Dagblaðið - 16.11.1979, Qupperneq 14

Dagblaðið - 16.11.1979, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979. 19 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir I plani og mótherjamir! — KR sigraði IR 20—19 í 1. deild karla í handknattleiknum ígærkvöld ,,Það er skrítið og um leið talsvert einkennandi fyrir KR-inga að ef mót- herjar þeirra leika vel, leika KR-ingar vel. Ef mótherjar þeirra leika illa, leika KR-ingar illa,” sagði Sveinn Jónsson, formaður KR, eftir að lið hans hafði sigrað ÍR í 1. deild karla í Laugardals- höll með eins marks mun, 20—19, í spennandi leik en ekki að sama skapi vel leiknum i gærkvöld. Það er mikið til í þessum orðum formannsins — oftast leika KR-ingar á sama plani og mótherjarnir. Þetta hefur ekki aðeins verið einkennandi fyrir liðið í haust, heldur um nokkurn tíma. Eins og staðan var orðin í gær voru KR-ingar heppnir að hljóta bæði stigin — eða öllu réttara, IR-ingar misstu af jafntefli vegna eigin klaufaskapar. Þremur mönnum úr liðinu var vikið af velli undir lokin — þar af tveimur á síðustu minútunni. Með fjórum úti- spilurum hafði ÍR ekki möguleika að jafna þó leikmenn liðsins væru með knöttinn siðustu 30 sekúndurnar. „Þetta var miklu lakara hjá okkur en í fyrsta leiknum á mótinu — gegn Vík- ing,” sagði fyrirliði KR. Friðrik Þor- björnsson eftir leikinn. Rétt var það — Þrír keppa á NM í judo Um næstu helgi, 17.—18. nóvember 1979, verður háð Norðurlandamót í judo fyrir júníora (17—19 ára) og einnig fyrir konur. Mótin fara fram samtímis í Kaupmannahöfn. Kvennamótið er fyrsta Norðurlanda- mótið í þessari íþróttagrein. Tvær íslenzkar stúlkur taka þátt i keppninni, þær Anna Lára Friðriksdóttir og Anna Lindal. Aðeins einn íslendingur keppir á júníoramótinu, en það er Sigurður Hauksson frá Keflavik. Hann keppti á Evrópumeistaramóti júniora um siðustu helgi og stóð sig vel þótt ekki kæmist hann i úrslitakcppnina. Tvímenningskeppni JSÍ var háð sl. sunnudag, 11. nóvember. Þessi keppni hefur farið fram á hverju ári sl. 5 ár. Keppendur koma sér sjálfir saman um félagsskap i tvímenningi, en skilyrði er að a.m.k. annar tvímenninganna sé undir 80 kg að þyngd. Þeir keppa síðan við alla andstæðingana en ekki hvor við annan. Úrslit í keppninni að þessu sinni urðu þau að tvimenningarnir Svavar Carlscn og Birgir Bachmann sigruðu. Þetta er í* fyrsta sinn sem Svavar keppir á þessu keppnistímabili. í öðru sæti urðu þeir Hákon Halldórsson og Garöar Skafta- son og í þriðja sæti Kolbeinn Gíslason og Níels Hermannsson. allt annar og lakari bragur á leik KR, og það þótt liðið byrjaði vel. Komst þremur mörkum yfir — en siðan fór að bera á gömlu skotgræðginni. ÍR vann upp muninn og komst meira að segja yfir. En KR vann í lokin — lið, sem oft veldur vonbrigðum vegna sveiflu- kennds leiks, lið, sem á að geta miklu meira en það sýndi í gær. ÍR-ingum urðu á ýmis mistök i byrjun og KR gekk á lagið. Komst i 4— 1 eftir 10 mín. leik. Hélt þriggja marka mun fram á 16. mín., 6—3 en síðan fóru ÍR-ingar að saxa á muninn. Tveggja marka munur var þó fjórum mínútum fyrir leikhléið, 10—8 fyrir KR, en ÍR jafnaði í 10—10. Vissulega slakt hjá KR-ingum að hafa ekki forustu og það góða. Ward áfram hjá Brighton „Peter Ward fer ekki til Nottingham Forest — Samningar milli okkar í Brighton' við Nottingham Forest hafa fallið niður. Ward hefur ákveðið að halda áfram með Brighton,” sagði stjórnarformaður Brighton, F.A. Davis i gær. Félögin höfðu náð samkomulagi um leikmanninn og átti Brighton að fá 600 þúsund sterlingspund frá Forest — en síðan kom i Ijós, að Ward vildi