Dagblaðið - 16.11.1979, Síða 11

Dagblaðið - 16.11.1979, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979. Hinir nýju valdhafar hafa ekki farið varhluta af ýmsum vandamál- um vegna öfgarnanna bæði til hægri og vinstri. Það hefur aukið á erfið- leikana að mikið er til af vopnum víðsvegar um landið frá því þeim var dreift meðal fólks. Vinstri sinnar hafa margir viljað notfæra sér hin nýfengnu vöid strax og hækka laun verkafólks um allt að helming. Stjórnin hefur ekki treyst sér til að verða við þessum kröfum eða lofa því. Hins vegar hefur fólki verið lofað því að það fái einhverjar uppbætur fyrir launamissi fyrri tíðar. Meðal hægri manna hefur gætt nokkurrar andstöðu gegn hinum nýju stjórnvöldum frá fyrri stuðnings- mönnum Somozafjölskyldunnar. Hugmyndir hafa verið uppi að endur- skoða afstöðuna til þessara manna og hætta að taka þá þeim vettlingatök- um sent hingað til hefur tíðkazt. Hclzta verkefni hinnar nýju stjómar i Nicaragua er hins vegar enduricisii atvinnulífsins og efnahags landsins. Ekki var ástandið gott fyrir en varð enn verra er Somoza, hinn brottrekni forseti, og fylgifiskar hans fóru með nær alla sjóði ríkisins með sér í útlegðina. Í Ijósi þeirra staðreynda þarf því að líta ákvörðun stjórnarinnar um að þjóðnýta banka landsins. Þar þarf alls ekki að vera um að ræða stefnu í átt til þjóðnýtingar heldur líklegast aðeins um nauðsynlega aðgerð að ræða til að halda uppi eðlilegu pen- inga- og bankakerfi í landinu. Einnig er eðlilegt að Nicaragua leiti endur- samninga um lánskjör sin vegna er- lendra lána. Skuldir landsins nema nú um það bil 1,6 milljörðum dollara og þar af falla 0,6 milljarðar í gjald- daga fyrir lok þessa árs. Ljóst er, að ef ekki tekst innan tíðar að reisa efnahagslífið aftur við og auka atvinnu getur óróatímabilið haldið áfram og jafnvel aukizt. 1 kjölfar þess gæti komið önnur bylting og þáeinræðisafla. Núverandi valdhafar í Nicaragua eiga lof skilið fyrir að reyna að halda öllu innan skynsamlegra marka og jafnframt setja líf i vinnuaflsfrekar atvinnugreinar og landbúnað. Hafa verður í huga, að þó svo til séu í landinu embættismenn með reynslu og þjálfaðir kaupsýslumenn eru sandinistarnir, sem tóku við stjórn af liði Somoza, lítt þjálfaðir til stjórn- sýslu. Fyrra samstarf skæruliðahópa innan hreyfingarinnar er ekki hugsað til slíks og þvi getur samvinna við stjórn landsins reynzt erfið. Á meðan verið er að yfirvinna þessa erfiðleika þarf Nicaragua allrar þeirrar aðstoðar við, sem hún getur fengið. Ánægjulegt er að fregna af því, að slík aðstoð sé nú farin að berast frá rikjum víðs vegar að úr veröldinni. Gott dæmi um þetta er hveitiframlag frá Bandaríkjunum, sem gerir það kleift að brauð sé á al- mennum markaði og það megi kaupa fyrir gjaldmiðil Nicaragua ásamt einnig korni og sojabaunum. Hingað til hafa Bandaríkin veitt aðstoð sem nemur um það bil 20 milljónum dollara. Búizt er við þvi að sú tala eigi eftir að margfaldast innan tíðar. Þjálfaðir og hæfir sendimenn frá Bandaríkjastjórn eru komnir til landsins undir stjórn Lawrence Pezz- ullo sendiherra. Þeir vinna nú i ná- inni samvinnu við þarlend stjórnvöld að því til dæmis að koma á tengslum við bandaríska kaupsýslumenn. Slik aðstoð einstakra ríkja þarf að halda áfram jafnhliða aðstoð ýmissa alþjóðastofnana. Ef Nicaragua tekst að feta sig til trausts lýðræðis munu menn í öðrum ríkjum hafa dæmið fyrir sér. Þá verður hægt að benda á, að ef hægri ógnarstjórn fellur þarf það ekki endilega að leiða til vinstri ógnarstjórnar í staðinn. fyrravetur ekki siður markað mikil- væg spor í baráttunni fyrir sjálfsögð- um mannréttindum fatlaðra. Þann árangur, sem þar náðist, getur flokkurinn þakkað þingstyrk sinum og einbeittum áhuga Jóhönnu Sigurðardóttur þingmanns Alþýðu- flokksins, og Magnúsar H. Magnús- sonar félagsmálaráðherra hans. Hér eru fyrst og fremst