Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 25
Kjarabót heimsækir
norölenzka vinnustaði
StælláHlJI
Ermig verðurboðið upp á tónleikaáAkureyri
Söngsveitin Kjarabót er í þann
veginn að leggja land undir fót.
Meginhluta næstu viku verður
hópurinn á Akureyri og ætlar að
syngja á vinnustöðum þar og í ná-
grenninu. Sömuleiðis er áformað
að Kjarabót komi fram á einum
hljómleikum.
,, Við ætlum að skemmta á vinnu-
stöðum á Akureyri á þriðjudag,
miðvikudag og fimmtudag,” sagði
Kristján Ingi Einarsson, einn tí-
menninganna sem skipa Kjarabót.
,,Á föstudaginn er meiningin að
heimsækja vinnustaði á Dalvík,
Ólafsfirði og ef ti! vill víðar. Þessa
útrás okkar norður á bóginn endum
við síðan með tónleikum í Borgar-
bíói á Akureyri á laugardaginn fyrir
hvítasunnu.”
Kjarabót hefur nú starfað í um
eitt ár með dálitlum mannabreyt-
ingum. Upphaflega kallaði hópur-
inn sig Nafnlausa sönghópinn, en
fyrir nokkru var nafninu breytt.
Helzti starfsvettvangur Kjarabótar
hefur til þessa verið vinnustaðir
sunnanlands. Einnig hefur söng-
sveitin komið fram á fjöldasam-
komum og tónleikum, þar á meðal
baráttusamkomunni i Háskólabíói
30. marz siðastliðinn. Um þessar
mundir er verið að hljóðrita tónlist-.
ina, sem flutt var á þeirri samkomu.
„Tónlistin okkar hefur smátt og
’smátt verið að þróast frá hreinum
baráttusöngvum út í það sem við
getum nefnt alþýðupopp,” sagði
Kristján Ingi Einarsson í samtalinu
við DB. „Við bjóðum nú orðið upp
á tvenns konar prógramm. — Ann-
ars vegar þá tónlist sem við flytjum
á vinnustöðunum. Eins og gefur að
skilja getum við ekki verið með
mikinn útbúnað með okkur á þeim
ferðum. — Á tónleikum notum við
hins vegar rafmagnshljóðfæri og þá
igetum við látið gamminn gei sa.”
Lögin á dagskrá Kjarabótar eru
bæði gömul og ný. Hópurinn hefur
nokkuðgert að þvi að útsetja gamla
slagara og yrkja við þá íslenzka
texta. Áherzla er lögð á það að allir
textarnir sem fluttir eru hafi ein-
hverja meiningu en hafi ekki að
innihaldslaust raus. - ÁT
NÝHUÓMSVEIT
ÍFÆÐINGU
Kemurfyrstframeftirviku
Pétur Kristjánsson og Kristján ert að flýta okkur við kvennaráðn
félagi hans úr Pokcr Guðmundsson
eru, ásamt fjórum til viðbótar, að
ýta úr vör nýrri hljómsveit. Sú
hefur ekki hlotiö nafn ennþá, en að
sögn Péturs ætti það að fæðast á
næstu dögum. Þessi nýja hljóm-
sveit tekur til starfa um mánaða-
mótin maí/júni.
Auk Péturs og Kristjáns cru i
hljómsveitinni Nikulás Róbertsson,
Örn Hjálmarsson, Davíð Karlsson
og Jóhann Ásmundsson bassaleik-
ari. Jóhann lék áður mcö hljóm-
sveitinni Sturlungum, hinir koma
úr Cirkusi. Þá hefur hljómsveitin
prófað nokkrar söngkonur, en ekki
haft heppnina meðsér ennþá.
„Mér finnst söngkona vcra nauð-
synleg i hljómsveitum nú á dög-
um,” sagði Pétur í samtali við DB.
„Hins vegar gengur allt ágætlega
hjá okkur sex, svo að við erum ekk-
ingar.”
Nýja hljómsveitin kemur fyrst
fram í Klúbbnum fimmtudaginn
31. mai. — „Blessaður farðu ekki
að kalla okkur húshljómsveit i
Klúbbnum eða neitt svoleiðis,”
sagði Pétur. „Þó að við leikum þar
töluvert þá ætlum við síður en svo
að binda okkur nokkurs staðar,
heldur leika sem vlðast um landið í
sumar.”
Allt virðist vera á huldu um hvorl
hljómsveitin Poker cr lífs eða liðin.
Þeir Björgvin Gíslason, Pétur
Hjaltested, Sigurður Karlsson og
Jón Ólafsson, sem léku með Pctri
og Kristjáni i Poker, starfa enn
saman aðeinhverju leyti. Þcir leika
til dæmis i Prinsessunni á bauninni
og einnig koma þeir fram á nýrri
plötu Heimavarnarliðsins.
- ÁT
Kristján ogPétur eruhættiríPoker
KJARABÓT —
Auk þess að skemmta á vinnustöðum nyrðra heldur hópurinn hljómleika f Borgarbiói á Akureyri.
ER ÞETTA ÞAÐ
SEM KOMA
SKAL????? —
Ræflarokkið hefur
komizt í tizku, náð
hámarki og liðið
undir lok. Eitt sinn
var í tizku að bursta.
klippa á sér hausinn
(muniði Slade?).
Súkkulaðidrengirnir
áttu sínar stóru
stundir með kúlu-
tyggjótónlist og
nú, herrar mínir og
frúr! Nú cr komið að
Móhikönum. Hljóm-
sveitin hér til hliðar
ber nafnið Mohicans
og er skipuð Birming-
hambúunum Mork
Egan, Roy Rat,
Johnny Belfast og
Paul Guinnes.
Mohicans eða
Móhíkanarnir, eins
og við myndum nefna
þá á íslandi, nutu eitt
sinn dálítilla vinsælda
ef marka má óáreið-
anlegan heimildir. Ef
að líkum lætur eiga
þeir áreiðanlega eftir
að slá i gegn eftir að
þeir hafa látið flikka
svona hressilega upp
á klippinguna.
Úr SOUNDS.
HLH-flokkurinn verður aldeilis finn i tauinu þegar hann trcður upp á fyrstu
rokkhátíð sumarsins i Laugardalshöll i kvöld. Búið er að sauma einkennisbúning
á flokkinn og við hönnun hans var hafður til viðmiðunar galli af ekki ómerkiiegri
manni en Elvis Presley. Þeir sem séð hafa Prella heitinn troða upp í kvikmyndum
geta því gert sér i hugarlund skrautið og litadýrðina á HLH.
Ekki verður HLH-flokkurinn eina skemmtiatriðið á hátíðinni í kvöld. Sæmi og
Didda ætla að sýna alvöru rokk (vissuð þið annars að Didda er orðin amma?),
Diskómeinfakarnir úr Óðali taka nokkrar léttar diskósveiflur, svona rétt til að
minna fólk á að sjötti áratugurinn er liðinn og tízkusýningaflokkur svifur um sal-
inn. Og ekki má gleyma þvi skemmtilegasta af öllu: Prófin eru búin og það er í
góðu lagi.
Ljósm. Effect.