Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 11
DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1979. 11 N um á afstöðu ráðamanna Albaníu til umheimsins. Frá alda öðli hafa Albaníumenn, sem eru ein þjóðanna á Balkanskaga, verið þekktir ófriðarseggir og hafa sjaldnast getað setið á sátts höfði í samskiptum við önnur ríki. íbúar þar eru um það bil 2,5 milljónir og sumir segja að þar fari ein illvígasta þjóð í þessum hluta heims. „Gætið þess að reita ekki Albani til reiði,” sagði Enver Hoxha þjóðar- leiðtogi nýlega í ávarpi. Var þeim orðum beint gegn Kínverjum og Júgóslövum. „Albanir eru þolin- móðir en þolinmæðinni eru þó tak- mörk sett,” sagði þjóðarleiðtoginn kokhraustur að venju. Endanlega slitnaði upp úr á milli Kína og Albaníu síðastliðið sumar. Var þá búið að skiptast á ásökunum og gagnásökunum um langa hríð. K'mverjar gáfust að lokum upp á að tjónka við þessa fyrrum nánustu vini sína í Evrópu. Þetta voru Albönum kostnaðarsöm vinslit. Síðan snemma á sjötta áratugnum höfðu Kínverjar verið helzta viðskiptaþjóð þeirra. Síðari árin hafði allt að helmingur utanríkisviðskiptanna verið við Kína. Þeir höfðu einnig verið mikilsverð- ustu vinir Albana og veitt þeim að- stoð sem talin er hafa numið samtals. jafnvirði 900 milljóna dollara. Þús- undir albanskra stúdenta höfðu notið menntunar i Peking. Kinverjar höfðu einnig séð þessum evrópsku vinum sínum fyrir hemaðartækjum af ýmsu tagi. Samskipti ríkjanna eru nú heldur bágborin þó að stjórnmálasamband sé enn á milli þeirra. Albanía hefur ekki slíkt samband við Bandaríkin eða Sovétríkin. Deilur Kínverja og Albana eru i flestra augum deilur um keisarans skegg. Sumir segja að upphaf þeirra hafi.verið dæmigert fyrir alþjóðlega hegðun Albana á liðnum árum. Hvað sem segja má um það þá slitnaði upp úr vinskapnum við Kínverja í fyrra. Árið 1961 voru það Sovétmenn sem urðu fyrir barðinu á Albönum og þar áður voru það Júgóslavar árið 1948. t VÖ37 Albanía hefur verið hersetin og stjórnað af mörgum stórveldum veraldarsögunnar. í um það bil fimm hundruð ár máttu Albanir þola áþján Tyrkjasoldána, í nokkrar aldir voru það slavneskar þjóðir sem héldu um valdataumana, þar áður býsanska keisaradæmið og enn áður Róma- veldi. Sjálfstæðið kom ekki fyrr en á þessari öld að heitið geti. Ekki stóð það þó lengi því eitt fyrsta verk Mússólínis, fyrir utan innrásina í Abbyssiníu — í viðleitninni til stofn- unar ítalsks heimsveldis — var að ráðast inn í Albaníu árið 1939. Albanir urðu eins og áður er sagt fyrir miklu efnahagsáfalli er þeir slitu tengslin við Kína. Urðu þeir þá meðal annars að finna sér nýjar viðskipta- enda, miðað við ástandið i dag, að reyna að nýta mjólkina heima heldur en að láta vinna úr megninu af mjólk- inni smjör, osta og undanrennuduft. Hver væri staðan í þessu verkfalli mjólkurfræðinga ef þeir hefðu allir verið sendir heim? Það væri sjálfgefið, mjólk hefði ekki fengizt i verzlunum dagana 14.