Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 — 228. TBL. RITSTJÓRN SJÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Miklar taf ir á New York-f luginu: LEIGUFLUGVEL FLUGLESÐA NAUÐLENTIÁ AZOREYJUM DCSþotan enn íhreyfílfestingarviðgeró Það er helzt sem ekki eigi af Flug- leiðum að ganga um þessar muridir. Vegria bilana og ohappa er flugvéla- kostur Flugleiða svo Iftill þessa dagana að New York flug varð að fella niður bæði í gær og í morgun og afgreiðslufólk svarar fyrirspurnum þannig til að áætlaö sé að fljúga til New York kl. 4 i fyrramálið. DC—10 vél Flugleiða er nú i píla- grímafluginu og hefur DC 8 vél annazt Ameríkuflugið. Á dögunum kom í Ijós bilun í hreyfilfestingu þess- arar Flugleiðavélar og var þá tekin leiguvél. Er sú leiguvéT var að fara frá Bahama á sunnudagskvöldið stóð yfir viðgerð á flugvellinum og gat yéltn ekki hafið sig til flugs með full- fermi af bensíni. Var henni gert að lenda á St. Thomas eyju og fylla geyma sina, I flugtaki frá St. Thomas-eyju varð það óhapp að bilun varð i vængjaflöpsum. Voru nú góð ráð dýr því brautin á flugvellinum á St. Thomas er svo stutt að vélin gat ekki lent þar aftur að vörmu spori. Var nú flogið á vélinni með vængflapsana að ein- hverju leyti fasta til Azoreyja, þar sem er herflugvöllur með löngum brautum. Þar var nánast nauðlent aðfaranótt þriðjudags. Þar varleigu- vélin komin i strand og af þessu urðu hinar miklu tafir á Ameríkufluginu_, JH Deilan á Neskaupstað: Sætztámála- miðlun ígær „Málið er leyst, þó ekki alveg á þann hátt sem við vildum," sagði Stella Steinþórsdóttir, trúnaðarmaður í Síldarvinnslunni í Neskaupstað í morgun. Á vinnustaðnum kom tvívegis til skyndiverkfalla í síðustu viku vegna óánægju verkafólksins með eftirlitskonu í frystihúsi. Krafa fólksins var að konan yrði færð til í starfi. Málamiðlun sem sætzt var á í gær felur í sér, að konan hefur á- fram eftirlitsstörfin í sínum hönd- um. Hins vegar mun hún ekki hafa afskipti af verkafólkinu né taka ákvarðanir sem snerta fólkið. Var annar starfsmaður settur yfir skoðunardeildina. -ARH. Gylfi Jónsson varðstjórí með út- búnað bensinþjófanna i morgun. DB-mynd Sv. Þorm. Bensínþjófnaður viðHöllina Tveir ungir piltar, en þó svo gamlir að þeir voru umráðamenn eða eigendur bíls, voru staðnir að verki við bensínþjófnað af bílum við Laugardalshöllina í gær- kvöldi. Fóru þeir með tvo 25 1 brúsa og slöngu inn á bílastæði hallarinnar meðan landsleik- urinn stóð yfir. Höfðu þeir náð góðum slatta i brúsana er lög- reglan sá til þeirra. Strákarnir hlupu og hurfu út í myrkrið þó eltir væru. Litlu siðar nálguðust þeir höllina aftur til að huga að bíl sínum. Féll þá grunur á þá en þeir neituðu unz sönnunargögnin sáust, bensín á höndum þeirra. -A.St. „Við erum að bíða eftir skammtinum okkar, "sögðu hrollkaldir myndlistamemar á Austurvelli I gær. Þeir tóku upp á þvl að mœta ú vóllinn og útdeila öndvegis kjötsúpu viðfótskör Jónsforseta Sigurðssonar. Hressingin nefhdist kreppusúpa I tilefni af versnandi árferði I landi voru. Litil krepputeikn sáust þó á súpunni, en myndlistarnemar bjuggust við að súpan myndi þynnasteitthvaðþegarkrepptiennmeiraað. ARH/DBmynd: Bjarnleifur. Forsetahjónin skoða söfn og gamlar byggmgar ídag Forsetahjónin dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra heimsækja i dag 300 þúsund manna borg, Tournai, i suðurhluta Belgiu. Þar eyða þau deg- inum við að skoða söfn og domkirkj- una. Hádegisverð snæddu þau í boði borgarst jórnarinnar. í kvöld verða þau gestir belgisku ríkisstjórnarinnar i Egmont-höll, skammt frá Brussel. Verður Martens forsætisráðherra og frú hans gest- gjafar í þeirri veizlu. Á morgun, fimmtudag, sem er sið- asti dagur opinberu heimsóknar for- setahjónanna til Belgiu, fær forsetinn tækifæri til að ræða smástund við Luns, aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, skoða fornleifar frá dögum Rómaveldis og ræða við fornleifafræðinga. Fengu forsetahjónin hlýjar mót- tökur er þau komu til Belgíu í gær og tóku konungshjónin á móti þeim á flugvellinum. Mikill viðbúnaður var og mannfjöldi veifaði íslenzkum og belgiskum fánum. - A.BJ. MissirSólnes fyrstasætið? — sjábaksíðu Herf erð gegn utanbæjar- mönnumíRvík — sjábls.5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.