Dagblaðið - 31.05.1979, Page 12
12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAt 1979.
Ti/sö/u:
Renault 4 Van árg. 75
Renauh 5TL árg. 74
Renauh 12 station árg. 75
Renault 20 árg. 77
Renauh 4F6 árg. 78
Ford Cortina árg. 74
Opið laugardaga kl. 2-6.
Kristinn Guðnason
i
Suðurlandsbraut 20 - Sími 86633.
Siglufjörður
Staða sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Siglu-
fjarðar er laus til umsóknar. Góð launakjör.
Ráðning frá 1. október 1979.
Umsóknir sendist til formanns stjórnar spari-
sjóðsins fyrir 1. júlí nk. sem gefur allar nánari
upplýsingar.
Náttfata-
^ markaður
Ingólfsstræti 6
Nýjar vörur
daglega
Peysur og barnafatnaður brjöstahaldarar, yfir-
stærðir í undirfötum og margt margt fleira.
Látið ekki happ úr hendi sleppa.
Túlípaninn
Ingólfsstræti 6.
A RANK er stærsti framleiðandi íöllum
búnaði og tækni f sambandi við sjónvarp og kvik-
myndagerð — enda em sjónvarpstækin frá RANK
frábær. kT T2
BL | \ J Hátalarar frá Wharfedale k A A
Verðfrákr. 42.000
H Murphy
WíT ‘ m ingstæki
|P frá Rank
Veið frá kr.
289 þús.
WHARFEDALE
RANK UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI
SJÓNVARP 8 RADIO
HVERFISGÖTU 82 - SÍMI23611
Hraunbúar undirbúa mótshald f Krýsuvfk; súrraðar trönur, kveiktir eldar, gengið i fjöll.
Hraunbúar halda 39. vormótið:
„Svo verður náttúr-
lega ausandi rigning
allan tímann!” ímótsgjaldinu
„Svo verður náttúrlega ausandi rign-
ing allan tímann en hún er líka innifalin
í mótsgjaldinu,” segir m.a. í dagskrá
vormóts Hraunbúa í Krýsuvík um
hvítasunnuna. Búizt er við að 500—600
skátar sæki mótið, fyrsta mót sumar^-
ins, víðs vegar af landinu.
Rammi mótsins er „Barnið” í tilefni
. . . og verður dagskrá mótsins í senn
fjölbreytt og barnaleg. Keppt verður í
ýmsum skátaíþróttum, barnaleikjum,
gengið verður um fjöll og firnindi,
byggt úr trönum og baðað í köldum
læk.
Tjaldbúðin verður með því sniði að
hinum ýmsu skátafélögum verður rað-
að niður á 4—5 svæði sem hvert um sig
heitir eftir heimsálfu. Félögin í hverri
álfu munu siðan skreyta sínar tjald-
búðir í samræmi við lifnaðarhætti, um-
hverfi, siði, venjur og félagslega stöðu
barnsins í því samfélagi.
-ÓV.
Skákmennirnir með sigurlaun sin. Fyrir miðju er Ingvar Ásmundsson skákmeistari íslands 1979. DB-mynd Ragnar Th
Uppskeruhátíð skákmanna
íslenzk unglingasveit á HM
Fimmtudaginn 24. maí héldu skák-
menn uppskeruhátíð og voru þá sigur-
vegurum í hinum ýmsu flokkum ís-
landsmótsins í skák afhentir veglegir
verðlaunagripir. Við sama tækifæri var
Halldóri Grétari Einarssyni, 13 ára
Bolvíkingi, boðið að fara i skákbúðir
til Svíþjóðar í viðurkenningarskyni
fyrir frammistöðuna á skáksviðinu.
Hann varð drengjameistari íslands í
skák 1979 og einnig skólaskákmeistari
íslands í yngra flokki. Mun hann dvelja
i skákbúðunum í vikutíma, 22.—30.
júní. Ungmennafélag Bolungarvíkur og
Skáksamband Íslands kosta för hans.
Mikil gróska er nú í skáklífi hér á
landi og fjöldinn allur af mjög efni-
legum ungum skákmönnum er að
koma fram á sjónarsviðið. Um mán-
aðamótin júlí-ágúst fer fram heims-
meistarakeppni unglingaskáksveita í
Danmörku. Miðað er við 16 ára aldur.
Einar S. Einarsson, forseti Sí, sagði í
samtali við DB að stefnt yrði að því að
senda þangað íslenzka sveit. „Við ætt-
um að geta teflt fram mjög sterkri
sveit,” sagði Einar og benti á að þrir
skákmenn, sem ekki hefði náð þessum
aldursmörkum, hefðu teflt í landliðs-
flokki með góðum árangri á nýaf-
stöðnu skákþingi íslands. Það eru þeir
Elvar Guðmundsson, Jóhannes Gísli
"'og Jóhann Hjartarson. -GAJ-
Fjoldi hrossa a
Hrunamannaafrétti
takmarkaður í sumar
,, Við erum fyrst og fremst að reyna
að vernda fremsta hluta afréttarins
svo allt verði ekki uppétið þegar féð
kemur fram á haustin,” sagði Daniel
Guðmundsson, oddviti Hruna-
mannahrepps, er hann var inntur eftir
því hvers vegna farið væri að tak-
marka þann fjölda hrossa sem reka
má á afrétt á hverju vori.
Talið er að nú verði rekin um
fimmtiu til sextíu hross á afrétt, ef
farið verður að settum regluni
hreppsncfndarinnar, en stefnt er að
þvi að takmarka sem mest og helzt
hætta alveg við afréttarrekstur hrossa
á næsta ári. Mun afréttur Hruna-
manna vera sá eini, a.m.k. sunnan-
lands, þar sem hross ganga laus á af-
réttinum. Vanalega munu þau vera
höfð innan girðingar sem að sögn
kunnugra nægir.þeim fullkomlega. .
Er þessi takmörkun hrossa á afrétti
Hrunamanna í fullu samráði við
Landgræðslu ríkisins og tilgangurinn
að stuðla að sem minnstum átroðn-
ingi afréttarins og vernda gróður á
þessum slóðum. -BH.