Dagblaðið - 29.08.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979.
hún hrapaði, augsýnilega til þess að
hægt yrði að gera við járnbrautar-
teinana sem allra fyrst. En ekki finn-
ast hermannalík við allar rannsóknir.
„í júní síðastliðnum fórum við
með lið manna til Omaha strandar-
innar. Franskur kafari kvaðst hafa
séð nokkra Sherman skriðdreka á
hvolfi á kafi i vatni,” segir Rogers.
,, Við eyddum fjórum dögum við að
leita að skriðdrekunum, en fundum
enga. Franski herinn hefur lofað að
fara yfir svæðið með sónartækjum.
Ef hann finnur drekana förum við á
staðinn aftur.”
Benti á
fjöldagröf
í nóvember á síðasta ári tilkynnti
Vestur-Þjóðverji bandarískum emb-
ættismönnum í Frakklandi að honum
væri kunnugt um fjöldagröf, þar sem
í væru sautján eða átján bandarískir
fallhlífarhermenn. Gröfina sagði
hann vera nálægt Saales.
Maður þessi, sem ekki er unnt að
gefa upp nafniðásagði að er hann var
hermaður sjálfur hafi hann eitt sinn
séð þýzka SS menn koma marserandi
með hóp af föngum með sér. Allir
hurfu þeir inn í skóginn, en síðar
komu SS mennirnir til baka, fanga-
lausir.
Hópur manna frá Frankfurt rann-
sakaði landsvæðið, sem Þjóðverjinn
benti á, en ekkert fannst. Helzta
skýringin á því er sú að á þessum tíma
hefur landið breytzt svo mikið að
Þjóðverjinn hafi ekki fundið rétta
staðinn aftur.
John Rogers og lið hans nota
læknaskýrslur, tannlæknakort og
gamlar vígvallaskýrslur til að reyna
að finna fortíð þeirra hermanna, sem
enn eru að finnast. Sú leit getur oft
tekið marga mánuði og oft er hún ár-
angurslaus.
„Stundum er eina vísbendingin um
að þeir eru Bándaríkjamenn sú að
þeir bera bandarísk vopn,” segir
Rogers.
Þegar í ljós kemur hverjir hinir
föllnu hermenn voru í lifanda lífi,
kemur það oft illa við eftirlifandi
ættingja, sem reynt hafa að gleyma
sorginni. Stundum getur það þó veitt
ættingjunum vissan létti.
„ í september síðastliðnum fundum
við einn gamlan hermann undir götu í
Metz í Frakklandi,” segir Rogers.
„Okkur tókst að rekja okkur áfram
af þeim gögnum, sem fundust á
honum. Síðan sendum við líkið til
ekkju mannsins í Bandaríkjunum.
Hún hafði aldrei gifzt aftur og gat
fyrst nú samþykkt það að maður
hennar hefði fallið í heimsstyrjöld-
inni.”
ÚrlHT
hægt að breyta á formlegan hátt, en
meðan svo er ekki gert þá eru þetta
lög í landinu. Það virðist ekki skipta
Svavar Gestsson nokkru máli. Hann
efaðist um réttmæti raunvaxta þá, og
gerir víst enn. Hann leggur til i ríkis-
stjórn að landslög verði brotin. Það
var samþykkt sem lög, að Seðlabank-
inn ætti að gera þetta í áföngum, sem
þýðir auðvitað jöfnum áföngum.
Enginn dregur i efa að það sé rétt
túlkun að það verði gert á þriggja
mánaða fresti, svo sem aðrar hlið-
stæðar aðgerðir. Þetta er því spurn-
ing um raunvexti eða ekki raunvexti.
Ráðherra bankamála leggur til, að
ríkisstjórn feli Seðlabanka að falla
frá því að hlíta landslögum.
Fulltrúi flokks bankamálaráðherra
í bankaráði Seðlabankans fer eins að.
Þegar vaxtabreyting kemur þar til af-
greiðslu, situr hann hjá og lætur
bóka áróðurstillögu sem hefur að
geyma prívatskoðanir hans á vaxta-
málum. Prívatskoðanir Inga R.
Helgasonar (eða þó það væri Kristinn
ekkert upp við þetta. Að sjálfsögðu
er vaxtastefna í landinu, á miklum
verðbólgutímum, stórpólitískt mál.
Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir.
Umræður fóru fram á Alþingi nær
allan síðasta vetur. Meirihluti Al-
þingis komst að niðurstöðu og sam-
þykkti lög, þar sem Seðlabanka ís-
lands var skipað að framkvæma
þessa stefnu. Þá á Seðlabankinn að
gera það. Annað er lögbrot og á að
meðhöndlast sem slíkt.
Kerfi í molum
í ríkisstjórn sitja framkvæmda-
stjórar Alþingis. Ríkisstjórn hefur
ekkert vald umfram það, sem Alþingi
lætur í té. Það er inntak og eðli þrí-
skiptingar valds í framkvæmdarvald,
löggjafarvald — og dómsvald. Ef Al-
þingi samþykkir raunvaxtastefnu í
áföngum fyrir einhvern ákveðinn
tíma, þá getur ráðherra ekki breytt
öðruvisi, nema þá vera lögbrjótur.
En þetta er sjálfur vandi og kjarni
málsins. í þessum sömu efnahagslög-
^ Hvaö, ef Vilmundur Gylfason slægi eign
sinni á hálft bókasafn Svavars Gests-
sonar?
Finnbogason eða hvaða annar við-
skiptajöfur sem vera skal) koma
þessu máli auðvitað nákvæmlega
ekkert við. Bankaráð Seðlabankans á
að hlýða landslögum.
Sannleikurinn virðist hins vegar sá,
að kerfið er svo veikt, virðing fyrir
lögum svo lítil, valdmörk víða svo
óljós, að menn kippa sér sennilega
um var ríkisstjórn sett að fram-
kvæma fieira, m.a. í sparnaðarskyni.
Það hefur einfaldlega ekki verið gert.
Þess í stað vill Tómas Árnason, fjár-
málaráðherra, mæta heljar gati á
rikissjóði með sköttum, rétt eins og
lög, sem samþykkt voru á Alþingi,
séu ekki til.
En hvernig á með að fara, þegar
II
\ / ' ............... ................................*
RÍKISSTJÓRNIN
HEFUR BRUGÐIZT
Nú nálgast óðum hin næsta kerfis-
bundna kauphækkana- og verð-
bólgusprenging, en svo sem öllum er
kunnugt þá er sjálfvirk keðjuspreng-
ing kauphækkana framkvæmd á
þriggja mánaða fresti.
Hinar sjálfvirku, óraunhæfu kaup-
hækkanir valda síðan jafnmikilli
verðbólgu, það er 9% kauphækkun
þýðir 9% verðbólga til viðbótar
þeirri sem fyrir er.
Segja má að samanlögð laun allra
landsmanna sé það sama og þjóðar-
tekjumar, og eitthvað meira til skipt-
anna er einfaldlega ekki til.
Ef laun allra landsmanna eru samt
sem áður hækkuð um t.d. 9% þá er
skrifuð fölsk ávísun á þessi 9%.
Afleiðingin af því verður sú, að
gjaldmiðillinn, þ.e. íslenzka krónan,
skreppur saman þar til jafnvægi næst
við þjóðartekjumar, í þessu tilfelli
rýrnar krónan um 8,3%.
Sá sem á eina milljón króna í
banka (eða seðlum) í þessari viku,
vaknar upp við það eftir mánaða-
mótin, að hann hefir verið sviptur
83.000 krónum af upphæðinni. Sá
hinn sami getur svo dundað við að
reikna út hvað hann „græddi” mikið
á 9% „launahækkuninni”, og hvað
„kjarabótin” og „verðuppbótin”
var mikils virði.
Meðallaunahækkun allra lands-
manna, plús eða mínus breyting á
þjóðartekjum á einu tímabili — og
aukning verðbólgu á sama tíma — er
samatalan.
Það er: 50% meðallaunahækkun á
einu ári, er sama sem 50% verðbólga,
miðað við að þjóðartekjur standi í
stað.
Og það þýðir einnig, að krónan
hefir rýrnað um 33% á sama tíma. Sá
sem átti 3 milljónir í banka um
síðustu áramót, verður sviptur 1
milljón af verðmæti þeirrar upphæð-
ar um næstu áramót, með því einu að
allir fái 50% „verðlagsuppbætur” á
árinu, i formi óraunhæfra launa-
hækkana.
