Dagblaðið - 30.03.1979, Síða 16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979.
16
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Melavöllurinn
hreint ágætur
- Fyrsti leikur Reykjavíkur
mótsins á sunnudag
Reykjavíkurmótið i knattspymu hefst á sunnu-
daginn kl. 14.00 með leik Víkings og Fylkis. Lcikið
vcrður á Melavellinum og er völlurinn sagður i fínu
ástandi — hreint ágætur. Á mánudag kl. 20.00 leika
Ármann og KR i mótinu og síðan koma leikirnir
einn af öðrum.
KR og Fylkir léku æfingaleik á Melavellinum á
miðvikudag. KR vann 1—0 og voru leikmenn lið-
anna sammála um það eftir lcikinn að völlurinn
hefði verið i prýðilegu ástandi. Ekið hefur verið tals-
verðu salti á völlinn, sem gert hefur mikið gagn gegn
frostinu.
Brian Kidd
enn á ferðinni
— Seldur til Everton í gær
Síðasti söludagurinn á leikmönnum á þessu leik-
tímabili er í dag. Nokkuð var um sölur i gær og það
merkilegasta, að Everton keypti Brian Kidd, fyrrum
enskan landsliðsmann, frá Man. City fyrir 150
þúsund sterlingspund. Kidd hóf feril sinn með
Man.Utd. — varð þar Evrópumeistarí 1968 á 19.
afmælisdegi sinum — fór síðan til Arsenal og
Man.City. Mesti markaskorarí þessara liða. Þá
skiptu QPR og Everton á jöfnu á miðherjum sínum.
Everton fékk Peter Eastoe en lét i staðinn Mick
Walwh, sem liðið keypti frá Blackpool fyrir 350
þúsund pund í fyrrasumar.
Þá hefur Sunderland náð i góðan mann — bak-
vörðinn Steve Whitworth frá Leicester City og var
söluverðið 150 þúsund sterlingspund. Whitworth er
27 ára og hefur leikið 10 ár með Leicester — og
nokkra leiki i enska landsliðinu.
Fram-Valur
íbikarnum
Einn leikur i átta liða úrslitum bikarkeppni Hand-
knattleikssambands íslands verður i kvöld i Laugar-
dalshöll. Þá leika Fram og Valur — og að þeim leik
loknum fer að skýrast hvaða lið hafa tryggt sér rétt í
undanúrslit keppninnar. ÍR og Vikingur hafa þegar
náð þeim áfanga.
Strax að leik Fram og Vals loknum verður stór-
leikur i 2. deild. KR og Þór, Akureyri, leika. Þá
verður annar ekki síður þýðingarmikill leikur í 2.
deild i Vestmannaeyjum kl. 19.00. Þar leika Þór-
Vestmannaeyjum, og Ármann. Þessi lið hafa mögu-
leika á sæti i 1. deild næsta keppnistímabil nema Þór
Akureyri. Þá verður einn leikur i 1. deild kvenna i
kvöld á Akureyrí. Þar leika Þór og Breiðablik.
Þá verður mjög þýðingarmikill leikur — úrslita-
leikurinn i fallbaráttunni — i 1. deild á laugardag í
Laugardalshöll. Fylkir og HK leika kl. 15.30. Á
sunnudag leika Víkingur og FH í 1. deild i Laugar-
dalshöll kl. 19.00 og strax á eftir Víkingur-FH í 1.
deild kvcnna.
Þrjú lið eiga
möguleika
i blakinu
— UMFL ÍS og Þróttur
Síðustu leikirnir i 1. deild i blaki fara
fram um helgina og þá verður úr því
skorið hver verður íslandsmeistari.
Laugdælir eiga alla möguleika á að
verða meistarar. Þeir hafa tapað aðeins
sex stigum á meðan Þróttur og Laug-
dælir hafa tapað átta stigum. En hins
vegar geta bæði Stúdcntar og Þróttur
orðið meistarar eftir leiki helgarinnar
þar sem hrinuhlutfall ræður, verði lið
jöfn að stigum.
Þannig eygja þessi þrjú lið mögu-
leika á titlinum um helgina. íslands-
meistarar Stúdenta halda austur á
Laugarvatn og leika við Laugdæli.
