Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.11.1979, Qupperneq 6

Dagblaðið - 15.11.1979, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979. ísland er fullgildur aðili aö INTERPOL — og íslendingar sitja ársþing, Evrópuþing og sérstaka fundi alþjóda- samtakanna „ísland varð fullgildur aðili að lnterpol — alþjóðlegum samtökum lögregluyfirvalda árið 1970 og siðan þá hafa íslendingar setið á ýmsum al- þjóðaþingum samtakanna, sér- stökum Evrópufundum og ýmsum sérfundum innan INTERPOL,” sagði Hjatli Zóphaníasson, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, í viðtali við DB. Hjalti kvað Jón Thors vera yfir- mann þeirrar deildar er um mál INTERPOI. fjallaði hér á landi og hefði Jón setið flesta fundi alþjóða- samtakanna allra íslendinga. Sjálfur kvaðst Hjalti hafa setið eitt alþjóða- þing, eitt Evrópuþing og setið sér- stakan fund sem fjallaði um flugrán. Þá hefði Ásgeir Friðjónsson saksókn- ari setið fundi um fikniefnaglæpa- mál, Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri setið eitt þing og Þórir Oddsson vararannsóknarlögrelgustjóri sér- staka fundi um afmörkuðglæpamál. „Við sendum ekki fulltrúa á öll allsherjarþing samtakanna vegna kostnaðar enda eru þau haldin vítt ogbreitt um heimskringluna.” Hjalti taldi beinan kostnað íslendinga af aðild að Interpol nú nema um hálfri annarri milljón króna og kostnaður við þátttöku á fundum og þingum lægi þar fyrir utan. Hjalti kvað ótvírætt hagræði að því fyrir Island að vera í þessum sam- tökum. Meginstarf samtakanna væri söfnun og veiting upplýsinga um. afbrotamenn. Með einu telex-skeyti mætti afla upplýsinga sem langan tíma tæki að safna ella. Hefðu íslenzk yfirvöld þó nokkrum sinnum notfært sér þetta og eins hefðu þau aðstoðað Interpol um upplýsinga- söfnun og lýst hefði verið eftir alþjóðlegum glæpamönnum hér og yfirvöld hér vöruð við þeim. Meginstarfslið Interpol er skrif- stofulið með aðalstöðvar í Paris en skrifstofur víðsvegar um heim. Lög- reglulið hefur ínterpol ekki en þó var tekin upp sú nýlunda að ráða sér- staka lögreglumenn vegna afbrota á Kkki er óliklegt að nafn einhvers Íslcndings og mynd af honum séu í þessu myndasafni Interpol i Paris — landinn hcfur víða komið við. sviði fíkniefnamála því afbrotamenn á þvi sviði þykja vera sá hópur manna sem sízt og minnst virðir landamæri ríkja. Finnskur maður gegnir þessu hlutverki á svæði því sem ísland er á hjá Intcrpol. Hjalti kvað samvinnuna við Interpol vera hvað mesta á sviði fíkniefnamála. 1 Interpol eru nú rúmlega 120 aðildarríki. Samtökin urðu 50 ára 1973 og í tilefni þess afmælis voru að sögn Hjalta víða gefin út frímerki eða afmælisins minnst á annan hátt, sem sýndi að yfirvöld fjölmargra þjóða virða vel þessi alþjóðasamtök. Hjalti kvað kvikmynd þá er sjónvarpsáhorfendum var sýnd af starfsemi Interpol ekki gefa rétta mynd af starfsemi samtakanna. Nánast ný samtök hefðu risið upp af rústum heimsstyrjaldarinnar og væru enn að mótast og eflast að getu og víðfeðmi í baráttunni við af- brotafólk. -A.St. Þcir sem þátt lóku i Noróurlandakeppni í hárgreiðslu og skurði i Sviþjóð um síðuslu helgi. Talið frá vinstri, Sigurpáll, Ástvaldur, Garðar, Jón, Rannveij;. Sólveig, Krislín og Brósi. Mynd þessi var tekin þegar keppendurnir voru kynntir á Hótel Sógu fyrir mánuði. Noröurlandamót í hárgreiöslu og skurði: Island með mesta stigafjöldann tveir komust ífyrsta sæti ísland var númer tvö í Norðurlanda- keppni í hárgreiðslu- og skurði sem fram fór í Norrköbing í Svíþjóð um síðustu helgi. Fimm hárgreiðslu- meistarar og þrir rakarar tóku þátt i mótinu. Rannveig Guðlaugsdóttir frá hár- greiðslustofunni Perlu varð númer eitt í framúrstefnugreiðslu og Sigurður G. Benónýsson (Brósi) númer fjögur. I klippingu og blæstri varð Sólveig Leifsdóttir frá hárgreiðslustofunni á Hótel Loftleiðum númer eitt og vann hún þar með Norðurlandameistara- titilinn af Brósa sem lenti í þriðja sæti. íslendingar stóðu sig mjög vel i keppninni og þegar