Dagblaðið - 16.11.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 16.11.1979, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979. MMBIADIÐ Útgefandi: Dagblaflifl hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Rltstjóri: Jónas Kristjánsson. RHstJómarfuitrúi: Haukur Heigason. Fréttastjóri: Ómar Vaidimarsson. Skrifstofustjóri rítstjómar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: HaNur Simonarson. Menning: Aflabteinn Ingótfsson. Afletoflarf róttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrfmur Pábson. Bbflamenn: Anna BJamason, Ásgeir Tómasson, AtJi Rúnar HaNdórsson, Atíi Steinarsson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stafánsdóttir, Elfn Afcertsdóttir, Gbsur Sigurðsson, Gunnbugur A. Jónsson, óbfur Geirsson, Sigurflur Sverrísson. Hönnun: Hilmar Karisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, BJambifur BJamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sig- urflsson, Sveinn Þormófleson. Skrifstofustjórí: óbfur EyjóMsson. Gjaidkeri: Práinn Þoríeifsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E. M. HaNdórsson. Ritstjóm Sfflumúb 12. Afgreiflsb, áskriftadeHd, auglýsingar og skrffstofur Þverhohi 11. Aðabimi bbðekn er 27022 (10 Hnur) Hvaða framsókn? ,,Ný framsókn til framfara” er helzta slagorð framsóknarmanna í kosninga- baráttunni. Skírskotað er til þess orða- leiks, að ekki geti einungis orðið ný sókn fram á veginn heldur beri að telja Framsóknarflokkinn endurnýjaðan. ,,Ný framsókn” sé betri en hin gamla. Óneitanlega minnir þetta kjörorð á broslega viðleitni annarra flokka fyrr og nú. Það minnir á slagorð Al- þýðuflokksins í síðustu kosningum, ,,Nýr flokkur á gömlum grunni” og umræður Benedikts Gröndals um ,,nýtt andlit” á Alþýðuflokknum. Fyrirtæki auglýsa einnig gjarnan vöru sína með því að setja ,,nýtt” framan við gamla nafnið, og þekkja allir þetta, til dæmis í auglýsingum á þvottaefni. Óft má með sanni segja, að ,,nýja” varan sé eitthvað skárri en hin gamla i slíkum tilvikum. En hvaða framsókn býður Fram- sókn? Framsóknarmerm nefna í kosningaáróðri sínum tvö skref, sem stigin skuli í framfaraátt. Fyrsta skrefið sé að stöðva verðbólguna. Síðan megi snúa sér að ,,nýrri framsókn til atvinnuuppbyggingar”. Uppbygging atvinnulífsins og þá einkum iðnaðar verður ekki gerð að marki nema atvinnan komist út úr vítahring verðbólgunnar. En uppbygging þarf að verða samhliða baráttunni gegn verðbólgunni, því að á mörg- um sviðum er það beinlínis orsök verðbólgu, hversu illa hefur verið staðið að atvinnumálum. Nefna má of- framleiðslu landbúnaðarvara og ranga landbúnaðar- stefnu stjórnvalda almennt, ofvöxt fiskiskipaflotans, sem Íeiðir til hallarekstrar og gengisfellinga, uppblástur hins opinbera bákns, hallarekstur þess og skuldasöfn- un og margt fleira. Framsóknarmenn virðast ekki hafa komið auga á þetta nema í litlum mæli. Framsóknarmenn hafa hins vegar komið auga á, að kauphækkanir geta leitt af sér verðhækkanir, og auð- vitað eru þær ein af mörgum orsökum verðbólgu, þegar horft er frá mánuði til mánaðar. En hversu efni- legar eru tillögur Framsóknar í kaupgjaldsmálum? Framsókn segir: „Leitað verði samkomulags við launþega um óbreytt grunnkaup á árinu 1980 og um lögfest hámark verðbóta í samræmi við leyfðar verð- hækkanir. Með þessu verði komið í veg fyrir, að