Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.12.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 11.12.1979, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979. DB á ne ytqndamarkaði ANMA BJARNASON Hlutlausar upplýsingar um verð og gæði byggingarefna Bygginga- þjónustan flytur umáramótin Frá og með næstu áramótum opnar Byggingaþjónustan, sem verið hefur til húsa að Grensásvegi 11, i nýju og rúmgóðu húsnæði 1 kjallara Iðnaðarmannahússins að Hallveigar- stíg 1. Sýnishorn byggingarefna og tækja verða þar flokkuð eftir alþjóðlegu flokkunarkerfi, þannig að auðveldara verður fyrir hönnuði og almenning að bera saman hin einstöku efni. Verða t.d. öll gólfefni í sérdeild, þakefni í annarri o.s.frv. Byggingaþjónustan mun einnig veita upplýsingar um hvort ný byggingar- efni hafa hlotið tilskilda innlenda viðurkenningu. Verður einnig lögð aukin áherzla á að hafa jafnan sambærilegt verð fyrir hendi þannig að treysta megi verði og gæðum á hverjum tíma. Allar upplýsingar sem gefnar eru hjá Byggingaþjónustunni eru hlut- lausar og er aðgangur að sýningar- s. t-Vrti 'vll'im heimill og ókeypis. H nsnæðismálastofnun ríkisins (> K.mnsókiia.siofimi byggingar- iðnaóarins komu ul hðs við Arki- tektafélag íslands um siðusiu iramót og gerðu Byggingaþjónustuna að sjálfseignarstofnun. Síðan hafa Akureyrarbær, Félagísl. iðnrekenda, Iðntæknistofnun íslands og Lands- samband iðnaðarmanna lagt hönd á vogarskálina til eflingar þessum mikilvæga þætti og bættrar þjónustu í húsnæðis- og byggingarmálum þjóðarinnar. 20 ára þjónusta Byggingaþjónustan var fyrst opnuð almenningi árið 1959 að Laugavegi 18a. Fimm árum síðar flutti þessi þjónusta að Laugavegi 26. Aðsókn var mikil, 25—30 þúsund manns komu áriega. Árið 1973 flutti Bygginga- þjónustan enn og þá að Grensásvegi II. Eftir það varð minni aðsókn að sýningarsvæðinu en þjónusta gegnum síma jókst að verulegu leyti. í stjórn Byggingaþjónustunnar eru nú Ólafur Sigurðsson arkitekt, formaður, Guðmundur Gunnarsson verkfr., forstöðumaður tæknideildar Húsnæðismálastofnunar ríkisins og Haraldur Ásgeirsson verkfræðingur, forstjóri Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Framkvæmda- stjóri er Ólafur Jensson. -A.Bj. Heitperu- tertaíábæti Einn af lesendum Neytenda- síðunnar hringdi og gaf okkur eftir- farandi uppskrift. Þetta er alveg tilvalinn ábætisréttur en getur einnig verið hentugur t.d. í saumaklúbbinn. Heit peruterta 1 bolli hveiti 1 bolli sykur 1 egg 1/4 tsk salt 1 1/2 tsk lyftiduft 1/2 dós perur 1/2 bolli púðursykur 1/2 bolli kókosmjöl Búið er til venjulegt hrært deig, — perurnar eru látnar síðast út í deigið Smyrjið eldfast mót og bakið kökuna i því í 15—20 mín. við 200° C hita. Borin fram strax með ísköldum þeyttum rjóma. Hráefniskostnaður er rétt um 1500 kr., og er þá reiknað með einum pela af rjóma. -A.Bj. ELDHÚSKRÓKURINIM 17 Hlutun og hagnýt- ing á kálfakjöti Kálfshöfuð eru notuð í svokallaða skjaldbökulíkingu eða löguð úr þeim suíta. Hálsinn og bógurinn er soðinn og steiktur í ýmsa hádegisrétti, kjúkl- ingalíkingu og gufusteikta kálfasteik. Einnig notaður í kjötvinnslu. Skank- arnir eru notaðir til að laga ljóst eða brúnt kjötsoð, gufusteiktir, soðnir nýir eða saltaðir. Framhryggur er skorinn í kótelettur eða steiktur heill. Einnig er hann úrbeinaður í ýmsar pönnusteikur. Afturhryggur er ýmist heilsteiktur eða notaður i pönnusteik- ur. Bringan er ýmist soðin ný eða söltuð, fyllt, gufusteikt eða notuð í smásteikur. Slagið er notað í rúllu- pylsu og ýmsa kjötvinnslu. Lærið skiptist í þrjá aðalhluta: innanlærs- vöðva, sem ýmist er sneiddur eða steiktur heill, flatsteik, sem er heil- steikt eða söltuð í álegg og klumpinn, sem er steiktur heill, saltaður í álegg, notaður í kjúklingalikingu, rjóma- gúllas og fleiri rétti. Bein, brjóst og fætur er notað til þess að búa til kjötsoð. Næst verður fjallað um notkun nautakjöts. Kálfakjöt er notafl i margvLslega rétti. Hausinn er alveg tilvalinn i skjaldbökulikingu, sem er tUval- inn veizluréttur. DB-mynd Bjarnleifur. ^ráostefnusalur f PALLBOROI í ./ UPPLÝSING AR Llu h ■•czn ouo BÆKUR OG RIT SÝNINGARSALUR Nýja húsnæði Byggingaþjónustunnar er 540 fermetrar að flatarmáli. Nú verða öll byggingaefni flokkuð eftir alþjóðlegu flokkunarkerfi en ekki eftir fyrirtækjum eins og verið hefur. Upplýsingar eru öllum heimilar og ókeypis. Upplýsingaseðill til samanburöar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldiö? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi I upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von I að fá fria mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar. Kostnaður í nóvembermánuði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m t/Kiv Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.