hafðar i huga tvær mikilvægar lagasetningar: Jóhanna Sigurðardóttir flutti ýtar- legt frumvarp um Framkvæmdasjóð öryrkja. Frumvarp þetta, sem nú er orðið að lögum, tryggir 1000 milljóna króna verðtryggða árlega fjárveitingu til margvíslegra þarfa öryrkja. Máþarm.a. nefnauppbygg- ingu verndaðra vinnustaða, endur- h'æfingarstöðva og dvalarheimila. Þá er einnig orðið að lögum frum- varp félagsmálaráðherra, Magnúsar H. Magnússonar, um aðstoð við þroskahefta. Þar er að Ftnhá ákvæði um uppbyggingu greiningarstöðva, fjölskylduheimila, sérskóla og starfs- fræðslu- og starfsþjálfunardeilda að grunnskólanámi loknu. Þessum málefnum þroskaheftra er einnig tryggt fjármagn úr þeim framkvæmdasjóði, sem hér að framan er getið. Þessi lög öðlast gildi 1. jan. 1980. Og þau hafa þá sérstöðu, að þar er fjármagn tryggt til framkvæmda. Þau eru því alvörulög, en ekki sýndarmennska og dauður bókstaf- ur, eins og finna má um þessi mál víðsvegar í lagabálkum frá Alþingi. Það vantar svo sem ekki ákvæði í grunnskólalögin um málefni þroska- heftra, en þau hafa að mestu leyti verið skrautfjöður fram á þennan dag vegna þess, að fjármagn hefur skort. Hér hefur því vissulega merkum áfanga verið náð í réttlætisátt fyrir þá vanræktu þjóðfélagshópa, sem þarna eiga hlut að máli. En geta má þess, að frumvörp þessi fóru ekki fyrirhafnar- laust gegnum þingið. Þar reyndust margir steinar i götu, þó að lokum tækist með harðfylgi að ryðja þeim úr vegi. Þá skal þess og getið hér, að Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt fram frumvarp um húsnæðismál aldraðra og örorkulífeyrisþega, sem tryggir mjög hagstæð lán til þessara hópa. En greiðslubyrði þessara lána staklingum þegar þjóðin er búin að byggja þær?), stóriðju og rafeinda- iðnaði. Og svo á að lýsa yfir, að nú sé verðbólgan stöðvuð, gengið stöðugt og bankar, sparisjóðir og einstakling- ar ákveði vexti eftir lögmálinu um framboð og eftirspurn. Um sömu mundir verða rikisfyrirtækin boðin upp (fróðlegt verður að sjá framan i þá, sem bjóða í Bifreiðaeftirlitið) og svo sitja tveir tugir löglærðra fyrrver- andi formanna Heimdallar og Vöku á Alþingi og prisa vestræna samvinnu og Atlantshafsbandalagið, samtímis því, að þeir blása til sóknar gegn heimsvaldastefnu bandalagsþjóð- arinnar Norðmanna. » Að lesa yfir sig Hver samdi þetta furðulega plagg? Ekki trúi ég því, að þeir Birgir, Gunnar og Geir hafi sett á blað þann hugmyndahræring sem þar er að finna. Helst dettur mér í hug, að einhverjir iðnir bóka- og blaðales- endur hafi soðið þetta upp úr gömlu viðtali við Milton Friedman um hag- fræðina, sem hann plataði inn á valdaræningjana í Chile hér um árið. Sjálfstæðismenn skyldu vara sig á þeim sem lesa mikið. Þeir fara að halda, að mannlífið sé allt i bókum og unnt sé að finna sannleikann í til- vitnunum, og sannleikurinn sé þvi ,,meiri” sem tilvitnanirnar eru fleiri. Boðað er atvinnuleysi Það er auðvitað ágætt að Sjálf- stæðisfiokkurinn kaus að kasta grimunni og koma til dyranna eins og hann er klæddur. Nú þarf enginn að geta sér til um hvað forysta hans vill. Hún vill koma hér á kerfi þar sem auðmagnið er i höndum einstaklinga, ríkisafskipti í lágmarki og arðsemin ein látin ráða hvað gert er og hvað ógert. Þeir vilja samfélag samkeppni en ekki samhjálpar, samfélag þar sem einstaklingar ráða atvinnutækjum og fjármagni, og hagur alls almennings er háður þvi, sem þessir fjársterku ^ „Sjálfstæðisflokkurinn hyggst beita sér fyrir framkvæmd audhyggju á íslandi.” Kjallarinn Guðrún Helga Jónsdóttir hjá Húsnæðismálastjórn hefurverið með þeim hætti, að örorkulifeyris- þegar hafa í mjög litlum mæli getað notfært sér þau. Einnig hefur Magnús H. Magnússon félagsmála- ráðherra gert þeim málum þýðingar- mikil skil í húsnæðismálafrumvarpi því, sem hann hefur nú tilbúið að leggja fyrir næsta Alþingi. Þar er gert ráð fyrir sérstökum