Dagblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 3
i DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979. Bkftmenn gerast aðsópsmiklir Oddný Guðmundsdóttir skrifar: Blótsyrði færast svo óðfluga í vöxt í ræðu og riti að fáránleg málspjöll eru að. Vissulega getur nafn myrkra- höfðingjans gefið orðum áherzlu og notið sín i líkingamáli. En blaða- mannabölvið í tima og ótíma er merkingarlaust stagl, eins og jregar fólk venur sig á að japla i sífellu „okay” eða aðra markleysu. Útvarp og Sjónvarp hafa og komið sér upp ríkisbölvurum til að auka fjölbreytni. Blótsyrði, sem slett er af handahófi, eru til lýta í máli og lýsa engri anda- gift. Halldór Kiljan segir svo i Ljósi heimsin.s; ,, ..Mikill helvítis djöfull, maður, ha,” sagði uppveðraður smá- þjófur. Þetta var það eina, sem hann kunni.” Skáldið kennir, með réttu, and- legri fátækt um orðbragðið. Uppveðraðir blaðamenn spara heldur ekki orðaforða sinn. Eru hér fáein dæmi tekin úr dagblöðum: ,, — Sumar ýjanir eru helviti, djöfull, andskoti magnaðar,” segir Þorgeir Kjartansson í Þjóðviljanum. „Leikarar geta orðið djöfulli aðstöðulausir,” segir Steinunn Jóhannesdóttir. Fréttaritari i Englandi ritar blaði sínu um atvinnumái, og ber greinin fyrirsögnina: „Helvítis verkalýðs- hreyfingin.” Kona ritar hugleiðingar um barna- árið og segir, meðal annars: ,,Þá er helvítis krakkaárinu lokið — Maður, sem segir frá vænlanlegum skenrmtifundi i félagi sínu, orðar það svo í lokin, að „fjandinn megi vita, nema fundurinn takist vel.” Merglaus og máttlaus hávaðastill rís ekki neitt við merglaust og mátt- laust bölv. Menn gerast, cf til vill, svo gjör- sneyddir kímnigáfu nú á dögum, að þeim nægi til skemmtunar að sjá blótsyrðum klaufalega skotið inn í ritað mál. Minnir það á, að margir halda að það eitt, að nefna (eða uppnefna) ákveðin líffæri likamans, sé skáldskapur og meira að segja djarfmannleg list. Enda er fátt auðveldara á íslandi nú á dögum en að fá hrós fyrir skáldskap. STYRKLEIKIEDA SAMSTAÐA? Sveinn V. Jónsson skrifar: Nú, þar sem kosningar nálgast, er margt sem maður veltir fyrir sér og langar til að fá svör við. Eitt af þvi er, hvað orðið er af öllu tali Sjálf- stæðismanna um styrk og samstöðu, og glundroðann hjá hinum. Eiginlega ætti ég að koma þessari spurningu á framfæri við Morgunblaðið en mig grunar að þar færi hún beint i ruslakörfuna, svo ég ætla að biðja Dagblaðið fyrir hana í staðinn. Ég fæ ekki annað séð en allt tal sjálfstæðismanna og Morgunblaðsins um styrkleikann og samstöðuna sé alveg þveröfugt við sannleikann. I prófkjörinu hjá Sjálfstæðis- mönnum i Reykjavík logaði allt í illdeilum, öfund og rógburði. Á Norðurlandi eystra býður ihaldið fram „klofið” eins og sagt var í einhverju blaðinu. Aumingja Geir fór á handahlaupum um allt Suðurland til þess að koma i veg fyrir að allt færi þar upp í loft en enginn vildi hlusta á hann og Eggert fór i sérframboð. Og á Reykjanesi bullar og kraumar sundurþykkjan og óánægjan. Er þetta styrkleiki eða samstaða? Nei, þetta heitir „glundroði” á venjulegri íslenzku. Ég held að Mogginn ætti nú að hætta að tala um glundroða hjá öðrum. Hann hcfur að vísu rétt fyrir sér að þvi leyti að ekki er ástandið skárra hjá Krötum, eins og bezt mátti heyra af harmagráti Bcnedikts Gröndals i Morgunpóstinum i ríkisútvarpinu fyrir prófkjörið i Reykjavík. Hann var þá víst búinn að gleyma að hann cr forstjóri Fræðslumyndasafns ríkisins. Svo ætla þessir flokkar að mynda ríkisstjórn saman. Ég er víst ekki einn um að lítast illa á svoleiðis mern inn á þing, hvað þá heldur i ráðherra- stóla. STÆRSTA YFIRBYGGÐA VERZLUNARGATA LANDSINS ER OPIN TIL KLUKKAN10 í KVÖLD VERZLANIR Á SAMA STAÐ A skemmtipalli skemmta milli kl. 6 og 10: Magnús ogJóhann Dansfíokkur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar ---------------og Tóti trúður------------ Jola MAGASm SYNINOÁIIÖ LLIN NI Bíldshöfða 20 - S.,81410 - 81199 Sýningahölliii - Ártúnshöföa Spue ejing dagsin& Horfðir þú á flokkakynn- inguna f sjón- varpinu? Helgi Gsðoiudaoa, starfimaður l.undsbankans: Ekki alla. Mér fannst þctta óskaplega mikil ládeyða. Rolf Gydemo, wíiihir ÍMiÍfcéWi|w hjá VeRUmálaftofmm: Ég tá tvo fyrstu þættina og sldldi að mestu það sem fram fór. Mér fannst þetta vera líkt því scm við segjum í Sviþjóð: „De lover runt men haaller tunt.” Rannveig Ölafidóttir hjúkrunar- fræðingur: Ég sá þrjá fyrstu þættina. Ég nennti einfaldlega ekki að sitja við þetta lengur! Sigmundur Aadrésaon, itarfimaður i Seðlabankanum: J6, íg horfði á alla þættina og var dálitið syfjaður undir lokin! Nei, þetta breytti minni skoðun ekkert. Ég var búinn að ákveða hvað ég kysi. Samú.l Jónsson, starfamaður I Lands- bankunum: Já, ég horfði áaUa þættina og græddi ekkert á þvi. Og svo /ékk maður blikk frá Birnu i lokin. Ein ir Magnússon verztunarmaður: Eg hoitði á allt. i lokin fengum við ára- m< askaup löngu fyrir áramótin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.