Dagblaðið - 01.06.1979, Side 11

Dagblaðið - 01.06.1979, Side 11
t DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979._ Hver á að stjórna þessu landi? „VERKALYÐSFOR- INGJARNIR” EÐA ALÞINGI? Nú að loknum þinglausnum, eftir að fyrsta löggjafarþingið er starfað hefur í framhaldi af kosningunum sl. sumar, er farið heim er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og reyna að gera sér grein fyrir hver staðan er. Hefur náðst árangur? Hefur tekizt að ná niður verðbólgu? Hefur tekizt að halda frið á vinnumarkaðinum? Hefur verið ráðizt gegn spillingunni? Hefur hin mikla breyting á fulltrúum' á Alþingi, er varð eftir síðustu kosningar, orðið til góðs? Þannig spyrja menn sjálfa sig þessa daga og ræða um við náungann. Hefur yfir höfuð nokkuð gerzt? Ríkisstjórnin hefur brugðizt Það er akkúrat niðurstaðan eftir fyrsta veturinn; það hefur ekkert gerzt í átl til bata. Núverandi ríkis- stjóm hefur gersamlega brugðizt. Og umræðurnar í stjórnarflokkunum snúast ekki lengur um hvað sé til lausnar heldur hvemig hægt sé að komast stóráfallalaust út úr þessari ríkisstjóm. En niðurstaðan af þeim umræðum er yfirleitt á þann veg að svo illa sé komið að ekki sé hægt að hlaupa því það þýði hmn stjómar- flokkanna. Það er grátlegt að þurfa að viður- kenna að staðfest hefur verið einu sinni enn að svokallaðar „vinstri” stjórnir virðast ekki geta þrifizt á íslandi. Staðreyndin er sú að svo mikið hyldýpi er á milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags að þessir flokkar geta aldrei unnið saman með nokkrum árangri. Það eitt að kalla sig verkalýðs- flokka og telja sig eiga samleið á þeirri forsendu er hrein fávizka. Gamla hatrið á milli þessara flokka kemur alltaf upp á yfirborðið og þegar til átaka kemur er baráttan hvergi harðari en á milli þessara flokka. Þrátt fyrir að reynt sé að halda friðinn í verkalýðshreyfingunni, eins og sagt er, þ.e.a.s. að semja um valdastöður innan hennar, er það aðeins tryggingarstarfsemi milli fárra einstaklinga, trygging þeirra eigin valdastöðu. Það er staðreynd sem ekki verður fram hjá gengið að svo- kallaðir verkalýðsleiðtogar em valda- mestu menn þessa þjóðfélags. Þeir ákveða myndun ríkisstjórna og þeir drepa ríkisstjómir. Þannig er um þessa ríkistjórn: aftur og aftur í vetur hefur líf hennar hangið á bláþræði og aftur og aftur er það stjórn Verkamannasambands- ins sem rekur hana saman á ný. Meira að segja mátti öll þjóðin bíða í ofvæni eftir því í febrúar sl. hvort formannafundur félaga innan Verka- mannasambandsins teldi rétt að stjómin lifði eða dæi. Alþingi eða ASÍ Til hvers að kjósa Alþingi ef full- trúar þjóðarinnar sem þar sitja fara ekki með völdin? Hvers eigum við að gjalda sem höfum kosningaréttinn til að hafa áhrif um val þessara fulltrúa og þar með nokkum möguleika á þvi að hafa áhrif á stjórn þessa lands? Ekki afhentum við stjórn BSRB eða ASÍ stjórnun þessa lands, það voru þingmenn og rikisstjóm sem við treystum fyrir stjómuninni. Það er athyglisvert að jafnvel innan verkalýðshreyfmgarinnar sjálfrar gætir nú mikillar gagnrýni á störf ASÍ-forustunnar, einmitt vegna þess að hún sé meira á kafi i stjórn- málum heldur en góðu hófi gegnir. Stjórnarstaða í miðstjórn ASÍ eða formannshlutverk í stóru verkalýðs- félagi er yfirleitt notuð sem stökk- pallur í þingmennsku, sem um leið er tvöföldun á völdum þessara manna, og er síðan beitt fyrir sig ýmist andliti verkalýðsforingjans eða