Dagblaðið - 14.12.1979, Síða 5
5
\
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979.
Víst var Rússagullið til:
ISLENZKIR KOMMUNISTAR
FENGU PENINGA AÐ UTAN
— beint frá ráðstjórninni í Moskvu, segir í bók Þórs Whitehead um kommúnistahreyfinguna
„Gögn Kommúnistaflokks Íslands
og alþjóðasamtakanna, sem sá flokk-
ur laut, liggja ekki á lausu. Var því
ekki um annað að ræða en að styðj-
^ast við prentaðar heimildir og samlöl
við nokkra menn sem gegndu trún-
aðarstörfum i flokknum. Tóku þeir
mér allir vel og greiddu gölu rnína.”
Svo segir Þór Whitehead sagn-
fræðingur i formála fyrir bók sinni
um Kommúnistahreyfinguna á
íslandi 1921 —1934 sem Menningar-
sjóður hefur nú gefið út.
Stofninn í ritinu kveður höfundur
vera B.A.-ritgerð í sagnfræði, sem
hann lagði fram í Háskólanum 1970.
Þórhallur Vilmundarson er ritstjóri
ritraðarinnar, sem bókin er i.
Meðal annars má lesa eftirfarandi í
bókinni:
,,...! hinn „sameiginlega sjóð”
runnu aðeins tekjur úr einni átt, frá
ráðstjórninni i Moskvu, en þaðan var
fénu dreift i margvíslegri mynd til
allra deilda Kominterns. Þótt ekki sé
vitað, hversu mikið fé kom í hlut
Íslandsdeildarinnar, má fullyrða, að
það hrökk hvergi fyrir útgjöldum
hennar. Hér er bæði átt við þann
beina fjárstyrk, sem á tímabili fór um
hendur Signe Silléns, svo og ýmsa
óbeina fyrirgreiðslu. Þótt „Rússa-
gullið” kæmi sér vel, urðu flokks-
félagarnir að taka á sig tiitölulega
þungar byrðar af sínum litla
mætti ....
Hér er því beinlinis haldið franí ög
fyrir þvi bornar heimildir, að Islands-
deild Komintern hafi þegið styrktarfé
erlendis frá. Nokkru frekar er unt
styrkinn fjallað og fólk er við sögu
kemur að flytja hann tii jslands.
Félagatal er rakið og sillhvað l'leira
sem er athygli verl.
- BS
Hafskip kaup-
ir m/s Borre
„Við gátum tilkynnt Fred Olsen
skipafélaginu í gær að við hefðum
aflað allra nauðsynlegra leyfa hér til
þess að ganga frá samningi um kaup á
fljótfermisskipinu ms. Borre,” sagði
Ragnar Kjartansson, framkvstj., Haf-
skips hf. í viðtali við DB.
Frá þessu var skýrt á fjölmennum
kynningarfundi Hafskips hf. á Hótel
Sögu á þriðjudagskvöld. A fundinunt
voru kynnt störf Hafskips, staða
félagsins i fjölmörgum málurn og nteiri
háttar ákvarðanatökur. Ein þeirra var
sú að ganga nú, að nauðsynlegum leyf-
um fengnum, til samninga um kaup á
áðurgreindu skipi.
Hafskip hafði skipið á þriggja
mánaða leigu með forkaupsrétti. Þeim
leigutima er nú lokið og var eigendunt
skipsins lilkynnt ákvörðun stjórnar
Hafskips.
Ms. Borre er með opnanlegan skut
og síðulúgum, með 2.800 tonna
burðargetu, byggt 1970 og brennir
svartoliu.
-BS.
Nýtt skip i islenzka kaupskipaflotanum, ms. Borre, sem Hafskip hf. hefur fengið öll nauðsynleg le.vfi til að kaupa af Fred
Olsen-skipafélaginu I Noregi.
Unnið á ný í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
og á Kirkjusandi: r
ENGINN VERTIÐ-
ARKRAFTUR í
FRAMLEIÐSLUNNI
„Við höfunt unnið síðan á ntánu-
daginn og búumst við að geta haldið
frantleiðslu áfram a.m.k. út desent-
berntánuð,” sagði Rikharður Jóns-
son, framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
hússins Kirkjusands, við Dagblaðið.
