Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1979. Uganda: Asíumönnum skilaö eignum sínum Lule hinn nýi forseti tilkynnti að hinum þjóðnýttu eignum frá 1972 yrði skilað aftur Hinn nýi forseii Uganda, Yusuf Lule, hefur tilkynnt, að allir þeir íbúar landsins sem misstu eigur sínar á valdatíma Idi Amins eigi þess kost að snúa aftur til landsins og endur- heimta þær. Þetta þýðir að þeir Ugandamenn, sem eru af Asíuuppruna og hröktust úr landi árið 1972, þegar Amin ákvað að þjóðnýta allar eigur þeirra, geta snúið aftur til landsins og haftð aftur rekstur atvinnufyrirtækja sinna. Tugir þúsunda fólks af Asíuupp- rúna, sem flutzt hafði til Uganda á nýlendutíma Breta, flutti frá Uganda árið 1972. Flestir þeirra höfðu brezkt vegabréf og gátu því haldið til Bret- lands en misstu jafnframt mest af eigum sinum. Idi Amin krafðist þess meðal ann- ars af þessu fólki að það gerðist full- komnir ríkisborgarar í Uganda og af- salaði sér hinum brezka ríkisborgara-' rétti. Fles.tir voru tregir til þess. /* Flutningur fólksins til Bretlands vakli töluverða ólgu þar í landi. BJÖRNINN Njáísgötu 49 - Simi 15105 T I í Hárskera vantar til að reka rakarastofu í minnst 3 mánuði kannski lengur, mjög góð laun í boði. Upplýsingar í síma 33444. minning sem ekki gleymist Veró aóeins kr 12.900 Póstsendum Úr og Skartgripir JÓNog ÓSKAR LAUGAVEGI 70 - SÍMI 24910 « Ungur drengur frá Kambödlu við þjöðveg 1 Thailandi og skilur litið l þvt sem fram fer. Úm veginn fara kambödiskir flóttanienn á leið sinni aftur til Kambódiu. VÍSA 40.000 AFTUR HEIM TIL KAMBÓDÍU Nærri fjörutíu þúsund flóttamenn og' hermenn frá Kambódíu verða sendir aftur til heimalands síns fráThailandi á næstunni. Tilkynntu yfirvöld í Thai- landi þetta fyrir nokkrum dögum. Meðal flóttafólksins munu vera her- menn, sem enn eru tryggir Pol Pot, fyrrum foringja Rauðu kmeranna. Þeir eru þó ekki taldir vera nema um það bil’ átta þúsund. Talið er að flóttamenn frá Kambódiu séu samtals um það bil fimmtíu þúsund í Thailandi. Þar af munu vera ellefu þúsund af kínverskum uppruna, sem ekki mun vera ætlunin að senda aftur til Kambódíu. Hinir fjörutiu þúsund flóttamenn, sem ætlunin er að láta snúa aftur til síns heima, voru stöðvaðir af víet- nömsku herliði innan landamæra Kambódiu. Var fólkið þá á leið suður á bóginn. Herliðið var þarna á ferð til að bæta stöðu sína áður en regntíma- bilið hefst um leið og monsúnvindarn- ir. Vitað er um rúmlega fimm hundruð hermenn úr sveitum Pol Pots sem flúið hafa til Thailands frá Kambódíu á sið- ustu dögum. Ekki er ljóst hvar þessi fyrrum leiðtogi stjórnar Kambódíu heldur sig um þessar mundir en her- menn hans virðast á stöðugum flótta undan Vietnömum og hermönnum nýju stjórnarinnar, sent er undir vernd- arvæng þeirra. Bandaríkin: Bameignir tán- inga kosta2000 milljarða á ári Barneignir stúlkna á táningaaldri kosta bandaríska skattgreiðendur í það minnsta jafnvirði 2000 milljarða íslenzkra króna á ári, samkvæmt rannsókn sem nýlega var gerð við Stanford háskólann þar í landi. Er þá tekið tillit til þess kostnaðar sem ýmsir opinberir aðilar verða fyrir vegna sjúkrakostnaðar og annarrar félagslegrar hjálpar. Lengi hefur verið vitað að hinar um það bil sex hundruð þúsund fæðingar stúlkna á táningaaldri hefðu ýmsan kostnað i för með sér umfram fæðingar annarra aldurs- hópa. Ekki hefur þó verið gerð til- raun til að mæla þann kostnað fypr en nú. Stjórnandi rannsóknar þessarar hjá Stanford háskóla sagði að kostn- aður vegna fæðinga táningastúlkna mundi um það bil tvöfaldast ef hert yrði á reglum um fóstureyðingar eða felldur yrði niður opinber styrkur vegna slíkra aðgerða á stúlkum á tán- ingaaldri. Til samanburðar er sagt frá því að hinir 2000 milljarðar séu hærri upp- hæð en eyðsla margra ráðuneytanna í Washington. Má þar nefna bæði við- skiptaráðuneyti og utanríkisráðu- neyti. Upphæðin er aðeins litlu lægri en árleg eyðsla orkumálaráðuneytis- ins bandaríska. í rannsókninni kom fram að mikill hópur þessara mæðra kemur úr hópi hinna fátækari þar sem ættingjar geta ekki styrkt þær fjárhagslega. Þriðjungur mæðranna, eða rúmlega það, er ekki i hjónabandi þegar börn- in fæðas.t. 30—70% afsláttur á barna- og kvenfatnaði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.