Dagblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 2
2 ✓ DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979. Um skemmtanalíf Keflvíkinga: Kosið verði um vínveitingastað Viss ljómi hefur ávallt verið yfir skemmtanalifinu í Keflavík og á Suðurnesjum. í mörg ár var Ung- mennafélagshús Keflavíkur einn aðaldansstaður Suðurnesjamanna og lögðu unglingar víða að á Suður- landsundirlendinu á sig töluvert erfiði til að skvetta þar úr klaufunum. Aldurstakmark þar var sextán ár en sjaldgæft var að fólk eldra en 21 árs sæist þar innan dyra. Það var iþróttafélag staðarins sent rak Ungmennafélagshúsið sem i daglegu tali gekk undir nafninu Ungó. Þar voru vínveitingar ekki leyfðar en það látið liggja milli hluta þó að fólk smyglaði með sér áfengi inn. Vandræði af dansleikjunum i Ungó voru hverfandi litil og sízt meiri cn gengur og gerist á sveita- böllum. — Og þar með erum við komin að því máli, sent fjallað verður unt í greinarkorni þessu, vínvcilingunum. Skemmtistaðurinn Ungó var dæmdur óhæfur til skemmtanahalds og var þvi lagður niður. Háttvirtir Keflvikingar stóðu því uppi án nokkurs ballhúss og urðu að sækja skcmnuanir sinar út fyrir bæjar- félagið. Stapinn í Ytri-Njarðvik tók þvi við hlutvcrki Ungó. Þar voru haldnir dansleikir fyrir sextán ára og eldri og er svo enn — með öðrum orðunt unglmgadansleikir. Þeir sem komnir cru til vits og ára leggja yf- irleitt ekki leið sina á slíkar skemnuanir. Það léttist því brúnin á ntörgum þegar fréttis! að nokkrir framtakssamir einstaklingar hygðust koma til móts við eldri bæjarbúa og setjaástofn vinveitingastað. Bæjarstjórn hefur hins vegar unnið ötullega að því að eyðileggja fyrir þessum mönnum. Sá fyrsti sem hugðist setja upp vir'":';nDastað gafst upp þvi að vitað var að hyu myndi aldrei fá vinveitingaleyfi Sá næsti hugðist setja upp diskótek |m: sem yrði 20 ára aldurstakmark. Keflvikingar hugðu sér því gott til glóðarinnar. Nú þyrftu þeir ekki lengur að fara til Rcykjavikur cl' þá langaði til að skcmnUa sér. Það er hverjum ntanni Ijóst að slik skemmtilerð cr dýrt fyrirtæki. Mcð áætlunarbíl kostar ferðin 1100 kr. hvora leið, en tuttugu þúsund sé tekinn leigubíll. Siðustu ferðir Sér- leyfisbifreiða Keflavikur eru klukkan 23 nema sunnudaga. Þá fer bíllinn um miðnættið. Það er þvi Ijóst að skemmtiferð til Reykjavíkur kostar einnig gistingu á hóteli. Ennþá kom bæjarstjórnin til skjalanna og neitaði að veita diskótekinu vínveitingaleyfi. Ætla mætti að meirihluta bæjarstjórnar skipuðu fyrirmyndar bindindismenn sem mér er reyndar kunnugt um að hefur ekki við rök að styðjast. — Ástæðan fyrir synjuninni mun vera persónulegs eðlis eða svo hefur mér skilizt. Bæjarstjórnarmenn hafa óbeit á þvi að það skuli vera þessi tiltekni maður en ekki einhver annar, sem hyggst setja á stofn vínveitingastað. — En hver er þá þessi annar? Kannski sá scm ég hef hcyrt að eigi fokheldan stað í byggingu, stað sent ekki verður lokið við fyrr en eftir ntörg ár. Á meðan þessu fer fram er diskótckið okkar Keflvikinga vinveitingalaust. Aldurstakmarkið þar er sextán ár og ég hefði gaman af að sjá bæjarstjórnina okkar skemmta sér innan unt þann aldurshóp. En það er ekki nóg með að diskótekið fái ekki leyfi til vinveitinga. Þegar opið er skal óeinkennisklæddur lögregluþjónn standa við dyrnar og telja inn í húsið líkt og þegar bændur telja sauðkindur sinar inn i fjárhús. — Bæjarstjórnin lætur aldeilis ekki svindla á sér. — Þegar húsfyllir er er öllu lokað. Sömuleiðis þegar klukkan er orðin 23.30 þó að langt i frá sé að leyfilegum hámarksfjölda gesta sé náð. Til að kóróna allt santan eiga þessir óeinkennisklæddu lagaverðir það til að handtaka fólk og skella i iám, án þess svo ntikið sem að sýna nokkurt einkennismerki. Er þelta sú þróun í skemmtana- menningu okkar Keflvikinga, sem bæjarstjórnin telur æskilega? Og hvers eigum við, sem komin erum yfir tvítugt, að gjalda? Eigum við að þurfa að halda áfram að fara til Reykjavikur ef okkur langar til að skemmta okkur? Af hverju geta ekki gilt sömu reglur i Keflavík og Reykja- vík? Eru Keflvikingar kannski eitthvað óþroskaðri en Reykvíkingar eða meiri óvitar undir áhrifum á- fengis? Eða er ástæðan fyrir á- kvörðun bæjarstjórnar sú að hún ótt- ast að sá sem áhuga hefur á að setja upp vinveitingastað hagnist svo vel að hann verði „of stór” fyrir bæjar- félagið? Maður gæti látið sér detta margt vitlausara í hug. Til að bita hausinn af