Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 3
\GBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1979. BÖRNIN SEND HEIM Spurning dagsins Myndin cr lckin á skemmlun sem haldin var fyrir vislfólk Kópavogshælis. Mynd Bj.Bj —vegna spamaðar hjá ríkinu Kristján Árnason á Hellu hringdi: Við hjónin eigum eitt barn sem dvelur á Kópavogshæli. Fyrir stuttu fengum við bréf frá stofnuninni þess efnis að þar sem fjármálaráðuneytið krefðist þess að starfsmannafjöldi færi ekki fram úr fjárlögum væri nauðsynlegt í sparnaðarskyni að út- skrifa þau börn sem það þyldu í tvær til þrjár vikur og senda þau til for- eldra sinna. Nú er ekki aðalmálið að barnið skuli sent heim, því það er vit- anlega ekkert athugavert við það að fá bamið sitt heim i nokkurn tíma. En að þetta skuli vera sparnaðarráð- stöfun finnst mér sýna að verið sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og finnst mér slikt ekki hæfa vestrænni menningarþjóð. Börnin eru í stöðugri leiðsögn og þjálfun í Kópavogshæli sem þau tapa niðui við slíka útskrift. Þetta kalla ég ekk að hlúa vel að þeim sem minnst mega sin. Þar sem þetta er sparnaðarráð stöfun langar mig til þess að benda é að víða er bruðlað með opinbert fé. Hér er t.d. ný heilsugæzlustöð. Nú et verið að rífa niður veggi i þessu nýja húsi og breyta innréttingum vegna tannlæknaþjónustu á staðnum. Hversu margar milljónir ætli fari i þá niðurrifsstarfsemi? Ég vil að lokum endurtaka að það er ekki aðalmálið að barnið skuli vera sent heim til sín heldur að þetta skuli vera sparnaðarráðstöfun hjá rikinu þegar bruðlað er með fé á öðrum slöðum. Gömlu húsin týna tölunni — síðasta fórnariamb við Laugaveginn Lesandi skrifar: Niðurrifsstarfsemin lifir góðu lifi hér í borginni. Nú nýlega var rifið gamalt timburhús neðarlega við Laugaveginn og sakna ég þess mikið. Að vísu var húsið kannski ekki svo ýkja fagurt eins og það var, en ég er viss um að ef það hefði verið gert upp og málað fallega hefði það getað orðið augnayndi allra sem leið eiga um Laugaveginn. Það eru nefnilega þessi gömlu hús sem við eigum að gera meira af að halda uppá en rífa. Líklega hefur það stungið í stúf við háhýsið við hliðina og vafa- laust á þarna að ri sa stórhýsi í stíl við það sem það gamla passaði ekki við. Hvað ætli langur timi liði svo þar til gamla húsið viö hina hlið stórhýsisins verður rifið? y ROKKHÁTIÐHLH í Laugardalshöll í kvöld kl. 20.00 verður ÍGÓDULAGI HLH-flokkurinn hefur þeysireið sína um landið með þessari stóiítostlegu hátíð ★ Diskótekið Áslákur á fullu dúndri ★ Módel 79 sýnir rokktísku með klístri ★ Sæmi og Didda rokka ★ Disco Maniacs ganga berserksgang I HLH-flokkurinn I IHIjómplötuútgáfanl Hvað finnst þér um störf Alþingis á liðnum vetri? Sonja Berg húsmóðir: Mér lizt trckar illa á þau. Þingmenn komu mun minna til leiðarenþeir lofuðu. Kriðbjörn Kristjánsson sjómaður: Eg fylgist fremur litið með störfunt Al- þingis. Þó finnst mér þingmenn ckki hafa staðið sig mjög vel. Þeir hafa t.d. ekki gert neina tilraun til þess að levsa farmannaverkfallið. Jón KÍiasson sjómaður: Þingmenn hal'a dregið mál fram á siðustu stundu. Það er eins og það sé náttúrulögniál. Þessu þarf að breyta og dreifa störfum þingsins jafnar á veturinn. Sigurlaug Jóhannsdótlir húsmóðir: Frammistaða þingmanna hcfnr vcrið léleg. Þeir hal'a komið litlu i serk af þs i semgeraátti. Ililma Magnúsdótlir hjúkrunurkonu: l'rammistaða þeirra hclur serið önuir- lcg. Ekki hefur náðsi samstnða um neitt. Kjartan Kinarsson nemi: Það er l’rckar litið sem liggur eftir. S'mis mál scm bryddað hefur vcrið upp á hala orðið útundan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.