Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.08.1979, Qupperneq 5

Dagblaðið - 29.08.1979, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979. Kartöflukeðjan: Engin fyrirmæli um stöðvun á nidurgreiðslum til fleiri — en Þykkvabæjarverzlunarinnar ,,Nei, hingað hefur ekki borizl leiðsluráðs landbúnaðarins. Frétta- nein tilkynning frá viðskiptaráðu- maður DB spurði um það, hvort neyti eða rikisendurskoðun um að nokkur fyrirmæli hefðu borizt f þessa stööva niðurgreiðslur á kartöflunt til átt. annarra framleiðenda en þess, sem Framleiðsluráð landbúnaðarins DB skýrði frá á sínum tíma,” sagði rannsakaði fyrir skömmu skýrslur Jön Grimsson, starfsmaður Fram- ákveðinna kartöfluframleiðenda með tilliti ti) niðurgreiðslna, sem DB vakti athygli á. Leiddi rannsóknin i ljós, að ástæða var til þess að ætla, að svik- samlegum aðferðum hefði verið beitt til þess að fá niðurgreiðslur, Ríkisendurskoðun rannsakar nú alla kartöfluframleiðendur með tilliti til þessarar vitneskju. Viðskiptaráðuneytið leggur fram fé til niðurgreiðslna. Framleiðslu- ráðið sér um framkvæmd þeirra. Viðskiptaráðuneytið hafði ekki fengið upplýsingar frá ríkisendur- skoðun um meint eða augljóst mis- ferli annarra en að ofan greinir, er DB spurðist þar fyrir um málið. Rikisendurskoðun gefur engar uþplýsingar um gang rannsóknarinn- ar, hvernig sem á er leitað. Rannsókn hennar tekur til allra kartöflufram- leiðenda landsins. Rannsókninni er haldiðáfram. -BS Orkubú Vestf jarða í innheimtuhug: REIKNINGUM RIGNIR YFIR VESTFIRDINGA —voru 1450 milljón króna skuld — reikningar söf nuðust saman og voru seint sendir ut „Hér er um byrjunarerfiðleika Orkubúsins að ræða. Það hefur kostað mikla fyrirhöfn að sameina þær raf- veitur sem fyrir voru,” sagði Ólafur Helgi, fjármálastjóri Orkubús Vest- fjarða, er DB hafði samband við hann vegna frétta af miklum innheimtuað- gerðum fyrirtækisins. Þess munu dæmi að fólk hafi fengið marga reikninga í einu frá fyrirtækinu og hefur gætt óánægju með það. Ólafur sagði, að síðast þegar fjár- hagsdæmi Orkubúsins hafi verið skoð- að þá hafi raforkukaupendur verið í 450 milljón króna vanskilum við Orku- búið. „Útsendingar á reikningum hafa dregizt,” sagði Ólafur, ,,og reikningar hafa líka safnazt saman hjá fólki og fyrirtækjum. Við erum núna að gera skurk í þessu.” Ólafur sagði, að í ákveðnum tilfell- um gæti verið um mjög umtalsverðar upphæðir að ræða og þess væru dæmi að fyrirtæki og einstaklingar skulduðu reikninga frá ársbyrjun 1978. Þeir reikningar sem nú er verið að seriþa út eru bæði fyrir almenna notk- un og fyrirtækjanotkun. Reikningar fyrir almenna notkun ná til og með apríllokum 1979 og reikningar fyrir notkun fyrirtækja ná til júníloka 1979. - GAJ „Ég þori að fullyrða að fermetrinn í Sýningahöllinni hefði orðið ódýrari en fermetrinn í Laugardalshöllinni er,” sagði Jón Hjartarson, eigandi Sýningahallarinnar við Bíldshöfða. Sú spurning hefur vaknað í hugum margra hví Alþjóðlega vörusýningin sem nu cr haldin er í Laugardalshöll sem þegar er orðin of lítil þegar Sýn- ingahöllin við Bíldshöfða er til staðar. Eins og fram hefur komið í máli kaupstefnumanna sem að sýning- unni standa hefur orðið að reisa þús- und fermetra aukaskála undir sýning- una þar eð Laugardalshöllin var orðin oi' lítil. Þennan skála verður að rífa að notkun lokinni vegna þess að Reykjavíkurborg vill ekki þiggja hann til kaups. En hvers vegna þá