—25. maí. Hvergi hefur borið á verulegum mjólkurskorti enn sem komið er. Verkfallið bitnar eingöngu á neytendum Þannig stendur í ályktun Neytendasamtakanna. Þvílík fjar- stæða? Hvers konar samtök eru þetta eiginlega sem láta frá sér fara aðra eins dæmalausa vitleysu? Ef mjólkursamlögin hefðu strax gengið að kröfum mjólkurfræðinga hefði það bitnað meir á neytendum en bændum. Það er afsakanlegt þótt Neytenda- samtökin geri sér ekki grein fyrir að bændur taka oft meira tillit til þjóðarhags en eigins en sá hugsunar- háttur virðist ekki eiga upp á pall- borðið hjá mörgum núorðið. Rétt er þó að minna á að bændur og þeirra fólk eru einnig neytendur og kaupa yfirleitt gerilsneydda mjólk. Verðlagskerfi landbúnaðarins er þannig uppbyggt að verð til bænda er miðað við framleiðslukostnað. Það er reiknað með verði á aðföngum til búsins og meðalkaupi nokkurra hópa launþega. Fulltrúi neytenda og framleiðandi i 6-mannanefndinni deila oft um ýmsa kostnaðarliði í verðlagsgrund- velli landbúnaðarins en það er síður deilt um sannanlegan vinnslu- og dreifingarkostnað. Ef kauphækkun mjólkurfræðinga yrði til þess að vinnslu- og dreifingar- 0 ,,Eru menn virkilega sárir yfir því að bændur skuli ekki vera neyddir til að hella niður mjólk?” Hvaða tilgangi eiga bókasöfn að þjóna? Flest bókasöfn þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að lána út bækur, svo að almenningur geti haft aðgang að sómasamlegu lestrarefni, eftir smekk hvers og eins. En Lands- bókasafninu hér í Reykjavík er ætlað mun stærra hlutverk — því er sam- kvæmt lögum aétlað að varðveita allt lesmál, sem á íslenzku er prentað og út er gefið, bækur, blöð, tímarit og hvers konar bæklinga og auk þess að halda opnum lestrarstofum, svo allir hafi aðgang að því lesefni, sem út er gefið á íslenzkri tungu, jafnt leikir sem lærðir. Endurbóta er þörf Tilgangur þessarar stuttu greinar er sá að kvarta, ekki endilega yfir aðstöðunni i lestrarsölum, þótt drungaleg sé og æskilegra væri að færa í nýstárlegra og léttara form, heldur ekki yfir afgreiðslunni, því þar er frábært starfsfólk að verki. Það sem ekki verður komizt hjá að kvarta yfir er hinn takmarkaði opnunartimi lestrarsala. Vel má vera, að opnunar- tíminn frá kl. 9 til 5 dag hvern, fimm daga vikunnar, sé nægur fyrir þá, sem hafa ritstörf að atvinnu, en fyrir hina, sem önnur störf vinna í þjóð- félaginu og löngun hafa til þess að sækja lestrarstofur safnsins, bæði tii gagns og gamans, er opnunartíminn frá kl. 9 til 12 á laugardögum alls- endis ónógur. Ég held að stofnunin sé sem slík farin að víkja frá því ætlunarhlutverki, sem hvatamenn að stofnun Landsbókasafnsins ætluðust til, með því að takmarka ásvo grófan hátt aðgang almennings að safninu. Aðspurður hefur einn af reyndustu starfsmönnum safnsins sagt, að lengst af á hans starfstimabili hafi safnið verið opið alla daga vikunnar frá kl. 9 til 7 að undanskildum sunnu- dögum, en fyrir nokkru hafi timinn verið stytttur um tvær stundir á dag, Bifreiðir eru ekki algeng sjón að sögn á götum Tirana, höfuðborgar Albaníu. Myndin mun vera tekin þar árið 1971 og eru gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og hestvagnar rikjandi í umfcrðinni. þjóðir. Meðal útflutningsvara þeirra er olía en auk þess eru þeir fjórði mesti framleiðandi krómjárns í heim- inum. Viðskiptajöfnuður þeirra við útlönd hefur þó um langt árabil verið óhagstæður. Hafa þeir meðal annars fiutt inn mikið af matvælum til að brauðfæða landslýð. Jafnhliða auknum samskiptum