Sigur Laugdæla færir þeim meistara-
tign, en sigri Stúdentar 3—0 eru þeir
meistarar. Viðureign Stúdenta og
Laugdæla að Laugarvatni er á morgun
kl. 2. Á sunnudag leika Þróttarar síðan
við UMSE norður á Akureyri kl. 12.30
og Þróttarar fara i þann leik vitandi
hvort þeir eygja möguleika á sigri í 1.
deild eða ekki — það fer eftir úrslitum
viðureignar ÍS og Laugdæla.
Til glöggvunar látum við fylgja
stöðuna í 1. deild.
Laugdælir 15 12 3 37—19 24
ÍS 15 11 4 38—19 22
Þróttur 15 11 4 37—19 22
UMSE 15 3 12 18—39 6
Mímir 16 1 15 13—47 2
íslandsmeistarar KR 1979. Fremri röð Þröstur Guðmundsson, Árni Guðmundsson, Eirfkur Jóhannesson, Jón Sigurðsson, Gunnar Jóakimsson. Efri röð frá vinstri.
Gunnar Gunnarsson, þjálfari, Helgi Ágústsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, Einar Bollason, fyrirliði, Ásgeir Halígrimsson, Garðar Jóhannesson, John Hudson,
Birgir Guðbjartsson, Sveinn Jónsson, formaður KR, Kristinn Stefánsson, liðsstjóri. DB-mynd Bjarnleifur.
KR-INGAR ERU BEZTIR
— Sigruðu Val 77-75 í úrslitaleik íslandsmótsins í körfuknattleik
„Þetta var frábær endir á stórkost-
legum vetri og það versta er að annað
liðið þurfti að tapa i kvöld,” sagði
ánægður formaður Körfuknattleiks-
sambands íslands í viðtali við DB að
loknum leik KR og Vals i gærkvöldi.
Formaðurinn mátti sannarlega vera
ánægður. í troðfullri Laugardalshöll-
inni — í húsinu voru um það bil 2500
manns, — dundu hvatningarhróp
áhorfenda á meðan á leiknum stóð.
Þetta var heldur ekki neinn venjulegur
leikur, og orð að sönnu að hér hafi
verið frábær endir á stórkostlegum
vetri.
Lokamínúturnar voru æsispennandi
og þar réði heppnin miklu þó kannski
megi líka segja að ótímabær skot Vals-
manna þá hafi ráðið úrslitum.
Lokatölurnar 77 gegn 75 fyrir KR
voru annar stórsigur liðsins á síðustu
fimm dögum og sannarlega ánægju-
legur endir á leik Einars Bollasonar
fyrirliða KR, sem nú hættir í keppni i
úrvalsdeildinni.
í byrjun leiksins virtust báðir aðilar
ætla að fara að öllu með gát og af öllu
var ljóst að taugar leikmanna voru
þandar til hins ýtrasta. KR-ingar náðu
fljótlega forustu, sem þeir héldu óslitið
fram í miðjan siðari hálfleik. Aftur á
móti leizt stuðningsmönnum þeirra
ekki á blikuna hvað villur varðaði.
Strax á annarri mínútu var búið að
dæma fjórar villur á liðið. Við lok fyrri
hálfleiks voru þeir Jón Sigurðsson og
Birgir Guðbjörnsson komnir með fjór-
ar villur og Einar Bollason þrjár.
Dómarar leiksins þeir Erlendur
Eysteinsson og Kristján Albertsson
gegndu hlutverki sínu með mestu prýði.
Leikurinn var síður en svo auðdæmdur
og allt andrúmsloftið í Höllinni raf-
magnað. Leikurinn fór hins vegar
Gunnlaugur Kristfinnsson. knattspyrnumaöurínn kunni, meö lyftingasett þaö, sem
hann hefur hannaö.
aldrei úr böndunum og þeim félögum
tókst oftast að forðast of mikil afskipti
af gangi leiksins.
Garðar Jóhannesson opnaði stiga-
reikninginn fyrir KR-inga strax i fyrstu
sókn þeirra. Síðan kom sókn Vals-
manna sem kostaði fjóra KR-inga
villur og Valur náði tveim stigum.
Einar Bollason náði yfirhöndinni fyrir
KR og henni héldu þeir eins og áður
sagði fram að miðjum síðari hálfleik.
Þeir áttu sérlega góðan leikkafla á ní-
undu til tólftu mínútu jafnframt því
• sem Valsvörnin opnaðist nokkuð. Vals-
mönnum tókst þvi nokkuð að rétta
hlut sinn fyrir lok hálfleiksins og
staðan var þá 34 gegn 26 KR í vil.
