Dagblaðið - 29.08.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979.
9
Gæsarungar ófleygir
í upphaf i veiðitímans
og óvenju mikið um gæsadauða í vor vegna kuldanna
„Geesaveiðitíminn er bundinn frá
20. ágúst í lögum og við gætum ekki
fært hann aftur þó við vildum,” sagði
Runólfur Þórarinsson, deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu. Runólfur
hefur á sínum snærum friðun villtra
dýra á landinu og sat meðal annars í
nefnd sem undirbjó frumvarp um
breyttan veiðitíma anda og gæsa. í því
frumvarpi sem fyrst var lagt fram 1978
og verður aftur lagt fram í haust er gert
ráð fyrir að gæsaveiðitíminn hefjist 1.
september í stað 20. ágúst eins og nú.
Gæsaveiðimenn sem hafið hafa
veiðar þessa dagana hafa orðið varir
við mikið af ófleygum gæsarungum og
telja jafnvel að svo sé um meirihluta
unganna. Gæsin verpti óvenju seint í
vor vegna kulda og eru ungarnir því
óvenju smáir við upphaf veiðitímabils.
„Það sagði mér fróður maður sem
fór um Suður-Þingeyjarsýslu í vor að
óvenju mikið hefði verið um dauða gæs
þar þá. Gæsin hreinlega frýs föst við
jörðina og drepst í stórum stíl þegar
vorið er svona kalt. Því veitti ekki af að
frumvarpið væri orðið að lögum núna
til þess að vernda ófleyga unga, svo
menn hreinlega gangi ekki að þeim og
skjóti,” sagði Runólfur. - DS
Nýsett lög um tryggingar erlendis valda deilum:
Framkvæmd laganna ætti
ekki að valda erfiðleikum
— segir Oddur Ólafsson, alþingismaður
Tryggingar tsienzkra aðila erlendis: <
„ENGINN AÐIU HEFUR
FENGH) SUKTIEYFI”
—segir forstödumaöurTryggingaeftirlitsins og tdur ekki
mögJegtaðframfylgjanýjumlöguniumþettaefni
„Þaö liggur cngin umsókn fyrir og nema mcö leyfi ráöherra og hann á aö félög tryggja sig og það á samkva
enginn aöili hefur fengið slikt leyfi. Ef leita umsagnar Tryggingaeftirlitsins,” þessum lögum aö hafa aögang aögö
eitthvaö er um þetta þá er þaö á ská viö sagöi Erlcndur og bætti þvi viö aö um ftíaga og einstaklinga á svipai
iögin,” sagöi Eriendur Lárusson, for- Tryggingaeftirlitiö heföi lagt til að hátt og um innlend vátryggingafélöi
jtöðumaður Tryggingaeftirlitsins i þessu yröi breytt. að ræöa. Ég held, aö það sé ófn
samtali viö DB. „Þetta var sett inn I lög á siöustu kvæmanlegt fyrir eftirlitiö aö fylg
I Rcykjavíkurbréfi Morgunblaösins stundu með breytingartillögu frá með þessu. Ég hekl aö þetta sé fl.
19. ágúst sl. segir aö stórir aðilar hafi Albert Guðmundssyni,” sagöi heitaákvæöi og ég hef skrifaö rá
sótt tryggingar sinar til útlanda vegna Erlendur. ,,Ég þekki ekki hliöstætt neytinu og farið fram á endurskoðu
þess aö hinum innlendu aöilum væru ákvæöi í lögum annarra þjóöa, aö þvi. Ég geröi þaö raunar strax mei
ekki búin sömu rekstrarskilyröi og þar Tryggingaeftirlitið skipti sér af þvi, þetta var til umfjöUunar í þinginu
tiökast. DB spuröi Erlend um þetta. hvar einstaklingar tryggja sig. Sam- þaö var ekki hlustaö á það þá,” sa
,,Þaö er nýbúið að setja þaö i lög aö kvæmt þessu ákvæöi á »ft«riitiö Frlendnraftlnknm
„Við fengum þetta sjónarmið fram í
nefndinni. Ég hef hins vegar ekki trú á,
að þarna séu þeir annmarkar á, að það
ætti að valda erfiðleikum,” sagði Odd-
ur Ólafsson, alþingismaður og nefnd-
armaður í heilbrigðis- og tryggingar-
nefnd, er Dagblaðið innti hann álits á
þeim ummælum Erlendar Lárussonar,
forstöðumanns Tryggingaeftirlitsins, í
DB sl. laugardag, að ekki sé mögulegt
fyrirTryggingaeftirlitið að fylgjast með
því, að framfylgt sé nýsettum lögum
um, að óheimilt sé að tryggja erlendis
nema með leyfi ráðherra.