Með því að stöðva allar launa-
hækkanir i dag, og halda öllum
launum síðan óbreyttum, þá fjarar
verðbólgan út á 12 mánuðum.
fslenzka krónan yrði þá að stöð-
ugum gjaldmiðli, og auðvitað yrðu
ýmsar aðrar breytingar í efnahags-
kerfinu.
Ánægjulegasta breytingin yrði þó
sú að krónan yrði gjaldgeng erlendis
á borð við mörk, dollara og pund.
Allt í einu myndu menn uppgötva, að
þeir þyrftu ekki lengur í bankann til
þess að kaupa gjaldeyri ef þeir ætl-
uðu til dæmis í sólarferð. Menn væru
einfaldlega með sinn eigin gjaldeyri,
sínar verðmætu íslenzku krónur í
veskinu sínu og þeim gætu þeir skipt
í hvaða banka sem væri í veröldinni.
Ríkisstjórnin hét því að stöðva
verðbólguna, en ennþá hefir hún
ekkert aðhafzt. Ef rikisstjórnin telur
að eitthvað annað en óraunhæfar
kauphækkanir valdi verðbólgunni,
þá ber henni skylda til að skýra þjóð-
Kjallarinn
Tryggvi Helgason
inni frá því, og þá jafnframt hvaða
ákvörðun hún hafi tekið í samræmi
við það, til stöðvunar verðbólgunnar.
Ef ríkisstjórnin, á hinn bóginn,
þorir ekki að taka neina ákvörðun,
þá hefir hún gjörsamlega brugðizt
skyldu sinni og loforðum sínum, og
ber að segja tafarlaust af sér. Þjóðin
hefir ekki efni á því að borga níu
mönnum ráðherralaun .fyrir það eitt
að fljóta sofandi að feigðarósi.
Vænlegast teldi ég að meirihluti
þingmanna sameinaðist um að styðja
utanþingsstjórn sem sæti fram á
næsta sumar, en þá yrðu nýjar kosn-
ingar, en hin nýja stjórn yrði skipuð
mönnum, í það minnsta sumum
þeirra, úr röðum atvinnurekenda og
framkvæmdastjóra — mönnum sem
væru vanir að stjórna og taka
ákvarðanir.
Tryggvi Helgason
flugmaður.
/
„Kerfísbundin kauphækkana- og verö-
bólgusprenging.”
ráðherrar telja sig ekki þurfa að
hlýða lögum? Hér er enginn stjórn-
sýsludómstóll. Lagakerfið, frá
Hæstarétti íslands og niður úr, er
yfirmáta slappt og sinnulaust kerfi.
Lagakerfið sinnir hefðbundnum, til-
tölulega mjög þröngum málaflokk-
um. En stór svið eru látin ósnert.
íslenzk lögfræðingastétt er þröngt
menntuð og þess vegna þröngsýn.
Þar virðist ekki áhugi á grundvallar-
spurningum um stjórnarfar. Laga-
kerfið tekur litinn eða engan þátt í
opinberri umræðu um grundvallar-
spurningar um stjórnkerfi og réttar-
far. Það hefur verið látið líðast, að á
íslandi eru sjálfskipaðir lögsögu-
menn, menn sem segja lögin þegar
grundvallaratriði eru annars vegar.
Slík lögsögumannsrulla virðist hafa
fylgt embætti prófessors í stjórnlaga-
fræðum. Gallinn er hins vegar, að
þetta hafa verið eða orðið stjóm-
málamenn, sem hafa fyrr eða síðar
haft stjómmálalega hagsmuni, og
ekki aðra. Bjarni Benediktsson
virðist hafa farið með slíkt lögsögu-
mannshlutverk allt frá lýðveldis-
stofnun og til dauðadags. Þá tók
Ólafur Jóhannesson við, og var það
mikil afturför. Það má taka um það
mýmörg dæmi hvernig Ólafur Jó-
hannesson, bæði á Alþingi og utan
þess, hefur gert tilraunir, senj raunar
hafa oft heppnazt, til þess að segja
lögin í landinu, og auðvitað hafa
túlkanir hans ekkert komið lögfræði
við, heldur verið kalt pólitískt mat í
eigin þágu. En kallinn hefur komizt
upp með þetta, þó stundum hafi þó
gengið fram af öðrum, og t.d. á Al-
þingi hafi aðrir þingmenn lesið yfir
hausamótunum á honum úr hans
eigin fræðiritum, sem kölluðeru.