Laugardalshöll? „Laugardalshöllin hefur ýmsa kosti fram yfir Sýningahöllina og eftir að við vorum búnir að skoða málið vandlega völdum við hana,” sagði Bjarni Ólafsson, framkvæmda- stjóri sýningarinnar. „Það pláss sem við höfum hér er stærra en það sem við gætum fengið i Sýningahöllinni. Hér höfum við 3 þúsund fermetra sal auk baksals og útisvæðis. Laugardalurinn er lika betur staðsettur fyrir bæði almenning og okkur. Sýningahöllin er á tveim hæðum og engin lyfta á milli og þegar sýningarmunir eru allt upp í 15 tonn, skiptir það hreint ekki svo litlu máli,” sagði Bjarni. Jón var ekki alveg sammála honum. „Það svæði sem sýningin hefði getað fengið ef eftir því hefði verið leitað er um 6 þúsund fer- metrar. Þetta er eina sérhannaða sýn- ingarhúsnæðið á landinu og rúmar það mun betur en t.d. Laugardals- höllin. Næg bílastæði eru einnig hér við og gott að komast að,” sagði Jón. - DS Sýningahöllin ódýrarí — völdum laugardalshöll eftir vandlega yfirvegun, segir framkvæmda- stjóri Vönisýningarinnar Gestahappdrætti á Vörusýningunni 34 fara íókeypis sólarfrí Mikið verður um „Ijónheppna” sólarlandafarþega með Útsýn ó næst- unni, því ferðaskrifstofan gefur dag- lega 500 þúsund króna sólarlanda- ferð fyrir tvo i gestahappdrætti á Al- þjóðlegu vörusýningunni í I.augar- dalshöll. Allir gestir eru þátttak- endur. Á mánudagskvöldið varð Heimir Einarsson sá heppni og tekur við vinningnum úr hendi Bjarna Ólafs- sonar, framkvæmdastjóra Kaup- stefnunnar. Disa Dóra Hallgrims- dóttir, starfsmaður Útsýnar, sam- gleðst Heimi. Tugirtonna af heyi seld- ir til Færeyja „HREINIR SMÁMUNIR” segir Gfsli Krístiánsson hjá Búnaðarfélaginu „Heysala frá íslandi til Færeyja er í svo smáum stil að ekki tekur að tala um hana. Þetta eru hreinir smámunir,” sagði Gísli Kristjánsson hjá Búnaðar- félagi íslands i samtali við blaðið. Far- þegi með Smyrli lét þess getið við DB að heybaggar hafi verið fluttir um borð í færeysku ferjuna i Seyðisfjarðarhöfn á dögunum. Þótti honum það kyndugt að verið væri að selja hey úr landinu þegar fyrirsjáanlegt er heyleysi á ein- staka svæðum landsins. „Við höfum árlega selt Færeyingum lítilræði af heyi. Sú sala breytir engu til eða frá fyrir okkur. Ljóst er að í sumar er sums staðar skortur á heyi og því kemur meiriháttar heysala úr landi ekki til greina,” sagði Gísli. Samkvæmt upplýsingum starfs- manns á afgreiðslu Smyrils á Seyðis- firði eru þegar farin 47 tonn af heyi í tveimur Smyrilsferðum. Taldi hann ekki fráleitt að ætla að álíka magn biði flutnings til Færeyja. Hann sagði jafn- framt að heyflutningar ti Færeyja yrðu heldur meiri í ár en áður. -ARH Fágætur hey- fengur á Suðuríandi — hey hrekjast fyrir norðan Metheyskapur er hjá bændum í Skaftafellssýslum og af Suðurlandi berast fréttir af fágætum heyfeng í sumar, að sögn Búnaðarfélags- manna. Heyskapur er afar misjafn- lega staddur eftir landshlutum. Á svæðinu frá Hornafirði vestur um til Borgarfjarðar er ástandið almennt mjög gott, enda hefur sólin glennt sig hvað ákafast á svæðinu i sumar. Á Norðurlandi er ekki alveg eins bjart yfir Betlehem. Þar hefur verið langur óþurrkakafli og ólund í veðurguðum dögum saman. Lítt eða ekki hefur verið hreyft við heyvinnutækjum viða og hey hrekjast á túnum. Alvarlegt ástand skapast i fóðuröflunarmálum bænda á óþurrkasvæðunum ef vætu- tíðinni linnir ekki alveg næstu daga. - ARH

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.