Dagblaðið - 30.03.1979, Qupperneq 26
30
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979.
Hver má klippa og hver greiða?
Rakari kærður
fyrir hárgreiöslu
„Já, það er alveg rétt, það er búið
að kæra mig. En ég veit ekki alveg
fyrir hvað. Getur þú kannski sagt
mér það,” sagði Villi Þór, rakari i
Ármúlanum, þegar hann var spurður
að því hvort hann hefði verið kærður
fyrir að klippa og greiða kvenfólki.
f>að er Hárgreiðslumeistarafélag
íslands sem kærir Villa Þór.
Formaöur þess félags er
Arnfríður ísaksdóttir, eigandi hár-
• greiðslustofunnar Permu. Hún sagði
„hárgreiðsla er lögvernduð iðngrein
og aðrir mega ekki stunda hana en
þeir sem til hennar hafa lært. Það er
alltaf að aukast að ófaglært fólk fáist
við hárgreiðslu og spillir það mjög
fyrir orðstir fagsins. Það var því
samþykkt á fundi í félaginu að lögð
yrði fram kæra. Á hvaða margar
stofur vil ég ekkert um segja.”
Á sama hátt og Arnfríður segir að
í lögum standi að rakarar megi ekki
greiða kvenfólki mega hárgreiðslu-
meistarar ekki heldur klippa
karlmenn. En það hefur færzt mjög í
vöxt hin síðari ár að karlmenn létu
klippa sig á hárgreiðslustofum. Var
ekki eins ástæða til að kæra það?
„Ja, þeir (rakarar) geta kært það
ef þeir vilja. Ég skipti mér ekki af
því. En ég hef margoft sagt við hár-
greiðslumeistara að þeir ættu ekki að
fara út fyrir sitt verksvið,” segir
Arnfríður.
Villi Þór vill hins vegar meina að
ekkert meini honum að greiða
kvenfólki. „Ég er með skjal upp á
það að ég sé útskrifaður í hárskurðar-
og rakaraiðn. Auk þess hef ég tekið
námskeið í hárgreiðslu, lært hana alls
í ár af einu og hálfu. Ég man lika
ekki betur en hver einasta
rakarastofa i bænum, eða minnsta
kosti vel flestar, auglýsi með skiltum
úti á götu, að þær klippi herra jafnt
sem dömur. Þetta hefur verið gert
síðan áður en ég fæddist. Og enginn
hefur gert neitt fyrr en núna. Satt
bezt að segja held ég að nú eigi að
fara að nota mig sem eitthvert
tilraunadýr með þessum mál-
flutningi,” segir hann.
Hann bendir einnig á að röksemd
Arnfríðar um að ófaglært fólk á
rakarastofum letji fólk frá frekari
viðskiptum sé léttvæg þar sem sömu
viðskiptavinirnir komi æ ofan í æ. Á
meðan svo sé finnist sér fáránlegt að
banna einum eða neinum rakara að
fást við kvenfólk og eins að banna
hárgreiðslustofum að klippa
karlmenn, vilji þeir það heldur en að
fara til rakara.
s\mko;uiagið Hvað se&ia
i ríkisstjornmm: ■ ■ w liV VVgJM
verkalýðsleiðtogamir?
Dagblaðið hafði samband við nokkra verkalýðsleiðtoga í gær og innti þá álits á því samkomulagi sem í gær virtist
hafa tekizt í ríkisstjórninni en samkvæmt því mun minni kaupskerðing verða á launum undir 200 þúsund krónum á
mánuði i dagvinnu en á öðrum launum. Fara svör þeirra hér á eftir.
-GAJ-
Vor f lofti
Vor er í lofti og prófannir nálgast. fegin því er skóla lýkur. Þá tekur við
Ekki verður betur séð en þessi unga sumarvinnan og afslöppun frá skóla-
stúlka liti sumarið vonaraugum, setunni. DB-mynd RagnarTh.
Dagurfærekkí Wt-. A|a|,
ríkisstyrkinn fl I w Cil \J| U
peningarnir?
,,Já, það er rétt, Dagur hefur aldrei
fengið þann ríkisstyrk sem blaðið átti
að fá árið 1978. Peningarnir virðast
vera týndir i kerfinu,” sagði Erlingur
Davíðsson ritstjóri Dags á Akureyri er
hann var spurður að því hvort það gæti
verið að Dagur hefði orðið útundan í
styrkveitingum á síðasta ári.
„Ég hef auglýst eftir þessum styrk
og beðið þingmenn kjördæmisins að
reyna að hafa upp á honum fyrir mig
en það hefur enginn gefið sig fram.
Kerfi rikisstyrkja er ákaflega flókið.
Annars vegar er um að ræða styrki til
dagblaða sem þau fá beint. Hins vegar
er um að ræða styrki til svokallaðra
landsmálablaða sem stjórnmála-
flokkarnir fá og úthluta síðan. Dagur
er landsmálablað en enginn virðist samt
hafa tekið að sér að miðla peningum til
blaðsins,” sagði Erlingur.