Síðari hálfleikur hófst með darraðar-
dansinum. Fram til þessa höfðu bæði
liðin leikið maður gegn manni í vörn-
inni en á sjöttu mínútu síðari hálfleiks
tóku Valsmenn upp svæðisvörn, sem
nokkuð truflaði KR-inga til að byrja
með.
Þegar rúmar níu minútur voru liðnar
voru Valsmenn komnir með 53 stig á
móti 55 stigum KR-inga. Einni mínútu
síðar fékk gamla Valskempan Þórir
Magnússon knöttinn undir körfu KR-
inga og leikurinn var orðinn jafn 55
gegn 55 og níu og hálf mínúta til leiks-
loka.
Eftir þetta varð stigamunur liðanna
aldrei meiri en fjögur stig og sannast
sagna þá virtist æstum áhorfendum
staðan hreint alltaf vera jöfn og spenn-
an í hámarki.
Á leiktöflunni sáust nú tölur eins og
59—59, 65—65, 67—70 fyrir Val, 70—
71 fyrir Val og 71 gegn 71. KR aftur
búið að jafna.
Er rúmlega tvær mínútur voru til
leiksloka fékk Jón Sigurðsson sina
fimmtu villu og rétt á eftir kemur Tim
Dwyer Valsmönnum í 73 stig gegn 71.
John Hudson jafnar 73—73 og aðeins
1.40 mínútur til leiksloks.
Einar Bollason fékk vítaskot og
skoraði úr báðum á milli þess sem hann
dansaði stríðsdans í vítahringnum. 75
stig gegn 73 fyrir KR og aðeins 58
sekúndur til leiksloka, þegar John
Hudson fær sína fjórðu villu. Tim
Dwyer fær vitaskot — staðan verður
aftur jöfn 75 gegn 75 og 42 sekúndur til
leiksloka.
Var leikurinn að stefna í jafntefli og
framlengingu! Engan veginn skemmti-
leg tilhugsun fyrir KR-inga sem voru nú
flestir komnir nærri fimm villum.
En er 34 sekúndur voru til leiksloka
gerði Hudson lokakörfuna, staðan var
orðin 77 gegn 75 fyrir KR. Einari
Bollasyni tókst með harðfylgi að ná
knettinum aftur og dæmt var uppkast.
KR nær knettinum og tókst að halda
honum til leikslóka þrátt fyrir örvænt-
ingarfullar tilraunir Valsmanna til að
ná honum.
Lokatölurnar 77 gegn 75. KR orðið
íslandsmeistari enn einu sinni. Glæsi-
legasti lokakafli nokkurs íslenzks
körfuboltamóts var á enda.
-ÓG.
Nýtt íslenzkt
lyftingasett
„Þetta er ákaflega þægilegt lyftinga-
sett og ódýrt, sem hægt er að hafa í
heimahúsum ef þvi er aö skipta. Það er
hægt að ná góðri þjálfun með þvi fyrir
iþrótta- og trimmfólk og hvern þann,
sem vill halda likama sinum við,” sagði
Gunnlaugur Kristfinnsson, þegar DB
ræddi nýlega við hann um lyftingasett,
sem Gunnlaugur hefur hannað. Fram-
leiðsla er fyrir nokkru hafin og vinnur
Gunnlaugur að henni ásamt Halldórí
Alexanderssyni, járnsmið og suðu-
manni.
lyftingasettið er lyftingabekkur með
stillanlegu baki, tækjahaldari, lyftinga-
stöng með átta lóðum, samtals 65 kg,
og handlyftaraöxlum. Einingarverð
samtals 260 þúsund krónur — og að
sögn Gunnlaugs er það um helmingi
ódýrara en á sambærilegum tækjum
innfluttum. Tollar á slíkum tækjum
eru mjög háir eða um 90% — þannig
að segja má nú að almenningi gefist
tækifæri til að eignast tæki, sem nær
útilokað var áður. Þá er einnig hægt að
fá lóð keypt í lausasölu eftir vild.
Þá bjóða þeir félagar, Gunnlaugur
og Halldór, upp á hringæfingatæki
með mismunandi fjölda stöðva, sem er
hentugt fyrir félög eða félagasamtök —
og einnig mun ódýrari er gerðist með
innflutt erlend tæki, allt að þrefalt
ódýrari.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979.
21
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
D
Björtustu
draumarnir
að rætast!
