Dagblaðið - 16.11.1979, Side 28
Vetrarfagnaður í Dalabúð:
Lögreglumanni misþyrmt
lögreglubfllinn grýttur
—og lögreglan varð að f lýja af staðnum
Á vetrarfagnaði í Dalabúð i Búðar-
dal fyrir skömmu tóku nokkrir
innanhéraðsmenn sig til og veittust
harkalega að einum lögregluþjón-
anna. Börðu þeir hann og spörkuðu í
hann svo hann var allur marinn og
lemstraður eftir átökin. Þá rifu þeir
búning hans og skemmdu.
Alls voru þrír lögreglumenn á
staðnum og höfðust þeir við í
lögreglubílnum að þessu loknu. Tóku
árásarmennirnir þá að grýta lögreglu-
bílinn, svo hann er viða talsvert
dældaður. Rifu þeir m.a. af honum
skrásetningarnúmerin og ógnuðu
lögreglumönnunum svo að þeir sáu
sér ekki annað fært en að yfirgefa
staðinn áður en til frekari líkams-
meiðinga kæmi.
Lögreglumennirnir tveir sem eftir
voru heilir heilsu sáu sér ekki fært að
fara aftur á staðinn. Hvort sem ball-
gestum hefur þá þótt sem þeir hefðu
frjálsari hendur en ella, eða um
frekari ögranir hefur verið að ræða,
ók a.m.k. einn ballgesta ölvaður af
ballinu. Tókst honum ekki betur en
svo að hann ók aftan á kyrrstæðan
bíl fyrir utan hús eigandans, með
þeim afleiðingum að báðir bílarnir
eru stórskemmdir.
Öll þessi mál eru nú til meðferðar
hjá viðeigandi y firvöldum.
-A.F., Búðardal/-GS.
Stálu hljóð-
færum fyrir
milljónir og
földu
í görðum
— tveir ungir menn
staðnir að verki
við innbrot
Hluti góssins sem lögreglumenn tíndu
saman í görðum við Laufásveg og
nágrenni í morgun. Gítar af þessu tagi
getur verið mörg hundruð þúsund
króna virði.
I)B-mynd Sv. Þorm.
í nótt var brotizt inn í hljóðfæra-
verzlunina Tónkvisl við Laufásveg og
stolið hljóðfærum fyrir milljóna virði.
Sást til þjófanna og náði lögreglan
þeini og fann allt cða mestan hluta þýf-
isins.
Það voru tveir ungir menn, 19 og 21
árs gamlir, sem staðnir voru að verki
við þjófnað á Laufásveginum. Út úr
hljóðfæraverzluninni Tónkvísl höfðu
þeir borið á annan tug gítara, trommu-
sett og fleira og sett það á afvikna staði
i nálægum görðum. Einnig fóru þeir
inn i tóbaksbúð og stálu allmiklu
magni af tóbaki og „földu” einnig.
Voru þeir enn að er lögreglan kom á
vettvang eftir hringingu frá íbúa í
grenndinni.
Lögreglumenn voru i leit að hljóð-
færum um nálæga garða lengi
morguns, en talið var að flest af þvi
sent stolið var væri komið í leitirnar.
Piltarnir verða afhentir RLR til með-
ferðar.
- A.SI.
Á stuttri stundu ruddu unglingarnir upp snjó yfir götuna og trufluðu þannig ferðir strætisvagnsins.
Uppreisnarástand íefra Breiðholti:
Götu lokað og rúð-
ur brotnar í bílum
Lögregluþjónn særður á auga og snjóruðningsmenn
neituðu að vinna þegar harka færðist í gáska ungiinga
Uppreisnarástand varð í efra
Breiðholti í gærkvöldi er hópur
unglinga notaði sér snjókomuna til
óláta og ærsla. Öll miðuðu ærslin í
þá átt að gera öðrum erfitt fyrir og
stuðluðu að skemmdum. Var snjó
hlaðið á Norðurfellið til að loka
umferð. Er lögreglubill kom þangað
til að stilla til friðar dundi snjókúlna-
hríð á bílnum og brotnaði i honum
rúða. Ein kúlan fór i auga lögreglu-
manns og var gert að sárum hans í
slysadeild en meiðslin nánar rann-
sökuðídag.
Moksturstæki þurfti til að ryðja
götuna og fengu þau vart frið til
verksins fyrir kúlnahríð.
Litlu síðar var allt komið í fár aftur
á sama stað. Lögreglumenn urðu að
gripa til þess að flytja fjölda unglinga
niður á stöð og láta foréldra sækja þá
þangað.
í síðara ólátakastinu var snjó
hlaðið fyrir strætisvagn svo hann
komst ekki leiðar sinnar. Rúða var
brotin í honum. Nú neituðu snjó-
ruðningsmenn að maéta aftur til leiks
vegna slysahættu og árásar ungling-
anna.
