Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 15
14 í íslenzka landsliðshópinn gegn V-Þjóðverjum á morgun Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Annars var leikurinn í gær fjarri því að geta talizt góður eða vel leikinn knattspyrnulega séð. Þróttarar gerðu reyndar mjög heiðarlega tilraun til þess að leika knettinum á milli sín en árang- urinn var sjaldnast meiri en þrjár send- ingar samherja á milli. Eyjamenn virk- uðu nokkuð þungir en voru greinilega í góðri úthaldsþjálfun því leikur þeirra batnaði eftir því sem á leið. Þróttarar hófu leikinn al' miklum krafti — nokkuð, sem 'einkennir gjarn- an leik þeirra, en þrátt fyrir nokkur upplögð tækifæri tókst þeim ekki að skora mark, en það hefði þó verið fylli- lega verðskuldað. Á 10. mínútu komst Ársæll Kristjánsson, sem lék stöðu miðherja að þessu sinni, í gott færi en hikaði alll of lengi og Eyjamenn náðu að bægja hættunni frá. Skömmu síðar skoraði Þorvaldur í. Þorvaldsson gott mark, að því er virtist, en það var dæmt af vegna rangstöðu og voru ekki allir á eitt sáttir um þáákvörðun. Þróttarar höfðu frumkvæðið áfram, en síðan kom fyrra mark Eyjamanna eins og þruma úr heiðskíru lofti og það í orðsins fyllstu merkingu. Sveinn Sveinsson skaut hálfgerðu himnaskoti af rúmlega 30 metra færi og engin hætta virtist á ferðum. Boltinn skrúf- aði sig hins vegar niður og datt síðan í DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ1979. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1979. Herfileg mistök markvarðar Þróttar —færðu Vestmannaeyingum bæði stigin í 1. deild í gær Mistök markvarðar Þróttar, Ólafs Runólfssonar, munu vafalílið verða dyggum stuðningsmönnum Þróttar og öðrum vallargestum á Melavellinum í gær minnisstæð lengi. Óheppni hans var mikil. í báðum mörkum Eyja-- manna urðu honum á hcrfilcg mistök í markinu cnda fór svo að Eyjamcnn l'óru með sigur af hólmi, þrátt fyrir að vera mun lakari aðilinn framan af leiknum. l.okatölur 2-0 Eyjamönnum i hag eftir að þeir höfðu leitt 1-0 óverð- skuldað í leikhléi. bláhornið efst, 1 -0. Ólafur markvörður var algerlega óviðbúinn þessum ósköp- um, en með því að færa sig til í mark- inu eftir skotstefnunni átti hann að geta komið i veg fyrir þetta klaufalega mark. Við markið var eins og örlítið drægi af Þrótturum, en þrátt fyrir það var ckki hægt að tala um svo mikið sem eitl marktækifæri Eyjamanna í hálfleikn- um. í síðari hálfleik óx Eyjamönnum hins vegar ásmegin og þeir sóttu meira en áður án þess þó að skapa sér nokkur al- mennileg færi. Sömu sögu var að segja um Þróttara, þvi marktækifæri þeirra voru teljandi á fingrum annarrar hand- ar. Síðara mark Eyjamanna kom á 59. mín. og var hálfu klaufalegra en það fyrra. Tómas Pálsson gaf vel fyrir markið þar sem Gústaf Baldvinsson var í mjög góðu færi. Skot Gústafs misheppnaðist hins vegar algerlega og stefndi fram hjá markinu, þegar Ólafur markvörður sá skyndilega ástæðu til að henda sér á knöttinn. Hann náði að grípa boltann en missti hann síðan og í öllum látunum sló hann boltann i átt að markinu og það var létt verk og löður- mannlegt fyrir Ómar Jóhannsson að pota boltanum í netið. Eftir markið jukust yfirburðir Eyja- manna jafnt og þétt og nokkrum sinn- um skall hurð