Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 12
12
r
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1979.
Að leggja eld í karlaveldið
Mary Beth Edelson • Gallerí Suðurgata 7
Um langt skeið hafa menn ekki
verið á einu máli um eðli og gildi
listar en þó hafa þeir verið ásáttir um
að eitthvað væri nú til sem héti „list”
samt sem áður, afstætt og afstrakt að
vísu en þó skilgreinanlegt að
einhverju marki, eins og eftirhreytur
af ljúfum ilmi. Síðan hafa menn skipt
listinni niður í tímabil og skoðað
hana í ljósi hvers tima. En fram á
þessa öld datt þeim ekki i hug að
einnig væri hægt að kyngreina hug-
takið „list”. List er list, sögðu þeir,
hvort sem listamaðurinn er karl,
kona eða unglingur. Þó hafa listskýr-
endur notað önnur lýsingarorð um
list kvenna en karla — hún hefur
verið skilgreind sem fínleg, við-
kvæmnisleg eða glaðleg og menn
hafa notað þessi orð bæði til að lasta
og lofa myndlist kvenna.
Skorið
upp herör
Myndlistarkonur hafa hins vegar
barist fyrir þvi að'fá sömu meðferð
og karlar — sem sagt, þær hafa ekki
reynt að marka sér sérstakan bás.
Þeim hefur gengið misjafnlega í
þeirri baráttu og það er kannski ein
ástæðan fyrir því að fram er komin
,ný kynslóð herskárra kvenna i mynd-
listum og hafa þær skorið upp herör
gegn því sem þær kalla „karlamynd-
list”. Hafa þær haldið því fram að
myndlist kvenna standi ekki einungis
jafnfætis myndlist karla heldur sé
hún í raun æðri og á margan hátt
„náttúrulegri”. Þær segja að það séu
karlar sem í gegnum tiðina hafi
brotið öll náttúrulögmál — það séu
þeir sem ástundað hafi yfirgang á
öllum sviðum i skjóli líkamlegra
krafta, sáð misklíð og komið af stað
styrjöldum. Þessi einkenni, innprent-
uð harka, frekja og fyrirlitning á
hinu kvenlega í öllum myndum,
koma svo fram í myndverkum karla,1
segja þær. Á meðan hefur kvenfólkið
leitast við að viðhalda lífinu, fæða
börn, ala upp ungviði, hlúa að á allan
hátt — en þau sjónarmið hafi það
ekki mátt tjá.
Jafnrétti
Nú er tími til kominn, er heróp
þeirra. Það er víst alveg hárrétt að,
öldum saman hefur konan ekki
fengið tækifæri til að tjá sig um þau
málefni sem hana varða sérstaklega,
þá upplifun sem konur einar geta sagt
frá.
Það er því eðlilegt að þegar mynd-
listarkonur loks hefja andóf þá taki
þær djúpt i árinni og séu háværar —
svo mjög að sumum finnst nóg um.
En við skulum halda sönsum í þessu
máli sem öðrum. Sérstök lífsreynsla
kvenna —- kynferðisleg, við barns-
burð, í hjónabandi o.s.frv. er
nákvæmlega jafnmikils virði og sér-
stök lífsreynsla karla þótt hún sé á
annan veg. Erfðafræði, mannfræði
eða sálarfræði staðhæfa hvergi mér
vitandi að karlmenn séu í eðli sínu
óbilgjarnari, grimmari eða harðari af
sér heldur en konur. Karlaveldi er
ekki sjúkdómur sem baráttukonur
ættu að hafa í flimtingum heldur
Frá Tönlistarskólanum
á Dalvík
Kennara vantar að skólanum í haust.
Æskilegar kennslugreinar blástur og strengir.
Uppl. gefur skólastjóri í síma 96-61493.
DDDaaaaaDDaaaDaDaDDDaDDDDaaaaaaaoaaDDDDaDaaa
a D
D D
KAUPMENN — KAUPFELOG
8 MOTUNEYTI — KAFFISTOFUR
□
D
° 09 oðrir hópQf.
8 Hinor
D
D
° vinsælu
D
d 09 ódýru
COKY
° koffikönnur
° oftur til
8 ó loger.