við önnur kommúnistaríki hafa þeir einnig aukið samskipti sin við Vestur- lönd. Þau eru þó öll háð ýmiss konar fyrirvörum um kennisetningar og áliti albanskra valdhafa á því hvar þeir telji sér sæma að þiggja, til dæmis vöruskiptalán, hjá kapitalist- unum í auðvaldsþjóðfélögunum. Frá því Hoxha og kommúnistar tóku við völdum árið 1944, eftir skæruliðabaráttu gegn ftölum og Þjóðverjum, hafa vissulega orðið miklar framfarir í Albaníu, þó svo að landið verði að teljast aftarlega á merinni í efnahagslegu tilliti, í það minnsta ef miðað er við Evrópu- staðla. Við lok heimsstyrjaldarinnar var talið að aðeins 20% íbúa landsins, sem flestir eru múhameðstrúar, hafi verið læsir og skrifandi. Vestrænir sérfræðingar telja að það hlutfall hafi hækkað upp I um það bil sjö af hverjum tíu ibúum landsins. Þar eru þá að líkindum allir Albanir sem eru fertugir eðayngri. Stjórnvöld í Albaníu hafa einnig náð nokkrum árangri í að breyta landinu úr frumstæðu landbúnaðar- landi í iðnríki. Mikill árangur hefur náðst í að reisa orkuver, leggja vegi, hraðbrautir og járnbrautarlínur sem liggja víðs vegar um landið. Samt sem áður eru Albanir taldir vera fátækasta þjóðin í Evrópu. Margt stendur enn í sömu skoröum og árið 1944 er kommúnistar tóku þar við. Meira en helmingur ibúa þessa fjallalands byggir afkomu sína á landbúnaði og reynir að sjá sér far- borða með þvi að yrkja jöið sem ekki er ýkja frjósöm. kostnaður mjólkur hækkaði um 2% eru framleiðendur ekki látnir bera þann kostnað. Auðvitað er hann lagður ofan á verð framleiðsluvar- anna og þar með hækkar smásölu- verðið. Hvar hefur þessi stjórn Neytendasamtakanna haldið sig undanfarin ár? Hefur hún aldrei upplifað verkföll áður, eða hvað? Hver skyldi greiða aukinn kostnað af bílaviðgerðum eftir að kaup bifvéla- virkja hækkar? Hverjir ætli komi til með að bera kostnaðinn af kaup- hækkun yfirmanna á farskipunum? Ætli það séu ekki bifreiðaeigendur og allur almenningur? Kauphækkanir koma út í verðlagið. Hvers konar huldufólk er í Neytendasamtökunum? Þáttur Reynis kjúklingavinar í grein í Alþýðublaðinu leggur Reynir Hugason til að mjólk verði fiutt inn frá Danmörku með flugvél- úm. Rikissjóður á að greiða flutningskostnaðinn. í lok greinar sinnar skorar Reynir á almenning í landinu að gefa bændum og mjólkurfræðingum almennilega ráðningu. Það hefur sennilega komið í veg fyrir að hafizt sé handa um að lumbra á þessum stéttum hvað fáir lesa Alþýðublaðið. Reynir vill láta starfrækja 9 lokað kl. 5, og síðan styttur enn fyrir stuttu í aðeins þrjár stundir á laugar- dögum, 9 til 12, og að hér væri um sparnaðarráðstöfun núverandi ríkis- stjórnaraðræða. Þetta eru furðulegar ráðstafanir. Öðrum augum munu fyrirrennarar núverandi stjórnenda þessara mála hafa litið á hlutina í þessum efnum, því að í sögu safnsins segir frá því, að aðgangur gesta að lestrarsal hafi á tímabilum verið framlengdur til kl. 10 að kveldi. Vinnutími var þá að vísu lengri en nú tíðkast og þessi ráðstöfun þvi gerð til þess að hinn al- menni borgari gæti haft einhver not af safninu í frístundum sínum. Auðvitað er það alveg fráleitt að sníða lokunartíma bókasafna eftir lokun verzlana. Slíkt ættu allir óráð- villtir menn að sjá og raunar