—sagði Bogi Þorsteinsson
„Á sínum tíma, þegar við flúðum
með íslandsmótið í körfubolta úr
Laugardalshöllinni út á Seltjarnarnes
vegna peningaleysis, dreymdi mig ekki
um að þetta ætti eftir að verða innan
fárra ára,” sagði Bogi Þorsteinsson
fyrrverandi formaður Körfuknattleiks-
sambands íslands og hinn fyrsti í við-
tali við DB að loknum leik Vals og KR í
gærkvöldi.
„Að vera hér í Höllinni i kvöld þar
sem troðfullt hús af fólki horfði á stór-
góðan körfubolta er dásamleg tilfinn-
ing. Okkar björtustu draumar eru að
rætast og við erum að sprengja utan af
okkur öll hús,” sagði Bogi ennfremur.
„Körfuboltanum á íslandi hefur líka
farið mjög fram og hraðinn aukizt
KHstinn Stefánsson:
Endirinn
var beztur
„Eftir svona leiki er maður orð-
laus,” sagði Kristinn Stefánsson, annar
liösstjóri KR, að loknum leiknum.
„Þetta var auðvitað gífurlega
skemmtilegur og spennandi leikur og
þá ekki sízt endirinn. Við KR-ingar
getum ekki beðið um meira. Sigur i
kvöld er stórkostlegur endir á stórkost-
iegum körfuboltavetri. Við vitum að
leikurinn gat faríð á hvorn veginn sem
var, en við unnum. í heild fannst mér
KR-liðið koma betur frá leiknum þó á
lokamínútunum hafi allt staðið i
járnum.
Kristinn sagði að óráðið væri hvort
John Hudson yrði áfram með KR
næsta vetur.
-ÓG.
mikið. Sem dæmi má taka að Njarð-
víkurliðið sem tapaði sjö leikjum er
sámt með 101,6 stig að meðaltali í leik.
Slíkt hefur aldrei gerzt áður. Það er
þetta sem dregur að áhorfendur, betri
og hraðari körfubolti.
„Já, tímarnir eru breyttir frá því að
við vorum með mótið í fyrsta skipti úti
á Seltjarnarnesi. Þá vantaði 3500
krónur upp á að tekjur af leikjunum
dygðu fyrir húsaleigunni en sveitar-
stjórnin sýndi þá vinsemd að gefa
okkur það eftir.”
Bogi Þorsteinsson var heiðursgestur
Körfuknattleikssambands íslands á
leiknum í gærkvöldi.
-ÓG.
„Þetta var falleg karfa,” segir Bogi
Þorsteinsson.
DB-mynd Bjarnleifur.
Einar Bollason:
Toppbaráttunni lokið
„Þetta er minn síðasti vetur 1
úrvalsdeildinni,” sagði Einar Bollason,
KR. „En ég er svo sannarlega ekki
hættur að leika körfubolta, ég mun
aftur á móti ekld verða með i aðalbar-
áttunni lengur enda finnst mér nú
kominn timi til að hleypa yngrí mönn-
unum að. Um leikinn í kvöld er það að
segja að hann er auðvitað stórkostlegur
endahnútur á góðan vetur hjá okkur
KR-ingum. Eg vil nota tækifæríð og
þakka Valsmönnum fyrir leikinn, þeir
voru verðugir andstæðingar og úrslitin
voru ekki ráðin fyrr en á síðustu
sekúndum leiksins.
ÓG.
John Hudson:
Unnum á góðri vörn
„Svona úrslitaleikur hlýtur að vera
góður fyrír körfuboltann á íslandi,”
sagði John Hudson KR. „Við unnum
þennan leik fyrst og fremst á góðri
vörn þó oft værí mjótt á mununum.
En mig langar sérstaklega að taka
fram að dómararnir voru góðir í
þessum leik. Ég hef gagnrýnt þá i vetur
en veit þó að allir gera sitt bezta og í
kvöld tókst þeim Erlendi og Kristbirni
vel upp,” sagði Hudson.
Hann var spurður hvort hann yrði
áfram með KR-liðinu næsta vetur.
„Fyrst er að vita hvort KR-ingarnir
hafa áhuga á að hafa mig áfram en um
það er allt ósamið. Hitt er alveg klárt
að verði ég áfram á íslandi þá leik ég
ekki með ööru liði en KR,” sagði John
Hudson að lokum.
ÓG.