stjórnmála- mannsins. Þetta hefur verið gagnrýnt innan samtakanna og svo er komið Sigurvegarar kosninganna 1978 standa nú uppi ráðþrota. að einstök verkalýðsfélög hafa rætt það itarlega hvort þau ættu að halda áfram þátttöku i ASÍ. Foringjarnir og félagarnir Það er líka athyglisvert að það er ekki vilji meirihlutans í verkalýðs- hreyfingunni að nokkrir foringjar, sem hampa því gjarnan að þeir séu fulltrúar þúsunda, séu um leið póli- tískir leiðtogar þjóðarinnar, til þess hafa þeir ekki fengið umboð verka- lýðshreyfingarinnar. Það hefur líka komið á daginn aftur og aftur í kosningum að meirihhtti þjóðarinnar og þá um leið meirihluti félaga í verkalýðshreyfingunni hefur ekki verið sammála leiðtogum verkalýðs- hreyfingarinnar í stjórnmálum, það sannar fylgi þeirra stjómmálaflokka sem ekki kenna sig eingöngu við verkalýðshreyfingu. Enda sjá menn fljótt í gegnum það að þeir eru ekki beztu baráttumenn verkalýðs- hreyfingarinnar sem míga utan í hana á mannamótum en gleyma henni þess á milU. Það eitt að kenna sig við verkalýðs- hreyfingu og vera foringjar í hálf- dauðum vearkalýðsfélögum gerir menn ekki að sjálfkjörnum foringj- umþessararþjóðar. Aðilar vinnumarkaðarins Það þykir góð latína hjá ríkisstjóm sem tekur við völdum að hún láti standa í stjórnarsáttmála að hún ætli að stjórna í samráði við aðila vinnu- markaðarins. Þannig var með stjórnarsáttmála þessarar ríkis- stjórnar. Og hvemig hefur svo til tekizt? Ekki vantar það að rætt hefur verið við fomstumenn ASÍ og BSRB, sem em hluti vinnumarkaðarins, en við hinn aðilann, atvinnurekendur, hefur ekki verið haft samráð. Hvernig er nú hægt að búast við að friður haldist á vinnumarkaðinum ef öðrum aðilanum er alltaf sýnd algjör lítilsvirðing — ekki virtur viðlits? Það er ljóst að einn flokkur i þessari ríkisstjórn og hluti af hinum njóta þess að atvinnurekendum sé sýnd litilsvirðlng og kæra sig kollótta um stöðu fyrirtækja í einkaeign, enda verið þeirra stefna frá upphafi að sverta þá aUa sem ekki tUheyra Kjallarinn Eyjólf ur Sigurðsson hreyfingunni; ala á endalausu hatri á hreyfingunni; ala á endalausu hatri á þeim sem hafa lagt út á þá braut að stofna til atvinnureksturs. Sjómaður- inn, sem var góður sem slikur, varð ihættulegur þegar hann fór að gera út sjálfur. Múrarinn sem varð meistari varð hættulegur þegar hann fór að; byggja og selja. Verzlunarmaðurinn sem var við skrifstofustörf varð hættulegur þegar hann fór að flytja inn, heildsali — guð minn almátt- ugur. Hér verður ekki haldið uppi frjálsúj þjóðfélagi ef aðrir en til þess eru kjörnir af þjóðinni allri taka sér völd sem þeim ekki ber. Þessi ríkisstjórn stjómar ekki, j henni er stjórnað af öðrum, öðrum sem hafa engan rétt til slíks. Ef svo heldur fram sem horfir Jjá er lýðræðið á Islahdi í hættu. Hér á, ! ekki ein stétt frekar en önnur að hafa1 júrslitavald. . 1 Því miður tekst ekki í stuttri blaða-; grein að fara í smáatriði um störf nú- verandi rikisstjórnar. En staðreynd er að hún hefur brugðizt. Vafalaustr situr hún áfram þrátt fyrir allt. Ástæðan er vafalaust sú semj Gvendur jaki, faðir að þessu fyrir-j bæri, lét hafa eftir sér: j ,,. . . hræöslan við dauðann heldur þeimsaman”. ^ Eyjólfur Sigurðsson framkvæmdastjóri. vamarliðsins umfram það sem varn- arsamningurinn heimilar. í fram- kvæmd hefur þessu verið þannig háttað, að vamarliðsmenn hafa fengið tollfrjálsar póstsendingar bæði í gegnum pósthús vamarliðsins og