Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1979. 5 Greiðslur beint til bændanna Með 28 atkvæðum gegn 18 samþykkti Alþingi á miðvikudag þingsályktun um beinar greiðslur til bænda. Varð talsverður klofn- ingur i þingflokkum en fram- sóknarmenn stóðu gegn tillög- unni og þorri sjálfstæðismanna og flestir alþýðuflokksmenn með. Ályktunin gengur út á að rikis- stjórnin hlutist til um að setiar verði reglur um rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins sem tryggi að bændur fái í hendur þá fjármuni sem þeim eru ætlaðir um leið og lánin eru veitt. Þá á að verða óheimilt að halda pening- unum eftir í verzlunar- eða afurðasölufyrirtækjum. Flutn- ingsmenn tillögunnar voru Eyjólfur K. Jónsson (S), Jónas Árnason (AB) og Sighvatur Björgvinsson (A). -HH Hólmarar kvarta yfir þungatakmörkunum: „KIR KVARTA MEST SEM HAFA ÞAÐ BEZT' Fá að f Ijúga beint Stjórnvöld i Luxemburg hafa nú veitt samþykki sitt fyrir að Fluglciðir hefji beint flug milli Bandarikjanna og Luxemburg, án viðkomu á islandi. Beiðni þessa efnis liggur enn fyrir banda- rískum flugmálayfirvöldum en fullvíst er talið að hún hljóti sömu afgreiðslu. Sem kunnugt er er slikt flug m.a. talið nauðsynlegt til að bæta afkomu Flugleiða á leiðinni. -GS. „Okkur ftnnst það hart hérna á Snæfellsnesinu að karlar suður í Reykjavík fyrirskipi takmarkaðan öxulþunga þegar vegirnir eru þurrir og harðir eins og um hásumar,” sagði Högni Bæringsson bæjarverkfræð- ingur í Stykkishólmi viðtali við DB. „Við erum að bera hraungrýti ofan í vegina hjá okkur en allt er stopp út af þungatakmörkunum. Þetta eru 6 eða 7 bílar auk jarðýtu sem bíða eftir leyfi til að fá að halda áfram. Við höfum sótt um undanþágu en fengið þau svör að takmarka verði öxulþunga fyrir sunnan og skuli eitt yfir alla ganga. Það finnst okkur alls ekki réttlátt. Við erum einnig farnir að finna fyrir vöruskorti vegna farmannaverkfalls- ins. Hingað eru nær allar vörur fluttar á bílum eins og er og kemur tak- mörkunin sér þvi bagalega.” — Hvað eru takmörkin? „Miðað er við 3 tonna þunga á öxul,” sagði Högni. Bera sig verst, hafa það einna bezt Hjörleifur Ólafsson vegaeftirlits- maður var spurður álits á röksemdum Högna. „Það er kunnari staðreynd en frá þurfi að segja að á vorin verður burðar- þol veganna nær ekkert. Þetta er á meðan klaki er að fara úr jörðu og. myndast þá oft mikil aurbleyta. Til þess að reyna að afstýra henni eru settar þungatakmarkanir og reynf að hlifa vegunum eftir því sem hægt er. Alltaf er álitamál hvort heldur á að setja þessar takmarkanir deginum fyrr eða seinna. Sé það gert of snemma tefst umferð en sé það gert of seint hljótast af stórfelldar vegaskemmdir. Þó að efsta lag veganna sé þurrt og hart getur verið undir þeim lag af aur- bleytu. Því er um að gera að brjóta ekki skelina. Ég veit ekki akkúrat hvernig ástand- ið er á Snæfellsnesi en ég veit að fvrir norðan, þar sem er frost á nóttunni ekki siður en á Snæfellsnesi, er bull- andi aurbleyta. Tæknimenn meta á hverjum tíma hvort nauðsynlegt er að takmarka öxulþunga eða ekki. Núna er miðað við að venjulegur vörubíll megi vega alls 11 tonn og bíll með tvenn afturhjól 15 tonn. Það fer því eftir þunga bílsins