nærri hælum við Þróttarmarkið. Þegar upp var staðið varð ekki annað sagt en Eyjamenn væru verðugir sigurvegarar. - SSv. Argentínumenn komnirtil Ítalíu ,,Það var góður leikur við Hollend- inga,” sagði Cesar Luis Menotti, þjálf- ari HM-meistara Argentínu, þegar hann kom ásamt leikmönnum sínum til Ítalíu. Á morgun leika Italía og Argentína í Róm — en á HM í fyrra var ítalia eina liðið, sem sigraði Argenlinu (1-0). Johan Crijuff skoraði tvö mörk i fyrsta leik sínum með Los Angeles Aztec í gær. Liðið sigraði 3-0. Gautaborg var sænskur bikarmeist- ari í gær — sigraði Atvidaberg 6-1 í úr- slitum. Ralf Edström skoraði þrisvar. Shrewsbury, sem sigraði í 3. Borussia hirti UEFA bikarinn Vil engu spá — þekki ís- lenzka knattspymu lítið sagöi hinn heimsf rægi markvöröur V-Þýzkalands, Sepp Maier, viö komuna til íslands ,,Ég þekki ákaflega litið til íslenzkrar knattspyrnu og vil því ekki spá neinu um úrslit leiksins á laugardaginn,” sagði markvörðurinn heimsfrægi, Sepp Maier, er hann og félagar hans komu til landsins á miðvikudag. Sem kunnugt er eiga sjálfir V-Þjóðverjar að leika hér á Laugardalsvellinum á morgun gegn Karl Guðmundsson til hxgri heilsar heiðursgesti þýzka kanttspyrnusam- bandsins, Fritz Bucholh, við komuna til íslands. DB-mynd Bjarnleifur. islenzka landsliðinu kl. 14. Með þýzka hópnum kom að sjálfsögðu þjálfarinn, Jupp Derwall, ákaflega hægur og geð- felldur maður á allan hátt. Þá var og heiðursgestur, Fritz Buchloh, með í ferðinni, en hann er mörgum íslending- um kunnur. Buchloch þjálfaði Víking 1939 og síðan aftur eftir stríð og hann var ákaf- lega virtur af öllum. Glæsilegur maður, segja þeir, sem til hans þekktu þá. Við komuna til Keflavikurflugvallar tók Karl Guðmundsson, góður vinur hans, á móti honum og það var greinilegt á látbragði beggja að þar voru miklir fagnaðarfundir. Buchloh mun verða heiðursgestur á landsleiknum á morgun, en hann er og hefur alla tið verið einlægur Islandsvinur. Þýzku leikmennirnir voru flestir frekar alvarlegir við komuna utan að yngsti maðurinn í hópnum, hinn svart- hærði Hansi Múller, gerði að gamni sinu. Þýzka liðið æfði i hádeginu i gær og dreif þá að múg og margmenni til að sjá þessa snillinga leika listir sinar með knöttinn. Bar öllum saman um það að sjaldan hefðu betri knattspyrnumenn heimsótt okkur. En það er landsleikurinn á morgun, sem allra augu beinast að. V-Þjóðverj- arnir unnu frana afar sannfærandi á þriðjudag — 3-1 í Dublin og írarnir tefldu fram sínu bezta liði. Þjóðverjana virðist hins vegar ekki muna neitt um þó 4—5 af þeirra fastamönnum séu ekki með — þeir eiga gnótt snillinga. Það verður Viðar Halldórsson, FH, sem tekur stöðu Karls Þórðarsonar, La Louviere, í landsliðshópnum gegn V- Þjóðverjum á morgun. Karl gat, sem kunnugt er, ekki leikið vegna þess að forráðamenn La Louviere gáfu honum ekki leyfi. Viðar er enginn nýgræðingur i landsliðinu þvi hann hefur leikið 4 landslciki fyrir ísland. Þá koma þeir Pétur Ormslev, Trausti Haraldsson og Ingi Björn Albcrtsson í stað þeirra Péturs Péturssonar, Arnórs Guðjohn- sen og Ásgeirs Sigurvinssonar í hópn- um. DB leit á æfingu hjá landsliðinu i gærdag inn i Laugardal i blíðskapar- veðri undir stjórn dr. Youri llitchev, landsliðsþjálfara. Leikmenn