ein- stakir hálaunahópar brjótist út úr launarammanum. Verði verðhækkanir meiri en hámark verðbólgu, skulu kjör hinna tekjulægstu bætt með fjölskyldubótum og auknum tryggingagreiðslum.” Grundvöllur stefnunnar er því, að „leitað verði sam- komulags við launþega” um stöðvun grunnkaups- hækkana. Á því byggist öll spilaborgin. Þetta mundi hver ríkisstjórn, sem við tæki, vafalaust kjósa. Reynslan sýnir, að síðasta vinstri stjórn fékk grið hjá verkalýðshreyfingunni og grunnkaupshækk- anir voru hverfandi litlar í ár. Flestir munu á hinn bóg- inn telja, að verkalýðshreyfíngin sé orðin ókyrr og meiri líkur séu á harðvítugri kjarabaráttu í vetur en á jáyrði verkalýðshreyfíngarinnar við stöðvun grunn- kaupshækkana, hvaða ríkisstjórnarbræðsla sem kann að sitja að völdum. Því miður verður að segjast, að Framsókn hefur ekki mikið til þessara mála að leggja, ef marka má stefnuyfirlýsingarnar nú. Hún gerir ekki tillögur um þær kerfisbreytingar, sem gætu leitt okkur úr vérð- bólgufeninu, hún hefur nær eingöngu hugmyndir um niðurfellingu grunnkaupshækkana, verðstöðvun og niðurskurð verðbóta. Verðstöðvun er, eins og flestir vita, aldrei annað en skammtímavermir, sem notast má við, meðan unnið er að varanlegri uppskurði. Sá uppskurður hefur ekki sézt hin síðari ár. Þess vegna hefur verðstöðvun valdið upp- söfnun verðhækkunartilefna og síðan verðsprengingu. Tillögur framsóknarmanna um „nýja framsókn” eru hvergi nærri nægilegar. Hjálpa þarf Nic- aragua áleiðis — svo telur hið hægrisinnaða blað The Cristian Science Monitor í Bandaríkjunum Eftirfarandi grein birtist á leiðara- síðu bandaríska blaðsins The Christian Science Monitor fyrir skömmu. Afstaðan til þróunarmála í Nicaragua er athyglisverð. The Christian Science Monitor er hægri sinnað í afstöðu sinni til mála en þykir mjög áreiðanlegt í öllum mál- flutningi. Hinir nýju ráðamenn í Nicaragua reyna nú að komast af byltingarstig- inu yfir í ástand sem kalla mætti eðli- legt þjóðlif. Það gera þeir með því að vinna traust landsmanna og auka vonir þeirra auk þess sem reynt er að fá aðstoð erlendis frá jafnhliða fjár- festingu erlendra aðila í Nicaragua. Þetta eru ánægjuleg tíðindi frá land- inu, sem enn á vissulega við nokkurn óróa að striða innanlands. Ekki á það síður við um önnur ríki í þessum heimshluta — Mið-Ameríku. Til dæmis má taka El Salvador þar sem Carlos Humberto Romero forseta var steypt af stóli fyrir nokkru og síðan hefur verið í ófriðarástandi. Rúmlega tveir tugir ríkja hafa ákveðið að veita Nicaragua aðstoð við uppbyggingarstarfið. Stjórnir þeirra hafa ákveðið að leggja trúnað á fullyrðingar ráðamanna sandinista í Nicaragua, að þeir stefni að upp- byggingu lýðræðisríkis með blandað hagkerfi. Er kannað er hverjir hafa verið stórtækastir i aðstoðinni við Nicaragua kemur í ljós að það eru Bandaríkin. Telja verður það gleði- lega breytingu frá árunum þegar Somoza stjórnin var studd sem mest. Stefna Bandaríkjastjómar er nú sú að styðja við bakið á hinni nýju stjórn í Nicaragua og öðrum þeim sem virðast skynsamlega hugsandi þar í landi. Á þá hið sama við um verkalýðsforustuna, kaupsýslumenn og fjölmiðla. Vissulega er það rétt að fjöldi Kúbumanna er nú í Nicaragua. Flestir eru þeir vegna heilbrigðisþjón- ustu, menntakerfisins og við aðstoð við útgáfu dagblaðsins sem rikis- stjórnin gefur