Ólafur sagði, að þetta sjónarmið
Erlendar hafi verið kynnt i nefndinni.
Það hafi hins vegar ekki þótt rökstutt
nægjanlega og því hafi ekki verið á það
fallizt. Hann sagðist fyrst og fremst
álíta það hlutverk embættismanna
kerfisins að framfylgja þeim lögum
sem alþingi setti þó vissulega gætu
ábendingar embættismanna verið
gagnlegar.
Eins og kom fram i Dagblaðinu sl.
laugardag hefur Erlendur nú lagt til, að
þessum nýsettu lögum verði breytt
vegna þess, að hann telur ekki mögu-
legtaðframfylgjaþeim. -GAJ
Með slökkvitæki
i Himnaríki
— en þar var unnið að landhreinsun
Á sjötta tímanum á laugardaginn leið enda um jeppaslóðeina að ræða.
var slökkviliðinu tilkynnt frá Gufu- Var farið með slökkviliðsmenn á
nesradíói að skíðaskáli í Bláfjöllum jeppa upp eftir.
stæði í ljósum logum. Var fljótt Er þangað kom reyndist aðeins um
brugðið við að vanda og haldið í Blá- landhreinsun að ræða. Skálinn er
fjöll. í ljós kom að um var að ræða ónýtur orðinn sakir elli og átti að
skála sem er ofar í fjöllunum en hreinsa til, en það láðist að láta vita.
gamli skáli Ármenninga í Jósefsdal, Eldurinn sást líka úr flugvélum og
og heitir því fallega nafni Himnaríki. þótti að vonum tíðindum sæta.
^EkkMtomsMlökkviliðsbíllinr^ll^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ASt^
Grunnurinn að hinu nýja safnaðarheimili á Selfossi hefur þegar verið reistur. Hvert
framhaldið verður ræðst af fjármagni. DB-mynd Ragnar Th.
Safnaðarheimili ísmíðum við Selfosskirkju
„Gefur ótal möguleika”
— segir sr. Sigurður Sigurðarson, sóknarprestur
,, Við kirkjuna er starfandi kvenfélag.
og æskulýðsfélag. AA-deildin, sem
starfaði í kirkjukjallaranum, varð að
fara þaðan vegna plássleysis,” sagði
séra Sigurður Sigurðarson, sóknar-
prestur á Selfossi, er Dagblaðið hafði
samband við hann og spurði út í, hvaða
not kirkjan mundi hafa af hinu nýja
safnaðarheimili sem nú er hafin bygg-
ing á við Selfosskirkju. Einnig er ráð-
gert að lengja sjálfa kirkjubygginguna
lítilsháttar en hún var vígð 1956. Þá er
og fyrirhugað að reisa turn við kirkj-
una. Grunnflötur jtessarar nýju bygg-
ingar verður 340 fermetrar.
Séra Sigurður benti á að kirkjan og
söfnuðurinn hefðu átt erfitt með að
taka á móti gestum, kórum og æsku-
lýðshópum vegna þess að þessa að-
stöðu hefði vantað. Þetta nýja húsnæði
gæfi ótal möguleika fyrir unglinga- og
æskulýðsstarf, veizlur og möguleika á
umræðum eftir messur.
Um fjármögnunina sagði séra
Sigurður, að hún byggðist einkum á
frjálsum framlögum fólks. Þá væri von
um lán úr kirkjubyggingasjóði og
félagsheimilasjóði. Selfossbær lagði
fram 4 milljónir króna og önnur éins
upphæð hefur borizt með frjálsum
framlögum. Þá hefur talsvert starf
verið unnið í sjálfboðavinnu við bygg-
inguna.
í safnaðarheimilinu nýja verður einn
stór samkomusalur, skrifstofur, fund-
arherbergi, snyrtingar og eldhús.
Bjarni Pálsson arkitekt teiknaði húsið
en byggingarframkvæmdir hefur með
höndum Guðmundur Sveinsson bygg-
ingameistari. -GAJ
Okkur vantar aðstöðu
í miðbæ Kópavogs
Nýtt, frjálst og óháð, stálhresst bæjarblað í Kópavogi
vantar nú þegar hóflega aðstöðu sem næst umferðinni í
miðbæ Kópavogs; herbergi eða aðgang að skrifstofu. Fyrst
um sinn til áramóta. Simi 26050, Heimir Jóhannsson.
UTBORGUN
1/3
BENSiNVERÐ,
EKKERT MÁL
HJÁ
F ' AT
EIGENDUM, ÞVÍ
EYÐSLAN ER LÍTIL
K0MIÐ í SÝNINGARSAL
0KKAR AÐ
SÍÐUMÚLA 35