Dagblaðið - 29.08.1979, Side 2

Dagblaðið - 29.08.1979, Side 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979. Af heimsókn á „ffnt veitingahús”: Meðlætið var „fitusjúskaðar kartöflututtlur” Óánægður gestur skrifar: Það er dýrt að fara út að borða, eins og það er kallað, á íslandi, en að það sé þess virði og manni til ánægju er ekki hægt að segja og það vekur sannast furðu mína, að enginn skuli láta í ljósi vanþóknun sina og taka þegjandi við þeim oft misheppnuðu veitingum og þeirri þjónustu, ef þjónustu skyldi kalta, sem veitt er á veitingahúsum hér. Við hjónin höfum bæði gaman af að borða góðan mat og á okkar heim- ili er þess gætt, að matur sé bæði góður og velframreiddur, þess vegna ætlumst við til að sama gildi þegar borguð er margföld fjárhæð fyrir matinn. í Reykjavík eru um 3—4 mat- staðir, sem kalla má ,,fina” staði, þar sem fólk kemur til að slaka á, fá sér glas af víni og snæða. Fyrir skömmu fórum við hjónin á einn slikan stað og höfðum hugsað okkur að reyna enn einu sinni staðinn til að gá hvort við gætum ekki verið heppin og átt þar góða kvöldstund. Ég settist eftirvæntingarfull við borðið sem við höfðum fengið til af- nota því sannast að segja hlakkaði ég reglulega til að slaka á og þurfa ekki sjálf aðstanda í matargerð. Þjónninn tók pöntunina og fengum við okkur sinn hvorn drykkinn fyrir matinn. í forrétt valdi ég sjávarréttakokkteil og hann valdi rér súpu. í aðalrétt völd- um við nautakjötsrétt og með þessu gott rauðvin sem við þekkjum og kunnum vel að meta. Það er annars furðulegt, hve oft nautakjöt er ekki til á þessum stöðum og væri gaman að vita hvers vegna. Ég hefði haldið að bjóði staðurinn upp á rétt á mat- seðlinum eigi rétturinn að vera til, nema hráefnið sé bundið við árstíma. I þettasinnvar nautakjötið til. Hófleg bið eftir matnum Á þessum stað eru kertaljós á öll- um borðum, þ.e.a.s. þau loga ekki nema gesturinn kveiki sjálfur á þeim. Er ég leit í kringum mig, sá ég að ekki hafði verið kveikt á þeim, alla vega ekki þar sem ég sá til. Til hvers eru þá kertaljós? Eru þau ekki til að gera staðinn meira aðlaðandi? Eða hvað? Við hjónin reykjum ekki og urðum því að biðja þjóninn um að kveikja á kertinu. Við röbbuðum saman og biðum hóflegalengi eftir matnum. Þjónninn kom nú með forréttinn. Minn réttur samanstóð af rækjum og humar, og ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, svei mér þá, yfir var skellt bragðvondri mæjonessósu svona til að eyðileggja alveg hið góða humar- og rækjubragð. Ég spurði manninn minn hvernig súpan væri og nægði mér að sjá svipinn á honum. Ég reyndi að ná humarnum og rækjunum upp úr væminni sósunni og skildi siðan helminginn eftir af mínum rétti. Nú kom að aðalréttinum. Þennan rétt höfum við oftsinnis fengið okkur og höfum þá reynslu að hann sé nokkuð í lagi. Nú, til að byrja með eyðilagði þjónninn strax matinn með því að hrúga á diskinn og yfirfylla hann svo að næstum flóði út úr auk þess sem kartöflur og annað grænmeti sem fylgdi með var ósmekklega fleygt á diskinn í hrúgur, en allir vita, sem kunna að meta mat, að líka er nauð- synlegt að hann líti vel út. Með kjöt- inu, sem ég vil taka fram að var mjög gott og mátulega steikt og sósan var líka mjög góð, var borið: grillaður tómatur (eiginlega hálfgrillaður), franskar fitusjúskaðar kartöflututtl- ur og hálfir, kaldir sveppir úr dós (ég Raddir lesenda veit ekki betur en nóg sé til af hinum frábæru, íslenzku sveppum á íslandi í dag). Því eru þeir ekki