Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979.
I
Á æfingu með Víkingasveit lögreglunnar__________
„Sjáöu bara hvað hann
Eiríkur fer þetta léttilega”
—„ Já, það er svo stutt síðan hann kom niður úr trjánum”
„Þetta er hræðilegt,” heyrðist einn
af okkar stæðilegustr lögregluþjón-
um stynja er hann fói In erii ferðina
af annarri heldur þyngslalega upp í
miðja kaðla á handafli einu saman í
KR-húsinu í gær.
Annar léttur á velli kom að
köðlunum og fór léttilega á hand-
aflinu einu saman upp undir rjáfur í
fimleikasalnum.
„Sjáðu bara hve hann Eiríkur fer
þettaléttilega.”
Rikharður, Eiríkur, Eiður og Fáli i ætingum á gólfi sem eru erfiðar þegar þær eru gerðar 20—40sinnum í röð
msmí
,,Já, en það er svo stutt siðan hann
kom niður úr trjánum,” sagði fyrir-
liði mótorhjólasveitar lögreglunnar
og glotti. Hann átti kaðlaæfingarnar
eftir.
Svona létt gekk þetta til á æfingu
Vikingasveitar lögreglunnar, sem nú
hefur þjálfað af þrautskipulögðu
kappi i 5 vikur. Stjórnandi æfing-
anna er Hilmar Björnsson íþrótta-
kennari.
Við Sveinn Þormóðsson litum —
með leyfi allra æðstu yfirmanna
lögreglunnar — inn á æfingu hjá
Víkingasveitinni í KR-heimilinu í
gær. Voru þá 16 risar á harða-
hlaupum milli horna í húsinu, og þar
sem inngöngudyrnar eru í horni
salarins og þessi risasveit kom
æðandi á móti okkur töldum við
jafnvel að dagar okkar væru taldir.
En þeir kunnu jafnvel að bremsa
eins og að taka á sprett með spyrnu,
svo allt fór vel. Þessir 16 eru helm-
ingur Víkingasveitarinnar sem nú er i
sérþjálfun, og verður tilbúin í hvað
sem er hvað úr hverju. Framfarir á
þreki manna og getu eru augljósar.
Um þaðsagði Hilmar þjálfari:
„Já árangurinn er mjög ánægiu-
Hilmar Björnsson kennari fylgist með Eiði Eiðssyni og Ríkharði i jafnvægis-
hoppum þeirra yfir röð af umferðarpollum. Þetta þykir ýmsum erfiðasta æf-
ingin.
„Sjáðu bara hvað hann Eirikur fer þetta léttilega!” Eirikur Beck, froskkafari
lögreglunnar fór létt á tveim köðlum á handafli einu upp undir rjáfur.
■ Myndirnar tók Sveinn Þormóðsson.