Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 24
28
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1979.
| Ráðstefna Jafnréttisráðs með aðilum viraiumarkaðaríns
Konur vinna illa launuð störf
—undir stjóm tekjuhárra karlmanna!
—breytist ekki fyrr en karlar taka að sér helming húsmóðurstarfa
Sagt er að engir karlmenn mundu fást til að vinna við þau kjðr sem konum eru boðin við bónusvinnu við flakasnyrtingu og
pökkun i frystihúsum viðs vegar um landið. Hvort það er rétt eða ekki má um deila en ekki er vitað um að karlar hafi sótzt
ettir þessum störfum, þó athuganir bendi til að konur hafl að meðaltali 4% hærri laun i bónusnum en karlar i frystihúsvinnu.
DB-mynd Bj.Bj.
Viðskiptasamningar undirritaðir milli Sovétrikjanna og tslands. Þar koma konur við sögu. Þær vinna við þorskinn, niður-
suðuvörurnarog ullarvörurnar, sem eru fluttar til Sovétrfkjanna. Þær koma hins vegar litið við sögu i samninganefndum eins
og vel sést á myndinni.
Jafnréttisráð hélt á föstudaginn
var ráðstefnu á Hótel Loftleiðum
með aðilum vinnumarkaðarins um
aðstöðu útivinnandi kvenna. Sóttu
hana um hundrað manns og voru
flutt þar tíu erindi og ávörp.
Niðurstaðan varð sú, að konur
vinna illa launuð störf undir stjórn
tekjuhárra karla!
Getspaka heila var að vísu farið að
gruna þetta fyrir löngu, en á ráð-
stefnunni var þetta sett fram í skýr-
um tölum, með skemmtilegum og
fróðlegum athugasemdum.
Ýmislegt fleira kom þarna fram,
t.d. í sambandi við fæðingarorlof og
sveigjanlegan vinnutíma. Því miður
er hér ekki rúm til annars en segja
lauslega frá nokkrum atriðum. En
gaman væri að fá öll erindin flutt í
útvarpinu — kannski væri hægt að fá
þau ódýrt í núverandi greiðslukröm
stofnunarinnar!
Engin kona er
bankastjóri
Guðrún Erlendsdóttir lögfræðing-;
ur var fundarstjóri en fyrstur talaði
Jón G. Gunnlaugsson, framkvæmda-
stjóri kjararannsóknarnefndar.
Hann benti á, hvernig það lækkar
kaup kvenna, að þeim er yfirleitt
skipað í ákveðin „kvennastörF’, sem
síðan eru minna metin en karlastörf-
in. Ennfremur sýndi hann fram á, að
laun karla hækka við það, að yfir-
vinna er yfirleitt 1/3 af þeirra laun-
um, en aðeins 1/8 af launum kvenna.
Þar við bætist, að karlar eru miklu
oftar yfirborgaðir en konur, sérstak-
lega á þenslutímum, þegar mikil eftir-
spurn er eftir vinnuafli.
Það kom einnig fram í máli hans,
að verðlagsuppbætur í krónutölum
eru konum hagstæðari, af því að þær
verða hlutfallslega meiri tekjuauki á
lág laun heldur en prósentan, sem
hækkar háu launin mest.
Arndís Sigurðardóttir sýndi fram á
það svart á hvítu, hvernig konur eru
mjög fjölmennar í lægstu launa-
flokkunum í bönkum, en því sjald-
séðari sem ofar dregur. Engin kona
er bankastjóri. Hún sagði, að konur
sæktu yfirleitt ekki um hærri stöður,
sem auglýstar væru innan bankakerf-
isins, og bæru þvi við, að það þýddi
ekkert, þær fengju þær hvort sem er
ekki.
Hjónavígsluvottorð
getur hækkað
skúringataxtann
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir sagði
frá þátttöku kvenna í stjórnun ASÍ
og bar þar að sama brunni. Konur
eru um 40% félagsmanna í ASÍ, en í
15 manna miðstjórn sitja aðeins 3
konur. Og konur eiga engan fulltrúa í
atvinnuleysistryggingasjóði, né í
stjórn verkamannabústaða, néheldur
í framkvæmdanefnd bygginga í
Breiðholti — og sækja þó margar
einstæðar mæður um íbúðir þar.
í samninganefndum er þátttaka
kvenna einnig lítil — til dæmis voru
aðeins 4 konur í 37 manna nefnd,
sem stóð fyrir sólstöðusamningunum
frægu árið 1977.
Hún sagði, að konur yrðu að
mynda þrýstihópa og fjölmenna i
stjórnir, því ein og ein kona, sem
höfð væri með „til skrauts”, fengi
litlu ráðið.
Annað mál drap Aðalheiður á, og
það var hvað konur eiga oft erfitt
með að fá starfsreynslu sína metna.
Reyndar húsmæður hafa löngum
mátt sæta því að vera settar á byrj-
unartaxta við skúringastörf.
Stundum þó getað komizt i betur.
launaðan flokk með því að veifa
hjónavígslu- eða sambúðarvottorði!
Við Sóknarsamningana í vetur fékkst
það þó viðurkennt að heimilisstörf
skyldu metin sem starfsreynsla allt að
fjórum árum.
