Dagblaðið - 16.11.1979, Side 6

Dagblaðið - 16.11.1979, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979. Eskifjörður: ENGIN SÍLD EFT- IR AÐ GEIR KOM Síldarsöltun lýkur senn hér á Eski- firði. Engin síld hefur komið síðan Geir Hallgrímsson kom hingað, helg- ina 10.-11. nóvember. Hæsta sölt- unarstöðin er Friðþjófur hf. með 5077 tunnur. Fiskirí hjá smærri bátum hefur verið mjög gott í haust, að sögn Stefáns Guðmundssonar, skipstjóra á Sæþóri. Stefán fékk 4,5 tonn á 20 lóðir sl. laugardag. Héðan róa fimm bátar, II—90 tonna. Þeir hafa fiskað vel þegar gefið hefur, en gæftir hafa verið heldur lélegar. Bátarnir hafa fengið þetta 3—6,5 tonn á 20—30 lóðir. 3ja—4ra tíma sigling er á miðin héðan. Bátarnir fara út um 4-leytið á næturnar og koma inn um 6-leytið á kvöldin. Allt er það góður þorskur og stór ýsa sem þeir koma með að landi. Hér á Eskifirði er snjóföl yfir öllu og kyrrt veður. Loðnubræðslan er hætt og nú geta Eskfirðingar andað að sér góðu fjalla- og sjávarlofti á ný. - Regína, Eskifirði / ARH RÍKISÚTGJÖLDIN SKORIN NIÐUR „Svona sker maður rikisútgjöldin niður.” Friðrik Sopuhusson heimsótti Trésmiðjuna Völund og ræddi um pólitik i kaffitim- anum. Á eftir rölti hann um vinnusalinn i fyrirtækinu og skoðaði starfsemina. Þarna kynnir hann sér eiginleika spónskurðarhnffs Völundarmanna. Með honum er Bcrg- steinn Ólason verkstjóri. DB-mynd Bjarnleifur. ÍBÚAR SELJAHVERFIS Hef opnað fiskbúð að Tindaseli 3 (sama húsi og verzlunin Ásgeir). Opið daglega kl. 9—12 og 4—6. Býð meðal annars nýja linuýsu, ýsuhakk og ýsufars. GJÖRIÐ SVO VEL OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN Lækkun byggingakostnaðar Áhugamenn um framfarir í bygginga- og hús- næðismálum boða til fundar að Hótel Sögu (inn af Súlnasal) laugardaginn 17. nóv. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Tilgangur, leiðir og markmið 2. Skýrsla undirbúningsnefndar, staða málsins 3. Umræður og fyrirspurnir 4. Kosning undirbúningsstjórnar. 5. Framvinda málsins. Menn eru hvattir til að mæta á þennan fund. Undirbúningsnefndin Olafur Ragnar hel'ur orðið, Birgir ísleifur hlýðir hljóður á. Slarfsmaður mötuneytisins lél þrasið i koppunum ekkeri a sig fá og aflaði sér hráefnis i uppþvollinn. IP iL \ ÍÆ-k DB-mynd: Hörður. PÓUTÍSK FJÖLBRAGÐAGUMA FYRIR TOLLHEIMTUMENN ,,Nú er ntiklu meira í húfi en áður í kosningum. íhaldsöflin hafa lagt fram afdráttarlausari tillögur um kjara- skerðingu og innrás erlendrar stóriðju en nokkru sinni fyrr. Fjandskapur ihaldsins við opinbera stjórnsýslu er lika afdráttarlaus og í anda Thatcher í Bretlandi. Atvinnuöryggi opinberra starfsmanna er stefnt í hættu með tillögum sjálfstæðismanna. Þið þurfið að slást um hverja stöðu hjá rikinu ár- lcga við fjármálaráðuneytið, ef stefnan kemst i framkvæmd. Þetta er leiftur- sókn gegn lifskjörum.” Ólafur Ragnar Grímsson bankaði upp á hjá starfsmönnum í Tollstöðvar- liúsinu við Tryggvagötu i gær og hélt 101 u yfir þeim í matartímanum. Með honum í för voru sveinar tveir, sem gaukuðu litprentuðum áróðurssnepli frá Alþýðubandalaginu að viðstöddum. • Og viti menn, þegar Ólafur hafði predikað fagnaðarerindi sitt um stund, kom í salinn Birgir ísleifur Gunnars- son, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins. Hann var líka mættur með sitt fagnaðarerindi. Hlakkaði þá í viðstöddum sem vonuðust til að fá að horfa á