stigin voru tekin saman í lokin kom fram að ísland var með langmesta stigafjöldann. öll Norðurlönd tóku þá't í keppninni og i fyrsta sæti í samanlögðu, þ.e. klippingu og blæstri, galagreiðslu og framúrstefnu varð Danmörk. Þar á eftir kom island, eins og áður er sagt. Keppendur eru ennþá ókomnir til landsins og erfitt hefur þvi reynzt að fá upplýsingar um hvaða lönd komu á eftir Danmörku og íslandi. Þeir sem þátt tóku í keppninni voru 7. nóvember sl. varð kona fyrir bíl við gangbraut á Norðurfelli í Breiðholti. Rakst hönd konunnar harkalega í bílinn og við rannsókn í slysadeild kom í Ijós að höndin var brotin. Bílnum, sem konan varð fyrir, ók kona. Var bíllinn blár, líklega af Sigurpáll Grimsson, Ástvaldur Guðmundsson, Garðar Sigurgeirsson, Jón Benediktsson, Rannveig Guðlaugs- dóttir, Sólveig Leifsdóttir, Kristín Hálfdánardóttir og Sigurður G. Benónýsson. Mazdagerð og með í-númeri. Konan i bláa bílnum ók konunni, er fyrir bíl hennar varð, á slysadeild en yfirgaf hana þar og hefur ekkert látið í sér heyra síðan. Lögreglan biður þessa konu í bláa Mazda-bílnum með í- númerinu að gefa sig fram. Síminn er 21633. -A.St. Bláan Mazda bíl með í-númeri vantar Vilmundur í Bæjarútgerðinni: Við eigum að sprengja — ríkisstjórnimar aftur og aftur ef þær standa sig ekki „Ég er þrítugur og hvað haldið þið að ég hafi í laun fyrir það að setjast þarna inn í ráðuneytið? Eina milljón og fjögur hundruð þúsund á mánuði. Þetta er fjórum sinnum hærra, en verkafólk eins og þið berið úr býtum. Þetta errangt.” Vilmundur Gylfason, dóms- og menntamálaráðherra, spjallaði við starfsfólk Bæjarútgerðar Reykja- víkur í gær og lýsti þar launamismun þeim sem rikir í kerfinu og tók sjálfan sig sem dæmi. Raunar er ekki rétt að segja að Vilmundur hafi spjallað, því matsalur BÚR er stór og starfsmenn margir, þannig að hann þurfti að kalla til þess að fólkið heyrði. Og það gerði hann svikalaust og skóf ekki utan af hlutunum frekar en endranær. ,,Hvað vit er í visitölukerfi því sem við búum við í 60% verðbólgu þar sem verkafólk fær 30 þúsund kr. kauphækkun á meðan ráðherrann fær 120 þúsund? Það þarf að breyta valdakerfinu. Raunvaxtastefnan er rétt, en þó með þvi skilyrði að ríkis- valdið reyni að hemja dýrtíðina. Þó ganga raunvextir í 60% verðbólgu ekki gagnvart unga fólkinu sem er að byggja. Þess vegna verður að taka þau lán út úr og hafa til lengri tíma. En hverjir hafa fengið lánin? Eruð það þið? Nei. Það eru þeir sem búa til atvinnufyrirtækin og eiga skipin. Þeir græða á verðbólgunni. Það er eignafærsla frá sparifjáreigendum til stóreignamanna. Ríka fólkið hefur flotið ofan á hinu óhreina vatni verð- bólgunnar og neikvæðu vaxta- stefnunnar. Raunvaxtastefnan er rétt, verðbólgan er röng. Þess vegna eru kosningar nú. Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar var mynduð á þrotabúi Geirs Hallgrímssonar til bráðabirgða. Þeg- ar hins vegar var litið til lengri tíma náðist ekki samstaða. Við eigum að sprengja ríkistjórnir aftur og aftur ef þær standa sig ekki. Við hefðum get- að setið í fjögur ár en við munum sprengja aftur og aftur, þar til við getum komið hingað og varið þá ríkisstjórn sem við erum stoltir af." Þá var Vilmundur spurður um stjórnarmyndun eftir kosningar. Verður viðreisn? Engin möguleiki var útilokaður, en „stefna Sjálfstæðis- flokksins er botnlaus og leifturstríð útheimtir skriðdreka. En með Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen í forystu þarf ekki að óttast. Þá má nefna stjórnarmyndunina eftir kosningarnar 1956. Fyrir þær hafi Haraldur Guðmundsson gefið loforð um að Alþýðuflokkurinn færi aldrei í stjórn með kommúnistum. Tveimur mánuðum síðar voru þessir flokkar komnir saman í stjórn og Haraldur varð að flytja til Noregs. Ég ætla mér að búa áfram á íslandi.” -JH. Vilmundur þrumar yfir starfsmúnnum BUR: Er það réttlæti að cg fái 1.4 milljónir á mánuði — fjórfalt meira en þið? DB-mynd: Ragnar I h.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.