Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1979.
Erum við nægjlega tryggð?
Hvað borga trygginganiar?
í Lögbókinni þinni eftir Björn Þ.
Guðmundsson segir meðal annars um
vátryggingar að hugtakið vátrygging
sé almennt ekki skilgreint, hvorki í
lögum okkar né nágranna okkar en í
grófum dráttum megi skilgreina vá-
tryggingu sem samning milli tveggja
aðila, þar sem annar (vátryggjandi)
lofar hinum (vátryggingartaka)
bótum ef tiltekin atvik verða. Bæt-
urnar fara þá ýmist til þess sem
tryggður er eða til þriðja aðila. Gegn
því að fá þessar bætur greiðir trygg-
ingartaki tiltekið iðgjald. Fyrirfram
eru metnar líkur þess að atvikið sem
bæta þarf eigi sér stað og fer upphæð
iðgjaldsins eftir því hve áhættan er
talinmikil.
Trygging getur verið mönnum
bæði frjáls, og er þannig um heimilis-
tryggingu og húseigendatryggingu, en
einnig er um skyldutryggingu að
ræða, til dæmis brunatryggingu
húsa.
Önnur skipting er lika til í trygg-
ingamálum. Annars vegar er um að
ræða skaðatryggingu, tryggingu sem
bætir mönnum það tjón sem þeit
verða fyrir á eigum sínum, og hins
vegar persónutryggingu, sem bætir
fólki likamlegt tjón og ættingjum
þess dauða tryggingartaka. í skaða-
tryggingum er metið eftir á hversu
mikið tjónið hefur orðið en í per-
sónutryggingum metur tryggingar-
taki það fyrirfram hversu mikið á að
greiða i bætur. Fer iðgjaldið eftir
upphæð þeirra, svo og líkamlegu
ástandi þess sem tryggir sig.
Eitt er það ákvæði í lögum sem
menn þurfa að vera vel á verði gagn-
vart. Og það er að tryggja eigur sínar
fyrir sannvirði þeirra. Ef það er ekki
gert nema bætur aðeins hlutfalli af
þvi sem verðmæti skemmds hlutar er.
Tökum dæmi. Maður á tveggja millj-
óna króna eign. Hana hefur hann
tryggt fyrir skaða upp á milljón
krónur. Nú skemmist eignin og eru
skemmdirnar metnar á hundrað þús-
und krónur. En þá fær maðurinn
aðeins fimmtíu þúsund krónur í
Það er oft ekki fyrr en eftir að óhapp hefur orðið að fólk fer að hugsa um að það hefði liklega átt að tryggja sig. En þá er það
ef til vilí orðið of seint. DB-mynd Ragnar.
bætur þar eð hann hafði tryggt fyrir
of lága upphæð. Jafnan
iryggingafjárhæð x Ijónsfjárhæð
r raunverul. heildarverðm. hins tryggða
er notuð. Þó það standi hvergi í lög-
um er það ekki síður mikilvægt að
tryggja sig ekki of hátt, þar sem ið-
gjaldið verður þá of hátt.
í lögum er tryggjanda í sjálfsvald
sett hvort hann greiðir bætur i formi
peninga eða hvort hann kaupir þann
hlut sem skemmdist og lætur þann
tryggða hafa. Krefjast má bóta 14
dögum eftir að tjónið varð. Þá 14
daga má tryggjandi nota til þess að
kynna sér tjónið og ástæður þess.
Þessi regla gildir þó ekki þegar sýnt er
að ástæður tjóns eru innan skilmála
■tryggingarinnar. Þá má krefjast bóta
þegar í stað (til dæmis ef þjófnaður
hefur verið framinn og búið er að
handtaka þjófinn).
Ýmis skilyrði eru sett til þess að
tjón fáist bætt. Til dæmis má tjónið
ekki hafa orðið vegna vanrækslu,
ölvunar eða annarra annarlegra
ástæðna hjá tryggingartaka.
Annað atriði er einnig sett að skil-
yrði og það er að tryggingartaki láti
tryggjanda þegar í stað vita er hann
hefur orðið fyrir tjóni og hyggst fara
fram á bætur. Einnig ber honum að
hafa samband við lögreglu eða aðra
þá sem sjá um störf hennar. - DS
Hvað segja lögin
um tryggingar?