10—40 bollo konno. °
D
iOJohnson&Koober h.f.,
Sætúni 6, sími 24000
D
D
D
D
D
D D
D D
ODDDDDDaaDnDODDDDaDDDDaOaaaDDaODDaODDDDDOaDD
afleiðing flókinnar pólitískrar
þróunar og langflestir karlmenn eru
eins mikil fórnardýr þeirrar þróunar
og konur.
Nornir og
seiðkarlar
Kvenréttindakonur benda á þær
milljónir kvenna sem brenndar voru
fyrir galdur á miðöldum. En skyldu
ekki æði margir seiðkarlar hafa farið
sömu leiðina gegnum tíðina og hvergi
er heldur minnst á þær milljónir karl-
manna sem æ ofan í æ voru dregnir
frá fjölskyldum sinum til að heyja
stríð spilltra höfðingja og láta lifið i
þeirra þágu. Sagan sýnir einnig að
þegar konur komust á veldisstóla,
hikuðu þær ekki við að beita öllum
brögðum til að viðhalda ákveðnum
valdastrúktúr og forréttindum.
Það má vera að nauðsynlegt sé
fyrir kvenfólk i myndlistum að leggja
höfuðáherslu á sér-kvenlega reynslu
í verkum sínum, eins og málin
standa í dag, því þær þurfa jú að
vinna upp margra alda óréttlæti.
Öhjákvæmilega hlýtur þá slík kven-
list að höfða mest til annarra kvenna
og það má einnig vera að við það
þroskist vitund þeirra. En myndlist
ræðst af mörgum öðrum þáttum fyrir
utan kynferðið — uppeldi, menntun.
Mary Beth Edelson — Að kveikja orku eldfuglsins, gjörningur.
Mary Beth Edelson — Gjörningur.
umhverfi og jafnvel erfðum — og
myndlist tekur yfir alla þætti mann-
legs atferlis og hugsunar.
Lífsmunstur
í framtíðinni ættu þvi karlmenn og
konur að geta mæst sem jafningjar í
listinni og að því ættu hvor tveggja
að stefna, í stað þess að kynda undir
missætti.
Tilefni þessa langa formála er litil
sýning amerískrar listakonu, Mary
Beth Edelson, í Galleríi Suðurgötu 7,
en henni lauk líkast til í gær (24.
maí). Edelson er kunn í heimalandi
sinu fyrir ýmiss konar atferli sem
miðar að því að vekja athygli á lífs-
munstri og list kvenna, i fortíð og
nútíð. Hún framleiðir plaköt með
myndum af amerískum listakonum
sem hún klippir inn í eftirprentanir af
málverkum, væntanlega til þess að
auka á sjálfsvirðingu og sjálfstraust
kvenna. Nokkur þessara plakata eru
á sýningunni og koma vonandi að til-
ætluðu gagni. En það sem Edelson er
þekktust fyrir eru gjörningar
(performances) þar sem ýmsar hug-
myndir tengdar kvennasögu eru reif-
aðar — um mæðraveldi (matríarkí),
galdrabrennur og gyðjudýrkun, svo
og sér-kvenleg fyrirbæri eins og tíðir,
fæðingu og menopásu.
Nauðsynleg
Af Ijósmyndum að dæma eru þetta
áhrifamiklir gjörningar en til þess að
meta þá til fulls þyrfti maður að vera
viðstaddur. Ljósmyndirnar eru því
varla nema „ilmurinn af réttunum”
eins og ein góð baráttukona hér á
blaðinu sagði um sýningu þessa.
Síðan eru þarna spjöld sem viðstödd-
um konum er boðið að skrá upplif-
anir sínar á. Eiginlega lætur sýningin
fleiri spumingum ósvarað en hún
svarar og varasamt er að ræða verk
Edelson á grundvelli hennar einnar.
Eins og verk margra „systra” hennar
á þessu stigi eru verk hennar ágeng,
stundum barnaleg og mörkuð
skammsýni, en eflaust nauðsynleg.
IVESTURVIKING
Sérstök meöferð (Special treatment) hljóm-
plata Jakobs Magnússonar.
