Dagblaðið - 31.05.1979, Síða 3

Dagblaðið - 31.05.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979. Gleymið ekki messunum —þeireru líkamenn Vélamaður skrifar: Ég er fyrrverandi sjómaður og tel mig þekkja svolítið til starfa far- manna á flutningaskipum. Mér er fullkunnugt um að bæði undir- og yfirmenn eru skammarlega lágt launaðir og hafa verið það alla tíð. Það er því kominn tími til að kjör beggja verði leiðrétt því farmenn fara aðeins fram á mannsæmandi lífskjör og ekki annað. Sumir öfunda þessa menn af þeim hlunnindum sem þeir hafa. Þau hlunnindi eru 1 flaska af sterku og 1 af léttu víni ásamt einu kartoni af sígarettum. En vitanlega getur farmaður keypt fyrir sinn gjald- eyri erlendis eins og þúsundir annarra íslendinga. Þegar ég sigldi í gamla daga voru farmenn nærri ofsóttir ef þeir komu upp með einhvern varning. Ég vona að það hafi breytzt. Gífurleg aukavinna hefur oft á tíðum bjargað málunum en nú er mér tjáð að hún sé lítil sem engin og að farmenn, hvort sem þeir eru undir- eða yfirmenn, að ég tali nú ekki um messana, geti engan veginn lifað á launum sínum. Farmenn eru mestan hluta ævi sinnar fjarri vinum og ættingjum og ber þeim því skilyrðis- laust gott kaup. Sá tími getur komið að menn fáist ekki til þess að fara á skipin og hvað gerist þá? Gaman væri ef forstjóri Vinnuveitendasam- bandsins gæti svarað þeirri spumingu. Að lokum þetta: Ég vona að bæði undir- og yfirmenn nái góðum samningum. Og eitt enn: Gleymið ekki messunum sem alltaf hafa verið svívirðilega lágt launaðir. Þeir eru líka menn. » „... bæði undirmenn og yfirmenn eru skammarlega lágt launaðir og hafa verið það alla tið.” CORY KAFFIKONNUR — þurfa milligróft kaffi Hulda Kristjánsdóttir i Bolungarvík skrifar: Cory-kaffikönnur eru alveg prýðis- kaffikönnur og á ég eina slíka. Þær eru nokkuð auglýstar í blöðunum og eru það O. Johnson og Kaaber sem flytja þær inn og selja. í þessar kaffi- könnur þarf sérmalað kaffi til þess að ekki komi botnfall. Er þetta kaffi selt í 5 kg pakknjngum hjá sama fyrir- tæki. Ég held að mjög fáir viti að i þessar könnur þarf sérmalað kaffi. Mig langar því til þess að vita hvers vegna það er ekki auglýst um leið og könnurnar. DB hafði samband við Ólaf Karls- son, sölustjóra hjá O. Johnson og Kaaber: „Það er rétt að í þessar 'könnur þarf svokallað milligróft kaffi. Þetta kaffi höfum við hins vegar ekki í neytendapakkningum vegna þess að könnurnar eru svo stórar að þær eru aðallega notaðar i mötuneytum, á hótelum og sjúkra- húsum, og seljum við þessum stofn- unum kaffið í stærri pakkningum. Þegar könnurnar eru seldar til þess- ara stofnana er kaupandi látinn vita af þessu milligrófa kaffi sem við höfum til sölu fyrir þær. En eins og fyrr segir er kannan ekki heimilis- kanna og kaffið ekki selt í neytenda- umbúðum og höfum við því ekki séð ástæðu til þess að auglýsa það sér- staklega. JUNÍ JUNI JUNI JUNI JÚNÍ M ARKAÐURINN auglýsir: STÓRKOSTLEGUR FATAMARKADUR við aðalverzlunargötu borgarinnar, Laugaveginn OPNAR KL 9 á morgun fostudag Barnafatnaður — unglingafatnaður — kvenfatnaður og karlmannafatnaður. ALLT VERÐUR SELT Á SPRENG- HLÆGILEGA LÁGU VERÐI. MJÖG GÓÐAR VÖRUR. Júnítilboð eftirharðan vetur. Allir á völlinn. NEI, við meinum ALLIR Á JÚIMÍMARKAÐIIMN Laugavegi 66, 2. hœð (áður Gluggatjöld). Spurning Saknarðu mjólkurinnar? Hildur Baldursdóttir húsmóðir: Ekki ég, en barnið mitt gerir það. Hún hefur undanfarið drukkiö undanrennu en ætli ég verði ekki að fara að fara út i þurrmjólk. Krístrún Krístjánsdóttir húsmóðir: Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég drekk heldur ekki gosdrykki svo ég held mig aðallega við kaffl og vatn. Egill Arnarsson, 11 ára: Já, ég sakna mjólkurinnar mikið, ég hef alltaf drukkið mikið af gosdrykkjum og mjólk. Krístin Reynisdóttir húsmóðir: Já, ég geri það, aðallega fyrir barnið mitt, sem þarf á mjólkinni að halda. Er ég jiúna farin að gefa þvi djús í staðinn. Krístinn Kristvarðsson verzlunarmað- ur: Nei, ekki ennþá, en hins vegar við- skiptavinirnir talsvert. Þeir eru mikið farnir að fara út í aðradrykkju. Helgi Kristjánsson sjómaður: Nei, ég sakna mjólkurinnar ekki mikið. Ég held mig við drykkjuna á Gvendár- brunnavatninu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.