verulega krassandi pólitískt hanaat í matartímanum. Birgir ísleifur tyllti sér við borð og hlustaði á Ólaf Ragnar buna út úr sér boðskap sínum. Og svo fékk Birgir orðið: „Það gleður mig að Alþýðubanda- lagið og Ólafur Ragnar gera djarfhuga stefnu Sjálfstæðisflokksins, leifiursókn gegn verðbólgu, að helzta umræðuefm sínu i kosningabaráttunni. Hitt er at- hyglisverðara að Alþýðubandalagið vill ekki ræða viðskilnað vinstri stjórn- arinnar. Kaupmátturinn var skertur um 12% á tímabili hennar. Ekkert bendir til annars en að kjaraskerðingin haldi áfram, verði ný vinstri stjórn mynduð. Vinstri menn hjá borginni settu samningana i gildi að 1/3 hluta, nokkrum dögum eftir kosningar Það er allt og sumt sem varð úr kosninga- loforðunum „samningana i gildi”. Þetta eru ein hrikalegustu og mestu kosningasvik sem sést hafa.” Birgir ísleifur fór nokkrum orðum um stefnu Sjálfstæðisflokksins: „Ekkert þjóðfélag hefur staðizt jafnmikla verðbólgu og hér er. Þvi hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett fram ákveðna og djarfhuga stefnu til að koma verðbólgunni niður i einu höggi. Við stefnum að sókn til betri lifs- kjara. Einasta leiðin til þess er að auka framleiðsluna í iðnaði og koma á meiri stóriðju hér á landi. Stóriðjan færir auð í okkar bú og allar spár alþýðubandalagsmanna um stóriðju- málin eru falsspár og hrakspár. Ég visa þeim til föðurhúsa.” í lok fundarins i Tollstöðvarhúsinu svöruðu kapparnir fyrirspurnum um verðbólguna blessaða, um samnings- réttarmál opinberra starfsmanna og fieira. -ARH. Verðlaunabók um lyklabam — Andrés Indriðason hlýtur bamabókaverðlaun Máls og menningar Andrés Indriöason tekur við verölaunum úr hendi Þrastar Ólafssonar, fulltrúa Máls og menningar. í fyrradág voru úrslit í samkeppni Máls og menningar um barnabækur kunngerð og hlaut verðlaunin Andrés Indriðason fyrir bók sína Lyklabarn. Forlagið kynnti bókina á blaða- mannafundi í gær, en þar kom m.a. fram að þátttaka í samkeppninni hefði farið fram úr öllum vonum að- standenda, að því er Þorleifur Hauksson sagði. Skilafrestur í keppninni var til 1. ágúst og bárust alls 29 handrit og sagði Þorleifur að u.þ.b. þriðjungur þeirra hefði verið mjög frambæri- legur. Kvað hann þetta sanna að við ættum okkur fleiri og betri barna- bókahöfunda en við gerðum okkur grein fyrir. Tók Mál og menning þá ákvörðun að gefa út sjö þessara handrita í ár og á næsta ári; verðlaunabók Andrésar og síðan handritin Mamma i upp- sveiflu, eftir Ármann Kr. Einarsson, Veröldin er alltaf ný, eftir Jóhönnu Álfheiði Steingrímsdóttur, Úti er ævintýri, eftir Gunnar M. Magnúss, Börn eru líka fólk, eftir Valdísi Matthíasdóttur og Lena-Sól, eftir Sigríði Eyþórsdóttur. í dómnefnd voru Kristín Unn- steinsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorleifur Hauksson. Silja gerði síðan grein fyrir bók ðndrésar og nefndi hana „nútíma landnámssögu sem ótal börn þekkja” og sagði'stíl hennar vera „þrunginn iillinningu og samúð sem hrífa les- andann inn í atburðarásina” og að kiör Dísu (söguhetjunnar) „breytast ■■kki fyrr en lögmál markaðs- DB-mynd: RagnarTh. þjóðfélagsins hafa verið numin úr gildi”. I þakkarávarpi sinu lýsti Andrés Indriðason yfir áhyggjum sinum yfir yfirgangi fjölþjóðaútgáfna og kvað nauðsyn að jafna aðstöðu innlendra höfunda gagnvart þeim. -AI.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.