Vinna lá niðri i 3 vikur hjá Kirkju-
sandi vegna skorts á hráefni. Togar-
arnir Ögurvik og Karlsefni sigldu
með aflann og stöðva varð vinnslu i
húsinu þar sem fisk skorti. 50—60
verkakonur voru skráðar atvinnu-
lausar fyrir vikið.
Ótryggt atvinnuástand er viðar i
fiskvinnslustöðvum á Stór-Reykja-
víkursvæðinu. í siðustu viku var ekk-
ert unnið í Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar og konur i 80 heilsdagsverk-
um misstu vinnu. Í þessari viku cr
full vinna í BÚH, en óráðið með þá
næstu.
„Ástandið cr ekki of gott,” sagði
Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri
hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur.
„Okkur hefur lekizt að halda uppi
fullri dagvinnu, en þó ekki meiru.
Við höfum svo til ekkert hráefni
fengið undanfarið til að vinna i salt
og skreið. Mannskapurinn hefur þó
haft nóg að gera við pökkun á eldri
fiski, en það fer að ganga á birgð-
irnar sem eftir er að pakka.”
Þórhallur Helgason hjá
Hraðfrystistöðinni sagði að fram-
leiðslan gengi ekki með neinum „ver-
tíðarkrafti”. Þar cr haldið uppi dag-
vinnu í fiskinum.
„Við forðumst að láta okkar tog-
ara sigla. Það er reynt að halda uppi
fullri atvinnu og hefur tekizt," sagði
Gísli Konráðsson hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa. Afli Akureyringa hefur
verið þolanlegur. em afkoma Út-
gerðarfélagsins er engan veginn
þolanleg, að sögn Gisla. „Við fáum
ekki kostnaðarverð fyrir framleiðsl-
una.”
- ARH
Stofna hlutafélag um
húseiningaverksmiðju
Á sunnudaginn verður stofnað
hlutafélag áhugamanna um húsein-
ingaverksmiðju á Loftleiðahótelinu i
Reykjavik. Hefst fundurinn kl. 14.
Segjast fundarboðendur, Haf-
steinn Ólafsson og fleiri, geta nú sýnt
„með all haldgóðum rökum, að hægt
sé að fjöldaframleiða einingahús af
margvíslegu tagi í þar til gerðri verk-
smiðju, fyrir mun lægra verð en gert
hefur verið til þessa.”
í fréttatiIkynningu frá Hafsteini
segir, að nú þegar liggi fyrir áætlanir
um slíkar framkvæmdir. „Þannig er
búið að forhanna verksmiðjuhús,
ganga frá öllunt framleiðsluteikning-
um ogákveða vélar til framleiðslunn-
ar . . . Markaðsaðstæður hafa verið
kannaðar og fyrir liggja arðsemisút-
reikningar, rekstrar- og stofnkostn-
aðaráætlanir.
Gera má ráð fyrir að stofnkostn-
aður sé nú orðinn nálægt 400 milljón-
um króna. Afkösl slíkrar verksmiðju
geta orðið nærri því ein íbúð/hús
hvern virkan dag nteð 35—40 manna
starfsliði í verksntiðjunni."
-ÓV
sá besti í heimi
Knattspyrnusnillingurinn
Kevin Keegan
Þessi bók fjallar um erfiðleika, baráttu og
sigra í lífshlaupi Kevin Keegans, bæði utan
vallar og innan. Bókin er skrifuð af honum
sjálfum, og frásögnin öll er hreinskilin og
skemmtileg. Hún er ekki aðeins sönn og
merk lýsing á lífi atvinnuknattspyrnumanna,
heldur einnig frásögn af erfiðri lífsbaráttu og
mörgum sigrum, sem unnust með ótrúleg-
um dugnaði og lífsþrótti.
Bókin um Kevin Keegan er þarfur og lær-
dómsrikur lestur fyrir alla, sem fylgjast með
eða taka þátt í knattspyrnu. Auk þess fá
lesendur bókarinnar glögga innsýn í þá bar-
áttu er fylgir því að fæðast í fátækt en kom-
ast samt á hæsta tindinn í knattspyrnunni
og mikil efni, án þess að það hafi áhrif á
lífsviðhorf og starf.
Þetta er bók fyrir alla er lifa lífinu lifandi.
I bókinni eru margar myndir úr knattspyrnu-
leikjum og frá ævi Kevin Keegans.
HAGPRENT