notaðir? Á diskinum var hrúga af bitaaspas, ekki fíni langi aspasinn, nei, nei, heldur bragðlausir slepjulegir aspas- bitar. Með þessu var svo borið salat, ég held ég sleppi að lýsa því, það yrði of langtmál. Kartöflurnar höfðu gleymzt Ég hafði heldur lítinn áhuga á að borða frönsku fitukartöflurnar með þessu og bað þjóninn um bakaða kar- töflu. Svar þjónsins: Það hafði vist gleymzt. Kartaflan kom: eða réttara sagt tvær pínulitlar kartöflur, hálf- kaldar, með stórum smjörbita í. Þjónninn hellti einu sinni í glösin okkar, spurði aldrei hvort við værum ánægð, spurning, sem mikið er notuð víða erlendis en aldrei á íslandi. Hér er ætlazt til að allir láti sér lynda það sem borið er fram og hvernig það er gert, borgi rándýrt fyrir og þegi svo. Ekki má skilja mig svo að við höfum ekki oft gagnrýnt, því það höfum við gert. En það fólk, sem leyfir sér slikt er litið hornauga, jafnvel haldið að það sé eitthvað skrítið. Gagnrýni er ekki þoluð á íslandi, þó hennar sé vissulega þörf. Mælirinn er fullur Við hjónin borðuðum kjötið, skildum það sem með var borið að 7 mestu eftir og höfðum ekki nokkra lyst á að sitja þarna lengur, hvað þá að reyna eftirrétt og kaffi. Við flýtt- um okkur heim og höfum enga löngun til að heimsækja þennan stað á næstunni og munum ekki ráðleggja vinum okkar það. Reikningurinn var rúmlega 30 þúsund krónur, sem við hefðum að sjálfsögðu borgað með glöðu geði, hefði maturinn verið þess virði. Það skal tekið fram, að þessi staður þótti til fyrirmyndar hér áður fyrr fyrir frábæran mat og góða þjónustu en því miður er ekki svo lengur. VERZLUIUIIM HÆTTIR 1. SEPTEMBER Ekki má skilja þessa grein mína svo, að þessi staður, sem ég segi frá sé sá eini sem vonbrigðum veldur. Þeir eru allir undir sama merki nema ef vera skyldi einn en það er Hótel Holt, sem ennþá getur verið stolt af sínum mat og nokkuðgóðri þjónustu. Málið var bara þannig, að eftir margar tilraunir til að fá þá þjónsutu og þann mat sem talizt getur full- nægja kröfum gesta á þessum stöðum, var mælirinn orðinn fullur. Vona ég bara að veitingahúsaeigend- ur taki sig á og bæti betur um, þannig að gestir þeirra fari ánægðir frá borði. ALLTGEFIDÍ FLÓAMARKAfHNUM Gerður Pálmadóttir í Flónni hringdi: Hún vildi vekja athygli á smá- klausu á Lesendasíðunni á mánudag þar sem sagt var frá konu er keypti kjól á 2500 kr. í verzlun og sá síðan nákvæmlega eins kjól á flóamarkaði Dýraverndunarsambandsins á langt- um lægra verði. Allar vörur sem eru á flóamarkaðinum eru gefnar og auk þess er öll vinna þar gefin. Verzlunin er rekin á allt öðrum grundvelli. "" , ^ llastM IfT^SBO PLASTPOKAR Hirsthmann Útvarps-og sjónvarpsloftnet fyrir Iitsjónvarpstaeki, magnarakerfi og tilheyrandi loftnetsefni. Ódýr loftnet oö dód. Heildsala Smasala. Sendum i póstkröfu. Radíóvirkinn Vekja má athygli á því að í um- ræddri klausu varð prentvilla. í fyrir- sögninni stóð (réttilega) að kjóllinn hefði kostað 200 kr., en 2000 kr. í greininni sjálfri. Kjóllinn kostaði 200 kr. á flóamarkaðinum. Þakkírtil JóhönnuG. Möller Jóhanna G. Möller þýddi og las mið- degissöguna Aðeins móðir. DB-mynd: Ragnar Th. Útvarpshlustandi á Siglufirði hringdi: Ég vil senda Jóhönnu G. Möller kæra kveðju með þakklæti fyrir frá- bæra miðdegissögu sem hún þýddi og hefur lesið í útvarpið að undanförnu. Týsgötu 1 - Simi 10450 Sagan, Aðeins móðir, er frábæriega góð og ég á tæpast orð til ao iys<i ánægju minni með flutning Jóhönnu.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.