skömntinni var fyrir stuttu haldinn almennur dansleikur i félagsheimilinu Stapa t Ytri-Njarðvik með diskóteki, vínveitingum og skynsamlegu aldurs- takmarki. Viti menn, það fór vel á með gcstum, stympingar engar og allir skemmtu sér eins og bezt varð á kosið. Ekki voru Suðumesjamenn þá of óþroskaðir til að skemmta sér saman með opinn bar á skemmtistaðnum. — Bágt á ég að trúa því að meirihluti bæjarstjórnar- ntanna í Njarðvík sé bindindissantari en kollegar þeirra hinum megin við bæjarmörkin. Af hverju er Keflvikingum ekki gefinn kostur á að kjósa um það hvort leyfa skuli vinveitingastað i kaupstaðnum cður ei? — Þarf kannski nýjan bæjarstjórnarmeiri- PALMROT Hnnska gœðavarun Ný sending OPH) i KVOLD TIL KL 7 LAUGARDAG TIL HADEGIS Laugavegi69 — Sími 16850 Margir af þekktustu hljómlistarmönnum landsins hófu feríl sinn i Kefiavfk. Hér er fyrsta fslenzka bftlahljómsveitin, Hljómar. Á myndinni eru frá vinstri Rúnar Júlfusson, Gunnar Þórðarson og Erlingur Björnsson, Á myndina vantar Engil- bert Jensen. hluta með heilbrigðari skoðanir á veitingahúsamenningu og mönnum sem vilja reka skemmtistaði til að svo geti orðið? — Það gefst ágætis tækifæri til þess nú í desember að kanna hver vilji meirihluta bæjarbúa er í þessum efnum. Ég get fullvissað bæjarstjórnina -um að það er anzi stórt knippi atkvæða sem er rnér fylgjandi í þessu máli. Sé um persónulegt stríð meirihlut- ans að ræða gegn manni, sem gengið hefur vel í viðskiptum hér syðra, þá skora ég á hana að skoða hug sinn og hætta öllum bamaskap. Að lokum vona ég að bæjarstjórnin sjái sóma sinn í að svara þessu bréfi sem fyrst.nema þá að hún hafi eitthvað óhreint mjöl i pokahorninu í máli þessu. Virðingarfyllst, Kristinn T. Haraldsson. Þórir S. Guðbergsson. r UOTT ORÐBRAGÐ í SÍDDEGISSÖGU Móðir i I.augarneshverfi hringdi: Mig langar til að vekja athygli á síðdegissögu útvarpsins fyrir börn eftirÞóriS. Guðbergsson. Sagan fjallar um vandræða- ungling i Sviþjóð og er orðbragðið á köflum svo ógeðslegt að mér finnst sagan alls ekki eiga heinta i útvarþi. Ég hef rætt þetta við marga og eru flestir ntér sammála um að saga sem þessi eigi ekkert erindi i útvarp. Bryndfs er mjög hæfur stjómandi Jóhanna Sigmundsdóttir hringdi: Eftir lestur greinar Vilborgar Gísladóttr, sem birtist í DB 12. nóv. s!., finn ég mig knúna til að mólmæla orðum hennar um stjórnun Bryndisar Schram áStundinni okkar. Andstætt því sem kemur frant i greininni tel ég Bryndisi Schram vera mjög hæfan stjómanda. Frá því hún tók við þættinum hefur efnisval aukizt til ntuna og meiri vinna er lögð í gerð þáttanna. Nú viröist Stundin höfða betur til eldri aldurshópa en áður. Ég mundi ráðleggja Vilborgu að athuga hug sinn betur gagnvarl þættinum. Það er ekki fyrir okkur foreldra að dæma, heldur börnin. Undir þetta álit taka nokkrir samstarfsfélagar mínir. Raddir lesenda Bryndís Schram. Ranglega nefndur skattur Unnandi sveitarinnar skrifar: Við hjónin erum annaðhvort svo lánsöm eða nú orðið svo ólánsöm að hafa fyrir yfir 30 árum byggt okkur dálitið sumarkot í fallegri sveit og unað okkur vel. Við höfum verið þarna öllunt stundum við gróður og sveitasælu og gert minna viðreist en margur annar og kannski sparað dýrmætan gjaldeyri. Við höfum greitt alla þá skatta sem okkur hefur borið að greiða, landleigu, veiðiréttarleigu, fasteigna- skatt, brunabótagjöld o.s.frv. En viti menn. Nú birtist fyrir tveimur-og hálfu ári skattur sem þeir kalla sýsluvegasjóðsgjald, einar litlar 16 þúsund krónur lægst og meira hjá sumum eftir eignarmati upp undir 20 þúsund á ári. Sumir sem eiga þessi sumarhús keyra aldrei á sýsluvegi en fáskattinn samt. Hver er jressi skattur? Hann var fyrst rukkaður án þess að birta eitt eða neitt á prenti um þessa væntanlegu gjaldheimtu og svo harkalega, að lögtaksréttur cr áskilinn. Getum við borgarbúar ekki skattlagt utanbæjarfólk fyrir að aka um götur Reykjavikur og annarra kaupstaða? Hvað skyldi næsti skattur heita? Ef til vill andrúms- loftsskattur? Allt annað er nýtt til- fulls! ÖRORKll- BÆTUR0G 0PINBER GJÖLD Öryrki hringdi: Við öryrkjar og ellilífeyrisþegar fáum okkar lífeyri ekki borgaðan út fyrr en 15. hvers mánaðar en við verðum að vera búin að borga opinber gjöld s.s. sima, hitaveitu og rafmagn fyrir 10. dag. mánaðarins. Á þeim tima höfum við því yfirleitt engan pening. Það hljóta allir að sjá að þessu verður að breyta. A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.