Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1979. Blautur ogsúr ostur í Svíþjóð — sennilega svo- kallaöur sterkur ostur Kslhcr Si)>urAardóttir í I.undi, Svíþjúð, skrifar: Ég vil cndilega vekja athygli Osta- og smjörsölunnar á að verið er öðru livoru að selja hreint óætan íslenzkan goudaost i búðum hér. Osturinn er mjög blautur, gallsúr og rammur, hreint ólikur hinum góða goudaosti sem seldur er á íslandi. Finnst okkur Islendingum hér hann landkynning hin versta. Aftur á móti var hér til sölu um páskana Ijómandi gott ís- lenzkt lambakjöt á tæplega 1300 krónur ísl. kg (í heilum skrokkum) og var það vel þegið og kjötsúpuveizla á nær hverju íslenzku heimili. I)B hafði samhund við Sævar Magnússon hjá Osta- og smjörsöl- unni. Kvaðst hann ekki hafa fcngið neinar kvartanir vegna þessa. Skýr- inguna kvað hann hins vegar geta vcrið þá að fyrir nokkru sendu þeir til Sviþjóðar sterkan ost sem selst lítið af hér þvi fólki finnst hann súr og rammur. Kvað hann lýsinguna geta átt við þennan sterka ost. Hins vegar Goudaustur cr ckki fluttur út i neytendaumbúðum hcldur í gerjunar- umbúðum. væri það þeirra sök í Svíþjóð að mcrkja hann ekki sem slíkan. Einnig selja þeir venjulega 35 mán- aða gamlan ost til Sviþjóðar í svo- kölluðum gerjunarumbúðum. Það er þvi undir heildsölum eða kaupmönn- um i Sviþjóð komið hversu lengi þeir gerja ostinn í þessum umbúðum því þeir skera hann niður og setja í neyt- endaumbúðir og selja í búðum sínum. Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eðaskrifið \ Ekki aukaþunga- skattur —heldurlögleg Sumarbústaðareigandi hringdi: Ég las á lesendasíðunni ekki alls fyrir löngu að sumarbústaðareig- endur þyrftu að greiða sýsluvega- sjóðsgjald, 16.400 krónur. Ég hef sjálfur lent allharkalega í þessu. Ég á smáblett þar sem ég rækta kál og hef smáskúr rétt utan við Reykjavík. Fyrir þetta verð ég að greiða þetta svokallaða sýsluvegasjóðsgjald. Það sem gerir mig reiðan er að á leið minni að skúrnum minum fer ég ekki einn metra eftir sýsluvegi. Ég ek eftir þjóðvegi alla leiðina. Ég vil taka það fram að þessi eign min er metin á 19.000 krónur. Hvað getum við gert i svona máli? Maður stendur alveg varnarlaus gagnvart þessu. Ég vil ckki kalla þetta aukaþunga- skatt, eins og gert var i blaðinu, heldur löglega fjárkúgun. Merkilegt fyrirbæri vinnudeila farmanna Sigurður Arngrímsson frá ísafirði skrifar: Harka sú sem Vinnuveitendasam- bandið hefur sýnt yfirmönnum á fraktskipum í vinnudeilu þeirra cr merkilegt fyrirbæri, sem skoða má frá mörgum sjónarhornum. Eftir yftrlýsingu, sem félagsmálaráðherra hr. Magnús Magnússon lét hafa eftir sér, fór að hitna i kolunurr, og menn hættu að ræðast við. Hvort ástæðan sé þessi yfirlýsing, sem hlýtur að hljóma einkennilega í eyrum vinn- andi fólks (frá manni sem kennir sig við verkalýðshugsjónir), eða fram- hlcypni Þorsteins Pálssonar í sinni mikilvægu áhrifastöðu, sem hann nú situr í og virðist stjórna þaðan með einræðisvaldi, skal ekki fullyrt. En þessar yfirlýsingar hefur skort allt siðferði, sem hlýtur að þurfa að fylgja persónulegum- yfirlýsingum, sem ráðherrar gefa i fjölmiðlum, þegar mál eins og viðkvæmar vinnu- deilur eiga sér stað í þjóðfélaginu. Þegar ég heyri slíkar yfirlýsingar dettur mér í hug sandkassastrákur. Pabbadrengir og aðrir sem þurfa að koma opinberlega fram gætu dregið af því lærdóm hvaða svör Vilhjálntur Hjálmarsson (sjálfmennt- aður maðurinn) hafði um hönd þegar blaðamaður spurði hann nýverið um afstöðu hans til verkfalla þeirra sem nú eiga sér stað í þjóðlífi okkar. Þar gerði Vilhjálmur þeim skömm, sem margir telja uppskafningslýð og nú situr á alþingi