Vekjaraklukkan hringir. Maðurinn
setur fæturna fram úr en veður þá
vatn í ökkla. Nokkru-seinna kemur
hann út úr dyrum tryggingáfélags-
húss brosandi út að eyrum með fjár-
fúlgur í höndunum. Á meðan segir
okkur maður að það sé nú munur að
vera tryggður. Þetta höfum við oft
séð í sjónvarpinu. Og við hugsum um
að það þyrftum við nú endilega að
drifa í að gera, eða þá að við gleðj-
umst i hjarta okkar með það að hafa
einmitt tryggt okkur ,,upp i topp”.
En hvað er það að vera tryggður
,,upp í topp”? Er slík trygging til og
hvað kostar hún þá? Getum við verið
viss um að hvaða óhapp sem fyrir
kemur muni tryggingafélag bæta
okkur í formi fjármuna eða nýrra
hluta í stað þeirra sem af einhverjum
orsökum hafa skemmzt?
Þegar fólk tryggir heimili sin, bæði
innbúið og útveggina, tekur það yfir-
leitt tvær tryggingar, húseigenda-
tryggingu og hcimilistryggingu. Þeir.
eru margir sem lesa vel og vandlega
yfir þá skilmála sem tryggingin býður
upp á en þeir eru líklega fleiri sem
vita ekki almennilega fyrir hverju
þeir eru tryggðir og hverju ekki. Þeir
halda að þeir séu tryggðir ,,upp í
topp” en komast að því þegar eitt-
hvað kemur fyrir að trygging þeirra
nær ekki til þess atburðar.
Því sá neytendasíðan ástæðu til
þess að kynna fólki svolítið nánar
hvað hinar ýmsu tryggingar fela í sér,
hvað þær kosta og hverju munar á
ntilli trvggingafélaga. Eins verður
akin réttarstaða manna samkvæmt
logum, þegar fjallað er um vátrygg-
ingar. í blaðinu í dag verður rekin
lagaleg staða vátrygginga og hvað
heimilis- og húseigendatryggingar
kosta. í blaðinu á morgun verður
gerð nánari grein fyrir hvað húseig-
endatrygging felur í sér, i blaðinu á
mánudaginn hvað heimilistrygging
felur í sér og í blaðinu á þriðjudaginn
verður gerð grein fyrir þeirri sjálfs-
ábyrgð sem menn greiða og hámarks-
upphæð bóta í hverju tjóni. Á mið-
vikudag verða síðan gefnar nokkrar
leiðbeiningar um það hvernig fólk
getur metið innbú sitt til heimilis-
tryggingar.
DS.
V
Hvað kostar
húseigendatrygging?
Iðgjald húseigendatryggingar fer
eftir brunabótamati hússins. Þannig
er iðgjaldið 0.9 0/00 (núll komma níu
prómill) af brunabótamati ef um
heila húseign er að ræða en 1.15 0/00
(eitt komma fimmtán prómill) ef um
íbúð í sambýlishúsi er að ræða
Þannig borgar til dæmis maður sem á
einbýlishús upp á 1 milljón króna
samkvæmt brunabótamati 900
krónur í iðgjald á ári en félagi hans
sem i íbúð í blokk að sama verðmæti
boraar 1150 krónur.
DS.
Safnvinna
Dagblaðið óskar að ráða starfsmann í mynda-
og filmusafn. Nám í bókasafnsfræðum eða
;eynsla af safnvinnu æskileg. Þarf að geta
hafið störf strax.
Umsóknum sé skilað til Dagblaðsins, Síðu-
múla 12, fyrir 29. maí merkt „Safnvinna”.
Hvað kostar
heimilistrygging?
Verð á heimilistryggingu er ekki
alveg hið sama hjá öllum tryggingafé-
lögum. Reyndar munar ekki miklu og
aðallega þvi að tryggingafélögin
skipta ekki öll landinu eins í áhættu-
svæði.
Með heimilistryggingu þarf að at-
huga að upphæð hennar fer algjör-
lega eftir mati þess tryggða á innbúi
sínu. Reyndar eru flest tryggingafé-
lögin með lágmarkstryggingu en
fæstir láta sér hana nægja. Til þess
að gera fólki betur kleift að reikna út
hvers virði innbú þess er dreifa trygg-
ingafélögin oftast skrá sem menn
fylla út sér til glöggvunar. Fá menn
slíka skrá er þeir sækja um tryggingu.
