur, verði
breytingar á núverandi fyrirkomu-
lagi.
Alfreð Þorsteinsson.
„Andstæðingar þess að ísland sé aðili
að NATO hafa ekki til þessa getað bent
neinar aðrar raunhæfar varnir fyrir
landið.”
Nýjar kosningar stór-
auka efnahagsvandann
lagi að skrá gengið rétt, halda niðri
kaupmætti um tíma og verölagi og
draga úr fjárfestingum og sérstaklega
úr umsvifum ríkisvaldsins. Samræmd
er stefnan í atvinnu-, vaxta- og pen-
ingamálum með það markmið í huga
að verðbólgan hjaðni út.
Hins vegar er svokölluð niður-
greiðsluleið, sem byggist á því að
verðlag á nokkrum nauðsynjavörum
er greitt niður af rikissjóði, en tekn-
anna er aflað með nýjum skatta-
álögum eða öðrum millifærsluleiðum
milli þegnanna. Á sama hátt er reynt
með samræmdum aðgerðum á fjár-
málasviðinu að draga úr verðbólg-
unni eins og áður var lýst. Ef
umrædd niöurgreiðsluleið er farin,
eru þær vörur sem reiknast i vísitölu
framfærslukostnaðar, gjarnan mest
greiddar niður. Reynt er að draga
allar hækkanir á' opinberri þjónustu
til þess að halda vísitölunni niðri og
sumar vörutegundir ekki reiknaðar
með í vísitölunni lengur. í sjálfu sér
má því segja aö báðar leiðimar miði
að þvi að draga úr víxlhækkunum
verðlags og kaupgjalds og er þvi ekki
um svo ólík markmið að ræða, enda
þótt mismunandi leiðir séu farnar.
Þingrof og
nýjar kosningar
Er þinglega sterk rikisstjórn sjálf-
stæðismanna og framsóknar tók við
stjórn þjóömála hér 1974 var farin
hinn fyrri leið í efnahagsmálum og
um áramótin 1976—1977 var afhálfu
forystumanna þessarar stjórnar i
fullri alvöru talað um að verðbólgan
stefndi á 15% og jafnvægi væri
komið á fjármálin og hagstæð gjald-
eyrisstaða. En skömmu síðar snerist
gæfuhjólið við, sem allir þekkja.
Núverandi vinstri stjórn hefur
farið niðurgreiðsluleiðina og hefur
töluverður árangur náðst en ein
meginforsendan er að náöst hefur
samstaöa meö launþegasamtökunum
að fallast á takmarkaðar hækkanir
og þær vörur sem aðallega byggja
upp vísitöluútreikninginn eru niður-
greiddar. Nú virðist hafa komið al-
varleg glufa í stjórnarsamstarfið, sem
alla tið hefur verið mjög óróasamt og
ekki traustvekjandi. Af hálfu sjálf-
stæðismanna er eina úrræðið þingrof
og nýjar kosningar, en væntanlega
telur sá flokkur sig sigurstranglegan í
dag. Ekki virðist það gæfulegt út frá
þjóðhagslegu sjónarmiði og ef málið
er aðeins athugaö virðist þessi
ákvörðun mjög vanhugsuð, svo ekki
sé sterkara til orða tekið. Efnahags-
vandinn yrði enn geigvænlegri viður-
eignar ef allt er látið reka á reiöanum
og ekki yrði auðveldara fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að komast i rikis-
stjórn ef þeir sem við er samið koma
vonsviknirút úr þeim kosningum.
^ ,,Sjálfstæðismenn eiga að veita fram-
sóknarmönnum og alþýðuflokksmönn-
um stuðning til þess að stjórna, til dæmis
næstu tvö árin, gegn því að stjórnarskráin
verði rækilega endurskoðuð.”
Það er deginum ljósara að vinstri
flokkarnir hanga fyrst og fremst
saman til þess að útiloka sjálfstæðis-
menn. Víðtækt samstarf milli þessara
flokka hefur einnig myndast í sveitar-
stjórnum viðs vegar um allt land. Það
ætti þvi að vera höfúðtakmark sjálf-
stæðismanna að kljúfa þessa sam-
stöðu, en ekki að þjappa þéim
stöðugt saman, eins og nú er gerl.
Árið 1958 studdu sjálfstæðismenn
minnihlutastjórn Alþýðuflokksins i
eitt árgegn þvíað gerðar voru breyt-
ingar á kosningum til Alþingis. Síðar
hófst 12 ára samstarf þessara flokka,
sem reyndist að mörgu leyti mjög far-
sælt. Að mínu mati finnst mér svipað
tækifæri nú. Þeir eiga að veita fram-
sóknarmönnum og Alþýðuflokks-
mönnum stuðning til þess að stjórna
t.d. næstu tvö árin gegn því að
stjórnarskráin verði rækilega endur-
skoðuð. Stjórnarskrá okkar er nær
óbreytt frá 1874 og þarf að taka fjöl-
marga þætti hennar til endurskoðun-
ar, sem er mikið verk, en brýn nauð-
syn er að það dragist ekki lengur. Hér
er ekki aðeins verið að ræða um
breytingar á kosningum til Alþingis,
sem eðlilega verður í myndinni.
Stjómarskráin er og verður horn-
steinn lýðræðisins í landinu og er
mikil þörf á því að Alþingi og reynd-
ar landsmenn allir taki höndum
saman i þessu mikilvægasta máli
þjóðarinnar.
Sigurður Helgason
lögfræðingur.