Dagblaðið - 31.05.1979, Síða 16

Dagblaðið - 31.05.1979, Síða 16
16 DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979. JAZZ ÁESJU P DUKE JORDAN (PIANO) ásamt Richard Corn (bassi) og Guðmundi,,Papajazz ” Steingrímssyni (trommur) HOTEL ESJU, 2. HÆÐ föstudag og laugardag 1. og 2.júníkl. 21.00. Forsala í Fálkanum, Laugavegi 24. JAZZVAKNING HÚSK) OPNAÐ KL 19 Framkvæmdastjóri Staða framkvæmdastjóra við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf berist til stjórnar Fjórðungssjúkrahússins fyrir 30. júní nk. Staðan verður veitt frá 1. ágúst nk. eða eftir samkomulagi. Umsækjendur með menntun í sjúkrahúss- stjórnun, viðskiptafræði eða hliðstæðum greinum sitja fyrir veitingu að öðru jöfnu. Laun samkv. kjarasamningi starfsmanna Akureyrarbæjar. Allar nánari upplýsingar veitir stjórnarfor- maður Stefán Stefánsson, sími 96-21000. Stjóm FSA Mikið úrvai afsandölum ogsumarskóm Nr.1 Vmrð: 14JS0L Utur: t/ós Nr.2 Verð: 14.650.- UtunBrúnt 4 Verð: 19.400.- UturzDnpp Póitxendum Skósel Laugavegi 60 — Sími 21270 Nr.5 Verð: 13.340.- Utun Ijós og rúst Nr.3 Verð: 19.000. Utur: Drapp Rikkatikkatikk: SKÁTAR Á FARALDS- FÆTIFYRIR AUSTAN —á nýstáríegu skátamáti ísumar Það verður nóg að gera hjá skátum áaldrinum 11 —15 ára i lok júli — þá verður haldið harla óvenjulegt skátamót á nokkrum stöðum austan- lands. Mótið er endahnúturinn á skáta- starfinu sl. vetur undir kjörorðinu „Skátalíf er þjóðlíf” og er baeði flokka- og farandmót. Mótiö hefst á Egilsstöðum 24. júli, en síðan liggur ieiðin til Seyðisfjarðar og þaöan sjóleiðis til Neskaupstaðar, þar sem áð verður við leiki og störf daginn eftir. Um kvöldið bjóöa skát- amir bæjarbúum til varðelds og kynna þeim helgisiði varðeldanna: Rikkatikkatikk! Daginn eftir verður haldið til Reyðarfjarðar og siðan fótgangandi upp á Hérað og setzt að til loka móts- ins í tjaldbúð. Þar verður dagskrá mikil og fjölbreytt allan mótstimann, ratleikir, hlóðaeldun, skyndihjálp, heimsóknir á sveitabýli og fleira. 'Opið verður fyrir almenning á laugardeginum en um kvöldið verður aðalvarðeldur mótsins. Eftir helgi- stund á sunnudag verður mótsstaöur- inn yfirgefinn og dvalizt um stund í Hallormsstaðaskógi áður en mótinu verður slitið á Egilsstöðum. Gert er ráð fyrir, að l—3 skáta- flokkar frá hverju félagi á landinu sæki mótið, en væntanlega verða fjölmargir þátttakenda austfirzkir skátar. Mótsstjórn skipa níu skátar frá Egilsstöðum og Neskaupstað. -ÓV. I afgreiðslu Bjöllunnar, f.v. Herdis Sveinsdóttir, Kristin Unnsteinsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Frfða Haraldsdóttir með Þóru dóttur sina þriggja vikna i fanginu. DB-mynd Hörður. IL ^ í i mv / /ipx T IBBi S' / ./7 m. / ÚU ÍJ lm~ Fyrsta íslenzka myndaorðabókin —gefin út að frumkvæði foreldra heymardaufra bama — krossgátur og myndagátur við móðurmálskennsluna Fyrsta íslenzka myndaorðabókin fyrir börn er í undirbúningi og kemur út seinni partinn á þessu ári. f henni verða um 2000 myndir. Það voru foreldrar heymardaufra barna, sem áttu htigmyndina að þessu verki og söfnuðu fyrstu orðunum. Seinna tók Ámi Böðvarsson cand. mag. að sér að búa það til útgáfu. Myndimar teiknar Vilhjálmur Vfl- hjálmsson auglýsingateiknari. önnur nýjung i handbókum við móðurmálskennslu er einnig á leiðinni