Dagblaðið - 30.03.1979, Side 27

Dagblaðið - 30.03.1979, Side 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. 31 Miðar afturábak í hafnarmálum reykvískra skemmtibátaeigenda: Verða að flýja á náðir ná- grannabyggða fyrirhugað haf narstæði afskrifað og fjárveiting felld niður Heldur miðar nú afturábak í því stórhagsmunamáli sportbátaeigenda í Reykjavík að fá einhvers staðar sama- stað fyrir báta sína og litla sportbáta- höfn, svo hátt á annað hundað sport- bátar Reykvíkinga og nágranna verða enn um hríð á hrakhólum. Allt frá stofnun Snarfara, félags sportbátaeigenda, haustið 1975, var farið að berjast fyrir þessu máli, sem siðan hefur verið mál málanna hjá félaginu. Félagið er öllum lands- mönnum opið og því eru nú liðlega 300 manns. þar við ból og slitna upp i illviðrum. Einnig segja þeir hafnleysuna koma í veg fyrir að siglingaiþróttin nái almennri útbreiðslu þar sem mjög kostnaðarsamt er að eiga bát við þessar aðstæður. Þurfa menn að draga bátana til sjávar og helzt aftur heim að siglingu lokinni. Slíkt kostar að leigja dráttar- bíla, fyrir þá sem ekki eiga öfluga bila. Tala nú reykvískir Snarfaramenn í fullri alvöru um að flýja á náðir nágrannabyggðanna i Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem bæjaryfirvöld hafa sýnt iþróttinni mun meiri skilning. -GS. ítrekað hefur það komið fyrir að skemmtibátar hafi slitnað upp af bólum sinum og rekið upp í grýttar fjörur. Þar hafa margir þeirra stórskemmzt. DB-mynd. í tíð síðustu borgarstjórnar náðust tveir mikilsverðir áfangar, sem nú eru að engu orðnir. Sá fyrri var að ákveðið var að verja nokkrum tugum milljóna til byggingar smábátahafnar í Elliða- vogi. Miklar deilur upphófust þá vegna staðsetningarinnar og töldu sumir að laxagengd í Elliðaárnar kynni að stafa hætta af. Með hliðsjón af erlendum rannsóknum af mengun frá skemmtibátum og áhrifum umferðar þeirra á fiskigöngur ákvað borgarráð í fyrra að höfnin skyldi byggð á fyrir- huguðum stað. Sparisjóður vélstjóra: „Vaxtaaukalánin hafa nú komið sem hvatning til spamaðar” — mesta innlánsaukning sem vitað er um í bankakerfinu Einhver pólitík hljóp í þetta mál, svo scm svo mörg önnur, og það var með fyrstu verkum nýja borgarstjórn- armeirihlutans að hætta við fyrirhug- aða höfn og leita möguleika á annarri staðsetningu. Sú leit hefur ekki borið árangur. Við samþykkt síðustu fjárhags- áætlunar fyrir borgina var ekki heldur varið krónu til hugsanlegrar hafnar, ef hafnarstæði fyndist. Harma Snarfaramenn þetta mjög, þvi sjóskemmtibátar eru yfirleitt yfir- byggðir og skemmtileg farartæki og er þarna fristundagaman fyrir alla fjöl- skylduna, gagnstætt mörgum öðrum afþreyingargreinum. Þá verða bátar þeirra sífellt fyrir miklu tjóni þar sem þeir liggja hér og PATRICIA SÝNIR ÍVOGUNUM Patricia Hand, ástralskur ríkisborg- ari, meðeigandi og kennari i Ásaskóla í Keflavik og listmálari efnir til myndlist- arsýningar i félagsheimilinu Glað- heimum í Vogum, og hefst hún 31. marz. Þetta er þriðja sýning hennar síðan hún settist hér að fyrir nokkrum árum og tók að snúa iljum sínum mót iljum ættmenna sinna hinum megin á hnettinum. -GS. „Sparnaður og ráðdeildarsemi hafa farið halloka á undanförnum árum, en nú hafa vaxtaaukalánin komið til Jón Júliusson formaður stjórnar Sparisjóös vélstjóra. sögunnar sem hvatning til sparnaðar,” sagði Jón Júlíusson, formaður stjórnar Sparisjóðs vélstjóra, á aðalfundi hans sl. laugardag. „Hagtölur eru heldur þurr lesning,” sagði Jón, „en þó er hún nauðsynleg til þess að menn geti áttað sig á stöðunni hverju sinni.” Hann rakti þróun gjaldeyris- og gengismála og hagþróun yfirleitt með samanburði á milli tveggja síðustu ára. Aukning innlána í Sparisjóði vél- stjóra á árinu 1978 nam kr. 528 milljónum eða 62.9%. Er þetta mesta innlánsaukning sem vitað er um í bankakerfinu öllu á sama tima. Voru stofnaðir 1.420 nýir innlánareikningar á árinu 1978. þess að á árinu voru um 13 þúsund víxilafgreiðslur. Vaxtaaukalán námu 234 milljónum króna. Innstæða Sparisjóðsins hjá Seðlabankanum jókst um 183.7 milljónir króna. Staða sparisjóðsins var mjög góð að loknu síðasta reikningsári. Allar tölur um rekstur og stöðu hans hafa hækkað i a.m.k. réttu hlutfalli við verðbólguna, þó að sívaxandi umsvif í bankarekstrin- um hafi þar einnig sín áhrif. Vaxtatekjur námu 252 milljónum króna. Höfðu þær hækkað frá fyrra ári um 132,8 milljónir króna, eða I 11.4%. Var hækkun milli áranna 1977 og 1978 46.1%. Aðrar tekjur sparisjóðsins námu 32.6 milljónum króna og höfðu Rekstrarafkoma sjóðsins var mjög góð og nam hagnaður fyrir afskriftir kr. 24.7 ntilljónum á móti kr. 8.8 milljónum 1977. Hækkunin frá fyrra ári er þvi 180%. Eigið fé sjóösins nam i árslok 162.9 milljónum króna, en var i árslok 1977 26.5 milljónir króna. Fasteign sparisjóðsins er i ársreikningi færð upp til bruilabótamats eins og það var í árs- lok 1978 og var eigið fé sparisjóðsins hækkað sem nemur mismun mats- og byggingarkostnaðar. L.oks má geta þess að aðalfundurinn samþykkti að grciða á- byrgðarmönnum sparisjóðsins 19.6% vexti af stofnfjárskirteinunt fyrir árið 1978. Útlán jukust um 66% og má geta hækkað frá fyrra ári um 114.4%. -BS. „Já halló, þetta er íBreiðholtinu” — þúsund ný númer bætast við Breiðholtsstöðina á morgun Á morgun verður miklu hags- munamáli fjölda Breiðhyltinga hrint í framkvæmd þegar tengd verða þúsund ný simanúmer við sjálfvirku stöðina þar á tölubilinu 77000 til 77999. Þegar munu þá 270 nýir simnot- endur fá samband eftir að hafa verið á biðlista og númer 80 aðila, sem beðið hafa flutnings sima sinna upp í Breiðholl, verða einnig tengdir. Skv. þcim tölum cru þvi mörg núrner af- gangs og ætti ekki að vcrða hörgull á að fá inn sima í hverfinu á næstunni. -GS. Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess að frelsi geti viðhaldizt í samfélagi. Tj|

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.