Þetta kerfi hlýtur að vera á síðasta
snúning. En það gerist engu að síður
á ríkisstjórnarfundi, að bankamála-
ráðherra gerir um það tillögu, að lög
verði brotin og ríkisstjórn fram-
kvæmi ekki það sem Alþingi hefur
gert henni að framkvæma. Mér vit-
anlega hefur hvorki lögsögumaður-
inn né aðrir látið í ljósi áhyggjur af
því, að það kerfi sé orðið meira en
lítið siðvillt, þegar ráðherra gerir um
það tillögu í ríkisstjórn að brjóta
landslög. Málið er rætt fram og aftur
í fullri alvöru. í bankaráði Seðla-
bankans eru skiptar skoðanir hvort
hlýða eigi landslögum eða ekki! Þar
Kjallarinn
Vilmundur Gylfason
viðra einhver möppudýr pólitiskar
skoðanir sínar eins og landslög séu
ekki tU.
Að hruni komið
Þetta kerfi hlýtur að vera að hruni
komið. Óvirðing fyrir lögum og rétti
hefur farið vaxandi. Æ fleiri sjá, að
réttarkerfið — lögin í landinu — er
ekki virðulegt, heldur óvirðulegt.
Svokölluð efnahagsleg afbrot hafa
færzt og færast enn í vöxt. Þegar
skattar voru lagðir á í sumar, þá
þekkja allir í kringum sig dæmi þess,
að svo hrópandi misræmi er mUli
" *
uppgefinna tekna og lífsstUs, að lög-
brotin (skattsvikin) eru nánast borð-
liggjandi.
Ég held að æ fleiri geri sér ljóst, að
slíkt er af nákvæmlega sömu rótum
og það, þegar bankamálaráðherra,
dyggilega studdur af málgagni sínu
og póUtískum samherjum, gerir um
það tillögu í ríkisstjórn að brjóta
landslög.
Þessi lög voru að vísu ekki brotin
nú, þó ekki væri það bankamálaráð-
herra að þakka. Þrátt fyrir banka-
málaráðherra var lögum um Seðla-
banka íslands hlýtt (!) En hvað gerist
næst? Og ef lögin verða brotin, hvað
þá? Hvern á að draga tU ábyrgðar og
hvernig? Einhverjir sparifjáreigendur
gætu farið í mál. Það tæki væntan-
lega tímann sinn. Valdhlýðni dóms-
kerfisins gagnvart ríkisvaldi er þekkt.
Eflaust væri hægt að fara í orðaleiki
um lagatexta. Og samfélag lögbrot-
anna suUaði áfram með bankamála-
ráðherra í broddi fylkingar, studdan
af lögsögumanninum á stóU forsætis-
ráðherra — og vafalaust einnig
réttarkerfinu í Iandinu ef á þyrfti að
halda.
Einhver gæti sagt, að Alþingi eigi
að steypa þeirri ríkisstjórn eða þeim
ráðherrum, sem neita að fara að lög-
um. En máUð er ekki alveg svo ein-
falt. Alþingi á ekki að þurfa að ræða'
það, hvort fara eigi að lögum eða
ekki. Það á að vera sjálfsagt mál. Al-
þingi setur lög, meðal annars um það
hvernig með skuU fara þegar lög eru
brotin. En þegar virðingarleysi fyrir
lögum veður uppi í rikisstjórn, þá
versnar málið. í reynd er dregið úr
virðingu stjómmála og þeirra, sem
þau stunda. Hrokafullir embættis-
menn eða spilltir bankaráðsmenn
vaða þess i stað uppi. Hinir einnig,
sem fremja efnahagsleg lögbrot. Svo
hefur verið um margra ára skeið. Það
virðist ekki vera að breytast til batn-
aðar. Nema síður sé.
Vilmundur Gylfason
alþingismaður.