á markaðinn. Það em krossgátur og myndagátur, sem VQborg Dagbjarts- dóttir skáld og kennari hefur samið, en Sigurbjörn Helgason myndskreytt. Það er bókaútgáfan Bjallan, sem gefur út báðar þessar óvenjulegu bækur. En Bjallan er líka óvenjuleg út- gáfa. Að henni standa ungar konur, sem að aðalstarfi em kennarar eða skólasafnverðir, en fást við útgáfuna sem aukastarf og af hugsjón, og er slíkt fremur fátítt nú á dögum, en þó ekki óþekkt með öllu. Útgáfan er til húsa í kjallara í gömlu kaupmannshúsi i Grjótaþorpi, nánar tiltekið Bröttugötu 3 A. Þær stöllur hafa á sex ámm sent frá sér um 20 bækur, ýmist innlendar eöa þýddar. Allar miðast bækurnar við að vera handbækur fyrir skólaböm, en kennsluhættir miðast nú æ meir við það, að börn leiti sér sjálf fræðslu sem víðast. En mikill skortur hefur verið á hentugum bókakosti handa þeim til slikra hluta. Bjallan lét gera fyrstu fræðslubókina um islenzkt atvinnulif, sem út hefur komið. Er það Þorskurinn, samin af Hjálmari Vilhjálmssyni og Kolbrúnu Sigurðardóttur. Er þar fjallað um líf- fræði þorsksins, Iandhelgisdeilurnar út a f honum og allt þar á mQli. Af öðm innlendu efni má nefna Örvar-Odds sögu, sem Þorsteinn frá Hamri bjó tQ prentunar en Guðrún Svava myndskreytti. Þorsteinn bjó einnig tQ prentunar bókina Berin á lynginu, sem flytur sýnishom af mörgu þvi helzta i barnabókmenntum frá ýmsum löndum. Það stendur íslenzkri bamabókaút- gáfu mjög fyrir þrifum hvað litprentun slikra bóka verður hlutfaUslega dýr vegna fámennis okkar. Bjallan hefur reynt að bæta úr þessu með samningum við erlenda aðila um að prenta bækur þeirra með íslenzkum texta, svokaUað samprent. Það em einkum tveir bókaflokkar, sem vert er að geta í því sambandi. Er annar brezkur og fjallar um landafræði. Eru þegar komnar út bækur um Stóra-Bretland og Sovétrik- in, en á leiðinni er Spánn og fleiri lönd. Þama er bmgðið upp mjög skemmti- legum þjóðlifslýsingum og sérkenni hvers lands dregin fram. Hinn flokkurinn er danskur og segir frá daglegu Ufi fjölfatlaðra barna. Miðar hann aö þvi að auka skQning heilbrigðra jafnaldra þeirra á vanda- málunum, sem þau eiga við að striða. Um sama efni er stutt saga, eftir norska konu, Tordis örjasæter. Sonur hennar, Dagur, er þroskaheftur, og lýsir hún þeirri reynslu sem það er að reyna að hjálpa sliku barni. -IHH Hvítu bif- hjóli stolið Á þriðjudagskvöld var bifhjóli stolið fyrir utan billjardstofuna i Nóatúni. Hjólið var af gerðinni Yamaha ’78 MR-50 og númerið R-561, hvitt. Hjólinu hefur verið stolið fyrir kl. hálfellefu, er eig- andi þess ætlaði að nota það. Þeir sem gætu einhverjar upplýsingar veitt um hjólið eru beðnir að hringja í síma 36325, i Rannsóknarlogregluna. eða hingaðá ritstjórn DB. HP. Ekki grænn liturátúnum íSkagafirði S.S., Steintúni, fréttaritari DB, síman Nú í sjöttu viku sumars sést ekki grænn litur á túnum hér í Fram-Skagafirði. Sauðburði er sums staðar lokið og alls staðar langt kominn. Hefur gengið sæmilega miðað við aðstæður. Veðurguðirnir hafa verið bændum erfiðir á þessu vori, og landsfeðurnir ekki síður. Fremur verður þeim kannski fyrirgefið af einhverjum vegna þess að þeir virðast ekki vita hvað þeir gjöra, en ekki er ég einn af þeim.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.