Dagblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 5
 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979. -----------------------------------------------------------------------------------------------------------\ Innborgunarskylda husgagnainnflytjenda: Falsa reikninga til að sleppa við geymslugjald? —öðruvísi er það ekki hægt, segir gjaldkeri í Útvegsbankanum ,,Það hefur aldrei skeð hjá okkur, að húsgagnainnflytjandi sé ekki látinn greiða 35% geymslufé inn á reikning i Seðlabankanum, síðan inn- borgunarreglurnar voru settar á,” sagði Ólafur Stefánsson, féhirðir í útibúi Útvegsbankans við Smiðjuveg i Kópavogi. Eins og DB greindi frá í gær, telja húsgagna- og innréttinga- framleiðendur að húsgagna- innflytjendur hafi sloppið við að greiða 420 milljónir inn á geymslureikninga í Seðlabankanum og kenna þar um andvaraleysi viðskiptaráðuneytis og viðskipta- bankanna. Innflytjendur eiga að greiða 35% af verði innfluttra hús- gagna inn á geymslureikninga í Seðla- banka og ber viðskiptabönkunum að sjá um þá innheimtu. Útvegsbankaútibúið við Smiðjuveg sér um töluverðan hluta þessara viðskipta vegna nálægðar við húsgagnaverzlanir og húsgagna- innflytjendur. Ólafur sagði að hús- gagnainnflytjendur sæktu um gjald- eyrisyfirfærslu og fylltu út umsókn, þar sem tekið væri fram hver innflulningurinn væri. Þegar urn hús- gögn væri að ræða, þá væri innflytjendunum gert að greiða 35 prósentin inn á gcymslureikningana. „Við :öðum ekki i tollflokka,” sagði ólafur, ,,en við sjáum á faktúrum i hvaða tollaflokki viðkomandi vara er. Ef innflytjendur xtla sér að komast hjá því að greiða gjaldið, t.d. með því að gefa upp ósamansett húsgögn eða húsgagna- hluti i stað tilbúinna húsgagna, þá vcrða þeir að falsa faktúrur eða vöru- reikninga. Leiki vafi á að rétt sé upp gefið, getur bankinn látið skoða vöruna. Ég man þó ekki eftir slíku tilfelli hjá okkur í seinni tíð, og get ekki tvarað fyrir aðra banka eða útibú, hvort þau láti hjá líða að ganga eftir þessum greiðslum.” -JH. . Ljós í myrkri? Tilbúinn að koma hvenær sem íslandþarfnast mfn —segir þýzkur prins sem sendinef nd frá íslandi bauð konungstign á landinu bláa ..Hvenær sem íslenzka þjóðin þarfnast miri cr ég tilbúinn að koma,” scgir Friedrich Christian, prins af Schaumburg-Lippe-ættinni, cinni göfugustu aðalsætt Þýzka- lands. Hann fullyrðir, að l'yrir fjöruliu árum, 1938, hafi sér borizt tilntæli frá íslenzku rikisstjórninni um að koma hingað og gerast þjóðhöfðingi landsins, eftir að við hefðum slitið sambandi við Dani. Þegar hann hafði kynnt sér aðstæður og ráðfært sig við konu sína.sem einnig var tiginborin mjög, sótti hann um lausn frá starfi sinu í þýzka upplýsingamálaráðuneytinu. Ennfremur fór hann þess á leit við þýzk yftrvöld, að hann fengi að flytja cigur sinar, sem voru mjög miklar, til íslands, og breyta ríkisborgararétti sinum úr þýzkum i íslenzkan. Flest leyft voru fengin, að því er hann segir, þegar stríðið brauzt út og cyðilagði allar ráðagerðir af þessu tagi. Kápa hæklingsins, cr prinsinn ritafli afl íslandsheimsókninni lokinni. Ber hann titilinn: Konungur á Íslandi? Enn þann dag í dag er hann fús til að yfirgefa rikulega skreyttar hallir sínar í Baden-Baden og Austurriki til að gerast verndari okkar litlu þjóðar langt norður i höfum. Yfirvöld