æfðu þar ýmis smáatriði, en sérstaklega var gaman að sjá til markvarðanna, Þor- steins Ólafssonar og Bjarna Sigurðs-' sonar. Þar var tekið hressilega á. Bjarni varð þó að hverfa af æfingunni áður en henni lauk þar sem hann kenndi eymsla í höfði, en hann mun eiga við litilsháttar erfiðleika að stríða vegna of lágs blóðþrýstings. Strákarnir gerðu að gamni sinu og augljóst var á öllu, að þar fór samstilltur hópur. DB hefur fregnað, að Skagamaður- inn ungi, Kristján Olgeirsson, hafi verið mjög undir smásjánni þegar landsliðsnefnd var að leita að manni i stað Karls. Viðar mun þó hafa orðið ofan á, ekki hvað sízt vegna leikreynslu sinnar. Jafntef li Eng- landsogWales Englendingar og Walesbúar gerðu jafntefli 0—0 í meistarakeppni brezku landsliðanna á Wembley á miðviku- dagskvöld að viðstöddum rúmlega 70.000 áhorfendum. Leikurinn var afar jafn lengst af en Englendingar sóttu heldur meira og hefðu verðskuldað sig- urinn ef eitthvað. Eftir þetta jafntefli hafa Walesbúar mjög góða möguleika á að sigra í þessari keppni i fyrsta sinn i 42 ár. Terry McDermott átti gott skot í þverslá og bjargað var af línu frá Steve Coppell, sem kom inn á sem vara- maður fyrir Bob Latchford seint í leiknum. Latchford hafði átt afleitan dag og klúðrað auðveldustu færum, sem flest sköpuðust eftir snilldarsend- ingar Kevin Keegan. Englendingar tefldu fram tveimur ný- liðum — Keny Sansom og Laurie Cunningham og Sansom sér í lagi átti stórkostlegan dag og þessi 21 árs vinstri bakvörður er talinn eitt bezta efni Eng- lendinga í iangan tíma. Stigum deilt í Sandgerði —lafntefli Reynis og ÍBÍ í 2. deild sen skoraði sjálfur úr vítaspyrnunni, sem dæmd var. Þessir úrslitaleikir verða Ivan Juristic sennilega ógleyman- lcgir með öllu. í fyrri leiknum skoraði hann sjálfsmark og tryggði Borussia jafntefli og á miðvikudag orsakaði hann vitaspyrnu. Vítaspyrnan var þó mjög umdeild og t.d. sagði Berti Vogts að Borussia hefði aldrei fengið hana ef leikið hefði verið í Belgrað. Rauða stjarnan var þó virki- lega óheppin að jafna ekki a.m.k. Átta minútum fyrir leikslok átti Muslin skot í samskeytin og rétt á eftir skaut Sestic framhjá úrdauðafæri. Þetta var fjórði Evrópuúrslitaleikur Borussia á sl. sex árum og eftir hann sagði Vogts: ,,Ég verð að viðurkenna að við vorum mjög heppnir að sigra í leiknum og leikmenn Rauðu stjörnunn- ar stóðu okkur fyllilega á sporði hvað getu snerti og siðustu 15 mínúturnar voru mjög erfiðar fyrir okkur. Þýzki landsliðshópurinn við kornuna til Keflavikur á miðvikudag. Reynismenn réðu mestu um gang leiksins, i seinni hálfleik. Sóttu mjög fast að ÍBÍ-markinu, en þeir vestan- menn röðuðu sér í vörnina, undir stjórn þjálfara síns, Benedikts Valtýs- sonar, áður ÍA. Lengi leit út sem þeir ætluðu að halda fengnum hlut. Knött- inn bar oftast af leið í skotum Reynis- manna eða hafnaði í öruggum höndum Péturs Guðmundssonar, markvarðar. Loks, eftir að úthald Ísfirðinga var tekið að þverra, fékk Ari Arason, mið- herji Reynis, fallega sendingu frá Þórði marelssyni og skallaði í markið, 1:1. Liði Reynis vex greinilega ásmegin með hverjum leik. Kraftur og leikni er mikil i liðinu, undir stjórn hins enska Smiths, — þegar það smellur saman ógnar það beztu liðum