að vera stoltir af, að enn i dag skuli þó vera til menn, sem vilja verja einhverju af frístundum sínum við lestur góðra bóka eða tímaritsgreina í notalegu umhverfi. Það er sjálfsögð krafa, sem al- menningur á til þjóðbókasafns, að það verði sem flestum til gagns og ánægju, en til þess að svo megi verða þurfa lestrarstofur þess að vera mun lengur opnar en nú tíðkast. Kjallarinn Agnar Guðnason kjúklingabú á hafnarbakkanum í Reykjavík og grilla þar 50 kg af kjúklinpnkjöti ofan i hvern íslending. Næsta skref i hagræð- ingu er aó setja allan flugflota lands- manna og meira en það i að flytja mjólk frá Danmörku, þannig leysir verkfræðingur efnahagsöngþveitið. Það er helzt hægt að lesa út úr grein Reynis að bændur hafi pantað þetta verkfall mjólkurfræðinga. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir í þessum skrifum hans af hvaða ástæðum, það Kjallarinn Ólafur E. Einarsson Krafa sú, sem hér verður gerð til forráðamanna sjofnunarinnar, er þessi: 1) Að lestrarsalur verði opinn mun lengur en nú er og þá ekki sizt á laugardögum. 2) Að lestrarsalurinn verði færður i léttara og nýtizkulegra form, skyldi þó ekki vera til að ungbörn þéttbýlisbúa fái beinkröm. Annað nokkuð óljóst í grein Reynis er þar sem hann leggur til að mjólkurfræðingar verði settir á bekk með venjulegum búfræðingum. Ekki skil ég samhengið í þessu. Af hverju ekki skipa þeim á bekk með sjúkra- liðum, bökurum eða láglaunaverk- fræðingum? Þvi lagði Reynir ekki til i verkfalli flugstjóra að þeim yrði skipað á bekk með rútubílstjórum, þar eru þó starfshópar sem standa mun nær hvor öðrum en mjólkurfræðingar og búfræðingar. Tímaskekkja hjá mjólkurfræðingum Þrátt fyrir öfgaskrif um þetta verk- fall mjólkurfræðinga vona ég að allir sæmilega hugsandi menn vilji að það leysist sem fyrst. Það er hagsmuna- mál bænda og neytenda að fundin verði lausn. Mjólkurfræðingar hefðu nú getað valið heppilegri tíma til að fara í hart við framleiðendur. Það lýsir ekki mikilli sanrstöðu með bændum að þeir skuli gripa til þessara aðgerða nú þegar bændur eiga við að stríða eitt mesta harðinda- vorá þessari öld. Agnnr f;nrtnn<inn blaðafulltrúi lundluinaðnriu' gestum safnsins til aukinnar ánægju og betri nýtingar. Áskorun til ungra alþingismanna Fleiri ungir menn sitja nú á Alþingi en dæmi eru til. Fjórir þeirra, Vilmundur Gylfason, Eiður Guðna- son, Ellert Schram og Friðrik Sophusson, hafa fyrir nokkru lagt fram frumvarp til laga um ótak- markaðan opnunartíma veitinga- húsa og vínstúka (bara). Vel má vera, að einhverjar málsbætur megi finna nefndu frumvarpi til sluðn- ings, þótt sitt sýnist hverjum. En væri nú ekki hægt að komast aðsam- komulagi við fjórmenningana um, að þeir slægju ögn af í baráttu sinni fyrir ótakmarkaðri opnun vinbara, en beittu sér þess í stað fyrir málefni þvi, sem hér hefur verið reifað? Gæti þá skapazt nokkurt mótvægi, ef að minnsta kosti þeir, sem þess óska, ættu kost á að sitja í björtum og vist- legum le^trarsal við lestur góðra bóka i fríMundum sínum, í stað þess ef til vill að grípa til þess óyndisúrræðis að elta uppi einhverjar af hinum mörgu vinstúkum borgarinnar. Ólafur E. Einarsson forstjóri N

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.