Gott ráð er einnig að menn geri sér í
hugarlund hvað þeir fái fyrir þá hluti
sem þeir muna eftir heima hjá sér og
margfaldi verðmætið með tveimur
áður en tryggt er. Menn gleyma
nefnilega oftast litlu hlutunum, eins
og fatnaði, skartgripum og matar-
ilátum hvers konar, hlutum sem
aldeilis eru dýrir ef kaupa á þá að
nýju.
Iðgjaldið fer eftir verðmætamatinu
og búsetu manna á landinu. Öfugt
við bílatryggingarnar er ódýrasta ið-
gjaldið í Reykjavik og nágrenni
en dýrara er að búa úti á landi.
Iðgjöld Sjó\á, H.igtryggingar,
Tryggingar, Tryggingamiðstöðvar-
innar og Almermra trygginga reiknast
þannig: Samkvæmt töflU I.
Auk þess bætist við stimpilgjald í
fyrsta sinn sem tryggt er.
Samvinnutryggingar nota annað
áhættukerfi. Þannig er iðgjaldið
reiknað: Samkvæmt töflu II.
Viðlagatryggingargjald, söluskattur
og stimpilgjald er ekki innifalið í
verðinu. Með því að bæta þvi við
fæst út mjög svipuð upphæð og hjá
hinum tryggingafélögunum.
IÐGJALD FYRIR HEIMILISTRYGGINGU TAFLA II
Tryggingar- upphæð Steinhús Ársiðgjald Timburhús Arsiðgjald
3.000.000 4.000.000 5.000.000 6.000.000 7.000.000 8.000.000 9.000.000 10.000.000 6.600 8.800 11.000 13.200 15.400 17.600 19.800 22.000 24.200 26.400 9.000 12.000 15.000 18.000 21.000 24.000 27.000 30.000 33.000 36.000
Akureyri Keflavík Bessastaðahr. Kópavogur Garðabær Njarðvík Hafnarfjörður Reykjavík Seltjarnarnes
11.000.000 12.000.000
3.000.000 7.500 10.500
4.000.000 10.000 14.000
5.000.000 12.500 17.500
6 000 000 15 000 ooo
Annars staðar 7.000.000 17.500 24.500
8.000.000 20.000 28.000
9.000.000 22.500 31.500
10.000.000 25.000 35.000
11.000.000 27.500 38.500
12.000.000 30.000 42.000
ÁKSIOCJÖI I) FVRIR HEIMII.ISTRYGGINGII TAFLA I
mett söluskatti og viZStatiutryKRÍnt»arirtj>jaldi
Reykjavik og nágrenni ' Akureyri, Hafnarfj., Kefla' -ik Aðrir kaupst/kauptún
Verðmæti innbúsins Steinhús Timburhús Steinhús Timburhús Steinhús Timburhús
1.000.000 3.300 4.140 3.300 4.140 3.660 4.740
2.000.000 6.240 7.920 6.240 7.920 6.960 9.120
3.000.000 9.180 11.700 9.180 11.700 10.260 13.500
4.000.000 12.120 15.480 12.120 15.480 13.560 17.880
5.000.000 15.060 19.260 15.060 19.260 16.860 22.260
6.000.000 18.000 23.040 18.000 23.040 20.160 26.640
7.000.000 20.940 26.820 20-940 26.820 23.460 31.020
Um altryggingu Ábyrgðar gilda
nokkuð aðrar reglur. Eins og nánar
verður skýrt frá í blaðinu á mánudag-
inn gilda aðrar reglur en um venju-
lega heimilistryggingu þó hún gegni
að vissu leyti svipuðu hlutverki. Ið-
gjald altryggingar er 11.780 krónur
fyrir fjölskyldu og 10.140 fyrir ein-
stakling eða aldraða. Innifalið í verð-
inu er viðlagatrygging og söluskattur.
Verðið er miðað við 1. janúar til 1
júlí á þessu ári. Ef ekki þarf að greiða
tjón fær fólk bónus og getur fengið
allt að 20% afslátt af iðgjaldi.
DS.