Hljómplata þessi mun gefin út i
Bandartkjunum af A & M Records en
hér á landi er Steinar hf. útgáfuaðil-
inn. Því hefur óspart verið flaggað í
kynningu á plötunni hér að um sé að
ræða verk Jakobs Magnússonar en
við nánari athugun kemur í Ijós að
Jakob er ekki einn um hituna. Öll
lögin eru samin af honum, í sam-
vinnu við bassaleikarann Steve
Anderson. Með þeim tveimur eru svo
félagar þeirra gítarleikarinn Carlos
Rios og trommuleikarinn Davið
Logeman.
Hlaðið undir
strákinn
Til liðs við sig fá þeir svo aðstoðar-
menn eftir þörfum. í vali aðstoðar-
manna kemur einmitt fram regin-
munur útgáfuaðferða hér heima og
úti í hinum stóra heimi. Þar er ekki
verið að klípa af þegar um slikt er að
ræða. Ráðnir eru hinir hæfustu menn
og sumir vel þekktir, eins og tón-
skáldið og vibrafónleikarinn með því
viðkunnanlega nafni Victor Feld-
man. Einnig má þar nefna menn eins
og saxófónleikarann Tom Scott,
trompetleikarann Jerry Hey, fiðlu-
leikarann Michal Urbaniak og fleiri
góða menn. Því má með sanni segja
að hlaðið sé undir Jakob. Slíkt gerist
ekki nema á tvennan hátt. Annað-
hvort á listamaðurinn sjálfur gnótt
fjár og greiðir kostnaðinn úr eigin
vasa eða þá að útgáfufyrirtækið
leggur út fé í von um að fá það með
rentum til baka. Ekki trúi ég að
Jakob gangi um með svo úttroðna
vasa að hann sé fær um að greiða
slikan kostnað og verður þá aðeins
um að ræða síðari möguleikann. Það
sýnir hins vegar að til eru menn úti í
heimi sem hafa þá trú á þessum pilti
frá íslandi að út í svona ævintýri sé
leggjandi hans vegna. Hljómplata
sem þannig er staðið að fær venju-
lega ekki að misheppnast. Plata þessi
er því frábærlega vel gerð.
List eða
ekki list?
Þá brennur aðeins sú spurning á
vörum hvort tónlist Jakobs og Co.
standíst prófið. Nú má kannski segja
sem svo að list Jakobs sé léttmeti eitt
og eigi því ekki að dæmast sem
alvörumúsík en slíkt held ég að sé
einungis þröngsýni. Tónlist þeirra
félaga er rafmögnuð og myndu
sumir halda að í list af því taginu
reyndi meir á græjurnar en mennina.
Ég held nú samt að það sé ekki rétt.
Við fyrstu kynni verkar plata þessi
líkt og verið sé að endurtaka sama
X
Tónlíst
Jakob Magnússon.
lagið upp aftur og aftur en við nánari
hlustun vinnur hún á. Síðari hliðin
myndar til dæmis sannfærandi heild
sem skemmtileg jass-ballettsvíta úr
lögunum Ode to Abe, Ginger Man,
Porky, Say Fool og Madagascar.
Fyrstu tvö lög fyrri hliðarinnar,
Special treatment og Bop along
Barry, verka fremur tafskennd og
ekki nógu uppörvandi sem byrjun á
plötu. Þegar þriðja lagið, Magnetic
Storm, bætist við dettur manni
ósjálfrátt í hug að nú ætli strákarnir
bara að sýna hvað sé hægt að gera
með græjunum sínum. Það er síðasta
lag fyrri hliðarinnar, Burlesque in
Barcelona, sem ég held að hefði átt
að vera titillag plötunnar. Væri ég
framleiðandi leynilögregluþátta fyrir
sjónvarp gæti ég tæpast kosið betra
titillag. Ef þeir væru heppnir, félag-
arnir Jakob og Steve Anderson, gætu
þeir átt glæsta framtíð sem semj-
endur kvikmyndatónlistar. Það er
full ástæða fyrir okkur hér heima að
gleðjast yfir velgengni Jakobs
Magnússonar í vesturvíking og gam-
an verður að fylgjast með næstu
skrefum hans á þeirri grýttu braut
framans, þar ytra. EM