Mundu karlar láta
bjóða sér bónuskerfi?
Helga Ólafsdóttir bókavörður
sýndi fram á það hvernig þátttaka
kvenna í stjórnun BSRB og Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar er
að meðaltali undir 25%, þótt konur
séu yfir 50% í báðum þessum félög-
um. Einnig sýndi hún með tölum
hvað konur eru geysilega fjölmennar
í lægstu flokkum hjá stofnunum ríkis
og borgar, enda þótt þær væru
stundum betur menntaðar en karl-
arnir. Þannig fara fóstrur í 3ja flokk
eftir 3ja ára nám en fangaverðir i 10.
flokk eftir stutt námskeið!
Bjarnfríður Leósdóttir þingmaður
gagnrýndi bónuskerfið (í erindi Jóns
G. Gunnlaugssonar kom fram að
konur i fiskvinnu ná um 4% hærra
kaupi að meðaltali en karlar í sömu
vinnu). En Bjamfríður taldi að karl-
menn mundu aldrei láta bjóða sér að
vinna við það ómannúðlega og slít-
andi fyrirkomulag sem bónuskerfið
væri. Þær þyrftu að leggja miklu
harðar að sér en karlarnir til að ná
sömu launum.
Hún rakti einnig hvemig konur
væru hýrudregnar með refsibónus-
kerfinu og greiðsluútreikningar í
frystihúsunum væru svo flóknir, að
mjög erfitt væri fyrir konurnar sjálf-
ar að fylgjast með því, hvort launin
væru rétt reiknuð.
Sveigjanlegur
vinnutími vinsæll
Gunnar Eydal talaði um réttindi til
fæðingarorlofs og ýmis lögfræðileg
atriði. Bergþóra Sigmundsdóttir, sem
skipulagt hafði ráðstefnuna f.h.
Jafnréttisráðs, stakk upp á þvi að í
tilefni af ári barnsins yrði lögleitt
launað leyfi fyrir foreldra enda mjög
mikilvægt fyrir þá og barnið að vera i
nánu tilfinningasambandi fyrsta árið.
Magnús Magnússon félagsmála-
ráðherra kom inn á það sama í ávarpi
er hann flutti ráðstefnugestum og
ræddi m.a. þann möguleika að lækka
skatta á foreldrum ungra barna.
Enn er ógetið tveggja erinda.
Jón Júlíusson, framkvæmdastjóri
Flugleiða, sagði frá sveigjanlegum
vinnutima, sem tekinn hefur verið
upp hjá fyrirtækinu. „Fáum breyt-
ingum hefur verið jafnvel tekið af svo
mörgum — og kostað jafnlítið,”
sagði Jón.
Fyrirkomulagið er í stuttu máli í
því fólgið, að fólk ræður hvenær á
tímabilinu milli 8 og 9 það mætir í
vinnuna, að því tilskildu að unnið sé í
8 tíma. Semsé hætt einhvern tíma
milli 4 og 5. Þetta kerfi dregur úr um-
ferðarhnútum að og frá skrifstofu-
byggingunni, gefur frelsi til að laga
fótaferðartímann að því hvort menn
eru árrisulir eða morgunsvæfir og
gefur meira svigrúm til að sinna
ýmsum erindum, t.d. koma börnum í
skóla eða ádagheimili.
Sagði Jón, að víða á Vesturlöndum
tíðkaðist enn meira frelsi. Þannig
gætu menn í Englandi sums staðar
unnið sína 8 tíma þegar þeim hentaði,
á bilinu frá 7.45 til 7 síðdegis. Oftast
væri þó einhver kjarnatími, til dæmis
frá 9—12 og 2—4, þegar öllum bæri
skylda til að vera á vinnustaðnum.
>
Þegar karlar
axla hálfa byrði
Loks sagði Þorbjörn Broddason
frá jafnréttiskönnun sem hann hafði
gert ásamt Kristjáni Karlssyni hjá
ýmsum sveitarfélögum hérlendis.
Staðfesti hún, að á konum hvíldu
heimilisstörfin og barnauppeldið að
langmestu leyti. Þó væri mikil hugar-
farsbreyting hjá þeim yngstu.
En í niðurstöðum starfshópa, sem
skiluðu álitsgerðum í fundarlok, kom
það fram, að það væri einmitt hin
sterka skyldutilfinning kvenna gagn-
vart heimilunum, sem hindrar þær i
félagsstörfum og í því að taka á sig
ábyrgð í stjórnunarstörfum á opin-
berum vettvangi.
Þess vegna er ekki hægt að búast
við því, að konur nái þeim pólitísku
völdum, sem með þarf ti! að lyfta
þeim upp úr launamisréttinu, fyrr en
karlar axla hálfa byrði í eldhúsinu og
barnaherberginu.
GLEÐILEGT SUMAR!
Eru línurnar ekki í lagi? Við ieysum vandann.
Ný 3ja vikna námskeið hefjast 30. maí.
FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi.
MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráð.
SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira.
innritun og upplýsingar alla virka daga ki.
13-22 ísíma 83295.
Sturtur — ijós — gufuböð — kaffi.
Júdódeiid Ármanns
W Ármúla 32.