íslendinga. Augljóst var að Vilhjálmur kunni sig og vissi hvernig menn eiga að koma fram, enda eru siðferðishugmyndir Vilhjálms á réttum stað. Mér fannst hann sýna þar meiri þroska og rétt- lætiskennd en þeir sem skarta rneð lögmannstitil eða ámóta tígnarheiti fyrir framan nafn sitt. Persónulega hef ég verið að bíða eftir yfirlýsingu frá forsætisráðherra, þar sem við- konrandi hefðu verið hirtir fyrir framhleypni sína, því mér sýnist að þeir hafi með persónulegum ummæl- um sínum um viðkvæmt deilumál gjörsamlega brugðizt því sem vænta má af ráðherra. Ráðherra er þjónn íslenzku þjóðarinnar, þvi hét hann þegar hann tók við stöðunni. Hann hefur því engan rétt á að túlka sína persónulegu skoðun í fjölmiðlum ef afstaða hans kynni að skaða hóp manna í þjóðfélaginu. Hvort kröfur þær sem deilt er um séu réttlátar eða ranglálar, skulum við láta samninga- og sáttanefndir um að ákveða, en þar sé farið að lögum. En benda má ráðherrum þeim sem mest hafa tekið upp í sig á þá staðreynd að e.t.v. þætti þeim órétt- látt að dyraverðir sem unnið hefðu fimm ár við dyravörzlu í alþingis- húsinu hefðu hærri laun en ráð- herrar, sem ákvarðanir þurfa að taka og þyngri ábyrgð eiga að bera og bera en aðrir þjóðfélagsþegnar í starfi sínu. Þegar grannt er skoðað er það fólkið sem byggir þetta land sem á atvinnutækin en hvorki pabbadrengir eða aðrir, sem klínt hefur verið á forstjóranafnbót eða annað ámóta tignarheiti. Fólkið sem byggir þetta land mun aldrei láta sandkassastráka eða aðra svelta sig til hlýðni með ógnunum og alræðishugmyndum um stiórnun lýðsins, sem kennd- ar hafa verið við cinræðislönd, cn ekki það lýðræði scnt þegnunt islenzka lýðveldisins er heitið i stjórnarskrá sinni. Þannig framkoma verður aldrei boðin frjálsu fólki, hvort sem það er sandkassastrákur eða maður með forstjóratitil, sem þvi ætli að valda. Það er raunbetra að báðir aðilar grafi stríðsöxina og gangi til heiðarlegra samninga, þar sem báðir slái af kröfum sinum og semji um þaðsem réttlátt er. En hvað sé réttlátt skulum við láta samninga- nefndirnar um að ákveða. Til þess voru þær kosnar. Raddir lesenda >5 RAGNHEIÐUR gg , KRISTJÁNSDÓTTiffÍP' FENGU EKKIRJ0MA — réttfyrir ferminguna Sigrún skritar: Vegna verkfalls mjólkurfræðinga langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Ég og minn maður rekum verzlun, sem er reyndar fremur smá miðað við markaði nútímans, i ná- grenni Reykjavíkur. Hér stóðu ferm- ingar yfir og reyndi bóndi minn að fá smávegis rjóma og fékk hann mánu- daginn 14. maí. Húsmæðurnar hér frystu síðan rjómann. Skildi bóndi minn eftir rjómapöntun inni i mjólk- ursamsölu sama dag oo óskaði ein- dregið eftir því að fá meira ef hægt væri. I morgun (fimmitudaginn 17. maí) spurðu nokkrir viðskiptavinir hvers vegna enginn rjómi væri til þvi nóg væri til af honum í verzlunúm i Reykjavík og nágrenni. Auðvitað vissum við ekkert um það en mig langar að koma því á framfæri að þótt litil og aum sveitaverzlun sé ósk- um við eftir því að geta veitt sömu þjónustu okkar viðskiptavinum, að ég tali nú ekki um þegar fermingar eru í nánd. Vinsamlega, munið þvi eftir kaupmönnum úti á landi lika. Ég tek það fram að við höfum fengið nóga mjólk og góða afgreiðslu frá mjólkursamsölunni og þakka ég það. KASSABILARALLY SKATA frá Hverageröi til Kópavogshælis til styrktar Kópavogshæli dagana 26. og 27 maí nk. STYRKTARMIÐAR semjafnframt eru happdrættismiðar, verða Takið sölumönnum vel og styrkið gott málefni — Markmiðið er að kaupa FÓLKSFLUTNINGABÍL FYRIR VISTFÓLK KÓPAVOGSHÆUS ■ ............ ^^Frjálst framlag er hægt að senda á gírónúmer63336-4—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.