Ríkarður Hrafnkelsson:
Taugar KR-inga betri
„KR-ingar voru sterkari á taugum
þegar á reyndi og einnig átti John
Hudson stjörnuleik. Þetta tvennt réð
úrslitum í leiknum í kvöld,” sagði
Ríkarður Hrafnkelsson, Val, að lokn-
um leiknum gegn KR í gærkvöldi.
„Byrjunin hjá okkur var líka slæm og
illa gekk að hitta úr langskotunum.
Aftur á móti var það heppnin, sem réð
því hvort liöið hafði yfirhöndina l
lokin.”
Ríkarður sagðist að lokum vilja
þakka áhorfendum fyrir góðan
stuðning og það væri ánægjulegt að sjá
svo marga koma i Laugardalshöllina til
að horfa á körfubolta.
-ÓG.
HALLUR
SIMONARSON
Jón Sigurðsson faðmar John Hudson — sigurgleðin er mikil.
DB-mynd Bjarnleifur.
Víking úthlutað
svæði í Fossvogi
—Teljum okkur mjög lánsama, því svæðið er eitt bezta
íþróttasvæði íborginni,” sagði Jón Aðalsteinn Jónasson
„Vikingur fékk samþykkta úthlutun
á iþróttasvæði i Fossvogi i desembcr
siðastliðnum. Áður hafði Vikingi verið
lofað forgangi að þessu svæði en borg-
arráð hefur nú samþykkt svæðið sem
Víkingssvæði. Við teljum okkur mjög
lánsama með þessa úthlutun. Þetta er
eitt bezta íþróttasvæði borgarínnar,
ákaflega skjólgott og liggur vel við
samgöngum,” sagði Jón Áðalsteinn
Jónasson, formaður Víkings nýlega á
blaðamannafundi sem Víkingar héldu
til að kynna starfsemi félagsins. Þar
kom fram að mikil sókn er nú i félaginu
og gífurleg uppbygging á sér nú stað.
„Það var orðið mjög brýnt að fá
bætta aðstöðu,” hélt Jón Aðalsteinn
áfram. „Við höfum nú aðeins aðgang
að tveimur völlum við Hæðargarð en
ekki var möguleiki á frekari stækkun
þar. Þess vegna erum við ánægðir með
að félagið skuli nú hafa fengið aukið
athafnarými.
Nú þegar snjóa leysir mun svæðið
mælt út og hönnun svæðisins getur
hafizt og framkvæmdir verða síðan
tímasettar. Verkefnin eru óþrjótandi.
Það þarf að ræsa fram svæðið í Foss-
vogi. Við höfum einnig í hyggju að
reisa íþróttahús og þegar svæðið í Foss-
vogi verður mælt upp verður jafnframt
kannað hvort möguleiki sé
á að byggja íþróttahúsið einnig þar.
Fari svo að það reynist ekki mögulegt,
að rými reynist ekki nóg, verður
íþróttahús Víkings reist við Hæðar-
garð.
Því er ekki að leyna að vissir
erfiðleikar fylgja því að starfa á
tveimur stöðum eins og úthlutunin
leiðir af sér en að sjálfsögðu munum
við halda áfram starfseminni við Hæð-
argarð. Á þessu vandamáli þarf að
finna lausn.
Það hafa staðið miklar fram-
kvæmdir við Hæðargarð. Félagsheim-
ilið hefur verið gert upp, suðurálman öll,
og er nú öll aðstaða þar til fyrirmyndar.
Það er búið að ganga frá búningsher-
bergjum, anddyri hússins svo og hefur
verið gengið frá fundarherbergi, þar
sem hinir ýmsu flokkar félagsins geta
haldið fundi.
Síðastliðið sumar var annar völlur-
inn við Hæðargarð tyrfður svo í sumar
geta allar æfingar meistaraflokks
farið fram við Hæðargarð. Við
munum halda áfram að endurbæta fé-
lagsheimilið. Næsti áfangi þar verður
að lagfæra vesturálmuna, koma stóra
fundarsalnum í lag,” sagði Jón Aðal-
steinn ennfremur.
Þá kom fram að iþróttafélag eins og
Víkingur velti á síðasta ári tæpum 40
milljónum og sýnir það hve umfang
íþróttafélaganna i Reykjavík er orðið
mikið. Víkingar hafa einnig byggt
skíðaskála og er nú verið að byggja
skíðalyftur á svæði félagsins. Nú eru
starfandi átta deildir innan Víkings.
H.Halls.
Hið nýja Vlkingssvæði i Fossvogi. t baksýn sést Breiðholtið.
DB-mynd Hörður.