ekki skipta um félag. Tony Woodcock, enski landsliðsmaðurinn hjá Notting- ham Forest, hefur enn ekki ákveðið hvort hann tekur tilboði Kölnar, sem boðið hefur 650 þúsund sterlingspund i leikmanninn. Hann hefur lausan samning við Forest og það er því ein- göngu hans eigin ákvörðun hvort hann fer til V-Þýzkalands eða verður áfram hjá Evrópumeisturunum. Brian Clough bauð Woodcock á þriöjudag nýjan mjög hagstæðan samning. ÍR náði forustu í leiknum á 35. min. eftir að leiktöf hafði verið dæmd á KR — og Jóhannes Stefánsson var þá í kælingu hjá dómurunum, 12—II fyrir ÍR og síðan var mikið jafnræði í markaskoruninni. Jafnt á öllum töíum upp í 17—17. Þá náði KR tveggja marka forustu — komst í 19—17 og rúmar fjórar mínútur eftir. Sigur KR virtist i höfn, þar sem ÍR-ingar voru einum færri. Ársæli vikið af velli. En KR-ingar héldu illa um þessa forustu, ÍR náði að jafna í 19—19 og það þótt Sigurði Svavarssyni hefði verið vikið af velli. En síðan fékk Guðjón Marteins- son einnig reisupassann, þegar honum tókst ekki að stilla skap sitt. KR fékk víti, sem Björn Pétursson skoraði úr, 20—19 og 30 sekúndur eftir. En aðeins fjórum útispilurum ÍR tókst ekki að jafna á þeim sekúndum, sem eftir voru, gegn öllum leikmönnum KR. Þrátt fyrir spennuna var leikurinn aldrei skemmtilegur á að horfa. Fáir áhorfendur til að hvetja leikmenn — fáir lögðu leið sína i Höllina i snjókom- unni i gær. Baráttan, sem var svo ein- kennandi fyrir KR-liðið í fyrsta leik sínum á mótinu, var nú ekki fyrir hendi og vissulega á liðið að geta sýnt miklu betri leik en það gerði gegn IR. Pétur var góður i marki og Jóhannes átti sinn bezta leik i haust. Stórskytturnar voru ekki í essinu sínu nema Símon Unndórsson, sem skoraði falleg mörk að venju. Þá var Haukur Ottesen góður — en flestir aðrir nokkuð frá sinu bezta. Varnarleikurinn þokkalegur. ÍR án síns bezta varnarmanns, Sig- urðar Gíslasonar, veitti KR miklu meiri keppni en reiknað hafði verið með. Markvörðurinn Ásgrímur Friðriksson vakti langmesta athygli — varði oft mjög vel. Þá var Bjarni Bessason KR- ingum erfiður og skoraði langflest mörk i leiknum. Guðmundur Þórðar- son, unglingalandsliðsmaðurinn, er í mikilli framför — en heildarsvipurinn er ekki nógu góður. ÍR er baráttulið — getur náð upp góðum liðsanda, en hætt við að róðurinn verði erfiður i vetur. Mörk ÍR skoruðu Bjarni Bessason, 7, Guðjón Marteinsson 4, Guðmundur Þórðarson 3/1, Bjarni Hákonarson 2/2, Bjarni Bjarnason, Sigurður og Ársæll eitt hver. Mörk KR skoruðu Jóhannes 4, Símon 4, Haukur 3, Ólafur Lárusson 3/1, Konráð Jónsson 2, Björn Péturs- son 2/2, Kristinn Ingason og Friðrik Þorbjörnsson eitt hvor._-hsím. Stór helgi ííþróttum Það er stór helgi framundan í íþrótt- unum — fjölmargir leikir 1 handknatt- leik, körfuknattleik og blaki — Norðurlandamót í badminton og judo erlendis, svo nokkuð sé nefnt. I handknattleiknum verða tveir lcikir í 1. deild karla á laugardag og tveir í 1. deild kvenna. FH og HK keppa í íþróttahúsinu í Hafnarfirði kl. 14.00 og á sama tima Fram og Valur i Laugar- dalshöll. Það gæti oröið fjörugur leikur. Strax á eftir leika KR — Þór 0£ Valur — FH í 1. deild kvenna. A sunnudag leika Grindavik og Þór í 1. deild kvenna í Njarövíkum. Leikurinn hefstkl. 13.00. Kl. 19.00 leika Víkingur og Haukar i Laugardalshöll i 1. deild karla — og strax á eftir Fram og Vík- ingur i 1. deild kvenna. 1 körfuknattleiknum verða tveir leikir i úrvalsdeildinni á laugardag kl. 14.00. UMFN og Valur leika í Njarð- vík — Fram — ÍS í Hagaskóla. Á sunnudag leika ÍR og KR í Hagaskóla kl. 13.00. Bikarkeppni ísundi Bikarkeppni Sundsambands íslands 1979 fer fram í Sundhöll Reykja'víkur og keppnisdagar hafa verið ákveönir. Keppnin í 1. deild verður 30. nóvem- ber, 1. og 2. desember en í 2. deild 23.