út. Það er reyndar prentað í prentsmiðju sem áður var i eigu Somoza fjölskyldunnar. Hingað til hefur byltingin í Nicara- gua farið fram á allt annan hátt en á Kúbu árið 1962. Engar fjöldaaftökur hafa farið fram í Nicaragua enn sem komið er. Leiðtogar byltingarinnar hafa hvað eftirannaðlagtáherzlu á ,ið þeir líti ekki til Kúbubyltingarinuar sem fyrirmyndar. Þeir líti vitt til lær- dóms. Til byltingarinnar í Mexikó og meira að segja til Amerisku bylt- ingarinnar. Markið sé að velja það sem mest verði Nicaragua til góða. Af verkunum skuk uð þið þekkja þá Spurningalisti sá, sem fatlaðir sendu stjórnmálaflokkunum, og út- varpserindi Magnúsar Kjartanssonar hefur vonandi vakið tímabæra og verðskuldaða athygli. Þar hefur verið bent á, hversu sá stóri þjóðfélags- hópur hefur verið vanræktur mitt i okkar velmegun og hversu mikið skortir á, að hann njóti jafnréttis við aðra þegna þjóðarinnar. Þessar línur eru þó ekki skrifaðar í því skyni að svara nefndum spurning- um og heldur ekki til þess að gefa ein- hver kosningaloforð. Nógu margir verða eflaust til þess. Og kannski verða þeir flokkar tunguliprastir á loforðin, sem vart hafa hreyft hönd sína eða fót til móts við þessar rétt- lætiskröfur, þrátt fyrir alla makt sina og mikið veldi. Hefi ég þar í huga alla kröfluflokkana þrjá, er setið hafa með ýmsum tilbrigðum i ríkisstjórn þennan áratug aldarinnar. Hvergi ^verður á þessum ferli þeirra fundið eitt einasta spor stigið í átt til fatlaðra og öryrkja, en eitthvað kann að vera til af dauðum bókstaf, þar sem fatl- aðir eru nefndir á nafn. Hlutur hinna fötluðu væri þó annar í dag, ef þessir ranglátu ráðsmenn hefðu verið jafn- rausnarlegir í þeirra garð og þeir voru við Kröflu og hennar aðstandendur. Hlutur Alþýðuflokksins Erindi mitt með þessum línum er hins vegar að vekja athygli á því, sem Alþýðuflokkurinn hefur leitast við að gera fötluðum til hagsbóta, þó að honum sé Ijóst, að þar er enn mikið verk að vinna. Og þó að Alþýðuflokkurinn hafi alla tíð leitast við að styðja málefni fatlaðra, m.a. í löggjöfinni um almannatryggingar, sem flokkurinn hefur átt mestan þátt í að móta, þá má segja að hann hafi á Alþingi i ■ ■ I Gegn auðhyggju, atvinnuleysi og óðaverðbólgu Þegar menn höfðu áttað sig á þvi jsl. föstudagsmorgun, að Morg- unblaðið var ekki að segja frá upp- hafi þriðju heimsstyrjaldarinnar, þá létti flestum. Léttirinn var meira að segja svo mikill, að menn gleymdu að rýna í inntak efnahagsmála- tillagnanna scm kvnntar voru i blaðinu. Nokkrir öreigar úr hálauna- stéttum fundu meira að segja ástæðu til að efna til trúðleika á torgum og gatnamótum (þrátt *fyrir hina hörðu samkeppni frá ríkisstjórn íslands á 'því sviði skemmtanaiðnaðarins). En þarna lá fyrir í svörtu á hvitu, að Sjálfstæðisflokkurinn hyggst beita sér fyrir framkvæmd auðhyggju á íslandi. Lögmál markaðarins skulu rikja, ,,frelsi” einstaklinganna skal koma í stað samhjálpar og samvinnu, ríkisvaldið hættir að skipta sér af kjarasamningum, — þeir skulu vera á „ábyrgð aðila vinnumarkaðarins”, eins og ríkið sé enginn aðili að vinnu- markaði eða láti sig engu skipta kjaramál í landinu. Ríkið dregur sig með nokkrum hætti út úr stjórn- málum og sinnir einungis æðri málum eins og stórvirkjunum (verða þær afhentar hlutafélögum og ein-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.