viðbótarbygg- ingarlánum til einstaklinga með sér- þarfir. Lán þessi eiga að vera vaxta- laus. Af verkum þeirra skulu þeir dæmdir, en ekki loforðum Hér er ekki rúm til að gera ýtarlega grein fyrir þeim lögum og frumvörp- um, sem nefnd eru hér að framan, enda munu samtök fatlaðra og einstaklingar í þeirra hópi hafa kynnt sér þau eftir föngum. En nú, þegar Öryrkjabandalagið beinir því til fatlaðra kjósenda i land- inu að hlusta eftir svörum stjórn- málaflokkanna við spurningum þeirra, þá væntir Alþýðuflokkurinn þess, að störf og árangur þingmanna hans á þinginu síðastl. vetur í málefn- um fatlaðra tali skýrustu nráli um hug hans og afstöðu til þessara van- ræktu og gleymdu þegna þjóðfélags- ins. Ég þykist þess fullviss, að allir þeir, sem láta sig málefni fatlaðra ein- hverju varða, tryggi Jóhönnu Sigurðardóitur framvegis sæti á Alþingi, svo að þeir megi áfram njóta ávaxtanna áf dugnaði hennar, því enn eru fjölmörg vandamál fatlaðra óleyst. Aukinn þingstyrkur Alþýðu- flokksins er besta tryggingin fyrir því, að þeir þjóðfélagshópar gleymisi ekki. Guðrún Helga Jónsdóltir A „Alþýöuflokkurinn markaði á Alþingi w mikilvæg spor í baráttunni fyrir sjálf- sögðum mannréttindum fatlaöra.” einstaklingar verja til framkvæmda og framleiðslu. Lögmálið um fram- boð og eftirspurn skal ráða kaup- gjaldi og kjörum, atvinnu og at- vinnuleysi. Ber er hver að baki... Eru þetta ekki fjarstæðukenndar hugmyndir, sem nær hvergi eiga sér formælendur í heiminum í dag? Svo skyldi maður halda. Var þetta ekki einungis örvæntingarfuil tilraun Sjálfstæðisfiokksins til að vinna það fylgi sem verið hefur að reytast af honum undanfarin ár? Þessar tillögur eru þess eðlis, að ætla mætti, að útilokað væri, að nokkur hinna flokkanna gæti farið í rikisstjóm með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar, ef þeim væri haldið til streitu. En menn gleymdu einu. Þeg- ar Hitler hóf leiftursókn sína inn í Pólland fyrir fjörutíu árum hafði hann baktryggt sig með griðasátt- málanum við Stalín. Hann lagði ekki úl i striðið fyrr en hann gat verið viss um, að Rússar væru reiðubúnir að taka þátt í að þurrka Pólland út af landakortinu. Hafði Sjálfstæðis- flokkurinn ef til vill gert hinn nauðsynlega griðasáttmála svo leiftursóknin gegn fólkinu i landinu gæti heppnast? Grunurinn styrktist Kjallarinn HaraldurÓlafsson þegar Alþýðublaðið kom út á laugar- daginn. Þar var ekki eitt einasta orð um leiftursókn Sjálfstæðisflokksins, ekki eitt einasta orð til að andmæla stefnuyfirlýsingu, er gengur þvert á allt það, sem Alþýðuflokkurinn áður fyrr byggði starfsemi sína á. Þarna var ekkert nema meinlausar auglýsingar frá sirkusnum í stjórnar- ráðinu. Er virkilega svo komið, að Alþýðuflokksmenn ætli að endur- reisa viðreisnarsamstarfið, samstarf, sem kostaði þjóðina mikið og hafði nær riðið Alþýðuflokknun. að fullu? Framsóknar- flokkurinn með raunhæfa stefnu Staðan i íslenskum stjórnmálum er nú næsta skýr. Sjálfstæðisflokk- urinn boðar gerbreytingu á öllu því farsældarkerfi, sem hér hcfur verið byggt upp á undanförnum árum. Al- þýðufiokkurinn er reiðubúinn að kyngja öllum stóryrðum og mynda ríkisstjórn er framkvæmi hinar „nýju” hugmyndir og aðferðir frjáls- hyggjunnar, öðru nafni auð- hyggjunnar. Alþýðubandalagið reikar milli Marx og Leníns, menningarróttækni og þjóðernislegr- ar ihaldssemi, hentistefnu og hugar- óra. Framsóknarflokkurinn hefur einn á þessu hausti lagt fram raunsæja og framkvæmanlega efna- hagsstefnu, sem tryggir bætt lifskjör og fulla atvinnu. Flokkurinn hafnar því atvinnuleysi, sem leitt yrði yfir þjóðina, ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að ráða, og hann hafnar þeirri ægilegu verðbólgu, sem yrði afleiðing af því, að stefna Sjálfstæðisflokksins kæmist í framkvæmd. Haraldur Ólafsson. lektor. II ✓ N N ✓

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.