—25. nóvember. Keppt verður í 26 sundgreinum i báðum deildum. 1 1. deild keppa Ármann, HSK, ÍA, UBK og A-sveit Ægis. í 2. deild eru KR, ÍBK, ÍBV, SH og B-lið Ægis. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til stjórnar SSÍ fyrir 20. nóvember. KR-ÍR 20-19 (10-10) íslandsmótið i handknattleik 1. deild karla. KR — ÍR 20—19 (10—10) i Laugardalshöll 15. nóvember. Beztu leikmenn Ásgrímur Friðriksson, ÍR, 7, Pétur Hjálmarsson, KR, 7, Bjarni Bessason, ÍR, 7, Jóhannes Stefánsson, KR, 6 og Simon Unndórsson, KR, 6. KR: Pétur Hjálmarsson, Svavar Ásmundsson, Ólafur Lárusson, Björn Pétursson, Friðrik Þorbjörnsson, Jóhannes Stefánsson, Þorvarður Höskulds- son, Kristinn Ingason, Konráð Jónsson, Haukur Ottesen, Sigurður Páll Óskarsson, Simon Unndórsson. ÍR: Þórir Flosason, Bjarni Hákonarson, Guðjón Marteinsson, Sigurður Svavarsson, Guðmundur Þórðarson, Bjarni Bjarnason, Ársæll Kjartansson, Pétur Valdimarsson, Steinn Öfjörð, Hörður Hákonarson, Ásgrimur Friðriks- son, Bjarni Bessason. Dómarar Árni Tómasson og Jón Friðsteinsson. Bæði lið fengu fjögur víta- köst — þrjú nýtt hjá hvoru. Tveimur KR-ingum var vikið af velli. Jóhannesi og Þorvarði. Þremur ÍR-ingum, Ársæli, Sigurði ög Guðjóni. Áhorfendur 100. KR-ingar oftast á sama Viggó brosir breitt. Meistarar Vals í 2. flokki Um síðustu helgi fóru fram úrslit í yngri flokkunum í Reykjavikurmótinu i handknattleik. Við höfum áður greint frá sigurvegurum í hinum einstöku flokkum hér á íþróttasíðu DB. Vals- stúlkurnar sigruðu í 2. flokki kvenna. Þær unnu alla leiki sína með miklum yfirburðum og voru vel að sigrinum komnar. Þær sigrðu Fylki 15—4, Þrótt 10—3, KR 13—0 og Fram 10—3. Giæsilegur árangur. Á myndinni ef stúlkunum eru eftirtaldar: Aftari röð frá vinstri: Brynjar Kvaran þjálfari, Guðrún Skúladóttir, Helga Hallgrims- dóttir, Marín B. Jónasdóttir, Auður Rafnsdóttir, Sigrún Bergmundsdóttir, Katrín Sverrisdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir.Hclga Helgadóttir og Pétur Guömundsson liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Sigrún Cora Barker, Nanna Harðardóttir, Erla Eliasdóttir, Karen Guðnadótlir og Ólafía Guð- mundsdóttir. DB-mynd Bjarnleifur. Bjarni Bessason skoraði sjö mörk i gær — á DB-mynd Bjarnleifs er Bjarni f hraða- upphlaupi og skorar 15. mark ÍR. Staðan þá ÍR 15 — KR 14. OLÍUPRINSARNIR FREISTA KEEGAN Oliuprinsarnir í Saudi-Arabíu hafa nú hug á því að næla í bezta knatt- spyrnumann Englands, Kevin Keegan, sem lcikur með Hamburger SV. Þeir hafa boðið honum eina milljón sterl- ingspunda — auk margvíslegra frið- inda. Keegan mun skýra frá þessu og ýmsum öðrum tilboöum sem hann hefur fengið, í sjónvarpsviðtali i Lundúnum i kvöld. ,,Ég geri ráð fyrir að ef ég fer til Saudi-Arabíu muni það setja strik í reikninginn hvað enska landsliðiö snertir. Ef enski landsliðsein- valdurinn Ron Greenwood segir, að ferli mínum í enska landsliðinu sé lokið ef ég fer til Arabíu, þá mun það verða erfiðasta ákvörðun, sem ég hef tekið,” segir Keegan i viðtalinu. Eftir nokkra umhugsun bætti hann svo við. „Kann- ski sú auöveldasta því ég hcf ekki mikinn hug á því að vera í landsliös- hópnum." Þá getur Keegan þess í viötalinu að hann hafi fengiö lilboð frá Bandaríkj- unum og Barcelona, þar sem hann myndi vinna sér inn tvöfalt, þrefalt meira en hjá Hamburger SV. Árslaun hans þar með öllu nema um 320 millj- ónum króna. I lok viötalsins