Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 1
5. ARG. — FOSTUDAGUR 25. MAI1979. — 117. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Stjó ekl Formaður þingf lokks Alþýðuf lokksins:
marsa ti án st [ mstar efnub —sjá baksíðu | fiðgei reytin ngur gar
GUUFRABUINN HRISTIR AF SER KLAKABONDIN
Allt með kyrrum kjörum.
Skruöningar neyrasi, iossinn Dyrjar aö ryðja
sig...
Allt i ileygiferð...
... og allt orðið kyrrt attur.
DB-myndir: Vigsteinn, Hornafirði.
Þessi foss er milli Álftafjarðar og Hamarsfjarðar. Þegar fréttamaður DB á Hornafirði, Vígsteinn Vernharðsson, var þar á ferð um sfðustu helgi stoppaði hann stutta stund til að mynda fossinn i klakaböndunum. En
um leið hristi fossinn af sér klakaböndin.
Ranglega innheimtur „ferðakostnaður”:
SÍMNOTANDINN
FÆR ENDURGREITT
— hafa fleiri fengið reikning fyrir „ferðakostnaði” þegar síminn var fluttur?
Símnotandinn, sem var gert að
greiða „ferðakostnað” þegar sími
hans var fluttur á milli húsa, hefur nú
fengið staðfestingu simstöðvarstjóra
á því, að þetta gjald hafi verið rang-
lega innheimt. Muni hann fá leiðrétt-
ingu við næstu útsendingu símareikn-
inga.
Þeirri spurningu er enn ósvarað,
hversu margir símnotendur hafa
verið látnir greiða þennan „ferða-
kostnað”, sem svo er nefndur i reikn-
ingi Pósts og síma. Leikur g'runur á
að á tímabilinu frá 10. nóvember
1978 til 20. febrúar 1979 hafi fleiri
símnotendur verið látnir greiða þenn-
an lið án þess að heimild væri til að
innheimta hann.
Neytendasamtökin rituðu ráðu-
neyti símamála, samgönguráðuneyt-
inu, og óskuðu eftir að gerð yrði
könnun á því, hver brögð hefðu verið
að innheimtu þessa gjalds sem nam
kr. 3.500á sima.
Beindu Neytendasamtökin því til
ráðuneytisins, að það sæi um endur-
greiðslur til þeirra s«m þannig hefðu
ranglega verið rukkaðir.
Dagblaðið vakti athygli á þessu
máli síðastliðinn laugardag og síðan
aftur í vikunni. Nú er viðurkennt að
innheimta þessi stafar af mistökum
sem verða leiðrétt. - BS
Mjólkurverkfallið:
Ollum vörum dreift
í verzlanir í dag
„Mjólk og mjólkurvörum verður
dreift í dag til verzlana en þó ekki í
eins miklum mæli og venjulega á
föstudögum,” sagði Guðlaugur
Björgvinsson, forstjóri Mjólkursam-
sölunnar, í viðtali við DB í morgun.
Sáttanefnd hefur boðað mjólkur-
fræðinga og vinnuveitendur á sinn
fund í dag klukkan fjórtán.
Guðlaugur Björgvinsson sagði að
hann teldi að ef á annað borð væri
verið að vinna þá mjólk, sem bærist
til mjólkurbúanna, teldi hann óeðli-
legt að sú framleiðsla sem mest gæfi
af sér til framleiðenda, nýmjólkin
og ýmsar unnar mjólkurvörur eins og
jógúrt, sýrðar vörur o.fl., væri stöðv-
uð.
Auk þess væri það alvarlegt mál að
stöðva fyrirtæki eins og Mjólkursam-
söluna í Reykjavík vegna sex mjólk-
urfræðinga, þegar á annað hundrað
manns stæðu þá uppi verklausir. A
meðan væri svo kannski unnið
myrkranna á milli i öðrum mjólkur-
búum við framleiðslu osta, smjörs og
undanrennudufts, sem mun minna
gæfi af sér en nýmjólkin og væri auk
þess illseljanlegt.
-ÓG.
Munið Ijósmyndakeppnina um SÚMARMYND DAGBLAÐSINS 79