hérlendis hafa helzt viljað þagga þetta mál niður. Prins- inn kom hingað í eigin persónu árið 1973, með skemmtiferðaskipinu Evrópu, og hafði áður boðað komu sína nteð bréfum. En honunt var tckið cins og hann væri ekki nteð fullu viti og saga hans væri uppspuni l'rá rótum. Hvarf hann brott við svo búið, vonsvikinn og hryggur. I’egar hcim kom setti hann saman dálitinn bækling um þetta mál. Segir hann þar, að árið 1938 hafi hann búið i Berlín og þangað hafi komið átta manna sendinefnd ís- lenzkra ættjarðarvina undir forustu tónskáldsins Jóns Leifs. Buðu þeir honum konungstign á íslandi. Segist hann álita, að þeir hafi valið hann vcgna þess að hann var nokkuð skyldur konungsættum þeini, sem sátu í Danmörku og Noregi, en þó ckki of mikið. Striðið kollvarpaði þessum áætlunum. En áhugi hans vaknaði að nýju, þcgar þvi var lokið, og banda- rískir yfirmenn í hernum tjáðu honunt, að stjórnin í Washington mundi ekkcrt hafa vjð það að athuga, að hann scttist i þjóðhöfðingjasæti á íslandi. Kriedrich prins árifl 1936, efla eins og hann leit út um þær mundir sem konung- dómur á Islandi var httnum efsl i huga. I}- Prinsinn getur þess, að 1973 hafi verið vinstri stjórn við völd á íslandi, en ekki mundi hann hafa sett það fyrir sig, því hugmynd hans var að þjóðhöfðingi ætti að vera hafinn yfir allt karp og innblásinn af æðri mátt- arvöldum. Hann ætlaði að kosta sig sjálfur og bjóst ekki við launum úr hendi islenzka rikisins. En það var einkum tvennt sem hcillaði hann hingað: í fyrsta lagi að í augum Þjóðverja er ísland gimsteinn germanskrar menningar, lifandi sagnabrunnur. í öðru lagi að ísland getur orðið bitbein stórveldanna, „sá sem þar fær að hafa eldflaugar, má prisa sig sælan,” skrifar prinsinn, og það gæti styrkt stöðu landsins að hafa þar áhrifamikinn þjóðhöfðingja, sem hvorki hallaðist til hægri né vinstri. . & Eitthvað svipað hlýtur að hafa vakað fyrir íslenzku sendinefndinni sem heimsótti prinsinn i Berlín 1938. Þá var ísland fátækt, lúsugt og litils megnugt. Fæsta grunaði að heimsstyrjöldin mundi skella á og gera okkur ríka. Og sjálfsagt hafa scndiboðamir haft í huga fordæmi Norðmanna, en þeir gerðu danskan prins að konungi hjá sér, skirðu hann Hákon og reyndist hann vel og aðlag- aðist norskum háttum. En kom þá áreiðanlega einhver sendinefnd á fund prinsins, eða er hann einfaldlega ruglaður? Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er hann virtur sem list- unnandi i Evrópu. Yfirvöldin i Baden-Baden, þar se.n hann hefur eitt sinna ríkmannlegu heimila, meta hann mikils og hann er þar tíður gestur í opinberum veizlum. Og í Frakklandi er einnig litið upp til hans. Þannig er honum oft boðið á frumsýningar Parisaróperunnar. Alexandra prinsessa heffli orflifl drnttning hér og á þessari mynd frá 1938 er hún með barni þeirra, Gabriele. Annars cr prinsinn þrí- kvæntur. Fyrir fáum árum kom hingað bandariskur blaðamaður og vildi grafast fyrir um þetta mál. En hon- um var sagt að prinsinn væri ekki með öllum mjalla. Og margir hált settir islenzkir embættismenn hafa verið mjög ófúsir að ræða það, svo ekkisémeirasagt. Þetta gerðistifor- sætisráðherratið Hermanns Jónas- sonar. Hugsanlegt er að einhvcrjir hafi verið við málið riðnir, scnt ekki s ilja við það kannast.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.