íslenska pósthúsið á Keflavíkur- flugvelli. Svo virðist sem litlar eða engar takmarkanir gildi um magn og verðmæti, né hversu oft slíkar póst- sendingar eigi sér stað hjá viðkom- andi aðilum. Meingallar Ýmsar fleiri greinar varnarsamn- ingsins mætti taka til umfjöllunar, en þetta sýnishom verður látið nægja að sinni. Augljóst er að varnarsamning- urinn er meingallaður bæði er tekur til framkvæmdar og gerðar hans. Engum einum stjómmálaflokki öðmm fremur er hér um að kenna, enda hafa allir stjómmálaflokkar farið með varnarmálin, að undan- teknu Alþýðubandalaginu. Sú ein- stæða hræðsla við aö endurskoða varnarsamninginn í heild lýsir betur en orð fá lýst framkvæmda- og getu- leysi íslenskra stjórnmálamanna á þessum vettvangi. Slíkt aðgerðaleysi hefur stórskaðað þjóðina bæði er lýtur að sjálfstæðis- og siðferðis- kennd hennar, ennfremur fjárhags- lega. Fyrir síðustu alþingiskosningar urðu almennari og víðtækari um- ræður um varnarmálin en nokkru sinni áður. Þær umræður beindust öðru fremur að því, hvort taka ætti aðstöðu- eða leigugjald fyrir vatnar- svæðin. Talsmenn þeirra stefnumála voru yfirleitt aðilar sem lúta þröng- um hagsmuna- og peningasjónar- miðum og eiga því mjög takmarkaða samleið með almenningi I Iandinu. Raunhæfar aðgerðir til vemdunar mannslífum og eignum lslendinga voru ekki skýrðar, enda ekkert aðal- atriði slíkra „varnarmálasinna”. Tæpast hefði nokkur trúað því fyrir- fram, að til væru þúsundir íslend- inga, eins og skoðanakönnun Sjálf- stæðisflokksins leiddi í ljós, sem væra tilbúnir, aðeins 35 árum eftir að við urðurii fullvalda ríki, að sam- þykkja að erlent herveldi greiddi leigu- eða aðstöðugjald fyrir her- stöðvar í landinu. í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga, að ís- lendingar eru þegar orðnir alltof háðir Bandaríkjunum viðskiptalega, þannig að þeir hafa afgerandi áhrif í .utanrikis- og efnahagsmálum okkar. Hin hagstæðu viðskiptakjör okkar við Bandaríkin geta auðveldlega stefnt sjálfstæði okkar í hættu, enda þótt samskipti þjóðanna hafi verið vinsamleg. 60% f ækkun Við endurskoðun á varnarsamn- ingnum þarf að gera ýmsar veiga- miklar breytingar svo að hægt sé að auka hlutdeild og ábyrgð íslendinga í rekstri stöðvarinnar. í því sambandi vil ég tilgreinaeftirtalin atriði: 1. Allir verksamningar við varnar- liðið, þ.e. nýframkvæmdir, við- halds- og þjónustusamningar, verði fyrst gerðir við íslenska ríkið, sem síðan býður þá út á frjálsum vinnumarkaði. 2. íslenska ríkið geri samning við Bandaríkjastjórn um að íslenskir starfsmenn annist rekstur eftirtal- inna starfsdeilda á Keflavikurflug- velli; Vérkleg framkvæmdadeild (skrifstofuhald, eftirlit viðgerða, verkfræðingadeild, húsnæðis- máladeild, flutningstækjadeild, rekstrardeild), Birgðastofnun varaarliðsins; (skrifstof udeild, birgðabókhaldsdeild, eldsneytis- deild, birgðavörsludeild, mötu- neyti). Bókhalds- og endurskoð- unardeild, spítali varnarliðsins, tómstundastofnun, verslunarmið- stöð og rekstur skemmtistaða, flugvélaviðgerðadeild og hluti af flugrekstrardeild. 3. Varnarliðið greiði full aðflutn- ingsgjöld af öllum vörum til sinna afnota, nema af hernaðar- tækjum. 4. Varnarliðið greiði bensín- og bif- reiðaskatt og Iögboðin trygg- ingargjöld. 5. VarnarUðið annist áfram rekstur radar-fjarskiptastöðva, orustu- flugsveitar, radarvéla og her- gagnageymslna. 