En hvar eru þá peningar Dags? Eða
átti hann yfírleitt að fá einhverja
peninga? Svarthöfði Vísis sagði
Tímann i Reykjavík hafa fengið hlut
Dags. Það var borið undir Kristin
Finnbogason, framkvæmdastjóra
blaðsins.
,,Á síðasta ári fékk Tíminn ná-
kvæmlega þrjár milljónir 175 þúsund
krónur í ríkisstyrk. Úthlutað var 60
milljónum og þar af fóru 9 milljónir
beint til landsmálablaðanna. Hvernig
þær skiptust veit ég ekki en ég veit að
Tíminn hefur ekkert fengið af því sem
Dagur átti að fá.”
Það er þingflokkur Framsóknar-
flokksins sem dreifir því fé sem lands-
málablöð eiga að fá. Kristján Bene-
diktsson, starfsmaður þingflokksins, er
sagður eini maðurinn sem veit um það
hvar peningarnir gætu verið, hafi þeim
verið úthlutað. Hann er ekki í bænum
og ekki hægt að ná í hann. Gunnlaugur
Sigmundsson afhendir peningana fyrir
hönd fjármálaráðuneytis. Hanner ekki
i bænum og ekki hægt að ná í hann.
Hvað varð af hluta Dags af milljón-
unum 9 er þvi óvíst ennþá.
-DS.
Jón Helgason.
„Mundi greiða at-
kvæði gegn þeim”
— segir Benedikt Davíðsson, formaður
Sambands byggingarmanna
,,Ég er mjög óhress yfir þeim hug-
myndum, sem ég hef heyrt og þær eru
mjög langt frá okkar hugmyndum,”
sagði Benedikt Davíðsson, formaður
Sambands byggingarmanna.
„Það er fyrst og fremst þessi
„princip”breyting á vísitölunni sem ég
tel beinlínis vera brot á samningum og
sérstaklega það að setja vísitöluna á
hundað hverju sinni sem reiknað er. I
öðru lagi að áfengis- og tóbaksliðnum
sé breytt frá því sem gert var ráð fyrir
og í þriðja lagi að bindiskylda við
Seðlabankann sé aukin um 12—16%.
Þetta er mjög þvert á þær hugmyndir
sem við höfum gert okkur. Ef þetta
Benedikt Davíðsson.
gengur fram svona að þessi frestun á
kjaraskerðingu um 2% til 1. des., ef
hún á þá að koma til framkvæmda 1.
des., þá finnst mér þetta mjög slæmir
punktar og mundi hvar sem er greiða
atkvæði gegn þeim.” -GAJ-
Pétur Sigurösson.
— segir Jon Helgason, formaður Einingar
,,Ég hef ekkert heyrt í hverju þetta
samkomulag er fólgið. Ég hef verið það
önnum kafinn að ég hef ekki haft fyrir
því að hringja menn uppi en náttúrlega
fagna ég því að þessir menn ná
saman,” sagði Jón Helgason, for-
maður Verkalýðsfélagsins Einingar á
Akureyri.
„Ég lít svo á að jafnvel þótt launin
séu skert í bili þá eigum við að geta
treyst þessum mönnum til að bæta það
strax og hagur batnar. Ég hef alltaf
vonaðaðþetta tækist áendanum, þótt
það kostaði mikið stríð. Að öðru leyti
vil ég ekki tjá mig nánar um þetta þar
sem ég hef ekki séð þessar hugmyndir.
Menn hafa gert of mikiö að því að
segja hluti sem þeir hafa ekki getað
staðið við.”
-GAJ-
Slóðin rakin
Það voru heldur óþrifalegar af-
urðir sem láku aftan af vörubílnum
þeim arna. Hann var að flytja slóg á
Skúlagötunni i fyrradag og allt frá
Vitastig að Barónsstig mátti rekja
slóðina. Auk þess sem bilstjórinn
reyndi að hreinsa upp það mesta kom
flokkur borgarstarfsmanna og sá um
að koma Skúlagötunni aftur i viðun-
andi horf. DB-mynd Sv. Þorm.
„ Allir þurfa að
herða sultarólina”
— segir Pétur Sigurðsson, formaður
Alþýðusambands Vestfjarða
„Ég tel að þetta sé undirstrikun á
þvi, og það held ég að allir séu sammála
um, að eitthvað verði að gera og að
allir þurfi að herða sultarólina til að
komast út úr vandanum og ná niður
verðbólgunni,” sagði Pétur
Sigurðsson, formaður Alþýðusam-
bands Vestfjarða.
„Ég held þó að verðbólguskriðan sé
ekki þeim að kenna sem eru á töxtum
verkalýðsfélaganna. Ég held að þar
hljóti fremur að koma til ofvöxtur
annars staðar í þjóðfélaginu. Ég held
að meirihluti verkafólks sé sammála
um að þessi ríkisstjórn verði að halda
áfram og verði að fá meiri tíma.
Kannski stjórnarandstaðan vilji líka að
hún sitji lengur í þeirri von að hún geri
fleiri vitleysur.”
-GAJ-
„FAGNA ÞVÍ EF
ÞEIR NÁ SAMAN”