Dagblaðið - 16.11.1979, Page 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979.
FRIKASSE
Soðið lambakjöl í grænmetissósu
fyrir fjóra.
Um 1250 grömm af lambakjöti úr
framparti er höggvið í 4—5 cm bita.
Sett i pott með köldu vatni og salti til
suðu. Þegar sýður er allur sori vand-
lega fleyttur ofan af. Tvær þrjár gul-
rætur, hálf gulrófa, seljurót og cinn
laukur er sett út i i heilu lagi. Soðið
saman unz það er orðið meyrt. Þá er
það fært upp úr en Ijós sósa löguð úr
soðinu. Bætt með rjóma. Siðan er
sósan sigtuð og grænmetið skorið í
litla bita og bætt út í sósuna ásamt
grænum baunum og spergli. Sósan er
sett yfir kjötið við framreiðslu og sax
aðri steinselju stráð yfir. Kálfa- og
hænsnakjöt má laga á sama hátt.
Hráefni
1250 g lamhukjöt úr framparti
Uppskrift
dagsins
3 gulrætur
1/2 væn gulrófa
1 laukur
2 eggjarauður
ca 756 grömm grænar baunir
ca 75 grömin spergill
1 seljurót
salt, rjómi og steinselja eftir þörfum.
Hráefniskostnaður er mjög nálægt
3700 kr. eða unt 925 kr. á ntann.
Heildarkostnaður200 þús.
hærri en laun húsbóndans
S.G. Dalvík skrifar:
,,Þá ætla ég að vera ntcð eftir langl
sumarfri, það fór allt úr skorðum þá.
Þetta hel'ur verið rnjög slæmur ntán-
uður, sláturtíð og kjötkaup og cnn er
eftir að borga sumt, svo næsti ntán-
uður verður sízt skárri gcri cg ráð
fyrir.
í liðnunt „annað” cru bilavið-
gerðir, afborgun af láni, ein úlpa
o.s.frv. Heildarkostnaðurinn er
rúml. 200 þús. kr. hærri en bóndinn
hefur i laun. Það fer að verða erfitt
að láta endana ná saman og ekki
hægt fyrir einn að vinna fyrir þetta
stórri fjölskyldu . . .”
Meðaltalskostnaðurinn hjá þessari
fjölskyldu cr 35.473 kr. á ntann að
meðaltali i októbcr og dálkurinn
..annað” hljóðaði upp á rúrnl. 400
þúsund. Það er svo sannarlcga erfitt
að láta endana ná saman nú til dags.
- A.Bj.
Uppskriftasamkeppni
Landssambands bakarameistara
og Dagblaðsins.
Nafn:________________
Heimili:
Sími:____
Nafn uppskriftar:
Magn:______________
Hráefni grömm Verðpr.ein. Samtals
Samtals:
Bökunarhiti: _
Bökunartími:
Skýringar: ___
Uppi á lofti Sýningahallarínnar hefur veríð komið fyrír rúmgóðrí barnageymslu. Þar hefur verið komið fyrír fjölmörgum leik-
föngum fyrír börnin.
JÓLASTEMMNING
A ÁRTÚNSHÖFÐA
Nú, í upphafi mestu kauptíðar árs-
ins, jólaverzlunarinnar, hefur verið
opnað „jólamagasin” í Sýningahöll-
inni á Ártúnshöfða. Þar cru saman-
komnar tuttugu og sex verzlanir
undir einu og santa þakinu. Er við lit-
um inn á miðvikudaginn voru smiðir
og verzlunarfólk i óðaönn að undir-
búa „komu frelsarans”.
Jólamagasínið opnar kl. I á dagim
og er opið alla virka daga til kl. 6.
Auk þess er opið til kl. 10 þriðjudags-
og föstudagskvöld. Opnað er kl. 9 á
laugardagsmorgnum og opið eins
lengi og leyfilegt er i desember-
mánuði. Skemmtiatriði verða á palli í
anddyri Sýningahallarinnar kl. 6—10
þriðjudags- og föstudagskvöld og
munu landskunnir skemmtikraftar
koma þar fram. Einnig verður
skemmtidagskrá á laugardögum.
1 anddyrinu verður 640 m! svæði
þar sem viðskiptavinum í jólainn-
kaupum gefst tækifæri til þess að
slappa af án þcss að þurfa að kaupa
nokkum skapaðan hlut. í anddyrinu
verður átta metra hátt jólatré, auk
þess sem annað af söntu stærð verður
fyrir utan húsið. Þegar nær dregur
jólurn verður jólatréssala fyrir utan
húsið. Á efri hæð Sýningahallarinnar
verður opin kaffiteria þar sem við-
skiptavinir geta fengið sér í svanginn.
Auk þess verður þar rúntgóð barna-
geymsla, þar sem fjöldi leikfanga
verður til afnota fyrir börnin.
Og að sjálfsögðu mun jólatónlistin
stytta viðskiptavinunum stundir á
meðan þeir gera jólainnkaupin. Þau
fyrirtæki sem eru með í „jólamaga-
síninu” eru: Blómabúðin, Burkni,
Alaska, Skóverzlun Axels Ó„ Her-
niann Jónsson úrsmiður, Sjónvarps-
búðin hf., Glit hf„ Blaðaturninn
(sælgæti), Heimilistæki hf., Skrifvél-
in, Fatagerðin Ak., Melissa, Torgið
hf„ Bót hf., H.Kl. (fatnaður),
Hlöðuloftið, Myndir hf. (m.a. sýni-
kennsla i meðferð skyndimyndavéla),
Klæði hf„ Tómstundahúsið, Sport-
markaður, Pétur Kári Helgason (leik-
föng), Ársalir, Ártún, Skifan, verzl.
Rut og Jóhann G. Jóhannsson (mál-
verk).
-A.Bj.
Sýningahöllin á Ártúnshöfða var óðum að taka á sig jólasvip þegar við litum þar inn i vikunni. Jólastjörnur og annað jóla-
skraut hékk úr loftinu. Jólamagasinið var opnað i gær. — Þarna er hægt að verzla i „hlýrri” jólastemmningu, en ekki er um
útsölu að ræða f þeim skilningi, verðið er þarna það sama og á venjulegum útsölustöðum verzlananna sem þarna hafa sett
upp „jólamagasin”.
DB-myndir Bjarnleifur.