Dagblaðið - 31.05.1979, Page 8

Dagblaðið - 31.05.1979, Page 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979. 8 og skímargjafir íúrvafí Magnús E. Baldvinsson SfLaugavegi 8 - Simi 22804. Tilraunaveiðar á hrygningarsíld nú í sumar Sjávarútvegsráðuneytið áætlar nú í júní nk. að veita tveim hringnótabátum heimild til veiða á síld. Miðar þessi tilraun að því að kanna möguleika á vinnslu og sölu á hrygningarsíld. Heimildin til veiða miðast við seinni hluta júnímánaðar og verða þessar tilraunir fram- kvæmdar undir stjórn og eftirliti Hafrann- sóknastofnunarinnar. Sjávarútvegsráðuneytið mun ákveða veiði- magn, ennfremur hvar síldin verður lögð upp til vinnslu hverju sinni, en veiðar þessar verða að öllu leyti á kostnað og ábyrgð útgerðar- manna skipanna. Umsóknir um leyfi skulu hafa borist ráðuneyt- inu fyrir 6. júní nk. og skal í umsókn greina frá útbúnaði skipsins. Sjávarútvegsráðuneytið, 30. mai 1979. Ódýrír - Sandalar Skóbúðin Suðurverí Stígahfíð 45. Sími83225. Póstsendum. SkinnfóOrmou meðleðursóla. Litur: natur Stærðir: 36-41. Verðkr: 11.800.- *Jtur: vínrautt og svart, rúskinn.' Stærðir: 36-42. Verðkr: 12.800,- Skinnfóðraðir með riffluðum sóla Litur: beiqe Stærðir: 36-41 Verðkr: 13.600,- Til leigu 240 ferm verzlunar- eða iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi. Þeir sem áhuga hafa fyrir þessu húsnæði leggi nafn og simanúmer inn á auglýsingaþjónustu DB, sími 27022. H-666 „Smygluð” mjólk að noróan með flugi „Það hefur mikið borið á þessu. Stærsta pðntun sem ég veit um eru 100 lítrar frá Akureyri,” var svarið er DB spurðist fyrir um það hjá vöru- flutningadeild Flugleiða hvort miklir flutningar væru á mjólk frá stöðum úti á landi. Þær fréttir bárust frá Húsavík að þar væri mikið um að menn sendu mjólk til Reykjavíkur, en eins og kunnugt er er mjólk pakkað í hentug- ar 10 lítra umbúðir þar nyrðra víða. Eins hefur mikið verið sent af mjólk frá Akureyri. Flutningurinn á tíu lítrum kostar 1050 krónur en hætt er við að mönn- um þyki sopinn dýr, sérstaklega ef skömmtun verður aflétt. Aðalreglan er sú að ekki má flytja mjólk milli sölusvæða,” sagði Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, í viðtali við DB í gær. „Hins vegar ef um mjólk- urskort er að ræða er heimilt að flytja mjóljc á milli, eins og við t.d. gerðum í rjómaskorti fyrir síðustu jól hér sunnanlands. Trúlega er ekki tekið hart á flutningum á tíu lítrum, án þess þó ég vilji fullyrða það,” sagði Guðlaugur ennfremur. -HP. Almenningur verður að sætta sig við skömmtun á mjólkurvörum öllum, a.m.k. hér á Keykjavlkursvæðinu, þótt af og til sé dreift slöttum. Byrjað að flytja tóbak f lugleiðis —ekki á f læðiskerí staddir með áfengið „Við höfum brugðið á það ráð að flytja inn ákveðnar tegundir tóbaks flugleiðis,” sagði Ragnar Jónsson skrifstofustjóri ÁTVR. „Hér hefur þó aðeins verið um sendingar í smáum skömmtum að ræða, en vissar tegundir hafa gengið til þurrðar. Fraktin með flugi er all- miklu hærri, en ég vonast til þess að verkfallið standi ekki lengi, þannig að ekki komi til verðhækkana á tóbaki vegna hærra fraktverðs. Við stöndum nokkuð vel að vígi hvað varðar áfengið. Þar erum við ekki á flæðiskeri staddir,” sagði Ragnar. -JH. Þrengist ummeð sykurog Sykur og hveiti mun nú víðast á þrotum hjá heildsölum og kláraðist jafnvel snemma í verk- fallinu. Enn er þó til sykur og hveiti í smásöluverzlunum, en illa horfir í þeim efnum ef ekki verður breyting á. -JH. Sjórall 79: Bandarískur fram- leiðandi ætiaði að reyna hér nýjan bát —en farmannaverkfallið kemurí veg tyrirþaö Bandarískur aðili, sem óskað hefur eftir nafnleynd unz hann kæmi hing- að hefur átt í bréfaskriftum við DB með fyrirhugaða þátttöku í Sjóralli ’79í huga. í fyrstu var aðeins um fyrirspumir að ræða, en fyrir skömmu óskaði hann eftir þátttöku. Þrátt fyrir fyrir- spumir DB um tegund báts og vélar- stærð, hafa engar upplýsingar fengizt nema hvað báturinn er 23,5 fet og a.m.k. 200 hestafla vél um borð, eins og hann orðaði það. Af svarinu mátti skilja að báturinn væri óþekktur á markaði og því væri hér um tilrauna- siglingu aðræða. Það styður þá skoðun að hann spurðist fyrir um hvort liðið sem færi landleiðina gæti ekki fengið gistingu og viðurværi allan hringinn. þar átti hann við tæknimenn sem ætluðu að fylgjast með bátnum allan hringinn og vera til taks ef viðgerða væri þörf. Fyrirhugað var að báturinn kæmi hingað til lands með skipi eigi síðar en viku af júní, svo svigrúm gæfist til æfinga. En nú er ljóst að af þessu verður ekki og getur ekki orðið jafn- vel þótt verkfallið leystist í dag, því allar skipaferðir eru svo úr skorðum gengnar. Er sigUngakappinn greindi frá þessu gaf hann í skyn að hann kæmi jafnvel sjálfur, þrátt fyrir allt, og fylgdist með keppninni. Upphaflega komst hann á snoðir um keppnina í gegnum bandaríska bátatímaritið Rudder, sem er lang- stærsta tímarit á þessu sviði í Banda- rikjunum. -GS. 4€ Farandblkarinn fer ekld tll Banda- ríkjanna I ár, eins og tveir Banda- ríkjamenn fyrirhuguðu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.