Unglingarnir sem teknir voru eru
flestir Máraognýfermdir.
-A.St.
Ein rúða var brotin i strætísvagninut
auk þeirrar sem brotín var i lögregl
blinum. DB-myndir: Sv. Þorn
Grundarfjörður:
r
UTLENDINGARISKELVINNSLUNNI
Skapar 20 mönnum vinnu en 18 útlendingar fluttir inn til Grundarfjarðar til f iskvinnslu
Ein röksemda Soffaníasar Cecils-
sonar fyrir óiöglegri skelfiskveiði og
vinnslu er að þessi rekstur sé lyfti-
stöng fyrir atvinnulifið á staðnum og
skapi fjölda atvinnutækifæra, eða 20
ails.
DB hefur fregnað að vegna skorts
á heimafólki til fiskvinnslu a
Grundarfirði hafi tvö fyrirtæki flutt
inn erlendan vinnukraft til fisk-
vinnslu.
Fékkst það staðfest hjá útlendinga-
eftirlitinu i gær. Á vegum Soffanías-
ar vinna nú tiu útlendingar við fisk-
vinnu og Sæfang hefur leyfi fyrir átta
útlendingum og eru sex þeirra
komnir. Eru það samtals 16 manns,
eða litlu minna en sá fjöldi, sem
hefur atvinnu af skelveiðunum og
vinnslunni.
Leyfi til að ráða útiendinga í sina
þjónustu eru m.a. háð samþykki við-
komandi verkalýðsfélaga. Slíkt sam-
þykki er yfirleitt ekki veitt nema sýnt
þyki að allir hcimamenn hafi eftir
sem áður næga vinnu.
-GS.
Irjálst, óháfl dagblað
FÖSTUPAGUR 16. NÓV. 1979.
Danski gisti-
prófessorinn ÍHI:
Kommúnisma-
kæran rædd
fnæstuviku
„Þessi dönskunemandi hefur komið
á minn fund og rætt við mig um áróður
danska gistiprófessorsins um
kommúnisma í kennslustundum,”
sagði Guðmundur Magnússon háskóla-
rektor i gær.
Dagblaðið greindi frá þvi í gær, að
dönskunemandi i HÍ hefði kært
prófessorinn fyrir slíkan áróður.
Háskólaráðsfundur var haldinn í gær
og sagði Guðmundur að málið hefði
ekki verið tekið fyrir í gær, en yrði
tekið fyrir á fundi ráðsins næsta
fimmtudag.
Rektor kvaðst ekki hafa rætt þetta
mál við prófessorinn, þar sem það væri
háskólaráðs að taka ákvörðun i
málinu. Hann sagði að kvörtun hefði
aðeins borizt frá þessum eina nemanda.
Danski gistiprófessorinn hefur kennt
við háskólann í nokkurár.
-JH.
Suðurland:
Klofningurinn
trekkirvel
Svo virðist sem klofningur sjálf-
stæðismanna í Suðurlandskjördæmi i
D-lista og L-lista hafi hleypt nýju blóði
t Sjálfstæðisflokkinn syðra. í fyrra-
kvöld efndi kjördæmisráð flokksins til
opins fundar og sóttu hann 180 manns,
sem þykir með ólíkindum góð fundar-
sókn á stjórnmálafund þar um slóðir.
Þar mættu bæði leiðtogar L-listans
og D-listans. Þeir fundargesta sem ef til
vill hafa mætt til að fylgjast með
„hanaati” listanna, urðu fyrir von-
brigðum því að sögn heimildarmanns
DB á staðnum rikti einhugur meðal
leiðtoganna undir þessum tveim
nterkjum.
-GS.
SIGHVATUR
SKERUM7
MILUARDA
Gert er ráð fyrir sjö milljarða niður-
skurði i endurskoðuðu fjárlagafrum-
varpi, sem er i smiðum í fjármálaráðu-
neytinu á vegum Sighvats Björgvins-
sonar fjármálaráðherra, samkvæmt
áreiðanlegum heimildum DB.
Fjárlagafrumvarp Tómasar Árna-
sonar fyrrum fjármálaráðherra var upp
á um 330 milljarða og hefur Sighvatur
lækkað það um rúm tvö prósent.
Skattalækkunin sem þvi fylgir er
einkum lækkun tekjuskatts frá því sem
gert var ráð fyrir í frumvarpi Tómasar.
Ekki fékkst upp gefið í morgun á
hvaða útgjaldaliðum ríkisins niður-
skurðurinn væri mestur.
í tillögum sjálfstæðismanna er, sem
fram hefur komið, gert ráð fyrir 35
milljarða niðurskurði ríkisútgjalda og
skattheimtu.
Sighvatur hyggst leggja frumvarp sitt
fyrir Alþingi, er það kemur saman eftir
kosningarnar.
-HH.