deildarinnar. Ísfirðingar eru með stóra og stælta leikmenn, sæmilega knattleikna, sem eiga vafalitið eftir að auka getu sina þegar þrekið ler að endaxt þeim í heilan leik. emm. Berti Vogts, fyrirliði Borussia Mönchcngladbach, gat ekki hugsanlega 'fengið skemmtilegri endi á keppnisferli sínum en þegar lið hans sígraði Rauðu stjörnuna frá Belgrað 1-0 í síðari úr- .slilaleik liðanna i UEFA bikarkeppn- inni i Dússeldorf á miðvikudagskvöld. Eina mark leiksins var skorað á 18. mínútu. Ivan Juristic brá þá Dananum Allan Simonscn inn í vítateig og Simon- K Sir Stanley Rous, fyrrum formaður FIFA, lengst til vinstri í annarri röð í heiðursstúkunni á leikvanginum i Bern á þriðjudag. Hann bað blaðamann DB um kveðjur til tslands. Fremst til hægri er dr. Havalange, núverandi formaður FIFA. Db-mynd Peter Weisshaupt, Bern. deild á Englandi, varð bikarmeistari í Wales. Sigraði Wrexham 1-0 í síðari leik liðanna. Jafntefli varð í hinum fyrri, 1-1. Öster sigraði Norrköping, efsta liðið i Allsvenskan, 3-0 á þriðjudag. í 6. umferð i 1. deild i Norcgi gerði Vikingur jafntefli á heimavelli við Mjöndalen 2-2 og heldur efsta sætinu. Skeid og Lilleström gerðu jafntefli í Osló. Staða efstu liðanna: Viking 6 3 3 0 9-5 9 Start 6 3 2 1 12-4 8 Lilleström 5 2 3 0 6-2 7 Rosenborg 6 3 1 2 10-7 7 Moss 6 3 1 2 9-9 7 Bryne 6 3 0 3 12-9 6 2. deild, Sandgerðisvöllur, ReynirtÍBÍ, 1:1 (0:1). Veður til knattspyrnu var ekki upp á það bezta í Sandgerði í fyrrakvöld, norðanbeljandi og kuldi, þegar Reynis- menn léku við ísfirðinga i 2.-deildinni. Þrátt fyrir það var leikurinn allgóður á köflum, sérstaklega hjá Reynismönn- um, sem hefðu miðað við gang leiksins, átt að fara með sigur af hólmi. ísfirðingar léku undan vindi fyrri hálfleikinn, en áttu þó í nokkrum erfið- leikum með að finna smugu í Reynis- vörninni. Um miðjan hálfleikinn skall hurð nærri hælum hjá Reyni, þegar Kristinn Kristjánsson, hinn eldfljóti miðherji ÍBÍ, hljóp af sér varnarmenn- ina en Jón Örvar markvörður náði að spyrna frá örlagastundu. Skömmu síðar var Kristinn aftur á ferðinni og skoraði, 1:0, en mörgum sýndist sem um rangstöðu væri að ræða. Glæsileg markvarzla Þorsteinn Ólafsson, markvörður tslands í Evrópuleiknum 1 Bern, sýndi á stundum tilþrif, sem Ifrægustu tnarkverðir heims hefðu getað verið stoltir af. Hann bjargaði á hreint undraverðan hátt á 15. ' mín. frá miðherja Sviss, Hermann, og sýna myndirnar að ofan atvikið. Á þeirri efri kemst hann fyrir jknöttinn, sem Hermann sendi á markið af örstuttu færi — og þar er Janns Gnðlangsson kominn að ' miðherjanum. Á neðri myndinni er Þorsteinn að falla niður í markið — :.i igt rir nnan marklínu. | Árni Sveinsson, sem stendur við vinstri markstöngina, taldi að Þorsteinn hclði tarið fvrir innan mark- linu en það dregur ekki úr afrekinu. Viðbragð Þorsteins var með ólikindum snöggt — „maður bein- (línis sá knöttinn í markinu”. skrifaði t)lt um atvikið. Þorstcinn Ólafsson ver mark tslands gegn Yestur-Þjóöverjum á morgun á Laugardalsvelli og þá I fxr hann að glima við skol nokkurra Irábærra sóknarmanna þýzka liðsins. Þá verða þeir Janus og L Árni einnig í sviðsljósinu i islenzka liðinu. DB-myndir Peter Weisshaupt, Bern. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.