hversu mikið má setja á hann. Venjulegur vörubíll vegur i kringum 7 tonn og má þvi taka 4 tonna hlass. En ef égáaðhafa einhverja skoðun á málefni manna í Stykkishólmi vil ég segja að þeir sem lengra þurfa að fara með hlass eru mun verr settir en þcir, til dæmis þeir sem þurfa að fara með vöru til ísafjarðar. En greinilegt er að Stykkishólmsbúar ætla ekki að láta segja sér fyrir verkum og kvarta þeir meira en flestir aðrir sem ég hef talað við, og fæ ég þó mikinn fjölda undan- þágubeiðna. Vegagerðin getur ekki metið hverjar eru mikilvægari en aðrar og þvi verður eitt yfir alla að ganga, annaðhvort tak- markanir á alla eða engar takmark- anir,” sagði Hjörleifur. -DS. OA0 óháó ogfrjálst Samþykktir þings SVFÍ: STJÓRNARTÍÐINDI B 21 — 1979 11. mai 1979. 335 REGLUGERÐ Sjálfvirkir neyðar- sendar með flugvéla- tíðni í alla gúmmíbáta — og vélbátar 5 lestir og stærri gerðir tilkynningaskyldir um breyting á reglugerð nr. 169/1970 um söluskatt með áorðnum breytingum. 1. gr. 20. tl. 13. gr. reglugerðarinnar (sbr. 1. gr. reglugerður nr. 316/1978, sbr. reglu- gerð nr. 431/1978) orðist svo: Svartolía og gasolia. 2. gr. Reglugerð þessi, sem sett cr samkvæmt heimild i lögum nr. 10/1960, öðlast gildi 12. mai 1979. Fjármálaráöuneytið 11, mai 1979. Tómas Árnason. ________________ Árni Kolbeinsson. Hið opinbera mál. „Það er ósk SVFÍ til stjórnvalda að þau veiti fé til aðkallandi endurbóta og uppbyggingar strandstöðva svo Póst- og símamálastofnunin geti full- nægt þeim kröfum sem til hennar eru gerðar í lögum um tilkynningaskyldu ísl. skipa frá 13. maí 1977.” Á þessa leið segir í tilkynningu frá SVFÍ um þing félagsins og ályktanir þess. Þá var einnig gerð samþykkt um fjarskiptabúnað í opnum vélbátum, 5 brl, og stærri, og þessir bátar þar með tilkynningaskyldir að lögum. Vegna hinna hörmulegu sjóslysa í vetur og umræðna að undanförnu um gúmbjörgunarbáta voru gerðar ýmsar samþykktir: Að siálfvirkir neyðarsendar með flugvélatiðninni 121.5 Mhz verði settir í alla gumbjörgunarbáta og pakk- aðir með þeim. Að settur verði sjálfvirkur sleppibún- aður við gúmbjörgunarbáta og gúm- björgunarbátar verði pakkaðir í plast- hylki. Eindregnum tilmælum var beint til Veðurstofu íslands að strandstöðvar Landssimans og útvarp tilkynni storm- viðvaranir hvenær sem við á. Samþykktir voru og gerðar til ábend- ingar þeim er fjallaferðir stunda um búnað; klæðnað, merkjaskot o.fl. Loks var stjórn SVFÍ falið að ræða við sjávarútvegsráðuneytið vegna ábendinga um hættu sem svipting veiðileyfa netabáta hefur í för með sér, ef ráðstafanir i fiskverndarmálum stuðluðu jafnvel að of harðri sjósókn í stundum. -ASt. Frankfurt viöskipta og verslunar- heldur ein stærsta flugmiöstöö Evrópu. Frá Frankfurt, sem er um þaö bil í miöju Þýskalandi, eru óteljandi feröamöguleikar. Þaöan erstutt til margra fallegra staöa í Þýskalandi sjálfu (t. d. Mainz og Fleidelberg) ogþaöan erþægilegtaö halda áfram feröinni til Austurríkis, Sviss, Ítalíu, Júgóslavíu, eöa jafnvel lengra. FRANKFURT-EINN FJÖLMARGRA STAÐA íÁÆTLUNARFLUGI OKKAR FLUGLEIDIR fyrsti áfangi á leiö lengra Frankfurt er ekki aöeins mikil miöstöö

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.