6. Framangreind breyting hefði það í för með sér að hægt væri aö fækka í áföngum i varnarUðinu á Keflavíkurflugvelli um 60% á næstu 2—3 árum. 7. Sendir verði 5—10 íslendingar tU sérþjálfunar hjá NATO ríkjum tU að kynna sér sérstaklega þá þætti hemaðarmála, sem varða umsvif varnarliðsins hér á landi og jafnframt stöðu íslands gagn- vart öðrum aðUdarríkjum banda- lagsins á þieim vettvangi. Þessir menn væru síðan ráðgjafar ríkis- stjórnarinnar og viðkomandi ráðuneyta í öryggis- og varn- armálum. 8. Umræddum ráðgjöfum ríkis- stjórnarinnar í varnar- og örygg- Kjallarinn Kristján Pétursson ismálum verði falið að fylgjast náið með starfsemi bandariska hersins á varnarsvæðunum (einnig vopnabúnaði). Þá verði þessum ráðgjöfum látnar í té af viðkomandi yfirmönnum varnar- liðsins hernaðarlegar upplýsingar um umsvif sjó- og flughers Var- sjárbandalagsríkja og NATO- ríkja á N-Adantshafi. 9. Stofnuð verði sérstök varnar- og öryggismáladeild, sem hafi að- setur á Keflavíkurflugvelli, en samtímis verði várnarmáladeUd utanríkismálaráðuneytísins lögð niður og ríkisstofnanir á Kefla- víkurflugveUi komi undir við- komandi ráðuneyti frá sama tíma. Þekkingarskortur Það er sannarlega niðurlægjandi og alls ekki sæmandi fullvalda ríki að geta ekkl að eigin frumkvæði vegna þekkingarskorts staðreynt um hvaða herbúnaður sé staðsettur hér á landi á hverjum tima, né heldur fengið af sömu ástæðum nauðsynlega vitn- eskju um hemaðarumsvif á hafinu umhverfis landið. Eitt veigamesta atriðið við um- rædda breytíngu á rekstri samnings- svæðanna væri að íslendingar fengju i sínar hendur aukna ábyrgð og stjórnunaraðstöðu gagnvart Banda- ríkjastjórn. Samgangur vamarliðs- manna við Islendinga myndi stór- |minnka, tolla- og skattfríðindi þeirra1 jyröu úr sögunni, tolllagabrot ogí gjaldeyrislagabrot ættu að hverfa að mestu leyti. Mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála því að við eigum að losna við varnarliðið í áföngum. Raun- ihæfasta leiðin til aö ná því markmiðþ >er að gera heiðarlega og raunhæfa terksamninga viö Bandarikin um ekstur vanrarsvæöanna sem miðar að því að styrkja áhrif og valda- aðstöðu íslendinga í rekstri þeirra. Þá eigum við ennfremur að gera verksamning við Bandaríkjastjórn varðandi framkvæmd 5. gr. varnar- samningsins um að þeir stuðli svo sem frekast má verða að öryggi is- lensku þjóðarinnar. Ríkisstjórn Is-| lands og Bandaríkjastjóm láti sér- fræðinga sína gera nákvæma skýrslu um hvernig verndun mannslífa og eigna fslendinga verði best borgið, ef til styrjaldar kæmi. íslendingar annist framkvæmd slíkra verksamn- inga, sem hafi forgang í verkefna- niðurröðun næsta áratug. \ Um fjáröflun til slíkra fram- kvæmda er ekki hægt að ákvarðaf fyrr en skýrsla um kostnaðaráætíun lægi til grundvallar. fslenska ríkisstjórnin ætti nú þegar. að fara fram á heildarendurskoðun á varnarsamningnum, en sú málaleitunj tekur allt að 6 mánuðum. Hér er um að ræða umfangsmikið og marg-j slungið mál, sem íslenska þjóðin) verður að standa einarðlega aðj Þjóðin væntir þess, að núverandt utanríkisráðherra Benedikt Gröndal hafi kjark og dug til þess að komaj þessum málum á það stig að íslend- ingar geti litið stoltir til framtiðarinn-j ar. Kristján Pétursson deildarstjóri. A „Augljóst er, aö varnarsamningurinn er meingallaður bæöi er tekur til fram- kvæmdar og geröar hans.” ^ „tslenska ríkisstjórnin ætti nú þegar að fara fram á heildarendurskoðun á varnar- samningnum.”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.