breyttist hljóðið i Keegan skyndilega gagnvart enska landsliðinu. „Draumur minn er að vinna heimsmeistaratitilinn á Spáni 1982 fyrir England — halda bikarnum hátt á loft og segja: Þakka fyrir síðustu 12 árin — en þannig vil ég Ijúka ferli mínum. Á toppnum." „I kaffi hjá Sigurðssyni,” var fyrirsögnin á heilsíðu-viðtali við Viggó og þar hélt hann m.a. á mynd frá leiknum við Calpisa. Dýrlingur í Barcelona korað 39 mörk með Barcelona Viggó skorar úr vitakastinu I leikslok — 23—23 á Ijóstöflunni, átta sekúndur eftir. I sömu opnu I blaðinu voru fimm myndir af Viggó. „Þetta hefur gengið mjög vcl hjá mér með Barcelona-lióinu. Um síöustu helgi lékum við gegn Anatisuna á útivelli og Barcclona sigraði með 26—19. Það var lcngi vel spcnna — staðan 13—12 i hálfleik fyrir Barcelona. Ég skoraöi átta mörk í þessum leik,” sagði Viggó Sigurðsson, þegar Dagblaöiö ræddi við hann í gær. Álta umfcrðum cr nú lokið í 1. deildinni i handknattleiknum á Spáni. Barcclona hefur sigrað í öllum lcikjum sínum og cr efst með 16 stig. í næsta sæti eru Atlctico Madrid, núverandi meistarar, og Calpisa, sem varð meistari 1975—1978, bæði með 14 stig. „Ég meiddist á læri, þegar Barcelona- liðið tók þátt i keppni i Frakklandi á dög- unum cn þar léku landslið Hollands, Austurrikis og A- og B-lið Frakklands. Við sigruðunt i mótinu — unnum Holland, Austttrriki og B-lið Frakklands mcð tiu marka mun. Finnig A-lið Frakka i mjög •-t.visýnum leik mcð cins ntarks mun. En þvi miður nteiddist ég í þcssari keppni og gat því ckki leikið nteð Barcelona i deildaleikn- um gcgn San Antonio. Barcelona sigraði með 31 — 22 og einnig Covadonga í sjö- undu umlerðinni. Ég gat einnig lítið verið ntcð í þcim leik — skoraði þó þrjú mörk. En sl. sunnudag gegn Anatisuna lék ég all- an leikinn þó ég sc cnn ekki alveg búinn að ná mcr af meiðslunum frá Frakklandi,” sagði Viggó cnnfremur. í þessum fyrstu átla lcikjum hcfur Viggó skoraði 39 mörk og cr markhæstur í Barcelona-liðinu ásamt Castellvi, sent er með svipaðan marka- fjölda. Það ber þó að taka með i reikning að Viggó hcfttr ntisst úr næstunt tvo leiki vegna nteiðslanna. DB hafa borizt úrklippur úr nokkrum spænskum blöðum og það er grcimlt'gl að Spánverjar hafa hrifizt nijög al' Viggó. Einkunt voru stór lý singarorðin í blöðun- um, þegar Barcelona sigraði Calpisa, þetta stórlið spænska handknattleiksins siðustu árin, með eins marks mun í Barcelong, 24—23. Viggó skoraði þrjú síðustu mörkin í þessum æpandi leik og tryggði þar með sigur liðs síns. Siðasta markið úr vítakasti átta sekúndum fyrir leikslok og mynd af þvi atviki fylgir þessari grein. í allt skoraði Viggó sjö mörk i þeim leik og var beinlínis tekinn í dýrlingatölu í Barcelona. íþrótta- höllin var troðfull af áhorfendum — um sjö þúsund manns — og þeir hrópuðu nafn íslendingsins í leikslok. I blöðununt var hann kallaður „frclsari Barcelona” — „dýrlingur”, vinstri handar stjarnan „sigurvegarinn Sigurðsson”, svo nokkur dæmi séu nefnd, cn yfirlcitt nota spænsku blaðamennirnir fornafn hans, Viggó — það er gott að ntuna það. Það er greinilcgt á þeim úrklippunt sem DB hefur fcngið fra Spáni að Viggó hefur slegið i gegn i handknattleiknunt þar i landi — og mikið er látið með hann i blöðunum. Það kemur ekki á óvart því í B-keppninni á Spáni i marz var Viggó atkvæðamestur is- lcnzku leikmannanna. Hann gaf ekki beztu leikmönnum þar neitt eftir. nema siður væri og var þriðji ntarkhæsti leikmaðurinn i B-og ólympíukeppninni. -hsím. Mikill var fögnuður eftir sigunnn á Calpisa - I

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.